Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 11.06.2006, Qupperneq 76
76 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Námsráðgjafar og kennarar skólans verða til viðtals og geta nemendur innritað sig á staðnum. Nemendur kynna félagslífið í máli og myndum. Gestir geta skoðað húsakynni skólans. Léttar veitingar. Nánari upplýsingar á www.verslo.is og á skrifstofu skólans í síma 5 900 600. • • • • • M yndasöguföfundurinn Garth Ennis er einn þeirra Breta (hann er reyndar írskur) sem réðust til atlögu við ameríska myndasögumarkaðinn á níunda áratugnum. Ásamt Grant Morrison, Warren Ellis og Alan Moore gaf hann stöðluðu frásagn- arformi mátulegt spark í afturend- ann. Nú er svo komið að þessir menn eru metsöluhöfundar í hvert sinn sem þeir drepa niður penna og má því segja að innrásarherinn, sem upp- haflega var keyptur til verksins, hafi náð markmiði sínu. Það sem skóp þessum höfundum sérstöðu á mark- aðnum var taumlaus hugmyndaauðgi og vilji til að takast á við málefni sem ekki höfðu farið hátt í amerísku myndasögunni. Þeir brutu á bak aft- ur þau höft sem bransinn hafði lagt á eigin herðar og leystu úr læðingi nýja kynslóð bandarískra höfunda sem láta fátt sér fyrir brjósti brenna. Ennis auk Warren Ellis er sá mað- ur sem hvað harðast hefur gengið fram í viðleitni sinni til að víkka ramma þeirra siðferðisgilda sem meginstraumur bandarískar mynda- sagna hafði haldið um áratuga skeið. Hann beitir fyrir sig dónaskap, of- beldi og hrylling, oft og tíðum á súr- realískum nótum, í líkingu við það sem Quentin Tarantino hefur gert í kvikmyndum sínum. Ennis er eins og landar sínir uppal- inn á hugmyndamaskínunni 2000AD sem gefin er út í Bretlandi og hefur þróað með sér mikinn kúltstaðal í gegn um árin. Í upphafi ferilsins reyndi hann sig við fasísku andhetj- una Judge Dredd ásamt fleiri minna þekktum breskum myndasögu- hetjum við góðan orðstír. Skömmu eftir lendingu í Bandaríkjunum tók hann við að skrifa um hinn sjarm- erandi skíthæl John Constantine sem sprottinn er úr hugarheimi Alan Moore en sömuleiðis hafa þeir Morrison og Ennis spreytt sig á þess- ari bresku erkitípu svalleika og von- leysis. Constantine í meðförum Ennis er eitt sterkasta óslitna höfundarverk í bandarískum myndasögum síðustu áratuga. Vert er að minnast á söguna Heartland þar sem Ennis fjallar um ástmey Constantine og heimsókn hennar til æskustöðvanna á Írlandi. Sú saga, þrátt fyrir að láta lítið yfir sér og vera gersneidd öllum yfirnátt- úrulegum tilvísunum, er með því besta sem myndasagan hefur gefið af sér. Niðurtúrinn Ennis hóf síðan störf við viðamesta verk sitt hingað til, Preacher. Predik- arinn og guðleysinginn Jesse Custer á í heilögu stríði við guð sjálfan al- máttugan með írsku vampíruna Cassady og leigumorðingjann og kærustuna Tulip sér við hlið. Jesse er ekki sáttur með að guð hafi yfirgefið hásæti sitt og gefið skít í þegna sína og heitir því að elta hann uppi og láta svara til saka. Í Preacher fer fyrst al- mennilega að bera á mikilli andúð Ennis í garð skipulagðra trúarbragða og dregur þau saman og sundur í háði og heift á þessum blaðsíðum. Preach- er byrjaði frábærlega og er ein af fáum myndasögum sem náð hafa hylli utan myndasöguheimsins. En um miðbik seríunnar fór að halla undan fæti að mínu mati. Þá var eins og Ennis væri orðinn leiður á viðfangs- efninu og hugmyndaauðgin dofnaði. Í staðinn hóf hann að nota sífellt öfga- fyllri rassahúmor og ofbeldisparódíu í skrifum sínum sem gerði það að verk- um að ég gafst loks upp á seríunni og saltaði til seinni tíma sem enn eru ekki komnir. Þessi stef í skrifum Ennis urðu sí- fellt meira áberandi á tímabilinu. Hann hóf að skrifa sögur sem virtust einungis beinast að því að toppa fyrri verk í subbuskapnum og gálgahúm- ornum. Verk frá þessum tíma á borð við Just a Pilgrim, The Rifle Brigade og Fury höfðu fátt til síns ágætis, því miður. Á þessu niðurtúrstímabili hóf Enn- is einnig fyrir alvöru einkastríð sitt gegn ofurhetjuímyndinni. Hann hafði reyndar sýnt skoðanir sínar á þessari hefð í hinni lýsandi Punisher kills the Marvel Universe um miðjan tíunda áratuginn en í upphafi nýs árþúsunds opnuðust flóðgáttirnar. The Hitman sá um að stúta hetjum DC (Batman, Superman og fleiri) og Punisher hélt áfram sínum óskunda í ofur- hetjuheimi Marvel auk þess að ganga milli bols og höfuðs á mafíunni eins og honum einum er lagið. The Provar síðan síðasti naglinn í kistuna þar sem gleðikona sérhæfð í súper- mönnum var kynnt til sögunnar með tilheyrandi slátrun hinna heilögu klaufdýra. Ennis hefur sagt að hann hafi sér- lega gaman af því að hræra í þeim stöðlum sem fylgja ofurhetjunni. Hann segist hreinlega ekki þola þá menningu og kreddu sem skapast hefur í kring um þetta myndasögu- form og geri sitt ítrasta til að breyta þeim viðhorfum sem lesandinn hafi til sögupersónanna bæði með því að birta fáránleikann og húmorinn í við- fangsefninu. Ágætis stefnuræða en ég hefði þó kosið bitastæðari út- færslu. Eftir á að hyggja er furðulegt að útgáfurnar hafi leyft Ennis að fara jafnilla með persónur þeirra og raun bar vitni en sögurnar seldust vel og mæltust almennt ágætlega fyrir og þótt ég sé ekki mikill aðdáandi þessa tímabils í skrifum Ennis er líklegt að hann hafi átt stóran þátt í því að færa ofurhetjuna frá sínum bláeyga upp- runa og nær harðneskjulegum nútím- anum og ber að þakka honum fyrir það. Upprisan Einkastríðið gegn súpermönn- unum byrjaði í Punisher og þar upp- hófst einnig næsta tímabil í skrifum Ennis. Allt frá útgáfu Punisher: Born sem kom út 2003 hefur Ennis hrein- lega farið á kostum í höfundastólnum. Í nýjustu bókinni, The Slavers færir Punisher einkastríð sitt til austurevr- ópskra kynlífsþrælahaldara með mjög blóðugum afleiðingum. Auk þess að vera sérlega opinská í ofbeld- islýsingum er þessi bók einnig sú sem hefur snortið mig hvað mest í raun- sæjum lýsingum á ömurlegri stöðu fórnarlamba hins vestræna klám- og kynlífsiðnaðar. Að Ennis geti vakið lesendur sína til umhugsunar um raunveruleg málefni í jafnóraunveru- legu frásagnarformi og ofur- hetjusagan er, sýnir hvers megnugur hann er sem höfundur. Sorglegur endahnúturinn fær lesandann svo til að endurmeta það sem hann hefur áð- ur lesið og skilur eftir myndleif sem lifir mun lengur en sú ofbeldisspenna sem sköpuð er í meginmálinu. Hæstu meðmæli. Ennis hefur undanfarið einnig gef- ið frá sér frábærar myndasögur sem fjalla á mjög raunsæjan og drama- tískan hátt um seinni heimsstyrjöld- ina í öllum sínum myndum. Í seríunni sem kallast einfaldlega War Stories segir hann sögur hermanna sem koma að átökunum frá mismunandi hliðum. Það sést glögglega að hann hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula og með seinna bindinu af seríunni fylgir nákvæm útlistun á þeim sögu- legu heimildum sem hann notaði við gerð verksins. Teiknararnir sem ljá honum hönd sína, hver í sinni sögu, eru einnig hver öðrum betri og má þar helsta nefna David Lloyd, Dave Gibbons og Chris Weston. Bestu stríðssögur sem ég hef lesið í mynda- söguformi. Með War Stories og Punisher stað- festir Ennis endanlega hæfileika sína og festir sig enn frekar í sessi sem einn fjölhæfasti og virtasti mynda- söguhöfundur sinnar kynslóðar. Nið- urtúrnum er lokið. Maðurinn sem hatar súpermenn Garth Ennis er víðlesinn og mikilsvirtur mynda- söguhöfundur. Sögur hans spanna himin og jörð en fantahúmor, stríðsáhugi og andúð hans á ofurhetjunni í myndasögum og trúarlegum kennisetningum virðist liggja sem rauður þráður í gegnum mörg hans verka eins og Heimir Snorrason komst að raun um. Allt frá útgáfu Punisher: Born sem kom út 2003 hefur Ennis hreinlega farið á kostum í höfundastólnum. Hermenn þurfa að lifa með gjörðum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.