Morgunblaðið - 24.06.2006, Side 10

Morgunblaðið - 24.06.2006, Side 10
10 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Geimskip lendir í Skeifunni á morgun  Hönnunarsinfónía Eyjólfs Pálssonar í Epal RICHARD Dawkins er þróunarlíffræðingur að mennt og starfar sem fræðimaður við Oxford- háskóla. Hann hefur sent frá sér fjölda bóka en nýju bókina sína, The God Delusion, segir hann vera árás á trúarbrögð heimsins. Dawkins er staddur hérlendis á vegum Al- þjóðasamtaka trúleysingja og Samfélags trú- lausra á Íslandi en í dag heldur hann fyrirlestur á trúleysisráðstefnunni Jákvæðar raddir trú- leysis. Af hverju kýst þú að vera trúleysingi? „Trúarbrögð hafa alltaf gert tilraunir til að svara spurningum okkar um tilveruna og mannlegt eðli. Það sem hefur nú gerst er að vís- indin hafa tekið yfir þetta svið með góðum ár- angri en trúarbrögðin hafa aftur á móti lent í öngstræti. Ég er alfarið á móti trúarbrögðum þar sem ég tel að þau letji fólk til þess að hugsa sjálfstætt. Ég er einnig á móti trúarbrögðum því þau aðgreina fólk. Við höfum nú þegar svo marga þætti sem við notum til að aðgreina okk- ur frá hinum, t.d. kynþátt og tungumál, og trú er bara enn einn þátturinn sem býr til múra á milli fólks. Á Norður-Írlandi eru trúarbrögðin til að mynda það eina sem veldur deilum þar sem fólkið talar sama tungumál og lítur eins út. Jafnvel þótt átökin þar séu byggð á trúarlegum grunni er ekki deilt um trúarbókstafinn sjálfan. Deilurnar þar á milli kaþólikka og mótmælenda einkennast mun fremur af hefndum á hefndir ofan sem rekja má marga ættliði aftur í tímann. Eini mælikvarðinn sem fólkið á Norður-Írlandi notar til að ákveða hverjir séu með þér í liði og hverjir á móti eru trúarbrögðin.“ Þú lítur þá þannig á að trúarbrögð bók- staflega skapi óeirðir? „Já, trúarbrögð hvetja fólk til átaka. Hryðju- verkamennirnir sem réðust á New York, Lond- on og Madrid voru t.a.m. innblásnir af trúar- brögðum. Ég tel því öll trúarbrögð vera hættuleg, ekki síst í uppeldi barna. Börn sem eru alin upp í blindri trú læra að ekki sé nauð- synlegt að rökstyðja mál sitt eða færa sönnur á það. Það eitt nægir þeim að segjast trúa þessu með skírskotun í sína trú. Þetta leiðir til þess að þegar fólki sem aðhyllist ólíka trú lendir saman er ómögulegt fyrir það að rökræða og finna rökræna lausn á málinu. Því hefur verið kennt að þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð hafi rangt fyrir sér og þessi ágreiningur leiðir því til átaka.“ Hvað með siðferðisboðun trúarbragða, er hún ekki nauðsynleg kjölfesta fyrir margt fólk? „Trúarbrögðin boða algilt siðferði til að mynda hvað fóstureyðingar, samkynhneigð og líknardráp varðar. Alls staðar þar sem þú finn- ur algilt siðferði eru trúarbrögð að baki. Það sem um ræðir er alltaf rétt eða alltaf rangt vegna þess að hin heilaga bók, hvort sem það er Biblían, Kóraninn eða einhver önnur, segir svo. Sjálfur er ég hlynntur siðferði sem er ákvarðað með röksemdafærslu um hvað það er sem gerir fólk hamingjusamt og hvað það er sem veldur þjáningu. Ég tel algilt siðferði því ekki væn- legt.“ Hvernig lítur þú á þróunina í Bandaríkjunum og Evrópu hvað ítök trúarbragða varðar? „Evrópa er á réttri leið að mínu mati en það sama verður ekki sagt um Bandaríkin og Mið- Austurlönd þar sem trúarofstæki fer vaxandi. Bandaríkin undir stjórn Bush eru að verða að kristnu fasistaríki. Ég veit raunar ekki af hverju þessi þróun stafar. Ef til vill er ein ástæða sú að í Bandaríkjunum er engin þjóð- kirkja. Þjóðkirkjur eins og í Bretlandi og hér á Íslandi gera trúna leiðinlega. Í Bandaríkjunum eru kirkjurnar sjálfstæðar og reknar eins og fyrirtæki. Trúin er markaðssett eins og hver önnur neysluvara og kirkjur eru reknar eins og fyrirtæki. Við markaðssetninguna eru notuð öll þau brögð sem markaðsfræðingar búa yfir. Peningar spila auðvitað stóran þátt, meðlimir kirknanna gefa peninga til starfsins og söfnuðir keppa því sín á milli. Stór hluti Bandaríkja- manna trúir algerri vitleysu hvað þróun heims- ins varðar vegna styrks hins trúarlega áróðurs. Þetta fólk er ekki í neinum tengslum við veru- leikann. Það er eitthvað að kerfi sem elur fólk upp í slíkri fáfræði.“ Margir segja að trúarbrögð leiði vissulega af sér slæma hluti en góðu hlutirnir séu mun fleiri og við ættum að einbeita okkur að þeim. Hverju svararðu þessu? „Jú vissulega eru ákveðnir kostir sem fylgja trúarbrögðum en þeir eru ekki eins mikilvægir og allt hið slæma. Við þurfum heldur ekki trúarbrögð til að geta verið góðar og hamingju- samar manneskjur. Þetta eru því ekki nægilega sterk rök til að hvetja fólk til að trúa einhverju sem ekki hafa fengist neinar sönnur fyrir. Sem vísindamaður tel ég æskilegt að fólk byggi skoðanir sínar á rökum. Nú á 21. öldinni búum við yfir gríðarlegu magni þekkingar og það er sorglegt að milljónir manna fæðast, lifa og deyja án þess að kynnast þessari þekkingu þar sem þeim er kennd tóm vitleysa vegna trúar- legs uppeldis.“ Hafa trúarbrögð þá slæm áhrif á uppeldi barna? „Já tvímælalaust. Þegar börn fæðast eru þau merkt einhverri ákveðinni trú, trú foreldra sinna. Við tölum um múslimskt barn eða kaþ- ólkst barn sem er ekki nema fjögurra ára gam- alt og því alltof ungt til að hafa skoðanir á um- heiminum. Þetta er mjög slæmt. Við tölum aftur á móti aldrei um marxískt barn, það væri talin alger vitleysa. Trúarbrögðin virðast und- anskilin þessari gagnrýni. Ég tel þessa trúar- legu merkimiða á börnum vera andlega mis- notkun. Slíkt uppeldi stuðlar að óvild á milli samfélaga og býr til gífurlega flokkadrætti. Hatrið á milli ólíkra trúarhópa er víða gífurlegt. Þetta er uppskrift að stríðsátökum sem munu halda áfram þar til við hættum að aðgreina fólk eftir trúarbrögðum.“ Einn þekktasti trúleysingi heims heldur erindi Trúarbrögð eru hvati átaka Morgunblaðið/Sverrir Richard Dawkins er þróunarlíffræðingur og yfirlýstur trúleysingi. Richard Dawkins er líklega einn þekktasti trúleysingi heims og er þeirrar hyggju að trúarbrögðin séu hvati átaka. Auður Magn- dís Leiknisdóttir ræddi við Dawkins um skoðanir hans og lífssýn. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. TENGLAR ........................................................... www.samt.is www.atheistalliance.org www.samt.is/conference „RÍKIÐ hefur gert ágæta hluti í forvörnum en við vilj- um sýna ábyrgð og taka forystu og gera miklu meira en áður hefur tíðkast,“ sagði Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, í gær, við opnun forvarnahúss sem fyrirtækið hefur sett á laggirnar við Kringluna í Reykjavík. For- varnahúsinu er ætlað að vera þekkingarsetur um slysavarnir og miðla upplýsingum og fræða almenn- ing. Búist er við mörgum heimsóknum í húsið og auk þess mun fyrirtækið ferðast um landið og fræða fólk um starfsemina. Í húsinu er sýning þar sem fólki gefst tækifæri á að fræðast um hvernig best verði komið í veg fyrir tjón. Þar eru tæki sem menn geta prófað til að finna með áhrifamiklum hætti hvernig slys bera að. Í sumar verð- ur þema sýningarinnar „öryggi fjölskyldunnar á ferða- lagi“ en stefnt er að því að skipta um þema eftir því sem líður á. Húsið er opið hópum sem sækja um að koma í heimsókn. „Ég vil sjá þúsundir gesta, ökunema, félagasamtök, fjölskyldur og starfsmenn fyrirtækja heimsækja húsið,“ sagði Þór einnig í ræðu sinni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var við- staddur og í ávarpi sínu fagnaði hann átaki Sjóvár í forvarnamálum og óskaði þeim velfarnaðar í þeim störfum. Lögreglukórinn söng einnig lög við opnunina. Sjóvá rekur forvarnahúsið í samvinnu við Glitni, Bílanaust, Securitars, Útilíf, 112 og bindindisfélagið Brautina. Morgunblaðið/Eggert Karl Wernersson, stjórnarformaður Sjóvár, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klipptu á borðann við opnun forvarnahússins og Herdís L. Storgaard, forstöðumaður hússins, fylgdist með. Sjóvá opnar forvarnahús við Kringluna í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.