Morgunblaðið - 24.06.2006, Side 30

Morgunblaðið - 24.06.2006, Side 30
30 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI ÍSLENDINGADAGURINN í Gimli er haldinn fyrstu helgina í ágúst og er fjölsóttasta hátíð Manitoba. Fyrsta hátíð Íslendinga í Manitoba fór fram í Winnipeg 1890 og var hún haldin þar árlega til 1931 en síðan 1932 hefur Íslendingadagurinn verið haldinn í Gimli. Þetta mun vera næst elsta hátíð þjóðarbrots í Kanada á eftir árlegri írskri hátíð í Montreal. Undanfarin ár hafa um 40.000 til 60.000 manns sótt höfuðstað Nýja Ís- lands heim þessa helgi og gert er ráð fyrir svipuðum fjölda dagana 4.–7. ágúst í sumar. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti og segir formaður Íslendingadagsnefndar mikilvægt að íslensk arfleifð sé í há- vegum höfð. „Íslenskar konur er þema Íslend- ingadagsins í ár,“ segir Tami Schir- lie, sem er á fyrra ári sínu sem for- maður Íslendingadagsnefndar. „Erla Helgason Wankling er fjall- kona, Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, flytur minni Kanada og Constance Carol Magnusson verður fyrsta konan til að flytja minni Ís- lands.“ Skráð í gagnagrunninn Hjónin Tami og Gordon Schirlie heimsóttu Ísland um liðna helgi til að fylgjast með hátíðarhöldunum 17. júní. Þau tóku virkan þátt í dag- skránni í Reykjavík, hittu ráðamenn og fóru m.a. að Þingvöllum, Gullfossi og Geysi auk þess sem þau heim- sóttu Vesturfarasetrið á Hofsósi, Hóla og Glaumbæ í Skagafirði. „Það hefur margt breyst síðan ég kom hingað með fjölskyldunni 1977 og ferðamönnum hefur greinilega fjölg- að mikið á þessum söguslóðum,“ seg- ir Tami. „Hofsós er dásamlegur lítill staður og Valgeir Þorvaldsson sýndi mér meðal annars gagnagrunninn svo ég gæti aflað mér upplýsinga um sögu fjölskyldunnar. Þarna voru for- eldrar mínir skráðir og Tara systir en ekki ég. Við þessu var snarlega brugðist og mér opinberlega bætt í grunninn. Við nánari athugun kom í ljós að Valgeir er tengdur okkur.“ Tami segir ferðina hafa verið mjög gagnlega fyrir sig sem formann Ís- lendingadagsnefndar. Hún hafi feng- ið tækifæri til þess að fylgjast með sambærilegum hátíðarhöldum hér og eins hafi verið mikilvægt að bera saman bækur sínar við ráðamenn. „Svona heimsókn gerir ekki annað en að efla tengslin og styrkja. Ég hef alltaf verið mjög hreykin af því að vera af íslenskum ættum og heim- sóknin eykur þá ánægju sem því fylgir. Ég hafði aðeins séð Ísland með barnsaugum og því var sér- staklega gaman að koma aftur og rifja upp minningarnar.“ Nánast allir af íslenskum ættum í Manitoba tengjast Íslendingadeg- inum á einn eða annan hátt – ýmist sem gestir eða þátttakendur í skipu- lagningu og dagskrá. Í því sambandi má nefna að 1984 var Erla Macaulay fjallkona og systurnar Tami Mia Jakobson og Tara Maria Jakobson hirðmeyjar hennar. Nú rúmlega 20 árum síðar hefur Tami sest í ann- an stól í Gimli. Fyrir 60 árum var Steindor Jak- obson formaður Íslendingadags- nefndar og Brian L. Jakobson, sonur hans gegndi starfinu 1972. Tami er dóttir hans og því sú þriðja í fjöl- skyldunni til að stjórna Íslend- ingadagshátíðinni. „Afi var formaður 1946 til 1948, pabbi tók við keflinu um 25 árum síðar og nú gegni ég sama hlutverki. Það er skemmti- legt.“ Íslendingadagurinn helg- aður íslenskum konum Konur verða í sviðsljósinu á Íslendingadagshátíð- inni í Gimli í Kanada í sumar. Kona er formaður Íslendingadagsnefndar, fjallkonan verður á sínum stað, kona flytur minni Kanada og í fyrsta sinn flytur kona minni Íslands. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Tami Schirlie, konuna sem ber ábyrgð á þessu. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Í Alþingishúsinu. Hjónin Gordon og Tami Schirlie með Sólveigu Péturs- dóttur, forseta Alþingis, og Richard Tetu, sendiherra Kanada á Íslandi. KANADAMENN af íslenskum ættum halda gjarnan 17. júní há- tíðlegan og hátíðahöldin í Winni- peg minna um margt á þjóðhá- tíðardagskrána í Reykjavík. Blómvöndur er lagður að styttu Jóns Sigurðssonar í báðum til- vikum, fjallkonan flytur þar ávarp og forsætisráðherra held- ur ræðu við styttuna í Reykjavík en fylkisstjóri Manitoba við styttuna framan við þinghúsið í Winnipeg. Jón Sigurðsson-kvennadeild IODE (Imperial Order Daugt- hers of the Empire) og Íslend- ingafélagið Frón í Winnipeg hafa skipulagt hátíðahöldin 17. júní í Winnipeg um árabil og Atli Ás- mundsson, aðalræðismaður Ís- lands í Winnipeg, hefur lagt mik- ið af mörkum til þessara mála eins og annarra viðkomandi tengslum Kanada og Íslands síð- an hann tók til starfa vestra. Að þessu sinni var jafnframt haldið upp á 90 ára afmæli kvenfélags- ins og sóttu 320 manns afmæl- iskvöldverð á Fort Garry- hótelinu í miðborginni. Eins og undanfarin ár var tón- listarfólk áberandi í hátíðahöld- unum og að þessu sinni skemmtu Valdine Anderson, Kerrine Wil- son, Eric Wilson, Thelma Wilson og Strandamannakórinn. John Harvard fylkisstjóri hélt tölu við styttuna. Peter Bjorns- son, menntamálaráðherra Mani- toba, flutti ávarp fyrir hönd fylk- isstjórnarinnar og Erla Helgason Wankling fjallkona lagði blóm- sveig að styttunni og ávarpaði gesti. Gunnur Ísfeld stjórnaði viðburðunum, jafnt við styttuna sem í veislunni, og eiginmaður hennar, Ingþór Ísfeld, blessaði viðstadda. Vilja beint flug Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, var sérstakur gestur og flutti hátíðarræðu. Beint flug milli Íslands og Winnipeg eða Ís- lands og Kanada hefur verið of- arlega í huga margra vestra und- anfarin ár en for- stjórinn fór ekki inn á þær brautir í ræðu sinni. Jo- hanna Gudrun Skaptason var helsta hvatakonan að stofnun kven- félagsins og dóttir hennar, Johanna Wilson, hefur verið félagi í 60 ár og lengi í forystusveit- inni. Konurnar hafa verið mjög duglegar við að styrkja hin ýmsu málefni og eru þekktar fyrir að fá sinu framgengt. Í kvöldverð- arboðinu flutti Neil Bardal, einn helsti þungavigtarmaðurinn í ís- lensk-kanadíska samfélaginu um árabil, ræðu til heiðurs kven- félaginu og þakkaði Johanna Wilson honum fyrir góð orð. Hún notaði tækifærið og sagðist vona að Jón Karl Ólafsson hæfi beint flug til Winnipeg. „Ég hef oft heimsótt Ísland og beint flug myndi vissulega gera mér auðveld- ara fyrir,“ sagði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Ljósmynd/Linda Collette Tim Arnason, fyrrverandi formaður Íslendingadagsnefndar, leiðir fjallkonuna Erlu Helgason Wankling frá þinghúsinu að styttu Jóns Sigurðssonar. Fyrir aftan þau er John Harvard, fylkisstjóri Mani- toba, og fyrir aftan hann Peter Bjornsson, menntamálaráðherra Manitoba, og Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg. Fjölmenn afmælishátíð í Winnipeg Ljósmynd/David Jón Fuller Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, flytur ávarp sitt við styttu Jóns Sigurðssonar framan við þinghúsið í Winnipeg í Manitoba í Kanada. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ljósmynd/Linda Collette Neil Bardal flytur erindi sitt. VÖLUNDUR Þorbjörnsson og Daja Kjart- ansdóttir buðu félögum í Íslendingafélög- unum í Ottawa og Montreal og öðrum, sem vildu halda upp á 17. júní, í mótttöku á heim- ili sínu í Perth við Mississippivatn í Ontario og mættu um 50 manns. Markús Örn Antonsson, sendiherra Íslands í Kanada, og David R.Franklin, ræðismaður í Montreal, fluttu erindi, boðið var upp á báts- ferðir, íslenskar kindur voru til sýnis og gangur íslenska hestsins var sýndur auk þess sem viðstaddir fengu að fara á bak. Hápunkturinn var þegar fjórir knapar riðu ákveðna vegalengd á mikilli ferð. Hver þeirra hélt á fullu kampavínsglasi alla leiðina og fór ekki dropi niður, að sögn Lou How- ards, formanns Vina Íslands, Íslendinga- félagsins í Ottawa. Ekki dropi fór niður í Ontario Ljósmynd/Markús Örn Antonsson Völundur Þorbjörnsson með Agnesi dóttur sinni í þjóðhátíðarveislunni. ÍSLENDINGAFÉLÖGIN í Calgary, Edmon- ton og Markerville sameinast um hátíð í til- efni þjóðhátíðardagsins ár hvert. Þessi fjöl- skylduhátíð félaganna í Alberta fer fram í Markerville og er gjarnan vel sótt. Að þessu sinni mættu um 400 manns. Fjölmenni í Markerville Ljósmynd/Gwen Mann Á hátíðinni í Markerville var Julie Sopher krýnd fjallkona Alberta 2006.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.