Morgunblaðið - 24.06.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 24.06.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 21 MINNSTAÐUR Flughelgi | Hin árlega flughelgi á Akureyri hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Það er Flugsafn Íslands sem stendur fyrir uppá- komunni, sem verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Íslandsmót í listflugi fór fram í gær, en í dag, laugardag, verður opnuð sýning um Agnar Kofoed- Hansen, boðið upp á útsýnisflug í þyrlu og þá verður happdrætt- ismiðum dreift úr flugvél yfir Ráð- hústorg nú í dag kl. 11. Dregið verð- ur í Flugsafninu sama dag kl. 14 en í vinning er m.a. utanlandsferð með Iceland Express. Á morgun verður aftur farið í út- sýnisflug, flugmenn sýna listflug og Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur sýnir fallhlífarstökk.    AKUREYRI SUÐURLAND ÞAÐ er ekki að spyrja að gróð- ursældinni á Akureyri, bænum í skóginum eins og hann var ein- hvern tíma kallaður. Sesselía og vinkonur hennar voru við biðskýli Strætisvagna Akureyrar við Merkigil í gærdag, á leið í miðbæ- inn. Leiðarvísir með áætlun vagn- anna hangir á staur við biðskýlið, en ekki er þó víst að allir komi auga á það. Runnarnir við næsta hús eru nefnilega svo blómlegir, hafa vaxið og dafnað í áranna rás og vafið sig utan um staurinn. Það þarf því að leita uppi upplýsingar um áætlun vagnanna, en stelp- urnar voru ekki lengi að því. „Hann kemur 39 mínútur yfir,“ upplýsti Sesselía vinkonur sínar. Þær kváðust mikið ferðast um bæ- inn með strætó og það væri ágætis ferðamáti. Þær hlökkuðu því mik- ið til þegar ókeypis verður að taka sér far með strætisvögnum bæj- arins, „verður það örugglega ekki um næstu áramót?“ spurði ein þeirra og önnur benti á að við sama tækifæri yrði hætt að rukka fargjald í Hríseyjarferjuna Sævar. Aldrei að vita nema þær myndu af því tilefni bregða sér bæjarleið og skoða eyjuna. En fyrst var að bíða vagnsins. Kemur 39 mínútur yfir Morgunblaðið/Margrét Þóra Út á stoppistöð Sesselía ýtir runnum frá til að sjá hvenær strætó kemur. Dalvíkurbyggð | Fyrsta verk nýkjör- innar bæjarstjórnar í Dalvíkurbyggð var að lækka leikskólagjöld í sveitar- félaginu um 20% frá og með næstu mánaðamótum. Þetta er liður í þeirri viðleitni að Dalvíkurbyggð verði alltaf samkeppnisfær þegar kemur að að- stæðum barnafjölskyldna, segir Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð. Sem dæmi um lækkun gjalda við þessa breytingu þá lækkar gjald fyrir 8 tíma vistun um 4.759 krónur. Fyrir einstæða foreldra verður 8 tíma gjaldið eftir þessa breytingu kr. 14.278 krónur. Í Dalvíkurbyggð eru þrír leikskól- ar, Krílakot á Dalvík, Leikbær á Ár- skógsströnd og Fagrihvammur á Dal- vík sem er sjálfstætt starfandi skóli á framlögum frá Dalvíkurbyggð. Leik- skólabörn eru um 115 og eru í mis- langri dvöl, allt frá hálfum degi upp í 9 tíma. Gott samfélag fyrir barnafjölskyldur „Það sem við teljum okkur til gildis sem gott samfélag fyrir barnafjöl- skyldur er góður skóli og ódýr og góð- ur tónlistarskóli. Hér eru fjölbreyttir möguleikar á íþrótta- og tómstunda- starfi og það sem skiptir miklu máli, þátttökugjöld fyrir börn eru lág, mun lægri en á höfuðborgarsvæðinu,“ seg- ir Svanfríður og benti á að sveitarfé- lagið styrkti félögin gagngert til að gera þeim betur kleift að bjóða upp á gott barna- og unglingastarf. Í könnun sem Neytendasamtökin gerðu í ársbyrjun 2006 á leikskóla- gjöldum í sveitarfélögum við Eyja- fjörð kom í ljós að ef miðað er við átta tíma vistun með fullu fæði voru Ak- ureyrarbær og Grýtubakkahreppur með lægsta verðið. Leikskólagjöld á Akureyri og í Grýtubakkahreppi eru reyndar með þeim lægstu á landinu, ef miðað er við nýlega könnun ASÍ. Hæstu gjöldin reyndust í Hörgár- byggð, Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði. Munur á hæsta og lægsta verði reyndist um 33%. „Við gerum okkur grein fyrir því að foreldrar horfa til þess kostnaðar sem er af leikskóladvöl og viljum vera samkeppnisfær í því sem öðru. Þessi lækkun núna, sem er bara sú fyrsta á þessu kjörtímabili því við reiknum með því að fara yfir þessi mál reglu- lega, jafnar því stöðu barnafjöl- skyldna hér í Dalvíkurbyggð nokkuð gagnvart því sem best gerist,“ segir Svanfríður. Fyrsta verk nýkjörinnar bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar Leikskólagjöld lækkuð um 20% Ný verslun Ellingsen | Ellingsen hefur opnað nýja verslun á sviði útivistar og veiðimennsku á Ak- ureyri, hún er við Tryggvabraut 1. Sjóbúðin hefur verið sameinuð þessari verslun og verður þar á boðstólum flest það sem Sjóbúðin hefur haft á boðstólum undanfarin ár sem og einnig það besta sem Ellingsen og OLÍS hafa upp á að bjóða.    AKUREYRARBÆR, sýslumanns- embættið og fulltrúar 6 veitinga- og skemmtistaða á Akureyri hafa skrifað undir samkomulag um aukið eftirlit með ungmennum á þessum stöðum. Fylgst verður náið með því að ungmenni yngri en 18 ára sæki ekki vínveitingastaði og skemmti- staði bæjarins án fylgdar forráða- manna eftir kl. 20 á kvöldin og að fólki yngra en 20 ára sé ekki selt þar áfengi, segir á vef Akureyr- arbæjar. Í því skyni munu veitingahúsa- eigendur herða allt eftirlit með þessum þáttum og lögreglan mun fjölga komum sínum á þessa staði til að fylgja þessu samkomulagi eft- ir. Akureyrarbær mun leggja til starfsfólk sem vinnur með ungling- um bæjarins til að fara inn á skemmtistaðina með lögreglunni og þannig auðvelda henni að þekkja úr þá unglinga sem kynnu að vera þar undir aldri. Undir samkomulagið rituðu fulltrúar frá Akureyrarbæ, sýslu- mannsembættinu og veitingahúsun- um Kaffi Akureyri, Café Amor, Karólínu restaurant, Rocco/Barn- um, Vélsmiðjunni og Sjallanum/ Dátanum. Eftirlitið aukið Boxið eins árs| Jóna Hlíf Halldórs- dóttir, Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Karen Dúa Kristjánsdóttir verða með opnun í galleriBOX í Listagili í dag, laug- ardaginn 24. júní, kl. 17. BOX-stelpurnar eru að halda upp á eins árs afmæli og kveðja Dögg sem er að fara í barneignarfrí. Ófétabörn | Sýning á frummynd- skreytingum úr barnabókinni Óféta- börnin eftir Rúnu K. Tetzschner verður í Deiglunni í dag, laugardag, kl. 15. Lesið verður úr bókinni og flutt tónlist sem samin hefur verið um ófétin. Myndirnar, 27 talsins, eru unnar með teiknipennum, skrautskrift- arpennum og vatnstússlitum. Rúna áritar bækur með skrautskrift frá kl. 16 til 17 frá því í dag og fram að 30. júní, en sýningunni lýkur 8. júlí. Hún er opin alla daga nema mánu- dag frá kl. 13 til 17.    Oddi | Séra Guðbjörg Arnardóttir var vígð til embættis sóknarprests í Oddakirkju á Rangárvöllum sunnudaginn 18. júní af herra Sigurði Sigurð- arsyni, vígslubiskupi í Skálholti. Myndin var tekin eftir athöfnina og eru séra Guðbjörg og Sigurður vígslubiskup fremst á myndinni. Fyrir aftan standa séra Gunnar Björns- son sóknarprestur á Selfossi, séra Sigurður Jónsson fyrrverandi sókn- arprestur í Odda, séra Halldóra Þorvarðardóttir prófastur í Rangár- vallaprófastdæmi og séra Arngrímur Jónsson fyrrverandi sóknarprestur í Odda. Vígð til embættis sóknar- prests í Oddakirkju Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Selfoss | Landsmót Forn- bílaklúbbs Íslands var sett sett af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra í gær á Selfossi. Lands- mótið er haldið í samvinnu við „Sumar á Selfossi“ sem verður með ýmiss konar dagskrá um helgina. Mótið sjálft og sýning bíla verður á tjaldsvæðinu við Engjaveg hjá Gest- húsum. Á heimasíðu Forn- bílaklúbbsins kemur fram að mikill áhugi hefur verið fyrir mótinu. Fyrir utan bílasýningu verður farið í akstur um Selfoss, bílaþrautir fram- kvæmdar og fleira gert sér til gamans. Sameiginlegt grill verður á laugardags- kvöldið og félagar skemmta sér saman. Mikil dagskrá er síðan hjá Sumar á Selfossi og ætti öll fjölskyldan að finna eitthvað við sitt hæfi bæði á mótinu og eins dag- skrá Sumars á Selfossi. Mótið endar síðan seinni- runalegt en hefur verið gert upp,“ sagði Sverrir sem hefur smíðað húsin á bílana fyrir eigendurna. Hann segir alla þá bíla sem hann hefur gert upp gang- færa og að þeir séu notaðir á sunnudögum í sparibílt- úra. „Maður er svona einn vetur að smíða hvert hús, ég er með mjög góðar teikningar að húsunum en Kristinshúsið er hús sem Kristinn vagnasmiður smíðaði á sínum tíma og Stillishúsið heitir eftir fyr- irtækinu sem smíðaði það á sínum tíma,“ sagði Sverrir og benti á að Willysinn sem er með Kristinshúsinu vær- ir núna kominn á frímerki. Núna er Sverrir að fást við smíði á húsi á Willys- jeppa fyrir Alexander Ólafsson, verktaka í Hafn- arfirði, og fyrir utan húsið hjá Sverri er Willys 48 með Stillishúsi, nýkláraður, í eigu Jóns Karls Snorrason- ar flugmanns. gömlum bílum. Á mótinu verða sex bílar sem Sverrir hefur gert upp að einhverju eða öllu leyti. Um er að ræða allþekktan bíl sem er eftirlíking af Thomsensbílnum, fjóra Willys-jeppa, ’46-, ’47- og ’48-módel, og einn Oldsmo- bile. „Þessir jeppar eru hver með sína gerðina af húsi, einn er með blæju, annar með Stillishúsi og Kristinshúsi. Vélarkramið í bílunum er allt upp- part sunnudagsins 25. júní með akstri um Selfoss og er síðan móti slitið. Sverrir Andrésson er einn fjölmargra fornbíla- áhugamanna á Selfossi sem hlakka til mótsins. „Það er von á mörgum bíl- um hingað og þetta dregur að fjölda fólks. Það eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri gamlir bílar,“ sagði Sverrir, sem ekki hefur tölu á þeim Selfyss- ingum sem áhuga hafa á Landsmót FBÍ haldið á Selfossi um helgina Hefur átt hlut að endurgerð sex bíla á sýningunni Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sverrir Andrésson með Willys ’48, nýendurgerðan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.