Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fyrir tíu eða tuttugu árum var for- skeytið skyndi- oft notað til þess að lýsa einhverju sem gat orðið til á tíu mín- útum, eins og skyndibiti. Í dag er það enn skjótara, og merkir tímann sem það tekur mann að verða ástfanginn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið passar yfirleitt upp á að miðla hamingjuóskum, velja kort með gjöfum og hjálpa til við eldamennskuna. Í dag á það eftir að finna til stolts yfir því. Smá- vægilegu hlutirnir eru óendanlega mik- ilvægir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Himintunglin leiða náttúrulega hæfi- leika tvíburans í ljós, það er að segja ef hann velur sér rétt umhverfi þar sem hann getur leitt þá í ljós. Taktu stefn- una á menningarlegar og háfleygar samræður og samskipti sem vekja að- dáun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vissan hefur sinn stað og sína stund, en þú gætir líka eytt deginum í það að vera fyllilega og yndislega óákveðinn. Það er líka í lagi. Áður en þú ákveður hvert þú ætlar að stefna, skaltu kanna hvernig öðrum sem hafa gert hið sama vegnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er engu líkara en að jafnaldrar þín- ir séu miklu eldri en þú og að þú sért bara barn í fullorðinsgervi. Ástæðan er sú að þinn skapandi andi er barn. Bog- maður er heppilegur leikfélagi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hvort sem um er að ræða ramma, hug- myndafræði eða rúnstykki er kominn tími til að hugsa lengra. Hrútur hjálpar til við að riðla fyrirframgefnum hug- myndum. Ekki taka heimspeki nokkurs af kreddufestu, sérstaklega ekki þinni eigin. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Meyjan deilir, gefur gjafir og sýnir rausnarskap. Hafðu bakvið eyrað að framsetningin er lykilatriði. Verðmætið ræður ekki úrslitum, heldur hugurinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Vinir þínir taka kannski feil á þér og meðferðarsérfræðingnum sínum. Þú þarft að setja mörkin einhvers staðar, annars sogast orka þín inn í tómarúm óleysanlegra vandamála. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Kannski er erfitt að lesa á klukku með því að fylgja stóra vísinum, en það sem ræður úrslitum um dagana gerist á ör- fáum, ljúffengum augnablikum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Meginviðfangsefni steingeitarinnar er hvernig hún á að fara að því að fá meiri tekjur á minni tíma. Það veltur minna á skilvirkni en því að velja verkefni sem láta hana gleyma hvað tímanum líður. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fjöldi getur bæði merkt öryggi og styrk. Vandinn felst í því að láta alla vera einhuga um sameiginlegt mark- mið. Ef einhver getur það, getur þú það. Byrjaðu á einhverjum í vogarmerki. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er sanngjarn, eins og venju- lega, en ættingi er þrjóskur (og eilítið klikkaður). Það hefur ekkert upp á sig að berjast. Leyfðu viðkomandi að vinna. Ef fólk hættir að streitast á móti, róast hann niður. Stjörnuspá Holiday Mathis Nýtt tungl í krabba minnir okkur á ótrúlegan mátt til- finninganna, ekki síst ef manni tekst að ná stjórn á þeim. Ef mað- ur beinir hugsunum sínum varlega að hugmyndum sem vekja ást, eftirvænt- ingu, ríkidæmi, heppni og frelsi innra með manni getur maður vanið sig á það. Lærðu að þekkja tilfinningar þínar og að miðla þeim. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ástúð, 4 lækk- ar, 7 flýtinn, 8 róleg, 9 beita, 11 bára, 13 ótta, 14 þoli, 15 vers, 17 kögur, 20 frostskemmd, 22 skyn- færin, 23 ysta brún, 24 blundar, 25 flóns. Lóðrétt | 1hreyfast hægt, 2 fastheldni, 3 kven- mannsnafn, 4 bráðum, 5 viðfelldin, 6 úrkomu, 10 æla, 12 vesæl, 13 blóm, 15 tjón, 16 nemur, 18 skjögrar, 19 gamla, 20 röskur, 21 rándýr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 prinsessa, 8 sækir, 9 daman, 10 róa, 11 kerra, 13 rausn, 15 hlass, 18 hluti, 21 pár, 22 gripu, 23 eldur, 24 sannindin. Lóðrétt: 2 ríkur, 3 narra, 4 endar, 5 summu, 6 ósek, 7 un- un, 12 rós, 14 afl, 15 hagl, 16 aðila, 17 spurn, 18 hrein, 19 undri, 20 iðra.  Tónlist Austurland | Jasshátíð Egilsstaða á Austurlandi. Elsta jasshátíð landsins er með glæsilega dagskrá eins og vant er. www.jea.is Hamrar, Ísafirði | Tónlistarhátíðin og masterklassarnir Við Djúpið fara fram dagana 20.–25. júní á Ísafirði. Jómfrúin | Fjölþjóðasveitin Narodna Musika leikur á Jómfrúnni kl. 16–18, tón- list frá Búlgaríu, Tyrklandi og Grikklandi. Reykholtskirkja | Friðrik Vignir Stef- ánsson heldur fyrstu tónleikana af sjö í orgeltónleikaröð sumarsins sem haldnir verða á vegum kirkjunnar og FÍO kl. 17. Vágar – Færeyjum | Hljómsveitin Land & synir spila á Jónsmessuhátíð í Færeyjum. Sjá: á www.joansokufestivalurin.com Vélsmiðjan Akureyri | Brimkló leikur í kvöld. Myndlist 101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýn- ir til 22. júlí. Opið fimmtudaga, föstudaga og laugadaga frá 14–17. Anima gallerí | Erla Þórarinsdóttir, Dæld- ir og duldir. Til 25. júní. Aurum | Íslenskt Clip Art er útskrift- arverkefni Sólar Hrafnsdóttur en það eru teikningar á tölvutæku formi sem allar tengjast íslenskum veruleika, íslenskri sögu eða íslenskum hefðum. Byggðasafnið á Garðskaga | Vaddý (Val- gerður Ingólfsdóttir) heldur málverkasýn- ingu til 30. júní nk. Á sýningunni verða akríl-, vatnslita-, olíu- og pastelmyndir málaðar eingöngu eftir íslenskum fyr- irmyndum. Café Karólína | Sunna Sigfríðardóttir. Myndirnar eru af blómum allar unnar með bleki á pappír. Til 30. júní. Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Rey- nomatic-myndir, nærmyndir af nátt- úrunni, einstakar ljósmyndir unnar á striga. Skartgripir fjallkonunnar sem vak- ið hafa mikla athygli. Opið frá kl. 9–23.30 alla daga út júlímánuð. DaLí gallerí | Sigurður Árni Sigurðsson, myndlistarmaður, sýnir í nýju galleríi á Akureyri, DaLí gallerýi, Brekkugötu 9, Ak- ureyri. Sýningin stendur yfir til 9. júlí. Energia | Sandra María Sigurðardóttir – Málverkasýningin moments stendur yfir. Viðfangsefni sýningarinnar er mann- eskjan. Til 30. júní. Gallerí Sævars Karls | Reiter sýnir um 20 myndverk sem hann hefur málað und- ir hughrifum frá Íslandsferð fyrir einu og hálfu ári. Til 5. júlí. Gallerí Úlfur | Nú stendur yfir sýning Fjölnis Bragasonar „Úlfur, Úlfur“ og stendur hún út júní. Opnunartími er 14–18 virka daga. Gallery Turpentine | Þáliðin Nútíð – Hlaðgerður Íris Björnsdóttir sýnir olíu- málverk. Sýningunni lýkur mánudaginn 26. júní og þann dag verður galleríið opið til kl. 18. Gerðuberg | Guðjón Stefán Kristinsson – Sagnir og seiðmenn. Á sýningunni er að finna verk úr rekaviði og vegghleðslu úr grjóti og gleri. Ketill Larsen – Andblær frá öðrum heimi. Ketill sýnir ævintýraleg landslagsmálverk. Jón Ólafsson – Kvunn- dagsfólk. Portrettmyndir málaðar með akríllitum. Sjá www.gerduberg.is Til 30. júní. Hafnarborg | Sýning á ljósmyndum og málverkum norska listmálarans og ljós- myndarans Patriks Huse til 3. júlí. Mynd- höggvarar eru kynntir sérstaklega í Hafn- arborg í samstarfi við Myndhöggvarafélagð í Reykjavík. Sólveig Baldursdóttir sýnir eitt skúlptúrverk unn- ið í Marmara Rosso Verona. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadótt- ir sýnir í forkirkju Hallgrímskirkju. Sýn- ingin er í samvinnu við Listasafn Háskóla Íslands. Til 26. ágúst. Hrafnista Hafnarfirði | Ósk Guðmunds- dóttir sýnir handverk og málun í Menn- ingarsal til 15. ágúst. Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson, (iló) Berja- landi, Kjós með málverkasýningu. Opið í sumar, alla daga kl. 12–20. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýn- ingunni er einstakt úrval næfistaverka í eigu hjónanna Áslaugar G. Harðardóttur og Jóns Hákonar Magnússonar. Meðal listamanna má nefna Ísleif Konráðsson, Þórð frá Dagverðará, Stórval og Kötu saumakonu. Til 31. júlí. Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir sýnir teikningar frá tveimur námskeiðum árin 1953 og 1998. Kirkjuhvoll Akranesi | Sossa Björns- dóttir sýnir olíumálverk í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Verkin sem Sossa sýnir nú eru unnin síðastliðið ár og flest öll á vinnustofu hennar í Kaupmanna- höfn. Opið alla daga nema mán. kl. 15–18. Sýningunni lýkur 2. júlí. Listasafn ASÍ | Huginn Þór Arason og Unnar Örn Auðarson sýna í Listasafni ASÍ. List er ekki spegill – list er hamar. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 25. júní. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafn Íslands | Síðasta sýningarhelgi á sýningum Birgis Andréssonar og Stein- gríms Eyfjörð. Leiðsögn um báðar sýn- ingarnar á sunnudaginn 25. júní kl. 14 í fylgd Rakelar Pétursdóttur. Sýningarskrár um sýningarnar eru á tilboðsverði í Safn- búð Listasafnsins meðan á sýningum stendur. Ókeypis aðgangur. Kaffitár í kaffistofu. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yf- irlitssýning á verkum Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal. Unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Safnbúð og kaffistofa. Til 3. júlí. Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn tvinnaður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill sýnir verk sem spannar sviðið frá tví- víðum hlutum í skúlptúra og innsetningar. Í hópnum eru listamennirnir Amy Ba- rillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sig- urðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras San- tos, Patricia Tinajero Baker og Tsehai Johnson. Til 31. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ás- mundarsafns, sem sýnir með hvaða hætti listamaðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn- ing á listaverkum sem voru valin vegna úthlutunar listaverkaverðlaunanna Carne- gie Art Award árið 2006. Sýningin end- urspeglar brot af því helsta í norrænni samtímalist en meðal sýnenda eru fjórir íslenskir listamenn, meðal annars listmál- arinn Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun þetta árið. Til 20. ágúst. Erró – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós þær nýjustu frá síð- astliðnu ári. Við vinnslu málverka sinna gerir Erró samklipp, þar sem hann klippir og límir saman myndir sem hann hefur sankað að sér úr prentmiðlum samtím- ans. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bók- ar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem fagurfræði er höfð að leiðarljósi við val verkanna og hefðbundin listasöguleg viðmið látin víkja fyrir samhljómi þeirra. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýningunni sem spannar tímabilið Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.