Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 52

Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 52
52 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR barn verður fyrir lík- amlegu eða andlegu ofbeldi, krefst samfélagið þess að hinum seka verði refsað. Samfélagið ætlast til þess að fulltrúi þess, dómskerfið, bregðist strax við og sjái til þess að refs- ingu verði framfylgt. En hvernig bregð- umst við við þegar okkur finnst dóms- kerfið bregðast skyldu sinni? Er hægt að búast við skynsamlegum aðgerðum að hálfu samfélagsins þegar lítið virðist aðhafast eða að það skorti jafnvel skýra og af- markaða stefnu í því hvernig taka eigi á málum er lúta að ofbeldi á börn- um? Hlutverk foreldra og ábyrgð dómskerfisins Það er hlutverk foreldra og full- orðinna að reyna eftir fremsta megni að gæta barna sinna og annarra ungviða, að leiðbeina þeim og forða frá hættum. Því miður leynast hætturnar hins- vegar oft þar sem síst er við þeim búist og ráðast þær að barninu eins og úr launsátri. Eftir sitja fórnarlömbin, börnin okkar, sködduð fyrir lífstíð. Í hinu vestræna samfélagi er okkur kennt að treysta dómskerf- inu, vænta þess að það leysi vand- ann og beri ábyrgð á að fram- fylgja réttlætinu á sem bestan hátt. Getum við látið kynferðislegt ofbeldi viðgangast? Það er sorglegt að vita til þess að kynferðislegu ofbeldi á börnum hér á landi sé sýndur sof- andaháttur af hálfu dómskerfisins og að útlit sé fyrir að ekki sé til nægjanlegt fjármagn til að kosta markvissa, örugga og áhrifaríka eftirfylgni með slíkum ákæru- málum. Þeir sem vald- ið hafa sýna engan vilja til að taka á mál- efninu, því svo virðist sem því sé sópað undir teppi eða gleymt ofaní skúffu. Það er því stórkost- legt að einstaklingar, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, komi sjálfir fram í dagsljósið og standi berskjaldaðir frammi fyrir heilli þjóð og segi sögu sína op- inskátt í þeim tilgangi að hafa áhrif á dómskerfið og almenning og reyni þannig að stuðla að úr- bótum. Það er vitað að ekki þýðir að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní. En ef barnið dettur, þá er það skylda okkar að bjarga því og það tafarlaust. Ég vil sjá að á málum sé tekið, að dómskerfið komi af stað skynsamlegri stefnu í afgreiðslu á kynferðisafbrotaá- kærum. M.ö.o. að það endurskoði vinnubrögð sín á málefnum er lúta að afbrotum gagnvart saklausum og bjargarlausum börnum og ung- mennum, ákærumálin daga oft uppi í skúffum lögreglunnar og gerendur ganga lausir, þolendur eru í enn frekari óvissu um fram- tíðina og úrlausnir mála sinna. Með þessu virðist dómskerfið vera að leggja blessun sína yfir glæpi, glæpi sem eru svo alvarlegir að þeir eiga að hafa algjöran forgang. Greinileg þörf er á breytingum Sú háværa umræða sem verið hefur í fjölmiðlum síðustu daga, m.a. forsíðuskrift DV, hefði eflaust getað verið á annan veg ef það væri almennt vitað að dómskerfið tæki á markvissan hátt á þessum málum. „dómstóll götunnar“ þyrfti ekki að grípa framfyrir hendur dómstóla og hrópa; úlfur, úlfur, heldur gæti hann búist við því að slík mál fengju tafarlausa og rétt- mæta afgreiðslu. Með þessum orð- um er ég ekki að réttlæta umrædd greinaskrif eða vinnubrögð frétta- miðilsins, heldur einungis benda á að lögmál frumskógarins gildir gjarnan þar sem óreiða ríkir þ.e. þú bjargar þér sjálfur því enginn annar gerir það. Það er löngu tímabært að sýna þeim einstaklingum viðeigandi virðingu sem þurfa að leita á náðir hins opinbera með kærur af þessu tagi og afgreiða kynferðisafbrota- mál skjótt og vel. Börnin eru framtíð okkar, gleymum þeim ekki. Gerum vel við þau, því þau eru varnarlaus. Tekur dómskerfið á kynferðis- afbrotum af skilvirkni? Ása María Björnsdóttir-Togola fjallar um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum ’Það er löngu tíma-bært að sýna þeim ein- staklingum viðeigandi virðingu sem þurfa að leita á náðir hins op- inbera með kærur af þessu tagi og afgreiða kynferðisafbrotamál skjótt og vel.‘ Ása María Björnsdóttir-Togola Höfundur er nemi í listasögu og næringarfræði. Sérlega falleg íbúð á 3. hæð (efsta hæð) í litlu fjölbýli á þessum góða stað í Víkur- hverfinu í Grafarvogi. Íbúðin er 96,3 fm með geymslu. Skipting eignarinnar: For- stofa, þvottahús, hol, eldhús með borðkróki, 2 svefnherbergi, baðherbergi, stofa, svalir og geymsla auk sameignar. Þetta er góð eign sem vert er að skoða. Mikið útsýni. V. 21,9 millj. Nánari upplýsingar veitir Hlynur í síma 698-2603. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Ljósavík - Rvík Til sölu einstaklega vel staðsett og stórglæsilegt, mikið endur- nýjað hús. Húsið er skráð 302,5 fm með 36 fm tvöföldum bíl- skúr. Mögulegt er að hafa tvær íbúðir í húsinu en stöðugar end- urbætur hafa verið gerðar á því undanfarin ár. Nýlega endurgerð lóð með 78 fm palli og nuddpotti. Verð 59,5 millj. María sýnir áhugasömum eignina í dag milli kl. 15 og 17 Grjótasel 3 - Einbýli - Opið hús kl. 15-17 Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Njásgata - Glæsilegt - Laus strax Höfum fengið í einkasölu lítið sjarmerandi fjölbýli með þremur algjörlega nýuppgerðum íbúðum í hjarta Reykjavíkur. Hús- ið hefur verið gert upp í heild sinni á mjög vandaðan og smekklegan hátt. Mögulegt er að kaupa heildar húseign eða stakar íbúðir. 2ja herb. 57,9 fm íbúð í kjallara v.14,9 m. 4ra herb. 87,4 fm íbúð á 1. hæð. v. 24,9 m. 4ra herb. 87,4 íbúð á 2. hæð og 19 fm ris (gólflötur 60 fm) v. 34,9 m. Hægt er að útbúa sér ósamþykkta íbúð/vinnustofu í risi, með stórum gluggum. V. 14,9 m. 5843 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Í einkasölu glæsileg, vel skipulögð efri sérhæð og ris í þessu fallega tvíbýlishúsi sem er staðsett á mjög góðum útsýnisstað. 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi. Risið var byggt ofaná 1980-82. Stórar stofur. Rúmgóð eign. Glæsilegt útsýni. Góður bílskúr. Eignin getur losnað mjög fljótlega. Samtals stærð eignarinnar er 219,4 fm. Verð aðeins 37,5 m. Kambsvegur 7 – efri hæð og ris Opið hús í dag, sunnudag, frá kl. 16.30 - 18.30 www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 Jónína tekur á móti fólki frá kl. 16:30 – 18:30 í dag sunnudag. OPIÐ HÚS Hraunbæ 170 Falleg, björt og vel skipulögð 88,9 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi með vestur- svölum. Sameign er góð og húsið nýlega tekið í gegn að utan. Verð 16,9 m. EIGNIN ER LAUS OG TIL AFHENDINGAR STRAX. Ragnheiður tekur á móti gestum í dag sunnudag milli kl. 14 og 16. Tveir menn hagnast hvor á öðrum. Þrír menn hagnast hver á öðrum. Þrjú börn hagnast hvert á öðru. Bændur og sjómenn hagnast hvorir á öðrum. Bændur, sjómenn og iðnaðarmenn hagnast hverjir á öðrum. Allt fólkið hagnast hvað á öðru. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.