Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 37
Þingholtsstræti ásamt fjölskyldu sinni. Þar náði hann ekki upp fyrir búðarborðið en tókst að heilla af- greiðslustúlkurnar, þar sem hann brosti svo skein í spékoppana, þann- ig að þær gáfu honum rúsínupoka. Þennan sjarma bar hann alla tíð. Hann náði að heilla aðra í kring um sig með sinni alúðlegu kímni. Þegar hann mætti á staðinn var ekki annað hægt en að brosa móti einlægu brosi hans. Mikið fjör var á æskuheimili Inga þar sem strákarnir voru þrír og nutu þess að fljúgast á í góðu gamni á dív- an. Þar hló hann manna mest. Þröngt var jafnan í búi og bjó fjöl- skyldan oft í einu herbergi í sátt og samlyndi. Hann kynntist sveitarlífi á Egilsstöðum á Vatnsnesi hjá góðu fólki og var þar þrjú sumur en það átti ekki fyrir honum að liggja að verða landkrabbi. Hann missti föður sinn rétt innan við fermingu og hóf ungur að draga björg í bú. Ingi var þrettán ára þegar hann fór til sjós og var hjálparkokkur á Súðinni. Sjórinn var hans líf og yndi. Hann var vel lið- inn og þótti mönnum gott að vera með honum í skipsrými. Hann og bróðir hans Tómas fóru báðir í Sjó- mannaskólann og var fjölskyldan mjög stolt af þeim og urðu þeir báðir afbragðs verkmenn. Þeir giftust báð- ir stúlkum frá Vestmannaeyjum og þar með eyjunum um leið. Síðast þegar við sáum Inga átti hann óhægt um gang og gekk við göngugrind en hún stoppaði hann ekki í því að gera örlítið grín að til- verunni og fá okkur til að hlæja. Af einlægni þökkum við samfylgdina og óskum honum góðrar siglingar á himinslóðum. Hann er þar ekki einn á báti heldur í góðum hópi systkina sinna og foreldra. Við vottum Stínu og fjölskyldu hans innilega samúð og biðjum Guð að vera með honum. Við kveðjum Inga og óskum honum góðrar ferðar út í blámann þar sem himinfley sigla. Ragnheiður Guðmunds- dóttir, Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir. Guðmundur Ingi Guðmundsson var um margt einstakur maður. Harður og ákveðinn hugmaður, dug- legur og fylginn sér en samt var hann ákaflega mikið gæðablóð og einstakt göfugmenni. Hann gat verið harður í horn að taka ef því var að skipta en hjarta hans var einstaklega hlýtt og örlátt. Guðmundur Ingi fæddist ekki með gullskeið í munni og óhætt er að segja að hann hafi af eigin rammleik og dugnaði komist til efna. Hann hóf á unglingsaldri að stunda sjó- mennsku á síðutogurum til að sjá sér farborða og frá þeim tíma var sjó- mennskan starfsvettvangur hans. Hann menntaði sig til skipstjórnar og var fljótur að sanna sig á þeim vettvangi. Kappsemi, áræði og dugn- aður voru einkennandi fyrir Inga í starfi hans og þessir eiginleikar, í bland við góða lund hans og ljúf- mennsku, urðu til þess að hann kom ár sinni vel fyrir borð í lífinu. Ég fékk að kynnast Guðmundi Inga bæði í einkalífi hans og starfi og má segja að frá fyrsta degi hafi aldr- ei borið skugga á okkar samskipti þó stundum hafi brælt á miðunum og skin og skúrir hafi skipst á í lífinu. Hann var ávallt eins og klettur í haf- inu. Það pusaðist yfir hann í öldu- rótinu en ekkert haggaði bjargfest- unni og viðmót hans breyttist ekki hvað sem á dundi. Guðmundur Ingi var lengst af starfsferli sínum skipstjóri á Hugin VE. Hann hóf útgerð báts með því nafni í félagi við Óskar Sigurðsson en keypti síðan hlut Óskars og gerði einn út frá þeim tíma og hefur lengst af verið kenndur við þá útgerð og þekktur sem Ingi á Hugin. Guðmundur Ingi var aflakló en enginn verður aflakló án dugnaðar, ósérhlífni og áræðis í bland við skyn- semi og heppni. Allt þetta hafði Guð- mundur Ingi til að bera. Hann var einnig einstakur hugmaður sem vildi sjá hlutina gerast hratt og örugglega og þolinmæði var ekki alltaf hans sterkasta hlið. Inga lét það illa að sjá bát sinn bundinn við bryggju. Það var eitur í hans beinum enda vissi hann sem var, og sagði oft, að ekkert fiskaðist í dallinn meðan hann lægi í höfn. Það var því yfirleitt ekki langt stoppið milli úthalda á Hugin. Skipt var af trolli yfir á nót, og öfugt, með hraði og Ingi rak á eftir verkinu með harðri hendi. Allt fannst honum seint ganga og það brást ekki að Ingi heyrði alltaf miklar aflafréttir af miðunum þegar verið var að skipta á milli. „Þetta er nú meira andskotans drollið. Ég skil bara ekki hvaða voða- legan tíma þetta getur tekið hjá þessum sauðum,“ er setning sem féll nánast í hvert skipti sem verið var að standsetja og svo fylgdi á eftir hans einstaki óþolinmæðiblástur, en síðan komu frásagnir af bullandi fiskiríi á miðunum. Ingi var yfirleitt búinn að fylla tvisvar, landa og selja aflann áð- ur en haldið var á miðin, svo mikill var hugurinn. Um leið og búið var að sleppa og báturinn kominn af stað var stress- inu lokið, hvort sem Ingi var um borð eða í landi. Þá var brosað með öllu andlitinu, augun pírð og slegið á létta strengi. Þó að Ingi þyldi illa að stoppa í landi við standsetningar lengur en nauðsyn krafði, þá var hann ekki þeirrar gerðar að hanga á hafi í bræl- um. Þá var siglt til næstu hafnar, slegið á létta strengi með áhöfninni og ekki vaðið út á ný fyrr en lægði og oft á tíðum skilaði það betri árangri og Ingi var fljótari að fylla heldur en þeir sem héldu sjó úti í brælunni. Ingi var einstaklega skemmtileg- ur og góður skipstjóri. Hann hafði góða stjórn á öllu um borð og naut virðingar en var samt góður félagi allra. Hann gat blásið hressilega, enda slíkt stundum nauðsynlegt til sjós, og oft skammaði hann „sauð- ina“ út um brúargluggann og skellti honum síðan upp en yfirleitt leið ekki langur tími þar til brosandi andlitið birtist í glugganum á ný. Ingi gat verið kraftfiskari og ef tregt var á loðnumiðunum hikaði hann ekki við að kasta trekk í trekk, þótt torfurnar væru ekki stórar. Það var kastað á hverja peðru sem á asdikið kom, því hann sagði að það fengist ekki í dall- inn nema að veiðarfærum væri dýft í sjó. Guðmundur Ingi var einstakt ljúf- menni sem ekkert mátti aumt sjá. Þótt yfirborðið gæti stundum virkað hrjúft þá var hjarta hans einstaklega hlýtt og góðmennska og örlæti voru stór partur af hans persónuleika. Guðmundur Ingi rétti mörgum hjálparhönd gegnum tíðina. Honum var tamt að „splæsa“ þar sem hann var, borga reikninginn fyrir hópinn, og brosa sínu breiðasta um leið. Ör- lætið var honum í blóð borið og sam- ferðamenn hans hafa margir ekki farið varhluta af því. Síðustu árin hafa verið Guðmundi Inga erfið. Það var erfitt fyrir þenn- an hrausta og vörpulega mann að þurfa að sætta sig við það að park- insonsveikin drægi smám saman máttinn úr honum bæði líkamlega og andlega. Hann tók örlögum sínum þó af æðruleysi og með reisn eins og hans var von og vísa og hugurinn var alltaf á sínum stað, við sjóinn og fisk- iríið. Með Guðmundi Inga er genginn einn af þeim dugnaðarforkum sem með áræði sínu, hug og krafti gerðu Vestmannaeyjar að því kraftmikla og öfluga bæjarfélagi sem það var. Hann er einn af þeim mönnum sem áttu sinn stóra þátt í að byggja það blómlega samfélag sem varð til í Vestmannaeyjum. Guðmundur Ingi hefur nú siglt í sinn síðasta túr. Hann lagði úr höfn í Eyjum í síðustu viku, tilbúinn í sigl- inguna og fiskiríið á sjó eilífðarinnar. Þar er hann líklega kominn á enn nýjan Hugin, með pírð augu bros- andi í brúarglugganum og kannski hljómar Rivers of Babylon með Bo- ney M. í græjunum í brúnni. Án efa er Ingi farinn að kasta á hverja þá peðru sem á asdikið kemur, því það verður eflaust einnig að „berja á því“ á eilífðarsjónum ef afli á að fást. Ég þakka Guðmundi Inga sam- fylgdina og bið Guð að gæta hans á víðáttusjó eilífðarinnar. Stínu og öðr- um ástvinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðmundar Inga Guðmundssonar. Grímur Gíslason. Kröftugur, orðvar, traustur, hlýr, góður félagi og góður skipstjóri er yfirskrift minningar Inga. Ekki má gleyma miklum og góðum hæfileik- um hans sem útgerðarmanns. Þann- ig vil ég muna vinn minn Inga á Hug- in, eins og hann var kallaður í daglegu lífi, sem kvaddur er í dag hinstu kveðju. Frá fyrstu tíð var hann ábyrgur útgerðarmaður sem markaði sína stefnu sjálfur og óstuddur. Hann var lífsglaður maður og mikil gleðigjafi, unnandi þess góða og hvetjandi alls þess sem færa mátti til betri vegar og hagsældar fyrir aðra. Á árunum í kringum 1974 hóf ég að vinna við rekstur í útgerðinni hjá Inga á Hugin og vann ég fyrir hann í yfir tuttugu ár. Það var gott að starfa þannig eins og framlengdur armur Inga. Það var allt mjög ákveðið sem hann bað mig að gera og hann vann mjög ötullega að öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hikaði ekki við að takast á við „kerfið“ á þessum árum er hann vildi endur- nýja skipið sitt. Hvað sem á gekk var það að einkenni hans að alltaf tókst honum að vinna sig í gegnum þær kröppu öldur sem dundu á útgerð- armönnum við þær aðstæður sem þá var að glíma við. Þegar synir hans uxu úr grasi og vildu fara að stjórna skipinu sem hann hafði alltaf verið skipstjóri á tók Ingi bara gamlan bát á leigu og lagði sín net eftir eigin höfði. Hann var mikil nótamaður, en netin áttu huga hans allan. Þegar hann var á loðnu og í góðu fiskiríi spurði hann alltaf hvað væri að frétta af netabát- unum. Ingi á Hugin var að störfum sem skipstjóri þar til hann var komin á sjötugsaldurinn og eftir það var hann með hugann allan við sjóinn þótt hann væri bundinn í landi. Við þessi skil í lífi fjölskyldunnar votta ég frænku minni, Kristínu, og ástvinum öllum innilegustu samúð mína vegna fráfalls Inga. Mér er of- arlega í huga sú mikla sigling sem alla tíð var á honum í gegnum lífið og lífsins ólgusjó. Hann var ósérhlífinn og harður sjósóknari og varð mikill Eyjamaður strax eftir að hann flutti hingað til Vestmannaeyja. Og nú er hann í höfn við strendur eilífðar- landsins. Þá kalla ég fram þá mynd sem kemur fram í sálmi Valdimars V. Snævarr af hinum hugumstóra sæfaranda sem hefst á hendingunni „Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni“, en endar á kveðju til hafsins: Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn, vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. Kæri vinur, Ingi á Hugin, hvíl þú í friði frelsara þíns. Magnús Kristinsson. Í janúar 1955 kom ungur mynd- arlegur maður á vetrarvertíð í Eyj- um. Var hann ráðinn sem stýrimaður á Jötun VE 273 sem var hefðbundinn vertíðarbátur á þeim tíma, þessi maður var Guðmundur Ingi Guð- mundsson. Þú áttir ekki miklar ver- aldlegar eigur en hafðir kraftinn, dugnaðinn og áræðið og varst reynd- ar togarajaxl á þeim tíma frá 15 ára aldri (þorskveiðar við Grænland þar sem saltað var um borð og gátu þess- ir túrar staðið í allt að þrjá mánuði) en nú var Skipstjóra- og stýrimanna- skólinn í Reykjavík að baki. Þetta var mikill happadagur fyrir Eyjar eins og tíminn hefur leitt í ljós. Fljót- lega eftir að þú komst fellduð þið hugi saman þú og Stína systir og það var stutt í það að þú værir kominn inn í hópinn í Þingholti og féllst þar eins og flís við rass í fjölskyldulífinu þar sem sjómennskan var stórmál. Ingi varð fljótlega skipstjóri og fórst það vel úr hendi, var fiskinn, fór vel með veiðarfæri og hélst vel á mannskap. Hinn 22. okt. 1959 byrjaði Ingi í útgerð með Óskari Sig., Hvassafelli. Þetta var 60 brl. eikarbátur og var nefndur Huginn VE 55. Þetta haust veiddist síld í höfninni og á grunn- slóð kringum Eyjar og voru notaðar mjög grunnar nætur. Ég sem þetta skrifa var stýrimaður hjá þér þessa fyrstu róðra. Við fórum til Hafnar- fjarðar með fullfermi og man ég að þegar við nálguðumst Reykjanesið þurftum við að hreinsa út af dekkinu vegna veðurs en að öðru leyti var allt í lagi. Árið 1964 kom nýr Huginn, stál- skip byggt í Þrándheimi í Noregi. Það var bjart yfir þegar þú komst með nýja skipið til Eyja. Ég var þá með gamla Hugin og við lágum í að- gerð á Víkinni með fullt dekk af þorski og ýsu. Síðan komu tvö ný skip og það verður að segjast að það var misjafnlega bjart yfir, síldar- leysi, miklar breytingar á gjaldeyri og of lítið hráefnisverð. Þegar nýjasti Huginn, sem er eitt glæsilegasta uppsjávarveiðiskip Ís- lendinga, kom frá Chile var dollarinn allt í einu kominn langleiðina í 110 kr. og fáar bankastofnanir vildu koma nálægt fjármögnun. Sagt er að eplið falli ekki langt frá eikinni og það sýndu synir þínir svo sannarlega þegar þeir tóku barátt- una um að halda skipinu í Eyjum. Hafa þeir fiskað afbragðsvel og stýrt öllu af skynsemi. Veit ég vel að það var ekki allra að gera þetta. Þú byrjaðir snemma í golfi og þeg- ar þú varst í landi þá var ekkert gefið eftir, gott veður, rigning eða rok, það breytti engu. Þú áttir góða vini þar og veit ég að það var erfitt fyrir þig þegar þú varðst að hætta. Einnig varst þú heiðursfélagi í Akóges í Eyjum og undir þér vel í þeim fé- lagsskap. Við Svava þökkum fyrir öll árin sem við áttum með ykkur Stínu. Við giftum okkur saman, bjuggum hlið við hlið í tugi ára, börnin okkar uxu upp til þroska og alltaf var sami vin- skapurinn. Svo er sumt sem maður talar ekki um eins og eftir brúð- kaupsveisluna þegar Stína og Svava voru að vaska upp og taka til og við vinirnir tókum smá gönguferð út í kvöldkyrrðina. En þá vildi ekki betur til en það var ball í Höllinni sem byrj- aði um miðnætti. Við kíktum aðeins inn og það var svo gaman að við gleymdum okkur og komum svo heim í morgunsárið. Það munaði ekki miklu að þetta yrðu stystu hjónabönd í Eyjum, en allt reddaðist þetta og hefur haldið. Ingi, þú munt alltaf lifa í minningu okkar Svövu eins og þegar þú varst ungur og sterkur. Megir þú hvíla í friði. Nú þegar við hjónin kveðjum góð- an vin, megi guð vera með ykkur, elsku Stína, börn og barnabörn. Sævald. Miðvikudaginn 14. júní sl. lést Guðmundur Ingi Guðmundsson, skipstjóri, útgerðarmaður og golfari, eftir erfið veikindi á sjúkrahúsinu hér í Eyjum. Með Inga, eins og hann var alltaf kallaður, er fallinn frá sterkur per- sónuleiki en ljúfur var hann og bros- ið í augum hans bræddi alla. Ingi var mikill atorkumaður á öllum sviðum og gerði ekkert með neinum silki- hönskum og þegar á þurfti að halda þá var tekið til hendinni og ekkert gert bara með annarri heldur báð- um. Duglegri og sæknari skipstjóra var varla hægt að finna í flotanum. Það var sama hvað Ingi tók sér fyrir hendur, það var alltaf gert af lífi og sál. Hann var mikill golfáhugamaður og gaf ekkert eftir á golfvellinum frekar en í sjósókninni og þó að heils- an hafi gefið sig fyrir nokkrum árum og hindrað hann í leik og starfi, þá gaf hann sig ekki fyrr en í lengstu lög, á golfvöllinn skyldi hann. Þegar við hjónin fluttum hingað til Eyja fyrir tæpum 20 árum þekktum við engan hér nema tvenn hjón, þau Stínu og Inga og Svövu og Sævald, bróður Stínu. Þá kom í ljós hversu mikils virði það er að þekkja gott fólk, en þau sáu til þess að við kynnt- umst skemmtilegu fólki og færum á rétta staði og pössuðu upp á okkur í einu og öllu þannig að með okkur tókst góð vinátta þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Elsku Ingi, nú er komið að kveðju- stund og viljum við þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast þér og Stínu þinni. Megi allir Guðs englar vaka yfir þér og lýsa þér leið. Elsku Stína, megi góður Guð styrkja þig og fjölskyldu þína í sorg ykkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Helga Guðjónsdóttir og Grímur Jón Grímsson. Kveðja frá Golfklúbbi Vestmannaeyja Með fáum orðum viljum við kveðja okkar góða félaga, Guðmund Inga Guðmundsson eða Inga á Hugin, eins og hann var alltaf kallaður af fé- lögum sínum. Ingi hefur verið félagi í Golfklúbbi Vestmannaeyja til margra ára og var hann í senn góður og skemmtilegur félagi á golfvellin- um og auk þess traustur bakhjarl og þægilegur að leita til er klúbbinn vantaði aðstoð við uppbyggingu á eða við golfvöllinn. Ingi hefur tekist á við erfið veikindi undanfarin ár en þrátt fyrir það stundaði hann golfið og heimsótti félaga sína á golfvell- inum. Við sendum eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Minningin um góð- an félaga lifir. F.h. Golfklúbbs Vestmannaeyja, Helgi Bragason, formaður. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 37 MINNINGAR  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Inga Guðmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Akóges, Vestmannaeyjum, Friðrik Ingi Ósk- arsson, Hallgrímur Júlíusson, Árni Johnsen, Páll Sigurgeir, Herdís og fjölskylda og Þórarinn Sigurðsson. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.