Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 48

Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 48
29.900.000 Falleg og vel staðsett 4ra herbergja, 118,6 fm íbúð á 1. hæð í góðu húsi í Smáranum, á frábærum stað í Kópavogi, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Lautasmári - 201 Kóp. 48 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG HEF búið við Vesturgötu í Reykjavík í tæp 14 ár en mér hef- ur þótt vænt um hana frá bernsku. Pabbi var alinn upp við Vesturgötu, amma rak þar kram- búð og mér eru í barnsminni sög- ur pabba af uppvextinum við þessa merkilegu götu; húsunum, fólkinu og umhverfinu. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur segir í bók sinni Indæla Reykjavík – 6 gönguleiðir um gamla Vesturbæinn – að Vest- urgatan hafi ávallt verið talin möndull Vesturbæjar. Þegar gengið er eftir Vest- urgötu sprettur sagan fram við hvert fótmál. Saga sem okkur ber skylda til að virða og varðveita. Sem dæmi má nefna að Einar Benediktsson skáld reisti Vest- urgötu 5, Verzlunarskóli Íslands var stofnaður á nr. 10, og Bene- dikt Gröndal bjó í Gröndalshúsi á nr. 16. Á Vesturgötu 28 sat Hall- dór Laxness við skriftir, meistari Þórbergur leigði við Vesturgötu og er Kjarval flutti suður bjó hann þar fyrstu 2 árin. Þetta eru örfá atriði um sögu þessarar einnar elstu og merkustu götu Reykjavíkur. Fyrir nokkrum áratugum þoldi Vesturgatan niðurlægingarskeið þegar gömlum húsum var rutt burt og þeirra tíma háhýsi reist í staðinn. Því lauk að hluta þegar Torfu- samtökin komu fólki í skilning um að fortíð- ina bæri að varðveita. En sagan er fljót að gleymast og seint læra menn af fyrri mistökum. Borgaryf- irvöld ákváðu að þétta byggð. Hver lófastór, auður blettur skyldi nýttur, lágreist hús rifin, háhýsi byggð í staðinn og ekkert tillit tekið til þess þótt byggðin væri þegar of þétt og þrengsli til vandræða. Nýtt niðurlægingarskeið gekk í garð. Vesturgatan hefur liðið fyrir þetta þéttingaræði og nú er svo komið að íbúar við Vesturgötu og Nýlendugötu hafa fengið nóg. Þetta gamla, gróna hverfi þolir ekki meiri þéttingu og þá umferð sem af henni hlýst. Teikningar á blaði segja ekkert um þann veru- leika sem íbúarnir búa við. Leyfður var flutningur á há- reistu timburhúsi frá Lindargötu á örsmáan reit við Nýlendugötu 5a. Verið var að ryðja Lindargötu fyrir háhýsabyggingar og húsinu troðið á þennan litla reit. Leyft var að rífa Rúllugerðina og reisa nýbyggingu á nr. 21. Á bak við er svo troðið tveimur tveggja hæða húsum við svo þröngar aðstæður að ótrúlegt má teljast. Í deiliskipulagi frá árinu 2003 segir m.a. um svæðið: „Áberandi skortur er á útiað- stöðu, bílastæðum og frágangi nær allra útisvæða og lóða. Sum húsin á reitnum eru nær lóðarlaus. Óhætt er að fullyrða að um 20% íbúa reits- ins hafa enga útiað- stöðu á lóðum sínum, svalir né garðholu þar sem sólar nýtur.“ Þrátt fyrir augljós rök gegn frekari þéttingu á að byggja hús á lóð nr. 24 við Vesturgötu sem lengi hefur staðið auð. Miðað við umhverfið er fyrirhugað hús há- hýsi. Það lokar af húsin við Ný- lendugötu, sviptir þau birtu, tekur allt útsýni frá íbúum handan göt- unnar og eykur mjög á þrengslin sem fyrir eru. Sprengja á klöpp fyrir djúpum kjallara milli gamalla timburhúsa sem byggð eru á 19. öld og standa mörg á hlöðnum grunnum sem þola ekki hnjask. Íbúar fóru fram á að lóðin nr. 24 yrði gerð að útivistarsvæði sem mikill skortur er á. Því var hafn- að. Þéttingu byggðar sem er svo þröng fylgir gífurlegt rask og ónæði fyrir íbúana sem fyrir eru. Þegar verið var að fleyga fyrir grunnum á Nýlendugötu 5a og Vesturgötu 21 í fyrra léku húsin í kring á reiðiskjálfi viku eftir viku í maí og júní. Myndir titruðu á veggjum, hlutir duttu úr hillum og hávaðinn var slíkur að hvergi var vært. Ég starfa sem sjónvarps- þýðandi og starfsstöð mín er á heimili mínu. Enginn möguleiki var á að vinna og varð ég af tals- verðum tekjum. Hvorki borgaryf- irvöld né verktaki vildu axla ábyrgð. Umferðin við Vesturgötu er sér- kapítuli. Árum saman hafa íbúar reynt að fá Vesturgötu breytt í einstefnugötu, í það minnsta næst miðbæ. Gatnamót Vesturgötu og Ægisgötu verða æ fjölfarnari, þau eru mjög blind og þar verða oft árekstrar. Nú sjá íbúar fram á að fá einstefnu milli Garðastrætis og Ægisgötu, en í öfuga átt við það sem þeir vildu og rökstuddu á grundvelli langrar reynslu af gatnamótunum. Að auki hyggjast skipulagsyfirvöld gera Ægisgöt- una að aðalbraut, skera Vest- urgötuna og hverfið allt í sundur og bjóða upp á aukna umferð og meiri umferðarhraða á Ægisgötu. Fyrir nokkru sendu íbúar við Vesturgötu rökstuddar tillögur til borgaryfirvalda um hvernig gera mætti götuna öruggari, þar á með- al téð gatnamót. Flestum var hafnað, þrátt fyrir eindreginn vilja íbúa og langa undirskriftarlista, og öðrum tillögum snúið við. Nú koma nýir aðilar til valda í borginni. Lesa má í fundargerðum nefnda sem fjölluðu um mál Vest- urgötu að sjálfstæðismenn studdu hugmyndir íbúa. Daginn fyrir kjördag voru blöð borin í hús þar sem D-listafólk lofaði að endur- skoða samþykktir um fram- kvæmdir við Vesturgötu. Nú bíðum við efnda. Stólaskipti fara fram 13. júní og fylgst verður grannt með gjörðum nýrra stjórn- enda. Ég tala fyrir hönd fjölmargra íbúa Vesturgötu og nágrennis þeg- ar ég óska þess innilega að þetta gamla, sögufræga svæði fái upp- reisn æru, verði gert vistvænna, skynsamlegur hemill hafður á um- ferð og að lóðin nr. 24 verði gerð að útivistarsvæði, öllum til ynd- isauka. Vesturgatan – niðurlæging eða uppreisn æru? Lára Hanna Einarsdóttir fjallar um Vesturgötu ’Ég tala fyrir höndfjölmargra íbúa Vest- urgötu og nágrennis þegar ég óska þess innilega að þetta gamla, sögufræga svæði fái uppreisn æru …‘ Lára Hanna Einarsdóttir Höfundur er sjónvarpsþýðandi og leiðsögumaður. Húsakaup hefur tekið til sölu fjórar mjög vel staðsettar eignarlóðir á Álftanesinu. Lóðirnar eru í landi Kirkjubrúar, við Tjarnarbrekku nr. 6 -12. Um er að ræða neðstu lóðirnar í byggðinni og útsýni því mikið. Búið er að greiða gatnagerðagjöld af þeim og verða þær afhentar á púða. Liggur fyrir samkvæmt deiliskipulagi byggingarmagn hverrar lóðar og leyfileg byggingargerð. Allar frekari upplýsingar veitir Albert á skrifstofu Húsakaupa í síma 840-4048. Tilboða er óskað og er tilboðsfrestur til föstudagsins 16. júní næstkomandi. Skila skal tilboðum á skrifstofu Húsakaupa. EIGNARLÓÐIR TIL SÖLU VIÐ TJARNARBREKKU 6-12 Á ÁLFTANESI Albert Björn Lúðvígsson sölumaður, s. 840 4048 Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali Miðleiti - Reykjavík Eldri borgarar Mjög björt og falleg 82 fm íbúð á 5. hæð í góðu lyftuhúsi auk stæðis í mjög góðri bílageymslu, suðursvalir. Mikil sameign (leikfimis- og veislusalur). Verðtilboð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.