Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞRÍR menn um tvítugt sitja í gæslu- varðhaldi að kröfu lögreglunnar í Hafnarfirði vegna rannsóknar á skotárásinni á raðhús á Burknavöll- um 10 á miðvikudag. Alls voru átta manns handteknir vegna málsins, þar af voru þrír úrskurðaðir í gæslu- varðhald. Einn úr þeim hópi fékk sólarhrings varðhald en í gær var gæslan yfir honum framlengd og sætir hann því gæslu til 29. júní sem og hinir tveir. Bensínsprengju hent að húsinu Auk skotárásarinnar var bensín- sprengju kastað að húsinu aðfara- nótt fimmtudags en þar var á ferð einn þeirra sem nú eru í gæsluvarð- haldi. Var hann þá þegar eftirlýstur vegna málsins en hafði ekki náðst. Lögregla segir að rannsókninni miði vel og var farið í húsleit á miðviku- dag vegna málsins þar sem hand- teknir voru fimm menn. Í þeirri að- gerð fundust vopn sem lagt var hald á. Þá þegar höfðu þrír menn verið handteknir fyrr um daginn. Einnig hefur verið leitað í bílum að sönn- unargögnum vegna rannsóknarinn- ar. Lögreglan upplýsir þó ekki hvort hin meinta haglabyssa, sem notuð var í árásinni, sé komin í vörslur lög- reglunnar og sömu sögu er að segja um meint skotfæri. Þegar skotárásin var gerð voru þrír menn innandyra og fóru þeir út úr húsinu að sögn lög- reglu. Ekki fæst staðfest hvort þeir hafi verið meðal þeirra átta sem handteknir voru. Íbúar á Burknavöllum munu nokkrir hafa orðið vitni að skotárás- inni en þá var tveim skotum hleypt af haglabyssunni inn um glugga á jarð- hæð hússins. Íbúar segja sumir að óregluástand við húsið hafi verið við- varandi og hafi þessi uppákoma ekki verið alveg óvænt. Þá mun ekki hafa verið sátt um hundahald í húsinu. Ólíðandi atburður sem setur óhug að öllum Gunnar Svavarsson, forseti bæj- arstjórnar í Hafnarfirði, segir at- burðinn valda óhug í bænum og sé árás af þessu tagi ólíðandi. „Auðvitað setur þessi atburðarás óhug að öllum og bæjaryfirvöld munu auðvitað fylgjast grannt með framvindu mála og vera í góðu samstarfi við lögreglu- yfirvöld,“ segir hann. Átta handteknir vegna skotárásar í Vallahverfi Þrír í gæsluvarðhaldi til 29. júní vegna málsins að kröfu lögreglu í Hafnarfirði Morgunblaðið/Eggert Glugginn á húsinu er illa farinn eftir skotárásina og bensínsprengjuna. UNDIR flauti varðskipsins Óðins afhjúpuðu forseti Íslands og borgarstjórinn í Hull listaverkið För (e. Voyage) eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur til minningar um sjómenn á Íslands- miðum, í Hull í gærdag. Sam- bærileg athöfn verður í Vík í Mýrdal eftir viku, en verkið För er hugsað sem eitt verk í tveimur löndum, að sögn listamannsins. Sá hluti verksins sem afhjúp- aður var í gær er bronsfígúra, sem hallar á haf út, líkt og Stein- unn orðar það, á fjögurra metra hárri stuðlabergssúlu. Sá hluti verksins sem verður í Vík er ál- fígúra á stuðlabergssúlu en litir þess málms þóttu ríma vel við svarthvítt umhverfið á svæðinu að sögn listamannsins á meðan bronsið í Hull rímar við umhverf- ið þar, m.a. nærliggjandi sjávar- dýrasafn, The Deep. Verkið stendur við höfnina í Hull. Fjöl- menni var við athöfnina og meðal viðstaddra var menntamálaráð- herra Breta, Alan Johnson, en hann er jafnframt þingmaður Hull kjördæmis. Fyrrverandi sendiherra Breta á Íslandi hafði samband við Steinunni fyrir um þremur árum en þá hafði komið upp sú hug- mynd að reisa minnisvarða um breska sjómenn í Vík í Mýrdal. „Í framhaldi af því datt mér í hug að búa til eitt verk í tveimur löndum og strax datt mönnum í hug Hull í ljósi sögunnar,“ segir Steinunn. „Þó að verkin séu í raun sjálfstæð listaverk þá spegla þau hvort annað og tengjast yfir hafið.“ Fjögur bresk ljóðskáld voru ráðin til að yrkja um verk Stein- unnar og voru ljóðin flutt við af- hjúpunina í gær. Forseti Íslands afhjúpaði listaverk í Hull til minningar um sjómenn á Íslandsmiðum Eitt verk í tveimur löndum í senn Steinunn Þórarinsdóttir listamaður við verk sitt í Hull í Bretlandi. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur ákveðið að afnema fóð- urtoll á hráefni til fóðurgerðar og lækka um helming toll á fullbúnar fóðurblöndur. Baldur Helgi Benja- mínsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands kúabænda, segir þessa breytingu fagnaðarefni. Hann von- ast eftir að hún verði til að nýir aðilar hefji innflutning á kjarnfóðri. Á því sé full þörf því samkeppni í þessari grein sé lítil. Hann segist raunar vita að fyrirtæki hafi verið að íhuga slík- an innflutning. Fóðurtollar hafa skilað ríkissjóð um 50 milljónum króna á ári und- anfarin ár. Auk tolls á efni til fóð- urgerðar er lagður á 7,80 kr/kg tollur á innfluttar fóðurblöndur, en nánast allt kjarnfóður sem notað er hér á landi er blandað hér heima og því hefur þessi tollur engu skilað í rík- issjóð. Reglugerð landbúnaðarráðu- neytisins, sem tekur gildi um næstu mánaðamót, kveður á um að þessi fóðurblöndutollur lækki í 3,90 kr. Búnaðarþing og aðalfundur Landssambands kúabænda höfðu í vetur óskað eftir verulegri lækkun eða afnámi fóðurtolla og er því land- búnaðarráðuneytið að verða við þessum áskorunum. Verð á innfluttu fóðri hefur hækk- að mikið síðan í vor. Ástæðuna má rekja til breytinga á gengi krónunn- ar, hækkunar á heimsmarkaði og mikillar hækkunar á fiskimjöli. Bald- ur Helgi segist hins vegar furða sig á hvað fóðurfyrirtækin séu samstiga í hækkunum. Samkeppni milli fyrir- tækjanna sé lítil. Baldur Helgi segir að síðasta hækkun fyrirtækjanna upp á 4,5% hafi verið tilkynnt með eins dags millibili. Skýringin sem fyrirtækin hafi gefið hafi verið breyting á gengi íslensku krónunnar. Baldur Helgi bendir á að frá þeim tíma þegar Líf- land hækkaði síðast og fram að nýj- ustu hækkun hafi gengisvísitalan hækkað um 1,5%. Hækkun kjarnfóð- urverðs það sem af er þessu ári sé hins vegar yfir 15%. Þá hafi sala á kjarnfóðri aukist um ríflega 20%. Aukningin ein og sér ætti að koma vel á móti kostnaðarhækkunum, með bættri nýtingu fastafjármuna. Ráðherra afnemur tolla á efni til fóðurgerðar Kúabændur gagnrýna verð á fóðri hjá Fóðurblöndunni og Líflandi. „VIÐ skiljum það mætavel að Eyja- menn vilji bættar samgöngur en ég vil árétta að mikil uppbygging hefur átt sér stað í þess- um málum,“ segir Sturla Böðvars- son samgöngu- ráðherra við gagnrýni sem lögð hefur verið fram af ferða- þjónustuaðilum og áhugamönnum um samgöngur í Vestmannaeyj- um. „Brugðist var við bráðabirgða- tillögum starfshóps sem kannað hef- ur málið. Í kjölfar skýrslu sem hópurinn hefur skilað förum við nú að huga að næstu skrefum sem eru Bakkahöfnin. Þær hugmyndir mun ég kynna fyrir ríkisstjórninni fljót- lega.“ Varðandi gagnrýni vegna flug- samgangna sagði Sturla að fulltrúar ráðuneytisins hefðu í fyrradag átt fund með bæjarstjóra og forsvars- mönnum Landsflugs, sem flýgur til Eyja. „Tilgangurinn var að greina stöðuna og reyna að hlutast til um að flugþjónustan verði aukin,“ sagði Sturla. Í frétt um málið í gær þar sem vís- að var í yfirlýsingu frá samtökum heimamanna á slóðinni www.eyja- frelsi.is er rétt að taka fram að rétta slóðin er www.eyjafrelsi.net. Samgöngur í Eyjum Höfn við Bakka kem- ur til greina Sturla Böðvarsson DORNIER 328-flugvél sem Lands- flug/City Star Airlines hefur á leigu og hlekktist á í lendingu á Aberdeen- flugvelli í Skotlandi á fimmtudags- kvöld er nú í skoðun þar ytra, á heimavelli vélarinnar. Að sögn Rúnars Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Landsflugs, mun vél- in hafa runnið um 350 metra út fyrir brautina en er nánast óskemmd þrátt fyrir atvikið. Bresk flugmála- yfirvöld rannsaka atvikið en búist er við samvinnu við íslensk flugmála- yfirvöld vegna rannsóknarinnar. Ekkert liggur enn fyrir um orsakir atviksins. Þriggja manna áhöfnin er öll erlend og voru 16 farþegar um borð þegar óhappið varð. Allir sluppu án meiðsla en vélin var að koma frá Stafangri í Noregi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var greint frá atvikinu í fréttum Sky- fréttastöðvarinnar og BBC. Til skoðunar í Aberdeen ♦♦♦ www.lyfja.is - Lifið heil VIRKAR Á ÖLLUM STIGUM FRUNSUNNAR - ALDREI OF SEINT! Vectavir FÆST ÁN LYFSEÐILS Vectavir krem er áhrifaríkt lyf til meðferðar á frunsum af völdum Herpes Simplex. Vectavir virkar á öllum stigum frunsunnar frá sting eða æðasláttar til blöðru. Í Vectavir er virka efnið penciklóvír sem stöðvar framgang veirunnar. Vectavir er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Berið Vectavir á frunsusvæðið á 2 klst. fresti í 4 daga. Berið á rétt fyrir svefn og um leið og vaknað er. Dæmigert er að frunsa komi fram við ofreynslu, kvef eða inflúensu eða í mikilli sól (t.d. á skíðum). Ekki á að nota lyfið ef að áður hefur komið fram ofnæmi fyrir penciklóvír, famciklóvír eða öðrum innihaldsefnum. Með Vectavir grær frunsan hraðar, verkir minnka og smittími styttist. Vectavir kremið 2 g fæst án lyfseðils. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S L YF 3 32 04 06 /2 00 6 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.