Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ SUÐURNES Sauðárkrókur | Gullhylur ehf. af- henti Landsmóti hestamanna ehf. sl. miðvikudag hið glæsilega móts- svæði á Vindheimamelum formlega til afnota á landsmótinu, sem hefst næstkomandi mánudag. Að Gullhyl standa hestamannafélögin í Skaga- firði. Að sögn Eymundar Þórarins- sonar formanns Gullhyls ehf. hafa framkvæmdir á mótssvæðinu stað- ið yfir í tæpa tvo mánuði, og er nú svæðið allt orðið hið glæsilegasta. Eymundur sagði að búið væri meðal annars að leggja bundið slit- lag á allar aðkomuleiðir að svæð- inu, allar reiðleiðir væru frágengn- ar, keppnisvellir endurgerðir og keppnisbrautir lagðar vikri. Þá hefði völlurinn fyrir sýningar kyn- bótahrossa verið endurnýjaður með vikurbrautum og öll tjald- svæði væru í mjög góðu ásigkomu- lagi. Á fjölskyldusvæðinu væri nú rennandi heitt og kalt vatn og sturtuaðstaða þannig að vel væri séð fyrir aðbúnaði áhorfenda. Lagt hefði verið rafmagn á svæði húsbíla og væri möguleiki á tengingu hundrað slíkra við rafmagn. Sagði Eymundur að fram- kvæmdirnar hefðu kostað nokkra tugi milljóna, en Skagfirðingar vildu leggja metnað sinn í að gera þessa stærstu útihátíð sumarsins eins glæsilega og unnt væri, og að- búnað gesta sem bestan. Guðrún Valdimarsdóttir fram- kvæmdastjóri Landsmótsins sagði ánægjulegt að taka við þessu glæsilega svæði, en nú hæfist sá þáttur sem að mótshöldurum sneri, en það væri að setja meðal annars upp áhorfendastúkur við að- alkeppnisvöllinn og einnig við keppnisvöll kynbótahrossa, upp- setningu tæknibúnaðar svo gestir gætu fylgst með öllum atburðum mótsins á risaskjá, en einnig að koma fyrir aðbúnaði fyrir þá þætti mótshaldsins sem verktakar væru fengnir til að annast, svo eitthvað væri nefnt. Þau Guðrún og Sigurður Æv- arsson mótsstjóri voru sammála um að aldrei hefðu svo margir glæsihestar verið skráðir til leiks sem nú og nefndu að ekki hefði fyrr gerst að tveir sigurvegarar hvor í sínum flokki á síðasta landsmóti myndu nú freista þess að verja titla sína, en það eru þeir Geisli frá Sælukoti í A-flokki og Rökkvi frá Hárlaugsstöðum í B-flokki. Einnig myndi Ormur frá Dallandi, sig- urvegari í A-flokki frá árinu 2000, mæta aftur til leiks. Þá mætti einn- ig nefna að Kraftur frá Bringu, en hann stóð efstur í sínum flokki sem stóðhestur á síðasta landsmóti, keppti nú í A-flokki og væri sá hestur sem hæst væri dæmdur í tölti inn á mótið og mundi það lík- lega einsdæmi. Og að lokum mætti nefna að tvær hryssur væru dæmd- ar inn á mótið með einkunnina 10 í tölti, en það eru þær List frá Vak- ursstöðum og Hátíð frá Úlfsstöðum og væru þá aðeins nefndir örfáir af þeim glæsihestum sem setja mundu svip sinn á mótið. Ekki gafst frekari tími til spjalls um komandi landsmót þar sem margir þurftu að ná tali af for- svarsfólki mótsins, enda örfáir tímar til þess er fyrstu keppend- urnir fara að koma á svæðið. Aldrei fleiri glæsi- hestar á landsmóti Að verða tilbúið Séð yfir hluta af hinu glæsilega mótssvæði. Morgunblaðið/Björn Björnsson Afhending Guðrún Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri LH, Eymundur Þórarinsson, formaður Gullhyls ehf., og Sigurður Ævarsson mótsstjóri. Hólmavík | Snæuglu að nafni Snæ- finnur var sleppt aftur út í náttúruna við Hólmavík í fyrradag. Fuglinn hefur undirgengist tíu mánaða stranga endurhæfingu á vegum Fjöl- skyldu- og Húsdýragarðsins eftir að hafa slasað sig á sömu slóðum. Það var Þórólfur Guðjónsson, bóndi á Innri-Ósi, sem sleppti Snæfinni, en það var einmitt hann sem fann ugl- una fasta í gaddavírsgirðingu hvar hún hafði slasað sig. Lengi vel héldu þó bændur á Innri-Ósi að um væri að ræða stóran, hvítan plastpoka. „Hann lagði hana bara á jörðina, þetta var ekkert svona ævintýralegt eins og maður hefði getað haldið,“ segir Unnur Sigurþórsdóttir, fræðslustjóri í Fjölskyldu- og Hús- dýragarðinum. „Snæfinnur flögraði aðeins um og settist síðan niður í smáfjarlægð. Okkur fannst eins og hann væri hissa á frelsinu og hann leit svolítið við, á okkur, var eigin- lega hálffeiminn.“ Til að byrja með var Snæfinnur hafður í litlu búri meðan dýralæknir meðhöndlaði hann daglega. Hann gerði að ljótum sárum en sem betur fer var ekki um beinbrot að ræða. „Uglan fór svo í stærri og stærri búr þar til hún endaði í búrinu sem gert var fyrir Styrmi stork.“ Undir það síðasta var uglan farin að flögra um og orðin viðskotaill, sem þótti vita á gott. Því var keyrt með Snæfinn norður á Hólmavík frá Húsdýragarðinum. Hann var hafður í búri aftur í bílnum og fylgir sögunni að ekkert vesen hafi verið á honum á leiðinni. Nei, nei, hann var allur hinn rólegasti og mjög athugull þegar við stoppuðum t.d. á bensínstöðvum.“ Þess má geta að upphaflega hét uglan Snæfríður en þegar í ljós kom að hún var karlugla á fyrsta ári þótti við hæfi að endurnefna. Er vonandi að Snæfinnur spjari sig vel, því að- eins um tíu snæuglur lifa hérlendis á hverjum tíma. Þórólfur bóndi ætlar næstu daga að fylgjast með uglunni og ef til vill að gauka að henni mat- arbita. Karluglunni Snæfinni sleppt Í góðum höndum Gert að sárum Snæfinns í Húsdýragarðinum. Hvað er að gerast? Uglan var allt að því feimin þegar henni var sleppt eftir tíu mánaða endurhæfingu. HJÓNIN Erla Gunnlaugsdóttir og Halldór Ben Halldórsson hættu bæði að vinna í Landsbankanum fyrir tveimur árum og njóta sín nú í botn. „Dagurinn er aldrei nógu langur,“ segja þau. Þau voru meðal nýrra eigenda íbúða við Kríuland 1–11 í Garð- inum, sem fengu íbúðir sínar af- hentar í gær. Alls hafa Búmenn með þessu byggt 444 íbúðir víða um land en 36 þeirra eru í Garðinum og er hverfið þar með stærstu hverf- um Búmanna. Íbúðir Búmanna eru ætlaðar fólki yfir fimmtugt. Það er Bragi Guðmundsson verktaki sem byggt hefur öll húsin í Garðinum, að eigin sögn frá því hann horfði yf- ir móana þar sem nú eru sléttar flatir og reisuleg hús. Bragi, ásamt Guðrúnu Jónsdóttur, formanni Bú- manna, og Ásgeiri M. Hjálm- arssyni, afhenti nýjum eigendum lyklana og veglegar blómaskreyt- ingar. Erla segist hafa búið í Sandgerði og Keflavík áður en í Reykjavík mörg síðustu ár. „Og nú vildum við prófa Suðurnesin aftur.“ Halldór segir að þau hafi búið í þakíbúð á tveimur hæðum við Laugaveginn en verið að leita sér að einhverju á einni hæð. Það varð ofan á að semja við Búmenn og flytja í Kríuland númer fimm. „Við erum hætt að vinna og finnst gaman að skreppa til út- landa. Nú erum við nær flugvell- inum! Einnig vildum við losa um peninga, það er dýrt að borga fast- eignagjöld í Reykjavík og nálgast sömu upphæð og við borgum fyrir allt saman hér.“ Halldór hyggst setja upp skrif- stofu og tölvuaðstoðu í bílskúrnum, sem er rúmgóður með dyrum og glugga að aftan, en þar mun hann sinna ýmsum skrifum og fleiru. „Svo dundum við okkur bara hérna, förum í göngutúra og fleira. Okkur finnst gaman að fara á Miðnesheið- ina og tína egg, þekkjum fólk hér í kring og eigum skyldfólk.“ Þau segjast eiga einn son í Kefla- vík en auk þess börn og barnabörn erlendis. „Þau vilja frekar að við séum hér en í Hveragerði þegar þau koma heim. Það er alltaf sagt að þar sé gott samfélag og við velt- um fyrir okkur að flytja þangað. En það verður bara eins hér,“ segja þau full bjartsýni. Miðað við stemn- inguna í grillveislunni í gær þurfa þau engu að kvíða. Sex nýjar íbúðir í Garði vígðar í gær Fjölmenn grillveisla Sólin skein glatt í Garðinum í gær. Nýju parhúsin sex standa við Kríuland 1–11. Lukkuleg Halldór Ben Halldórsson og Erla Gunnlaugsdóttir voru ánægð með nýju íbúðina. Úr þakíbúð við Laugaveg í parhús í Garðinum Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.