Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 59

Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 59 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Skipholt - efri sérhæð Sérlega rúmgóð og vel skipulögð efri sérhæð. Birt flatarmál er um 215 fm. Íbúðin hefur verið mikið uppgerð að innan m.a. er nýtt glæsilegt eldhús, tvö ný falleg baðherbergi og ný gólfefni. Fjögur svefnherbergi, sjónvarpshol, stofa, borðstofa og stórt eldhús. Sérinn- gangur. Fyrir aftan húsið er frábært óbyggt svæði og stutt í skóla. Verð 40,9 millj. Sunnuvegur - HF. - Laus fljótlega Falleg og vel skipulögð 116 fm efri hæð í þríbýlishúsi ásamt 62 fm bílskúr. Húsið er vel staðsett, rétt fyrir ofan lækinn og stutt er í skóla og alla þjónustu. Manngengt geymslur- is yfir íbúðinni og er auðvelt að breyta því í íbúðarrými. Húsið er nýlega málað og lítur vel út. V. 28,8 m. 5860 Bústaðarvegur 3ja herbergja mjög góð íbúð á jarðhæð með góðu útsýni m.a. til Bláfjalla. Íbúðin skiptist í mjög rúmgott hol, tvö góð herbergi, stofu, eldhús, bað og geymslu . Tjarnarból - Efri sérh. + aukaíbúð Falleg 125 fm efri sérhæð auk stúdíóíbúðar í kjallara og nýs 51,5 fm bílskúrs, á Seltjarn- arnesi, samtals 232 fm. Eignin skiptist m.a. í forstofu, gang, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi og fjögur herbergi. Um er að ræða 2-býlishús. Sérlega fallegur garður. V. 46,9 m. 5870 OPIÐ HÚS - Skógarsel 43, 1. hæð Alaskareiturinn Glæsileg 133,5 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í litlu nýju fjölbýli. Auk þess fylgir stæði í bílageymslu. Vandaðar innréttingar og gólfefni úr eik. Þvottahús í íbúð. Fallegt skógi vaxið umhverfi. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 17-18. Sérinngangur er í íbúðina (Ragnheiður og Haraldur sýna). V. 32,0 m. 5853 OPIÐ HÚS - Veghús 7, 2. h. h. MJÖG FALLEG 4RA HERBERGJA ÍBÚÐ Á ANNARRI HÆÐ Í LITLU FJÖLBÝLI. Húsið lítur mjög vel út og sameign nýlega teppalögð og máluð. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, eldhús, þrjú svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi, stofu og geymslu í risi. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-15. Bjallan er merkt 2. h. h. Þór- unn tekur á móti gestum. V. 23,9 m. 5676 Háteigsvegur - Rúmgóð Falleg neðri hæð með sérinngangi. Íbúðin skiptist m.a. í tvær samliggjandi stofur með rennihurð á milli, eldhús, tvö herbergi og sjónvarpshol. Út af stofu eru rúmgóðar svalir til vesturs. V. 30,0 m. 5861 Gullsmári - Kópavogi Mjög falleg 61,2 fm íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi. Innréttingar í íbúðinni eru úr eik. Dúkar á gólfi. Svalir til vesturs út af stofu. Fallegt útsýni. Sameiginlegur veislusalur á efstu hæð. Á 1. hæð er innangengt í þjónustumiðstöð sem bærinn rekur. Þar er hárgreiðslustofa, fótsnyrting o.fl. Heitur matur í hádeginu. V. 21,8 m. 5877 Melabraut - Seltjarnarnesi Vorum að fá í sölu fallega og mikið standsetta efri sérhæð og ris í 4-býlishúsi við Mela- braut. Íbúðin skiptist þannig að á hæðinni er stór stofa, eldhús, tvö herbergi, baðher- bergi og hol. Í risi er eitt herbergi og þvottahús. Bílastæði fylgir íbúðinni. Stór lóð. V. 27,7 m. 5867 Neðstaleiti Mjög falleg 135 fm íbúð á 3. hæð (efstu hæð) í litlu fjölbýlishúsi. Einungis ein íbúð á hæðinni. Íbúðin skiptist m.a. í rúmgóða stofu og fjögur herbergi. Eitt herbergjanna er forstofuherbergi með sér inngangi af stigapalli (einnig innangengt úr íbúð). Endurnýjað eldhús. Þvottahús í íbúð. Stórar svalir til suðurs. Fallegt útsýni. Verð 35,0 millj. Ljósvallagata - Íbúð og herb. í útleigu Góð 3ja herbergja íbúð ásamt aukaherbergjum í risi í fallegu steinhúsi. Íbúðin skiptist í tvær samliggjandi stofur, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Þar fylgja þrjú lít- il herbergi, sem eru undir súð og með þakglugga og aðgangur að sameiginlegri snyrt- ingu. Herbergi í risi hafa verið í útleigu og gefið góðar tekjur. V. 22,9 m. 5830 Rauðalækur - Standsett Falleg og mikið standsett 81,4 fm 3ja herb. íbúð í kjallara í 4-býlishúsi. Sérinngangur. Stór stofa og tvö rúmgóð herbergi. Miklir skápar. Húsið var málað að utan fyrir um ári síðan. V. 18,9 m. 5872 Á FÖSTUDAGSEFTIRMIÐDEGI 2. júní sit ég á veröndinni fyrir framan Thorvaldsens á Aust- urvelli. Sólin skín og himinninn er bjartur. Íslenski fáninn blaktir við hún á Alþingishúsinu. Það er fjölmennt á svæðinu, allir eru að njóta sumarblíðunnar. Vegna þess hve margir eru á ferðinni hefði maður átt von á því að sjá lögregluna á ferli en í mið- bænum er hana hvergi að sjá. Þrír dauðadrukknir menn þvæl- ast um og ónáða almenning. Rétt fyrir framan mig sé ég einn þeirra stela fjallahjóli og hjólar hann í burtu í annarlegu ástandi, en hann er ekki í því ásigkomulagi að geta hjólað „Tour de Reykjavík“. Rétt við Alþingishúsið hjólar hann á bíl og dettur. Hann reynir að standa upp, sem honum tekst að lokum, og heldur áfram sínum hjólreiðat- úr. Ég hef fengið nóg af þessu og kl. 17:11 hringi ég í 112 og segi sögu mína; bið um aðstoð og býðst til þess að bíða eftir lögreglunni og veita henni frekari upplýsingar. Eftir að hafa beðið í hálftíma ber ekkert á lögreglunni svo ég ákveð að yfirgefa staðinn. Hinn 27. júní sl. kusu Reykvík- ingar til sveitarstjórnarkosninga. Vonandi tekst komandi borg- arstjórn að gæta betur öryggis al- mennings. Borgin ykkar á það svo sannarlega skilið. „Gerum gott betra.“ GERARD VAN KLAVEREN, Hollandi. Á sólríkum eftirmiðdegi í Reykjavík Frá Gerard van Klaveren ÉG ÞARF að vera mættur til vinnu kl. 07:30 í Austurhrauni í Garðabæ. Sjálfur bý ég í Ástúni 12 í austurbæ Kópavogs. Til þess að ná takmarki mínu þarf ég að vakna u.þ.b. 06:00 og halda fót- gangandi í átt að Mjóddinni hálf- tíma síðar til að ná fyrsta vagni kl. 7:00 nr. 24 suður til Garðabæjar. Þar hoppa ég út á Víðistaðavegi og geng þvert suður yfir hraunið að vinnustaðnum mínum. 15 mín- útna gangur er þó skárri heldur en að halda áfram niður að Ás- garði og skipta yfir í vagn 22 sem hleypir mér út hjá Góu við Kapla- krika og sér til þess að ég mæti 8 mínútum of seint til vinnu. Hvora leiðina sem ég fer, tekur það mig 50 til 60 mínútur að ferðast til og frá vinnu með strætó. Fyrir breytingu tók það mig 25 til 30 mínútur með leið 114. Svipaðan tíma og það tekur mig að hjóla til og frá vinnu. Með bifreið er ég tíu mínútur á leið- inni. Nýja strætókerfið hefur orðið mér hvatning til að hjóla til vinnu og/eða að kaupa mér bíldruslu til að vera tímanlega á ferðinni. Mig grunar nefnilega að nýja kerfið hafi verið hannað til að leggja sjálft sig niður og þar með allar almenningssamgöngur á höf- uðborgarsvæðinu. Rétt eins og nýja Hringbrautin var til þess gerð að tryggja veru flugvallarins í Vatnsmýrinni um ókomna tíð. EDVARD KR. GUÐJÓNSSON, iðnverkamaður og bráðum fyrrverandi farþegi Strætó b/s. Almennings- samgöngur hafa gefið upp öndina! Frá Edvard Kr. Guðjónssyni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.