Morgunblaðið - 24.06.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 29
r alla leið upp í Norðurárdal, sem
mkvæmd. Með sama hætti verði
dsvegur, frá mörkum Reykjavíkur
ur að Þjórsárbrú, endurbyggður sem
mkvæmd. Jafnframt gætu jarðgöng í
ði verið lögð sem einkaframkvæmd í
i við ríkið. Með þessu fyrirkomulagi
past aukið svigrúm til þess að hraða
ingu vegakerfisins. Við þurfum á því
að herða róðurinn við að bæta veg-
ss að auka öryggi og til þess að stytta
a og lækka flutningskostnaðinn,“
rla.
ndsflug fari ekki úr borginni
rihluti í borginni ætlar að taka
n um Sundabraut á árinu og stað-
flugvallar á kjörtímabilinu. Þín við-
gna því mjög að ákvörðun verði tek-
rgaryfirvöldum um að taka höndum
ð samgönguyfirvöld hvað varðar
autina. Samráðsferli, sem fór í gang
kurð umhverfisráðherra um að heim-
ð fara svonefnda innri leið, er í gangi
na að við náum saman sem fyrst en
veg ljóst að það mun taka nokkurn
oma framkvæmdum af stað. Ég
gja mig fram um að eiga gott sam-
borgaryfirvöld eins og ég hef gert.
rstaklega ef það sér fyrir endann á
ningi,“ segir Sturla.
andi flugvöllinn þá sýnist mér það
tekið mjög skynsamlegum tökum af
irvöldum. Nefndin undir forystu
allgrímssonar verkfræðings er að
tta frá öllum hliðum. Það er alveg
orgaryfirvöld vilja ekki að innan-
gið fari úr Reykjavík og ég fagna því
staklega. Ég tel að ef innanlands-
ri fært mjög langt frá höfuðborginni
ekki svipur hjá sjón, þjónusta við
ggðina minni, öryggi sjúklinga minna
auki mikill kostnaður fyrir þá sem
ið og ég tala nú ekki um ef að það
byggja upp nýjan flugvöll annars
eð ærnum kostnaði fyrir alla sem
semina stunda.“
er þín óskastaða fyr-
linn?
var búin til með sam-
i mín og Ingibjargar
Gísladóttur, þáver-
garstjóra, í júní 1999
ð gerðum sam-
um að endurbyggja
kurflugvöll í Vatns-
Ég taldi þá og tel enn best fyrir
ð flugvöllurinn sé í Vatnsmýrinni og
ýtur að því að leggja flugvöllinn nið-
ög óskynsamlegt að mínu mati. Svo
ng hvort hægt sé að minnka það
m flugvöllurinn tekur og fjölga þar
gingarlóðum. Við þurfum að leita
a til þess.“
ker kostnaðarsöm
gir ljóst að geysilega kostnaðarsamt
gja flugvöll á Lönguskerjum, líkt og
knarflokkurinn hefur lagt til, en talið
kosti 22–23 milljarða. „Við þurfum
að líta til þess að þetta kostar allt
og þó menn segist ætla selja lóðir í
rinni þurfa jú einhverjir að kaupa
etta eru allt peningar sem þjóðin
með og þarf að búa til með einhverri
asköpun. Best er að búa bara vel um
völlinn í Vatnsmýrinni en við skulum sjá
hvaða tillögur koma og ég mun að sjálfsögðu
skoða þær. Í öllum höfuðborgum er það tal-
inn mikill kostur að hafa flugvelli og járn-
brautarstöðvar sem næst miðju borganna svo
flutningaleiðir verði sem stystar.“
Hvernig verður kostnaði við Sundabraut
háttað?
„Það hefur aldrei hvarflað annað að mér en
Sundabraut yrði lögð með tveimur akreinum
í hvora átt, alveg upp að Hvalfjarðargöngum.
Það er verkefnið. Ríkisstjórnin setti átta
milljarða af Símasölunni til þessa verkefnis
og samhliða því var ákveðið að næstu áfangar
yrðu í einkaframkvæmd og ég er að láta ráðu-
neytið og samgönguráð fara yfir það hvaða
kostir eru varðandi einkaframkvæmdina.“
Gerð Héðinsfjarðarganga hefur verið
gagnrýnd, þar sem önnur brýnni verkefni
liggi fyrir og er þá horft til umferðarörygg-
ismála. Þegar Sturla er inntur eftir við-
brögðum við þessari gagnrýni segir hann að
vegirnir á Norðurlandi séu misgóðir og að
göngin skipti gífurlega miklu máli fyrir um-
ferðina um Eyjafjörð, til Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar og tengingu við Skagafjörð.
„Héðinsfjarðargöng eru þar af leiðandi
hluti af þessum umferðaröryggisaðgerðum.
Auðvitað eru þau geysilega umdeild, mér er
það ljóst, en um þetta var tekin ákvörðun í að-
draganda þingkosninga 1999 og það verður
ekki aftur snúið. Ég tel að það hafi verið
skylda mín að standa við þau loforð gagnvart
fólkinu á Siglufirði og Ólafsfirði og Eyfirð-
ingum. Þetta er klár aðgerð í þágu þessara
byggða og það voru ekki síst Akureyringar
og Eyfirðingar sem lögðu áherslu á að leggja
göngin og það er ekki síst mikilvægt að skoða
þetta í því ljósi,“ segir Sturla og bætir við að
með þessu sé Eyjafjarðarsvæðinu skapað
ákveðið mótvægi gagnvart höfuðborgarsvæð-
inu. „En engu að síður þarf að nota meiri pen-
inga í uppbyggingu vegakerfisins, það fer
ekki á milli mála.“
Sturla segir fróðlegt og ánægjulegt að
virða fyrir sér hina pólitísku stöðu að loknum
sveitarstjórnarkosningum.
„Ég sem ráðherra og þingmaður Norð-
vesturkjördæmis fæ mikinn vind í mínar póli-
tísku flugfjaðrir eftir kosningarnar,“ segir
hann og bendir á að sjálfstæðismenn séu við
stjórnvölinn í nánast öllum sveitarfélögum í
kjördæminu.
„Niðurstaða þessara kosninga er alveg
augljóslega sú að okkur sjálfstæðismönnum
hefur tekist að efla flokkinn á þessu svæði
sem aldrei fyrr.“
Þegar Sturla er inntur eftir því hvað sé
framundan hjá honum, pólitískt séð, segir
hann þá ákvörðun eðlilega vera í höndum
kjósenda en pólitískar aðstæður í kjördæm-
inu hafi aldrei verið betri fyrir sjálfstæð-
ismenn. „Það er ekki síst mikilvægt fyrir mig
sem ráðherra að hafa svona geysilega öflugt
lið í kjördæminu, að hafa samstarfsfólk sem
íbúarnir treysta og trúa fyrir sínum málum.“
Sinni kallinu ef það kemur
Hefur þú í hyggju að breyta til, t.d. skipta um
ráðuneyti?
„Samgönguráðuneytið er nú þannig að það
eru engir tveir dagar eins og nánast alltaf ný
verkefni, þannig að það er ekkert í mínum
spilum að sækjast eftir einhverjum öðrum
verkefnum en pólitíkin er nú
bara þannig að menn verða að
sinna kalli og ég mun að sjálf-
sögðu sinna því kalli sem
kemur hverju sinni frá stuðn-
ingsmönnum mínum til að
sinna verkefnum í þágu kjör-
dæmisins og í þágu þjóð-
arinnar,“ segir Sturla.
Hafa hræringar innan
Framsóknarflokksins veikt ríkisstjórnarsam-
starfið?
„Ég tel að það hafi ekki veikt samstarfið
sem slíkt en okkur fataðist flugið aðeins, því
er ekki að leyna, en þessi mikla uppstokkun
hjá framsóknarmönnum á eftir að sýna sig.
Ég sé ekkert í spilunum annað en að rík-
isstjórnin komi vel út úr þessum breytingum
undir forystu Geirs H. Haarde, sem ég ber
mikið traust til og nýtur álits langt út fyrir
raðir eigin flokksmanna,“ segir Sturla og tek-
ur fram að hann sjái eftir Halldóri Ásgríms-
syni úr stjórnmálum, þótt mjög gott fólk
komi nú inn í ríkisstjórnina.
,,Það skiptir öllu máli að trúnaður ríki milli
manna í slíku samstarfi og hann var til staðar
milli mín og Halldórs Ásgrímssonar,“ segir
Sturla að lokum.
þjóðina að
atnsmýrinni“
Morgunblaðið/Eggert
ahemla í bíla. „Það er með öllu
i á hverju ári,“ segir Sturla.
arnihelgason@mbl.is
’Best er að búabara vel um völlinn
í Vatnsmýrinni en
við skulum sjá hvaða
tillögur koma …‘
Hinn 1. júní sl. var undirrituðviljayfirlýsing um raf-orkusölu til fyrirhugaðsálvers í Helguvík í Reykja-
nesbæ. Þeir sem þar rituðu nöfn sín
voru fulltrúar Norðuráls, Hitaveitu
Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavík-
ur. Samkvæmt þessari viljayfirlýsingu
er stefnt að afhendingu orku eftir
fjögur ár, þ.e. árið 2010.
Sú hugmynd að reisa
álver í Helguvík er ekki
ný, ekki frekar en ýmsar
aðrar álvershugmyndir,
t.d. hugmyndin um að
reisa álver við Húsavík, á
Gásum við Eyjafjörð, í
Skagafirði eða í Þorláks-
höfn. Nú virðast hins veg-
ar ýmsir málsmetandi
menn telja að þetta sé góð
hugmynd.
Hvers vegna?
Hvers vegna ætli fólki
finnist góð hugmynd að
reisa álver í Helguvík? Ég fór að velta
málinu fyrir mér og gat í fljótu bragði
látið mér detta tvær ástæður í hug:
Það skapar atvinnu, það rennir stoð-
um undir atvinnulífið og hlutaðeigandi
fyrirtæki græða á því að reisa álver.
(1) Álver skapar atvinnu. Vissulega
skapa álver atvinnu, en það er ekki
mikið atvinnuleysi sem stendur á Suð-
urnesjum og eiginlega ekkert ef horft
er til alls höfuðborgarsvæðisins. Í apr-
íl var atvinnuleysið 1,3% (www.vinnu-
malastofnun.is/frettir/nr/1035/). Þess
vegna gefur atvinnuástandið ekki til-
efni til að ráðast í svona fram-
kvæmdir.
En kannski er ekki rétt að miða við
atvinnuástandið „sem stendur“, því
áhrifin af brotthvarfi hersins eru ekki
komin fram. Þarf kannski að reisa ál-
ver til að útvega þeim vinnu sem
missa vinnuna þegar herinn fer? En
álver árið 2010 er varla lausn fyrir þá
sem missa vinnuna núna í haust, þ.e.
haustið 2006. Og miðað við atvinnu-
ástandið almennt verða eflaust flestir
komnir með vinnu þegar álverið tekur
til starfa árið 2010, enda hafa margir
þegar fengið vinnu. Brotthvarf hers-
ins gefur því ekki sérstakt tilefni til að
ráðast í stórframkvæmdir á Suð-
urnesjum.
(2) Álver rennir stoðum undir at-
vinnulífið. Kannski þarf ekki að bæta
atvinnuástandið á Suðurnesjum held-
ur að „renna stoðum undir atvinnu-
lífið“, eins og það er kallað. En þarf at-
vinnulífið á Suðurnesjum sérstakar
stoðir? Ég veit ekki betur en að at-
vinnulíf á svæðinu sé með ágætum
blóma. Nýja víkingasafnið og hug-
myndin um Bláa demantinn eiga eftir
að auka möguleika í ferðamennsku og
Íþróttaakademían á eftir að skapa
ýmsa möguleika, útgerð stendur
ágætlega og svo er svæðið hluti af at-
vinnusvæði höfuðborgarsvæðisins og
því hljóta möguleikarnir að vera
óþrjótandi. Árni Sigfússon er sam-
mála mér – eða var það að minnsta
kosti í ársbyrjun 2005 – ef marka má
greinina „Sköpum fyrirmyndarsveit-
arfélag“ sem birtist í málgagni sjálf-
stæðismanna í Reykjanesbæ (1. árg.
1. tbl.). Þar segir hann m.a.: „Fjöl-
breytt atvinnutækifæri bjóðast í
Reykjanesbæ og enn fleiri tækifæri
eru í mótun. Auk tækifæra sem skap-
ast í þjónustu við 11 þúsund íbúa má
nefna uppbyggingu Iðngarða í Helgu-
vík, heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
hjúkrunarheimili, fjölþætta þjónustu
alþjóðaflugvallarins, Íþrótta-
akademíu, miðstöð varna landsins,
uppbyggingu á vegum Hitaveitu Suð-
urnesja, ný tækifæri í ferðaþjónusu
o.fl. o.fl.“ Reykjanesbær þarf greini-
lega ekki neinar sérstakar stoðir und-
ir atvinnulífið vegna þess að það
stendur þegar nokkuð traustum fót-
um. Ef það er eitthvað sem þarf er það
að trúa á einstaklinginn, sem er jú höf-
uðdygð hvers hægrimanns – eða trúa
á fólkið eins og vinstrimenn kalla það
og er það sama.
(3) Álver er gróðaleið. Ástæðan fyr-
ir því að Norðurál vill reisa álverið er
án efa sú að fyrirtækið telur að það sé
arðvænlegt – það muni græða peninga
á því. Og Hitaveita Suðurnesja og
Orkuveita Reykjavíkur trúa því ef-
laust líka að þarna megi græða pen-
inga. (Ég geri ekki ráð fyrir að selja
eigi orkuna á kostnaðarverði, hvernig
svosem það verð er reiknað út.) Fyrir
Norðurál er gróðavonin góð og gild
ástæða til að vilja reisa álver. Norður-
ál er venjulegt fyrirtæki sem hefur
það markmið fyrst og fremst að
græða peninga. Línurnar eru ekki
eins hreinar með Orkuveitu Reykja-
víkur og Hitaveitu Suðurnesja, en
bæði þessi fyrirtæki eru í almanna-
eigu og eiga fyrst og fremst að gegna
ákveðnu hlutverki í almannaþjónustu.
En þarna er þá loks skýr
ástæða fyrir því að reisa
álver. Að vísu er þetta
fyrst og fremst ástæða
fyrir Norðurál (og
kannski OR og HS líka)
en ekki endilega fyrir
fólkið á Suðurnesjum, eða
Reykjanesbæ.
Hvers vegna ekki?
Þá er eftir að spyrja
hvort einhverjar gildar
ástæður séu fyrir því að
byggja ekki álver í Helgu-
vík. Í fljótu bragði detta
mér í hug sex ástæður.
(1) Álver menga. Þrátt fyrir
hreinsibúnað blása álver út í and-
rúmsloftið margvíslegum mengandi
lofttegundum: Brennsisteinsdíoxíði,
ýmsum flúorsamböndum o.fl. Og þar
á ofan blása þau frá sér verulegu
magni af koldíoxíði sem er aðalorsök
fyrir gróðurhúsaáhrifum.
(2) Mengandi stóriðja fælir aðra í
burtu. Mengunin út af fyrir sig er
ástæða til að byggja ekki álver (en
ekki endilega fullnægjandi ástæða) en
þar á ofan mun mengandi stóriðja í
Helguvík fæla ýmis önnur fyrirtæki
frá því að setja upp starfsemi þar. Ál-
ver er einfaldlega ekki aðlaðandi ná-
granni. Þar á ofan mun álver í Helgu-
vík skerða samkeppnisstöðu
Reykjanesbæjar á sviði matvælaiðn-
aðar og ferðamennsku, en í báðum
þessum atvinnugreinum skiptir
ímynd hreinleikans máli.
(3) Orkuöflunin veldur mengun.
Fyrir utan mengun frá álverinu, þá
má ekki gleyma því að álver þarf
orku. Orkuveita Reykjavíkur og Hita-
veita Suðurnesja hyggjast útvega
þessa orku með jarðvarmavirkjunum.
Þótt slíkar virkjanir séu að ýmsu leyti
vænlegri en vatnsaflsvirkjanir í jökul-
ám, þá má ekki gleyma því að jarð-
varmavirkjanir menga. Á málþingi á
Orkustofnun 27. október 2005 báru
Þráinn Friðriksson og Halldór Ár-
mannsson, sérfræðingar hjá Íslensk-
um orkurannsóknum, upp eftirfar-
andi spurningu: „Er
koltvísýringslosun jarðvarmavirkjana
hverfandi lítil í samanburði við nátt-
úrulega losun frá jarðhitasvæðum?“
Svar þeirra var: „Losun frá jarð-
varmavirkjunum er ekki „hverfandi
lítil“ í samanburði við náttúrulega los-
un frá jarðhitasvæðum.“ Þetta þýðir
að við verðum að líta á jarð-
varmavirkjanir sem mengandi orku-
ver, jafnvel þótt mengunin frá þeim sé
talsvert minni en mengun frá kola-
orkuverum (e.t.v. á bilinu 3,5% til
15%).
(4) Orkuöflunin veldur nátt-
úruspjöllum. Fyrir utan mengun jarð-
varmavirkjana má ekki horfa framhjá
því að eðli málsins samkvæmt eru
slíkar virkjanir á mjög viðkvæmum
svæðum. Á Reykjanesi eru fjögur
jarðhitasvæði sem mögulegt er að
virkja. Þetta eru Reykjanes (suðvest-
urhorn Reykjanesskagans), Svarts-
engi, Krísuvík og Brennisteinsfjöll.
Öll eru þessi svæði í senn afar við-
kvæm og mjög mikilvæg fyrir ferða-
mennsku á Reykjanesi. Þau eru líka
mikilvæg útivistarsvæði fyrir Suð-
urnes og höfuðborgarsvæðið og þar
með mikilvæg fyrir lífsgæði þeirra
sem þar búa. Nálægð við svæði sem
þessi eykur lífsgæði fólks á Suð-
urnesjum og því munu gufuaflsvirkj-
anir á þeim skerða lífsgæðin. Eflaust
kæra ýmsir sig kollótta um þessa
skerðingu – segja kannski að þeim
finnist þessi svæði „ekkert sérstök“.
En það breytir því ekki að svæðin eru
verðmæt, bæði tilfinningalega og hag-
fræðilega, og það verður að taka með í
reikninginn þegar hugað er að hag-
kvæmni þess að byggja álver í Helgu-
vík.
(5) Álver kallar á rafmagnslínur. Þá
má ekki gleyma rafmagnslínum, en af
þeim er veruleg sjónmengun. Álver í
Helguvík mun krefjast stórra mastra
og mikilla lína og valda verulegri sjón-
mengun.
(6) Að byggja álver í Helguvík er að
bera í bakkafullan lækinn. Fyrir utan
ofangreindar ástæður fyrir því að
byggja ekki álver í Helguvík, og sem
lúta fyrst og fremst að náttúruvernd,
eru annars konar ástæður fyrir því að
ráðast ekki í byggingu álversins.
Margar stórframkvæmdir eru fyr-
irhugaðar á SV-horninu: Byggja á
nýtt háskólasjúkrahús, tónlistarhús,
Sundabraut, gott ef ekki á að leggja
nýjan suðurstrandarveg, gera á átak í
aðbúnaði fyrir aldraða sem hlýtur að
kalla á byggingaframkvæmdir o.fl.
Ég fæ ekki betur séð en að borið yrði í
bakkafullan lækinn með því að byggja
álver í Helguvík.
Með og á móti
Ef við berum saman þær ástæður
sem mæla með því að byggja álver í
Helguvík og hinar sem mæla gegn
því, þá virðist niðurstaðan í raun blasa
við. Það er alls ekki góð hugmynd að
byggja álver í Helguvík. En hvers
vegna eru þá málsmetandi menn að
hugsa um að byggja álver þar? Ég hef
tvær skýringar. (a) Fólk hefur ekki
hugsað málið til enda, eða (b) mér hef-
ur sést yfir veigamiklar ástæður fyrir
því að byggja álver í Helguvík. Ef
möguleiki (b) er sá rétti, þ.e. ef mér
hefur sést yfir einhverjar veigamiklar
ástæður fyrir því að byggja álverið, þá
þætti mér vænt um ef einhver léti svo
lítið að tilgreina þessar ástæður, því
kannski er ég þá ekki einn um fávís-
ina. En ef ástæða (a) er tilfellið, þá bið
ég fólk að setjast niður, þótt ekki sé
nema litla stund, og spyrja sig í ein-
lægni: Er góð hugmynd að hafa álver
í Helguvík?
Norðurál í Straumsvík
Ekki er hægt að skilja við þessar
vangaveltur án þess að minnast á
hugmyndir Alcan um að byggja nýtt
álver í Straumsvík. Þetta nýja álver
er stundum kallað „stækkun“, en þar
sem viðbótin, 280.000 tonna ársfram-
leiðsla, er miklu stærri en það sem
fyrir er, 180.00 tonna ársframleiðsla,
og nokkru stærra en fyrirhugað álver
í Helguvík sem á að hafa 250.000
tonna ársframleiðslu, þá virðist mér
rétt að tala um nýtt álver frekar en
stækkun. Nú er Straumsvík ekki
nema steinsnar frá Reykjanesbæ og
því væri kannski rétt að slá þessum
tvennum framkvæmdum saman og
spyrja hvort rétt sé að byggja nýtt
tvískipt 530.000 tonna álver á Reykja-
nesi.
Allar sömu efasemdir og ég hef
reifað um álverið í Helguvík eiga við
um nýja álverið í Straumsvík. Hvað
varðar það síðarnefnda hefur reyndar
komið fram ein viðbótarástæða til að
leyfa stækkunina. Halldór Ásgríms-
son, fyrrverandi forsætisráðherra,
sagði í vor að ef Alcan fengi ekki að
stækka álverið, þá myndi fyrirtækið
einfaldlega loka því.
En kannski er hættan á að Alcan
vilji loki álverinu, fái fyrirtækið ekki
að stækka það, einmitt ástæða til að
hafna stækkun. Lausnin á álflens-
unni, sem stungið hefur sér niður á
SV-horninu, er þá einfaldlega sú að
Alcan loki álverinu í Straumsvík og
Norðurál kaupi herlegheitin, því þótt
Straumsvíkurálverið sé of lítið fyrir
Alcan þá er það alveg mátulega stórt
fyrir Norðurál. Eða svo er okkur að
minnsta kosti sagt. Þá þarf hvorki að
byggja álver í Helguvík né stækka í
Straumsvík, og þá þarf ekki að spilla
helstu náttúrugersemum Reykja-
nessins með nýjum borholum og
vegalagningu og byggingu nýrra há-
spennumastra um þessa nátt-
úruperlu.
Eftir Ólaf Pál Jónsson ’Lausnin á álflensunni,sem stungið hefur sér
niður á SV-horninu, er
þá einfaldlega sú að Alcan
loki álverinu í Straumsvík
og Norðurál kaupi her-
legheitin …‘
Ólafur Páll Jónsson
Höfundur er lektor í heimspeki og
stjórnarmaður í Náttúruverndar-
samtökum Íslands.
Hvers vegna álver í Helguvík?