Morgunblaðið - 11.06.2006, Page 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
veidihornid.is
Veiðihornsblaðið
fylgir
Morgunblaðinu
í dag
HLEYPT hefur verið af stokkunum
tilraunaverkefni þar sem ófaglærðir,
en reyndir, starfsmenn Símans voru
metnir inn í Iðnskólann í nám í sím-
smíði. Svipað verkefni er í gangi í
Borgarholtsskóla, þar sem ófaglærðir
með reynslu eru metnir inn í vélvirkj-
un. Í báðum tilvikum hafa sumir nem-
endur reynst eiga skamma leið í
sveinspróf, en aðrir lengri.
Tilraunaverkefni þessi eru m.a. af-
sprengi starfsemi Fræðslumiðstöðv-
ar atvinnulífsins, sem leggur áherslu
á mat á óformlegu námi og raunfærni.
Þar er horft til þess að fólk lærir þótt
það sæki sér ekki formlega menntun,
t.d. með ýmsum námskeiðum og
þjálfun í starfi, þátttöku í félagsstarf-
semi og tómstundastarfi.
Ingibjörg E. Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðv-
arinnar, segir að þessa raunfærni
þurfi að vera hægt að meta þegar fólk
hyggur á formlegt nám, því oft sé
ekki réttlátt að fólk þurfi að byrja á
byrjunarreit. „Reynslan sýnir að
þetta er gerlegt og það er mikil hvatn-
ing fyrir fólk að fara í nám ef það veit
að það þarf ekki að fara í gegnum alls
konar atriði sem það kann nú þegar,
bara til að fá prófið. Oft er auðvelt að
staðreyna þekkingu manna, til dæmis
í verklegum greinum.“
Nýlega fékk Fræðslumiðstöðin 30
milljóna kr. Leonardo-styrk frá Evr-
ópusambandinu til að koma á raun-
færnimati til að meta kunnáttu starfs-
manna til framgangs í atvinnulífinu.
Ófaglærð-
ir metnir
í nám
Þekking og reynsla | 10
BLÁSIÐ var til fótboltamóts kristinna ungmenna í Safa-
mýrinni í gær. Fyrir uppátækinu stóðu sex hollensk ung-
menni á aldrinum 18–30 ára úr biblíuskólanum Æska
með hlutverk eða Youth with a Mission frá hollenska
bænum Heerde. Að sögn Manon Terpstra, eins nemenda
biblíuskólans, var mótið eins konar uppskeruhátíð. Nem-
endurnir hafa dvalið hér á landi sl. tíu vikur og er dvölin
hluti af námi þeirra. Halda þeir heim nk. föstudag.
„Markmið mótsins var m.a. að ungmenni úr hinum
ólíku kirkjudeildum Reykjavíkur hefðu tækifæri til að
kynnast og gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir
Terpstra.
Aðspurð segir Terpstra námið í biblíuskólanum taka
nokkra mánuði. „Fyrstu þrír mánuðirnir samanstóðu af
fyrirlestrum heima í Hollandi þar sem við lærðum um
Guð, hver hann væri, hver við værum í honum og hvern-
ig við skynjuðum kærleik hans. Síðan lá leið hópsins út
fyrir landsteinana með það að markmiði að kynnast nýju
landi og menningu þess á þeim tíu vikum sem dvalið er í
viðkomandi landi,“ segir Terpstra og upplýsir að þriðj-
ungur hópsins sem sótt hafi biblíuskólann þennan vet-
urinn dvelji hér á Íslandi, annar þriðjungur í Kína og sá
þriðji í Rúanda. Áhersla er lögð á að nemarnir leggi sitt
af mörkum í viðkomandi landi og nefnir Terpstra í því
sambandi að hérlendis hafi nemarnir unnið sjálfboða-
vinnu fyrir bæði Samhjálp og Hjálpræðisherinn.
Terpstra er afar ánægð með dvölina. „Þetta er undur-
fallegt land. Við höfum séð stórkostleg fjöll, norðurljós
og hveri. Fólkið er yndislegt, en ég tek eftir því að þið
vinnið mjög mikið,“ segir Terpstra.
Morgunblaðið/Jim Smart
Góð stemning ríkti í Framheimilinu í gær þar sem fjöldi ungmenna tók þátt í kristilegu fótboltamóti.
Fótboltamót kristinna ungmenna
MASOOD Kharoti kom til Íslands
árið 2000 á flótta undan stjórn tal-
ibana í Afganistan. Þá hafði hann
að tilefnislausu
verið látinn dúsa
í fangelsi og fjöl-
skyldan lagt hart
að honum að yf-
irgefa landið,
enda hrædd um
að hann lenti í
frekari vandræð-
um. „Ef maður
talar of mikið endar maður á Ís-
landi!“ segir hann. Í viðtali í Morg-
unblaðinu ræðir hann lífið í Afgan-
istan og dvölina á Íslandi.
Masood segir aðbúnaðinn í fang-
elsunum sem talibanar settu hann í
ekki hafa verið eins og í þeim ís-
lensku „með sjónvarpi og tölvu“,
eins og hann orðar það. Þetta hafi
verið lítil og dimm herbergi og
engar heimsóknir leyfðar.
Á fótboltaleik í Grindavík
Masood man vel fyrst þegar
hann kom til Íslands en þá dvaldi
hann á gistiheimili í Grindavík.
„Um kvöldið heyrði ég bíla aka um
og spila tónlist. Ég spurði hvað
væri um að vera og þá var fótbolta-
leikur í gangi á milli Grindavíkur
og Keflavíkur. Ég fór á staðinn og
þurfti að ganga yfir eitthvert gras
til að ná í miðana og allt í einu
fannst mér ég vera á jarð-
sprengjusvæði. Ég gleymdi að ég
var ekki lengur í Afganistan held-
ur kominn langt í burtu, til Íslands
og á leiðinni á einhvern fótbolta-
leik …“ | 36–37
„Ef maður
talar of mikið
endar maður
á Íslandi!“
HEILSUVERNDARSTÖÐIN við
Barónsstíg er auglýst til sölu eða
leigu í Morgunblaðinu í dag en fyr-
irtækið Mark-Hús ehf. keypti hana af
ríki og borg í nóvember á síðasta ári
fyrir tæpan milljarð króna og fær
húsið afhent 1. ágúst næstkomandi.
Fram hefur komið að starfsmenn í
Heilsuverndarstöðinni eru óánægðir
með fyrirhugaðan flutning starfsem-
innar upp í Mjódd en Davíð Á. Gunn-
arsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytinu, segir að
strax og tekin hafi verið ákvörðun um
að selja Heilsuverndarstöðina hafi
verið ljóst að flytja þyrfti starfsemina.
Húsnæði undir hana hafi verið boðið
út og tilboði lægstbjóðanda tekið, þar
sem tilboð eigenda Heilsuverndar-
stöðvarinnar hafi verið talsvert hærra
en tilboð sem barst vegna húsnæð-
isins í Mjódd.
Í Heilsuverndarstöðinni eru núna
til húsa miðstöð heilsuverndar barna,
miðstöð mæðraverndar, lungna- og
berklavarnadeild, deild atvinnusjúk-
dóma og ofnæmisvarna, upplýsinga-
tæknisvið, bókasafn og stjórnsýsla
Heilsugæslunnar í Reykjavík.
Heilsuverndarstöðin auglýst
„ÞÓTT ég hafi
þurft að ganga í
gegnum mikið hef
ég ekki gefið mér
tíma til að sökkva í
þunglyndi,“ segir
Margrét Huld-
rúnardóttir, sem er
ein fárra Íslend-
inga sem þjást af
cystic fibrosis. Sjúkdómurinn er af-
ar sjaldgæfur og stafar af arfgeng-
um galla í jónagöngum, sem stað-
sett eru í ýmsum slímhimnum
líkamans. Margrét var aðeins eins
og hálfs árs þegar hún var greind
og hefur síðan ótal sinnum þurft að
leggjast inn á spítala. Hún lítur þó
framtíðina björtum augum. Hún
stundar nám við Verkmenntaskól-
ann á Akureyri og stefnir að því að
ljúka þaðan sjúkraliðaprófi. | 32
Lítur framtíðina
björtum augum
♦♦♦
„NÚVERANDI ríkisstjórn hefur
fallið á prófinu,“ sagði Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, formaður Samfylk-
ingarinnar, í ræðu sem hún hélt á
flokksstjórnarfundi Samfylkingar-
innar í Súlnasal á Hótel Sögu í gær.
„Ríkisstjórnin er búin að afsala
sér stjórnvaldinu og vísar á aðra. Í
efnahagsmálum vísar hún á Seðla-
bankann, í velferðar- og kjaramálum
á aðila vinnumarkaðarins, í varnar-
málum á bandarísk stjórnvöld, í stór-
iðjumálum á ál- og orkufyrirtæki.
[…] Hún sýnir sinnuleysi gagnvart
kjörum fólksins í landinu, sinnuleysi
gagnvart öryggi þjóðarinnar og
getuleysi til að tryggja félagslegan
og efnahagslegan stöðugleika,“ sagði
Ingibjörg og tók fram að þetta hefði
þá þýðingu að þjóðin þyrfti nýja rík-
isstjórn með traust og umboð til þess
að geta tekið á vandanum.
„Best væri ef ný ríkisstjórn hefði
getað tekið við sem allra fyrst. Sam-
fylkingin er tilbúin til þess að axla þá
ábyrgð og boðar skýrar tillögur til
lengri og skemmri tíma sem stuðla
að efnahagslegum og félagslegum
stöðugleika.“
Ingibjörg sagði að fall Framsókn-
arflokksins væri falið í valdsækni
hans. Það endurspeglaðist í draumn-
um um völd langt umfram það lýð-
ræðislega umboð sem flokkurinn
hefði. Þetta hefði hins vegar ekki
aftrað Sjálfstæðisflokknum frá því
að endurnýja sín heit við Framsókn-
arflokkinn í ríkisstjórn.
„Það er mitt mat að forystumenn
Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að
gefa Framsóknarflokknum svigrúm
til þess að reisa sig við og freista þess
að halda ríkisstjórnarsamstarfinu
áfram eftir næstu kosningar. […]
Þetta eru að mínu mati skilaboð um
að þessir flokkar ætli sér áfram sam-
an eftir næstu kosningar.“
Töpuðu gegn eigin væntingum
Ingibjörg sagði að Samfylkingin
væri búin að festa sig í sessi sem 30%
flokkur og árangurinn í nýafstöðnum
sveitarstjórnarkosningum hefði í
heild verið góður. Þannig væri Hafn-
arfjörður nú höfuðvígi jafnaðar-
mennsku á Íslandi. Í Reykjavík taldi
hún hins vegar að Samfylkingin hefði
tapað gegn sínum eigin væntingum.
„Núverandi ríkisstjórn
hefur fallið á prófinu“
Morgunblaðið/ Jim Smart
Ingibjörg Sólrún, formaður Sam-
fylkingarinnar, segir ríkisstjórnina
hafa afsalað sér stjórnvaldinu.
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is