Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 75
VAKA-Helgafell hefur gefið út bókina Tímastjórnun í starfi og einkalífi eftir Ingrid Kuhlman. Hver kannast ekki við að hafa lítinn tíma til að sinna sjálfum sér? Við virðumst aldr- ei hafa nógan tíma til að gera allt sem við ætlum okkur og ljúka við það sem skipt- ir okkur mestu máli. Góð tímastjórnun er færni sem við þurfum öll á að halda. Bæði í starfi og einkalífi. Þessi bók fjallar um tíma- stjórnun í víðu samhengi og er ætlað að höfða til allra þeirra sem vilja læra að stjórna tíma sínum betur og forgangsraða rétt. Lesandanum er meðal annars kennt að þekkja og tak- ast á við innri og ytri tíma- þjófa, móta sér leiðarljós og setja sér markmið til að há- marka árangur sinn í einkalífi og í starfi. Ingrid Kuhlman er fram- kvæmdastjóri Þekkingarmiðl- unar. Hún hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit um efni tengd starfs- mannamálum og haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra, með- al annars um persónulega hæfni, tímastjórnun, markmið- asetningu og samhæfingu vinnu og einkalífs. Bókin kemur út í nýjum bókaflokki frá Eddu útgáfu sem er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu og færni starfsfólks. Hægt er að skrá sig á klubbar.is. Meðal bóka sem eru væntanlegar má nefna, Hæfni á vinnumarkaði eftir Árnýju Elíasdóttur, Sam- skipti á vinnustað eftir Hugo Þórisson, Vinnugleði og vel- gengni eftir Steinunni I. Stef- ánsdóttur, Hvað er í veginum eftir Kára Eyþórsson og Leystu ágreininginn eftir Rannveigu Einarsdóttur. Höfundar hafa all- ir mikla reynslu af ráðgjafar- og fyrirlestrarstörfum og sérþekk- ingu á íslenskum aðstæðum. Bókin er 64 bls. Nýjar bækur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 75 MENNING Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Ís- lendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í júní á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumar- leyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjör- ugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. kr. 29.994 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn í hótelherbergi/stúdíó/íbúð í viku. Súpersól tilboð 22. og 29. júní. Aukavika kr. 10.000 á mann. kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku. Súpersól tilboð 22. og 29. júní. Aukavika kr. 10.000 á mann. Súpersól til Búlgaríu í júní frá kr. 29.994 Síðustu sætin - SPENNANDI VALKOSTUR Lögmenn - lögfræðingar NÝ VIÐHORF Í LÖGFRÆÐI- OG VIÐSKIPTAÞJÓNUSTU MEÐ ÁRANGUR, LAUSNIR OG METNAÐ AÐ LEIÐARLJÓSI Nýtt fyrirtæki á sviði lögfræðiþjónustu opnar í haust. Fyrirtækið mun sinna öflugri alhliða lögfræðiráðgjöf með séráherslu á viðskiptaþjónustu við innlend og erlend fyrirtæki. Fyrirtækið verður starfrækt í nánu samstarfi við vaxandi fyrirtæki á völdum sviðum í þeim tilgangi að bjóða viðskiptavinum vandaðar heildarlausnir á sviði viðskipta og fjármála. Fyrirtækin starfa á eftirtöldum sviðum: ● Bókhaldsþjónusta ● Rekstrarráðgjöf ● Innheimtuþjónusta ● Fjármálaráðgjöf Fyrirtækið býður starfandi lögmönnum og lögfræðingum rekstrar- og verkefnasamstarf. Fyrirtækið er vel staðsett miðsvæðis í 1.200 m2 húsnæði í Reykjavík með góðan aðgang að bílastæðum. Í boði fyrir rétta aðila er skrifstofuaðstaða, aðgangur að 4 fundarherbergjum, móttökurými ásamt umsjón með móttöku viðskiptavina, símavarsla, hýsing tölvugagna og hugbúnaðar og mötuneytisaðstaða. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á vandaða þjónustu við viðskiptavini, metnað, góð samskipti innanhúss, líflegan vinnuanda og kraftmikið starf. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir að senda tölvupóst á netfangið justus@justus.is eða hafa samband við Björn Líndal, hdl., í síma 510 6800. Farið verður með allar fyrirspurnir sem algjört trúnaðarmál. ALÞJÓÐLEGRI tónlistarhátíð var hleypt af stokkunum á Akureyri um hvítasunnuhelgina. Þema hátíð- arinnar var blúsinn og djammið byrjaði á föstudagskvöldinu á Hótel KEA þar sem Park Projekt eða „Garðgerningur“, hljómsveit þeirra Kristjáns Edelsteins gítarleikara og Pálma Gunnarssonar bassaleikara, reið á vaðið. Með þeim léku Gunn- laugur Briem á trommur og Agnar Már Magnússon á píanó og orgel. Þeir hófu leikinn með „Kenndi grunns“ leitandi, léttfjúsjónskri tón- smíð Kristjáns í punkteruðum hryn- gangi. Þeir tóku síðan blúskennt lag, Lenny; Miles standarinn So what, Mercy mercy og enduðu á þjóðlaginu Guð gaf mér eyra. Allt var þetta mjög smekklega reitt fram og spunagleðinni gefinn laus taumurinn. Sérstaklega voru kassa- gítarsóló Kristjáns flott og píanó- leikur Agnars áhugaverður og töff, dálítið í anda Mcoy Tyner. Eftir hlé kom Magnús Eiríksson í stað Kristjáns og hljómsveitin varð að Blúskompaníinu, sem lék nokkr- ar af perlum Magnúsar: Enginn veit um eldinn, Haltu mér fast, blús í G, Jesús Kristur og ég og fleiri lög og fór á kostum, Maggi var skemmtilega blúsaður á gítarnum eins og honum er lagið, Pálmi orð- inn létt-„husky“ í söngröddinni sem hæfir þessari músík vel og Gulli með nett blæbrigði í trommu- leiknum þó hann væri stundum fullhávær á bassatrommunni. Að síðustu gekk Hrund Ósk Árnadóttir til liðs við bandið og tók við söng- hlutverkinu. Hrund er sannarlega mikill blúsbarki. Hún söng hvert lagið öðru betur þar á meðal Tom Waits slagarann Temptation en rödd Hrundar er sérlega blæ- brigðarík, túlkunin kraftmikil, og hún blábeygir tóna af miklum næm- leika. Á laugardagskvöldinu steig Lamont Cranston Blues Band frá Minneapolis á svið í Ketilhúsinu. Þetta er sjö manna hljómsveit og miklir blúshundar með söngvarann, munnhörpu-, og aðalsólógítarleik- arann Pat Hayes í forgrunni. Cran- stonarnir léku hvern blúsinn á fæt- ur öðrum í banastuði. Bandið er mjög þétt og kontrabassaplokkið gefur sérstakan blæ í músíkina. Söngvarinn/gítarleikarinn Pat Ha- eys hafði mikið þann háttinn á að svara sönghendingum strax með sólóhendingu á gítarinn og gerði það laglega. Hann er ekki með breiða blúsrödd en fór vel með sínar strófur og sýndi meistaratakta á munnhörpuna. Hljómsveitin lék helling af blúsum eftir ýmist aldna eða látna þeldökka tónlistarmenn. Þar má nefna Robert Johnson, Buddy Guy, Muddy Waters, Eddie „cleanhead“ Vinson og Albert King. Eftirminnilegur var Sunrise Blues þar sem píanóleikarinn tók mjög þekkilegt sóló, hann notar mikið tremóló og 5 nótna niðurgliss. Þá var eftirtektarvert hve gítarleik- ararnir 2 notuðu ólíkan tón, annar skæran syngjandi,en hinn mattan og dempaðan. Allt gekk vel á tónleikunum en hávaðinn í húsinu var of mikill til þess að „núansar“ í tónlistinni nytu sín til fulls. Þetta er lenska í þeim geira sem tekur til rytmískrar tón- listar en það er mikill ósiður að senda fólk heim nánast með verk í eyrunum. Á lokatónleikunum á sunnudags- kvöldinu komu allir fram sem leikið höfðu á fyrri kvöldunum og að auki Blúsmenn Andreu. Auk Andreu skipa sveitina þeir Einar Rúnarsson á orgel, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Jón Hjörleifsson á trommur og Guðmundur Pétursson gítarleikari. Lagaval Andreu var sérlega skemmtilegt, þar gat að heyra m.a. Little girl Blue, Black coffee, Stormy Monday, Lady sings the blues, allt lög sem gefa færi á mjög mikilli raddtúlkun. Andrea var í þokkalegu formi en einhvern veginn náði söngurinn ekki nógu vel í gegn í hljóðblönduninni. Bassinn var of sterkur og kannski var það ástæðan fyrir því að gítarleikur Guðmundur náði heldur ekki að klingja í gegn þrátt fyrir að hann ætti góða spretti á gítarhálsinum. Annars var fullt hús á öllum tón- leikunum og greinilegt að músíkhá- tíðin í heild heppnaðist meiriháttar vel. Vonandi verður framhald á henni komandi árum, allavega hefur það heyrst að til standi að hún verði þá jafnvel enn öflugri og fjöl- breytilegri en nú. Blúsinn knúsaður á Akureyri TÓNLIST Akureyri Hótel KEA, föstudaginn 2. júní; Blús- kompaní Magnúsar Eiríkssonar ásamt Hrund Ósk Árnadóttur og Park Projekt. Ketilhúsið, laugardaginn 3. júní; Lamont Cranston Blues Band. Rocco, sunnudag- inn 4. júní; Lamont Cranston Blues Band, Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og Blúsmenn Andreu. AIM-tónlistarhátíðin Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blúsmenn Andreu voru meðal hljómsveita sem komu fram á Akureyri. Ívar Aðalsteinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.