Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 51 Sími - 551 9000 eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM LEITIÐ SANNLEIKANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ? YFIR 47.000 GESTIR! Just My Luck kl. 3, 5.40, 8 og 10.20 RV kl. 3 og 5.50 The Omen kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Take The Lead kl. 8 og 10.30 Da Vinci Code kl. 3, 6 og 9 B.i. 14 ára Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 3 og 6 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó? eee S.V. MBL. Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen ! Yfir 51.000 gestir! SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? Sýnd kl. 2 og 4 B.i. 12 ára Sýnd kl. 3:40, 5:45, 8 og 10:20 Sýnd kl. 2 ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 4 ÍSLENSKT TAL Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU Sýnd kl. 2 ÍSLENSKT TAL SVAKALEG HROLLVEKJA SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA! HVAÐ GERIST EF LEIKURINN SEM ÞÚ ERT AÐ SPILA FER AÐ SPILA MEÐ ÞIG. Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára -bara lúxus eee L.I.B.Topp5.is eee H.J. Mbl. eee DÖJ, Kvikmyndir.com 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 B.i. 14 ára HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ BRUCE WILLIS FRÁ LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MYNDANNA. ÞAÐ er ekki heiglum hent að blanda saman jafn göróttum og vand- meðförnum hráefnum og gríni og hrollvekju svo úr verði áhorfanleg skemmtun. Leikstjóranum og hand- ritshöfundinum Gumm hefur tekist ósköpin og útkoman er yfirgengileg- asta suddafyndni ársins. Slither gerist í friðsælum sveitabæ í landbúnaðarhéraði í Bandaríkjunum, fyrirmyndarsam- félagi þar sem mönnum er annt um nágrannann og tíminn líður hjá í mikilli spekt. Þá gerist það eitt logn- vært sumarkvöld að loftsteinn fellur til jarðar í útjaðri þorpsins. Á sama tíma er Starla (Banks), undurfríð og ofurgóð eiginkona Grants (Rooker), harðjaxlsins í þorpinu, ekki alveg í stuði til að veita bónda sínum fulla þjónustu, svo hann rýkur út á barinn til að drekkja ósvöluðum fýsnum í bourbonflóði. Þar er einnig til staðar kvenmannskind, tilbúin í slaginn, og halda þau uppveðruð út í skógarjað- arinn. Skógarferðin endar á annan veg en ætlað var, geimvera, sem býr í loftsteininum, ræðst á þau og hreiðrar um sig í líkömunum sem smám saman taka ófélegum stakka- skiptum og þau þyrstir í kjöt og rífa í sig allt sem að kjafti kemur. Gumm tekst kúnstin að fylla áhorfandann óhugnaði eina stundina en kæta hann hina, með óvæntum og meinfyndnum tilsvörum og uppá- tækjum í algjörri mótsögn við vís- indaskáldskapinn sem sækir í hrolla á borð við Alien og afturgöngurnar hans Georges A. Romeros. Gumm þarf á fimi línudansarans að halda til að halda áhuga áhorfandans vakandi og nýtur m.a. hjálpar frá aðalleik- urunum, Banks og Fillion, sem leik- ur löggæslumanninn á staðnum. Þau feta sig á aðdáunarverðan hátt í gegnum sýningartímann, hann sem hetjan knáa, hún sem hið ljósa og hjartahreina man, sólargeisli þorpsbúanna. Aukaleikararnir eru býsna skrautlegur hópur með Rooker í broddi fylkingar, en synd væri að segja að hann hafi beinlínis vaðið í umtalsverðum hlutverkum frá því hann sló í gegn sem fjöldamorðing- inn í Henry: Portrait of a Serial Kill- er (’86). Svipaða sögu er að segja af Gregg Henry, sem leikur bæj- arstjórann, ferill hans, frá því hann hljóp í skarðið fyrir Nick Nolte í sjónvarpsseríunni Gæfa og gjörvu- leiki (Rich Man, Poor Man (’76)), er ekki upp á marga fiskana. Hér skemmta þeir sér vel, og okkur í leiðinni. Slither er subbuleg, en hún nær að fanga athyglina og halda manni við efnið, sem er þeirrar gerðar að viðkvæmum sálum er ráðlagt að hugsa sig um tvisvar áður en þær ákveða miðakaup. Menn verða að hafa auga fyrir húmornum í hroð- anum og gefa því gaum að það er ekki verið að velta áhorfandanum upp úr soralegu ofbeldi, heldur kitla hláturtaugarnar. Á dálítið svörguls- legan hátt, að vísu. Groddasending úr geimnum KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: James Gunn. Aðalleikarar: Nathan Fillion, Elizabeth Banks, Gregg Henry, Michael Rooker. 96 mín. Banda- ríkin 2006. Slither  Í Slither er einhverja yfirgengilegustu suddafyndni ársins að finna. Sæbjörn Valdimarsson RAGNAR Jónasson og Sólveig Einarsdóttir opna sýninguna Blobby í Galleríi Vesturvegg í Skaftfelli í dag klukkan 17. Sýningin er í tengslum við listahátíðina Á seyði. Lista- mennirnir velta upp spurning- unni hvort heimurinn sé bráðn- andi ís sem enginn vill borða og hvort bráðnun íssins sé afleið- ing ofvaxtar sem tekur á sig mynd manna eins og Bobby Ewing úr Dallas. Menning | Sýningaropnun í Galleríi Vesturvegg Gróður- húsaáhrif, velmegun og ís Á sýningunni má sjá bráðnandi ís úr plastefni og hreinræktuð málverk. Hljómsveitin Sniglabandiðstendur fyrir bifhjólaballi á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll í kvöld. Í tilkynningu segir að sveitin sé að fagna sínu 21. starfsári, og til að fagna þeim áfanga er margt á prjónunum hjá hljómsveitinni. Nýr tvöfaldur geisladiskur RÚV-tops er vænt- anlegur innan tíðar, en á plötunni má heyra brot úr útvarpsþátt- unum „Sniglabandið í beinni“ á Rás 2, auk 17 nýlegra íslenskra dægurlaga sem samin voru í sam- starfi við hlustendur á þessu tímabili. Eitt þessara laga „Á hraða snigilsins“ er nú farið að heyrast á öldum ljósvakans. Húsið verður opnað klukkan 23 og aðgangseyrir er 1.000 krónur. Aldurstakmark miðast við 20 ár. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.