Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EITT af því sem hlýtur að vera nauðsynlegt hverjum stjórn- málaflokki er að kjósendur viti nokkurn veginn fyrir hvað hann stendur. Hver eru grundvallarsjón- armiðin og framtíð- arsýnin? Ekki síst er þetta mikilvægt í dag eftir að stjórnmálin hafa færst nær miðj- unni. Fylgistap Framsóknarflokksins í síðustu sveit- arstjórnarkosningum má því að verulegu leyti skrifast á mjög óljós grundvallarsjón- armið hans í íslensk- um stjórnmálum í dag, og þar með stór- skerta ímynd hans meðal kjós- enda. Þegar þannig er komið fyrir stjórnmálaflokki er ekki nema eðlilegt að fylgið við hann fari ört minnkandi og endi í fylgishruni eins og nú hefur gerst hjá þessum elsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar. Vandamál Framsóknarflokksins Vandamál Framsóknarflokksins eru því mörg og flókin. Bæði hvað varðar innanflokksvandamál margskonar og ólík pólitísk sjón- armið um það hvert beri að stefna. Skýrasta dæmið og það afdrifarík- asta eru gjörólík viðhorf formanns og varaformanns til Evrópumála, því Evrópumálin eiga eftir að verða mestu átakamálin í íslensk- um stjórnmálum á komandi árum. Því þau höfða til svo viðkvæmra tilfinninga þjóðarinnar, enda um fullveldi hennar og sjálfstæði að ræða. Það að Framsókn- arflokkurinn komi fram fyrir þjóðina með tvær gjörólíkar skoðanir á þessu stór- máli gengur alls ekki lengur. Þjóðin og ekki síst kjósendur eiga heimtingu á að fá skýr svör við því hver sé í raun stefna Framsóknarflokksins í þessu stórpólitíska máli nú í að- draganda þingkosninga. Framganga formannsins Framganga formanns Fram- sóknarflokksins í Evrópumálum hefur verið undarleg svo ekki sé meira sagt. Þrátt fyrir að hann sé í forsvari fyrir ríkisstjórn sem al- farið hafnar aðild að Evrópusam- bandinu(ESB), og þrátt fyrir að vera í forustu fyrir flokk sem alla- vega formlega hefur ekki sam- þykkt að Ísland sæki um aðild að ESB, ítrekar hann sí og æ fram- tíðarsýn sína um að Ísland gerist aðili að ESB innan fárra ára. Tillit hans við samstarfsflokk sinn í rík- isstjórn eða andstæðinga ESB- aðildar innan eigin flokks er ekk- ert. Forherðingin er með eindæm- um. Og til að bæta gráu ofan á svart korteri fyrir kosningar er haldið áfram að ögra. Þá er hvatt til fjárfestinga útlendinga í ís- lenskum sjávarútvegi, og þar með að þeim verði gert kleift að kom- ast bakdyramegin inn í fiskveiði- lögsöguna með kaupum á afla- heimildum. Vantrú hans á íslensku krónunni kom svo á versta tíma fyrir skömmu þegar krónan átti undir högg að sækja, og auðvitað var það evran sem formanninn og forsætisráðherrann dreymdi um. Framganga Halldórs Ásgríms- sonar í Evrópumálum hefur því nú komið honum í koll með fylgi- shruni Framsóknarflokksins. Hið farsæla ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks hefur ekkert með fylg- istapið að gera eins og stjórn- arandstaðan heldur fram. Evrópusambandssýn formannsins, flokkserjurnar innan Framsókn- arflokksins og misráðið R- listasamstarf til 12 ára eru þar helsti orsakavaldurinn. Leiðir skilja Greinarhöfundur hefur stutt Framsóknarflokkinn og verið fé- lagi í honum í nær 30 ár. Skömmu fyrir kosningar skildi leiðir. Úr- sögn úr Framsóknarflokknum var óumflýjanleg. Brengluð ímynd flokksins og tilvistarkreppa blasti við mér og kjósendum og uppskar flokkurinn samkvæmt því. Sem stuðningsmaður núverandi rík- isstjórnar var hins vegar Sjálf- stæðisflokkurinn kosinn. Veit ég að svo fór um marga aðra kjós- endur Framsóknarflokksins sem standa vilja vörð um hin þjóðlegu gildi, sjálfstæði og fullveldi ís- lenskrar þjóðar. Evrópumál og brengluð ímynd Framsóknar Guðmundur Jónas Kristjánsson fjallar um stefnu Framsókn- arflokksins ’Úrsögn úr Framsókn-arflokknum var óum- flýjanleg. Brengluð ímynd flokksins og til- vistarkreppa blasti við mér og kjósendum og uppskar flokkurinn samkvæmt því.‘ Guðmundur Jónas Kristjánsson Höfundur er bókhaldari. Sérlega falleg íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli ásamt bílskýli á þessum vinsæla stað í Hvarfahverfinu í Kópavogi. Íbúðin er 95,8 fm með geymslu. Lyfta er í húsinu. Skipting eignarinnar: 2 svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi, forstofa, hol, geymsla og bílskýli. Vönduð gólfefni eru á íbúðinni og gott aðgengi. Eign sem vert er að skoða. V. 23,9 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Álfkonuhvarf - Kóp. OPIÐ HÚS Barmahlíð 14 Sérlega björt, mikið endurnýjuð og falleg 129,6 fm 3ja-4ra herbergja efri sérhæð með fallegri sólstofu ásamt 32,2 fm bílskúr. Verð 34,9 m. Eignin getur verið laus strax. Gunnur og Guðmundur taka á móti gestum milli kl. 15 og 18 í dag. EINBÝLI Í KÓPAVOGI ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir einbýli í Smára- eða Hvammahverfi í Kópavogi fyrir mjög traustan aðila. Óskað er eftir góðu einbýlishúsi með minnst fjórum svefnherbergjum. Gott parhús gæti jafnvel komið til greina. Rúmur afhendingartími er ekkert mál. Allar frekari upplýsingar veitir Jón Örn á Ás fasteignasölu. Símiar 520-2600 og 898-4588. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is BJÖRT OG FALLEG 152 FM EFRI SÉRHÆÐ Í ÞRÍBÝLISHÚSI ÁSAMT 31 FM BÍL- SKÚR. Forstofa. Stór stofa með suðursvölum. Eldhús m. borðkrók. Svefn- álma/sjónvarpshol, 4 herbergi, svalir út af hjónaherbergi. Þvottahús. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Eikarparket á allri íbúðinni. Innbyggður bílskúr. Fjögur sérbílastæði fylgja. Mikið útsýni. Áhv. langtímalán 25 millj. m/hagst.vöxum. Laus fljótlega. Málfríður og Sigurbjörn sýna íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 14-17. Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali NÝBÝLAVEGUR 74 - OPIÐ HÚS Eddufell í Reykjavík Um er að ræða heilt hús á tveimur hæðum við Eddufell 8, við Fellagarða í Reykjavík, ásamt byggingarétti. Grunnflötur er 648 fm (18x 36 m). Gert er ráð fyrir í nýju deiliskipulagi að breyta húsinu í íbúðarhús og leyfi er til að byggja tvær hæðir ofan á húsið eða alls fjórar hæðir. Húsið er tvær hæðir í dag, bílahús og verslun á jarðhæð en innréttað sem dagvöruverslun á 2. hæð. Gert er ráð fyrir 18 íbúðum í deiliskipulagi með 18 bílastæðum í bílahúsi auk jafnmargra stæða á lóð. Gert er ráð fyrir að hvor íbúð sé um 80 fm að stærð. (Gengið er út frá því í nýju deiliskipulagi að byggja ofan á tvær íbúðarhæðir ofan á hús við hliðina, beggja megin.) Verð kr. 140.000.000. Eignin er í einkasölu hjá Einari Gaut Steingrímssyni hrl., Borgartúni 33, Reykjavík. Upplýsingar gefa: Einar Gautur á skrifstofu í síma 562 9888 og Finnbogi í síma 897 1212 Hraunhamar fasteignasala er með í sölu glæsilega 4ra herbergja lúxusíbúð við Strandveg með einstöku útsýni yfir Arnarnesvog, Álftanes, Reykjavík, Kópavog og Garðabæ, fjöruna og náttúruna í Sjálandinu í Garðabæ. Íbúðin er samtals 125,7 fm með geymslu í kjallara. Vandaðar innréttingar og tæki. Falleg eikar- plankaparket á gólfum. Eignin skiptist í forstofu, glæsilegt eldhús, stofu, borðstofu, tvö herbergi með góðum skápum og rúmgott hjónaherbergi með fataherbergi innaf. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf og vönduð baðtæki. Bílastæði í bílageymslu og þvottahús í íbúð. Íbúðin er sértaklega vel staðsett á besta stað í Sjálandinu með miklu útsýni og kvöldsól. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Strandvegur - Garðabæ flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.