Morgunblaðið - 11.06.2006, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 71
DAGBÓK
Þjónusta okkar felst í að tengja saman kaupendur og seljendur
fyrirtækja. Sem fagfólk í fyrirtækjaviðskiptum erum við í lifandi
tengslum við innlendan sem erlendan fyrirtækjamarkað.
Tengsl okkar við viðskiptavini eru trúnaðarmál. Upplýsingar
um fyrirtæki eru ekki gefnar í síma. Vinsamlega hringið og
pantið tíma, síminn er 414 1200 en einnig er hægt að nota
tölvupóst: jens@kontakt.is eða brynhildur@kontakt.is.
Aðili að
Við erum sérfræðingar
í fyrirtækjaviðskiptum.
TENGINGVIÐ
TÆKIFÆRIN
H
O
R
N
/
H
a
u
k
u
r
/
2
4
0
4
A
)
• Rótgróin heildverslun með ýmsar vörur. Ársvelta 280 mkr.
• Lítið sérhæft þjónustufyrirtæki. Hentar vel til sameiningar við stærra fyrirtæki á
auglýsinga- og prentmarkaði.
• Þekkt útgáfufyrirtæki. Ágætur hagnaður.
• Vertakafyrirtæki með föst verkefni í vinnuvélum.
• Meðalstórt fyrirtæki með gluggatjöld. EBITDA 15 mkr.
• Lítið sérhæft ræstingafyrirtæki með mikla sérstöðu og vaxtamöguleika. Fastir
samningar.
• Mjög þekktur veitingastaður í nágrenni borgarinnar. Mikil sérstaða. Góð velta og
hagnaður.
• Þekkt húsgagnaverslun. Ársvelta 180 mkr.
• Traustur meðeigandi/framkvæmdastjóri óskast að góðu fyrirtæki í miklum vexti.
Ársvelta 150 mkr.
• Stór heildverslun með vélar og tæki. Ársvelta 1400 mkr.
• Þekkt þjónustufyrirtæki fyrir viðskiptalífið. EBITDA 20 mkr.
• Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu. Ársvelta 230 mkr.
• Rótgróið fyrirtæki með tæknivörur. Ársvelta 150 mkr. Góður hagnaður.
• Eitt af betri kaffihúsum borgarinnar. Mest dagsala.
• Sjötíu ára gamal breskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir tjöld, skyggni og hlera fyrir
glugga. Ársvelta 150M.
• Ferðamannaverslun í miðbænum.
• Meðalstórt hugbúnaðarfyrirtæki með góða vöru. EBITDA 10 mkr.
• Þekkt iðnfyrirtæki með góðri afkomu. Ársvelta 120 mkr.
• Þekktur bar í miðbænum. Góður hagnaður.
Fáanleg fyrirtæki
Höfum traustan kaupanda
að heildverslun með matvæli.
Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200
www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is
Jens Ingi Úlfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is, gsm 820 8658
Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is, gsm 868 8648
Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is, gsm 694 7722
Birgir Ómar Haraldsson verkfræðingur, birgir@kontakt.is, gsm 896 6070
Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fasteignasali, sigurdur@kontakt.is,
Lilja Margrét Hreiðarsdóttir framkvæmdastjóri, lilja@kontakt.is, gsm 698 0989
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Dalbraut 18-20 | Brids mánudaga
kl. 14. Félagsvist þriðjudaga kl. 14.
Bónus miðvikudaga kl. 14. Morg-
unsopi alla daga kl. 10, hádeg-
isverður og síðdegiskaffi með heima-
bökuðu. Opið kl. 8–16. Uppl. í s.
588 9533.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20.
Hljómsveitin Caprí leikur. Þjórs-
árdalur – Galtalækur, dagsferð 24.
júní. Ekið um Þjórsárdal, komið við á
Stöng og fleiri staðir skoðaðir. Ekið
um Landveg að Galtalæk. Kaffihlað-
boð í Hestheimum. Uppl. og skráning
í síma 588 2111.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Þjóðhátíð í Gullsmára. Það stendur
til að vera með grillveislu í hádeginu
16. júní. Þið sem hafið áhuga á að
borða með okkur grillmat vinsamleg-
ast skráið ykkur á blað á töflu eða í
eldhúsinu í Gullsmára, eða hringið í
síma 564 5260 sem allra fyrst. Eitt-
hvað skemmtilegt verður á dagskrá.
Félagsstarf Gerðubergs | 13. og 14.
júní kl. 13.30: „Mannrækt – trjá-
rækt“, gróðursetning í Gæðareit í
samstarfi við leikskólann Hraunborg.
Á eftir bjóða börnin í kaffi-
húsastemmingu í leikskólanum. Á
boðstólum eru m.a. „vinakökur“,
pönnukökur o.m.fl. Allir velkomnir.
Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa
við Gerðuberg.
Furugerði 1, Norðurbrún 1: | Nest-
isferð. 15. júní verður farið í heim-
sókn í Vatnsveitu Reykjavíkur og síð-
an verður nesti, sem fólk hefur með
sér, snætt í Heiðmörk. Lagt af stað
frá Norðurbrún kl. 13 og síðan teknir
farþegar í Furugerði. Skráning í
Norðurbrún í síma 568 6960 og í
Furugerði í síma 553 6040.
Hraunbær 105 | Miðvikudaginn 14.
júní verður farið í Breiðholtskirkju.
Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar
og kvenfélags kirkjunnar. Lagt af
stað frá Hraunbæ 105 kl. 13.30.
Verð: 300 kr. Skráning á skrifstofu
eða í síma 587 2888 fyrir 13. júní.
Hraunbær 105 | Grillveisla föstud.
16. júní kl. 13.30. Keppni í boccia og
pútti, glæsileg verðlaun. Skráning á
skrifstofu. Sigurbjörn Þorkelsson
flytur erindi í tilefni af Alþjóðlegum
forvarnardegi gegn ofbeldi á öldr-
uðum. Grill, happadrætti og tónlist.
Verð kr. 500. Skráning í síma
587 2888. Allir velkomnir.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og
venjulega. Allar nánari upplýsingar
veittar í síma 568-3132 eða á asdis-
.skuladottir@reykjavik.is.
Skortur á snyrtiaðstöðu
íSkálholti
UM hvítasunnuna vorum við hjónin
ásamt vinafólki okkar í ágætum sum-
arbústað í Minni-Mástungu í Gnúp-
verjahreppi, en þar er einnig fyr-
irmyndarhótel og svo sérstakt að
annað eins finnst varla hér á landi.
Ennfremur reka þau hjónin litla en
stórglæsilega gjafa- og föndurverslun
þar sem vöruúrval er ótrúlega fjöl-
breytt.
Við fórum víða um sveitina og um
næsta nágrenni. Við fréttum fyrir til-
viljun af tónleikum í Skálholti – þang-
að fórum við og hlustuðum á stórkost-
lega góðan söng hjá Guðrúnu
Ingimarsdóttur, sem er ættuð frá
Kjarnahólum í Biskupstungum. Spil-
að var undir á orgel og trompet, sem
hljómuðu mjög vel.
Eftir þessi formálsorð er ég kom-
inn að því sem mér finnst umkvört-
unarvert við aðkomu og aðstöðuna í
Skálholti. Við komum að austanverðu
að kirkjunni og þar stakk í stúf við
umhverfið kolryðgað hlið, svo af-
spyrnuljótt að það þarf lagfæringar
við sem allra fyrst svo það spilli ekki
fyrir útliti staðarins. Okkur fannst
einnig ótrúlegt að ekki skyldi vera
snyrting við kirkjuna í Skálholti, en
okkur var sagt að hægt væri að kom-
ast á snyrtingu í skólanum, sem er þó
nokkurn spöl frá kirkjunni. Þessu
þyrfti að koma í lag sem fyrst svo
enginn verði úti um hávetur í stórhríð
á leið að eða frá snyrtingu.
Húni.
Kettlingar fást gefins
TVÆR 8 vikna gráar læður, mamm-
an loðin og tvær 12 vikna læður, önn-
ur steingrá og hin svört með drapp og
organs, fást gefins. Kassavanar, fjör-
ugar og blíðar. Upplýsingar í síma
564 3236 og 692 4052.
Stóra strætómálið
— leiðrétting
ÞVÍ miður misminnti mig í grein
minni í Velvakanda 3. júní sl. Þar seg-
ir að fyrrverandi stjórnarformaður
Strætó hafi á fundi sagt starfs-
mönnum að hafa ekki áhyggjur af
börnum, öryrkjum og eldri borgurum
því nú skyldi ná í nýja farþega.
Rétt er, að þeirri spurningu var
beint til hans hvort hann hefði engar
áhyggjur af afdrifum t.d. ofan-
greindra hópa. Svar formannsins var:
„Við ætlum að ná í nýja farþega.“ Á
þessu er munur og vil ég því biðjast
afsökunar á þessu. Nokkuð er um lið-
ið og svona refsast fyrir að punkta
ekki niður.
Þá vil ég taka fram að greinin var
skrifuð af einskærri væntumþykju
fyrir vinnunni, samstarfsfólki, far-
þegum og útsvarsgreiðendum.
Lifið heil.
Ökuþjónn.
Simbi týndist í Garðabæ
SIMBI týndist frá Arnarási í Garða-
bæ 31. maí sl. Hann er bröndóttur,
með hvíta bringu, fimm ára. Hann
var með gula ól og merki. Merktur í
eyra. Hann gæti verið á leið í Hafn-
arfjörð þar sem hann bjó áður. Þeir
sem gætu gefið upplýsingar vinsam-
lega hafi samband í síma 840 3080 eða
565 1019.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. 0–0 Bd7
5. He1 a6 6. Bf1 Bg4 7. c3 d5 8. d3 e6 9.
Rbd2 Rf6 10. Db3 dxe4 11. dxe4 Dc7
12. a4 0–0–0 13. Dc2 Bd6 14. h3 Bh5 15.
Be2 Bf4 16. Rf1 Kb8 17. b3 Bxc1 18.
Haxc1 Df4 19. Rg3 Bxf3 20. Bxf3 Hd2
21. Db1 Re5 22. He3
Staðan kom upp í opnum flokki á ól-
ympíuskákmótinu sem lauk fyrir
skömmu í Tórínó á Ítalíu. Vladimir
Akopjan (2.706) tefldi vel fyrir ar-
menska liðið og hér með svörtum sýndi
hann fram á færni sína gegn Níger-
íumanninum Joel Adebayo (2.251).
22. … Hxf2! 23. Kxf2 Rfg4+ 24. hxg4
Rxg4+ 25. Kf1 Rxe3+ 26. Ke2 Dxg3
27. Kxe3 g5! svartur vinnur nú mann-
inn til baka með dágóðum vöxtum. 28.
b4 g4 29. bxc5 gxf3 30. gxf3 Dg5+ 31.
Ke2 Dxc5 32. Db4 Dc7 33. Hd1 Ka8
34. Hd6 h5 35. Dd4 Hc8 36. Hd7 Dh2+
37. Kd3 f5 38. exf5 exf5 39. Dd5 Db2
40. c4 Db3+ 41. Kd4 f4 42. Ke5 Hxc4
43. Hxb7 Dc3+ 44. Kd6 Hd4 og hvítur
gafst upp. Akopjan fékk hvorki meira
né minna en níu vinninga af 12 mögu-
legum og samsvaraði frammistaða
hans 2.778 stigum. Hann ásamt Aronj-
an og Sargissjan lagði grunninn að
glæstum sigri armenska liðsins í opn-
um flokki en síðastnefndi stórmeist-
arinn varð sigurvegari Reykjavík-
urmótsins sl. vor. Sargissjan tefldi í
öllum umferðunum þrettán og fékk 10
vinninga sem þýddi að árangur hans
samsvaraði 2.736 stigum.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjórn@mbl.is
Svartur á leik.
80 ÁRA afmæli. Í dag, 11. júní, erValdís Ármann frá Skorrastað
áttræð. Af því tilefni býður Valdís vin-
um og vandamönnum til kaffisamsætis
á heimili sínu, Hátúni 17 á Eskifirði,
klukkan 17 þann sama dag.
60 ÁRA afmæli. Í dag, 11. júní,verður sextug Gíslína Gunn-
arsdóttir, Lálandi 23, Reykjavík. Af
því tilefni býður hún vinum og vanda-
mönnum að gleðjast með sér í Lækjar-
ási við Stjörnugróf kl. 14.30–17 á af-
mælisdaginn.
Árnaðheilla
ritstjórn@mbl.is
Fréttir í tölvupósti