Morgunblaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 53
ÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
NÚ ER KOMIÐ
AÐ HENNI AÐ
SKORA
FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM"
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
eee
V.J.V.Topp5.is
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 12:15 - 1:30 - 3 - 5:30 - 8
CARS M/ENSKU TALI kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30
CARS M/ENSKU TALI LÚXUS VIP kl. 12:15 - 4:15 - 8 - 10:30
SLITHER kl. 8 - 10:30 B.i. 16.ára.
KEEPING MUM kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 12.ára.
SHE´S THE MAN kl. 1:30 - 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 5:30 - 10:30 B.i. 14.ára.
BAMBI 2 M/ÍSL. TALI kl. 1:30
SHAGGY DOG kl. 1:30
BÍLAR M/ÍSL. TALI kl. 1:30 - 4 - 6:30
CARS M/ENSKU TALI kl. 1:30 - 3 - 4 - 5:30 - 8 - 9 - 10:30 - 11:15 DIGITAL SÝN.
SLITHER kl. 10:30 B.I. 16.ÁRA.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6:10 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN.
MI : 3 kl. 8 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN.
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „THE INCREDIBLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“
FULL AF LÉTTLEIKANDI GÁLGAHÚMOR ÞAR SEM ROWAN ATKINSON (MR BEAN & LOVE ACTUALLY) ER Á HEIMAVELLI. AÐRIR LEIKARAR ,
KRISTIN SCOTT THOMAS (FOUR WEDDINGS AND A FUNERAL), MAGGIE SMITH (HARRY POTTER) OG KVENNAGULLIÐ PATRICK SWAYZE.
NÝJASTA MEISTARAVERKIÐ FRÁ PIXAR
SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM.
VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ.
eee
S.V. MBL.
eee
L.I.B. Topp5.is
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
eeee
KVIKMYNDIR.IS
umst niður og fórum að hugsa um
það hvað Ham var eiginlega. Í gegn-
um tíðina döðruðum við við hitt og
þetta, en nú komumst við að kjarn-
anum, áttuðum okkur á því hvað var
Ham og hvað ekki,“ segir Sigurjón.
Það mátti og heyra á tónleikum
sveitarinnar í Gauknum 14. júní sem
voru eins konar upphitun fyrir
Rammstein-tónleikana, því í stað
þess að spila alla smellina tóku þeir
lög sem sum hver höfðu ekki heyrst
lengi og stöku gamlar lummur voru í
endurbættum búningi. Sama var upp
á teningnum í Laugardalshöllinni –
Ham var ekki komin saman til að
spila slagara.
Eftir tónleikana sumarið 2001 lá í
loftinu að halda áfram með þær hug-
myndir sem kviknuðu á æfingum fyr-
ir tónleikana, þótt það hafi tekið þá
talsverðan tíma að fara af stað aftur.
Þeir fóru þó af stað aftur á endanum
eins og heyra mátti á Náttúru-
tónleikunum áðurnefndu því þar
heyrðist nýtt lag með sveitinni,
fyrsta nýja lagið í rúman áratug eða
svo, og svo kom enn nýtt lag í Kast-
ljósi Sjónvarpsins um daginn, lagið
„Sviksemi“ sem þeir félagar segja að
hafi fæðst nánast fullskapað.
Eins þegar við vorum bestir
Þeir segja að þótt það hafi komið
skemmtilega á óvart að sitthvað var
eftir af hugmyndum og stemningu
hafi þeir ekki beinlínis hváð yfir hlut-
unum. „Þegar við hættum vorum við
komnir með mikinn djöfullegan leiða
á farinu sem Ham var í, persónulega,
tónlistarlega og bransalega, en þegar
við síðan komum saman aftur var
þetta allt horfið,“ segir Óttarr.
„Þetta var svo leiðinlegt á sínum
tíma að það tók okkur mörg ár að
reyna að hugsa um það hvað þá ann-
að. Núna eru við svo eins og við vor-
um þegar við vorum bestir,“ segir
Óttarr og Sigurjón heldur áfram:
„Við erum að fara inn í ákveðinn
hljóðheim sem Ham hafði en aðrar
hljómsveitir ekki og erum að þróa
þann heim áfram.
Þegar við svo komum saman aftur
getum við einbeitt okkur að hinu
skemmtilega,“ heldur Sigurjón
áfram, og Óttarr bætir við að það af
gamalli Ham-tónlist sem þeir séu
helst að skoða sem stendur sé ein-
mitt það allra elsta sem sveitin gerði,
„þegar við vorum ungir og geðveik-
ir“. „Þetta er dálítið eins og að koma
heim,“ segir Sigurjón, „þegar maður
er umlukinn hávaðaveggnum.“
Förum sparlega í þetta
Ný lög eru ekki mörg tilbúin þótt
þeir hafi verið að vinna í því sem þeir
kalla slatta af lögum undanfarið. „Við
förum sparlega í þetta,“ segir Sig-
urjón og Óttarr bætir við: „Það er
einmitt eitt af því sem við getum
leyft okkur núorðið, að vinna hlutina
almennilega og vera ekki að spila
eitthvert hálfunnið drasl bara af því
okkur finnst við verða að spila það.
Svo getum við líka sleppt því að spila
lög sem einhverjir sakna eflaust.“
Þótt þeir félagar séu fúsir til að
spjalla um hvaðeina sem viðkemur
hljómsveitinni Ham dregur verulega
úr málgleðinni þegar gengið er á þá
með framtíðina og hugsanlega út-
gáfu á nýrri tónlist. Það eina sem
kemur er „tja …“ „humm …“ og
„jamm …“ en síðan segir Óttarr að
miðað við tempóið sem hljómsveitin
hafi tamið sér hingað til sé ekki rétt
að gera sér væntingar um að hún
ljúki við plötu á næstunni, þótt það
eigi eflaust eftir að gerast í fyllingu
tímans. „Næsta æfing hjá okkur er
eftir þrjá mánuði svo þetta á ekki eft-
ir að gerast hratt,“ segir hann.
Sigurjón gætir þess einnig að
segja ekki of mikið, lofa engu: „Það
má kannski búast við plötu á næstu
árum,“ segir hann, en dregur svo úr
þeirri spá, finnst hún of bjartsýn.
Það er þó ljóst að þeir eru með ný lög
í farteskinu og hugmyndir að nýjum
lögum og eins að þeir eru til í að gefa
út nýja plötu … „einhvern tímann,
hljómar það ekki bara vel?“
Illt í eyrun
„Við erum ekki að þessu til að slá í
gegn, eða gefa út plötur eða til að fá
að spila, við erum eiginlega bara að
þessu til að fá illt í eyrun,“ segir Ótt-
arr og Sigurjón tekur undir það:
„Það er aðallega þetta suð í eyrunum
sem við erum að sækjast eftir, suðið
eftir hverja tónleika sem endist yfir-
leitt í viku.“
Ekki er ljóst hvenær Ham spila
aftur eftir tónleikana 29. enda segir
Sigurjón að engu sé hægt að lofa, það
eina sem þeir lofa sé að þeir muni
mæta á svið 29. júní, en svo koma
fyrirvararnir: Nema einhver deyi eða
það kvikni í húsinu, en það hefur víst
gerst oftar en einu sinni að kviknað
hefur í tónleikastað sem Ham spilaði
í þótt hingað til hafi það gerst eftir
tónleikana, ekki fyrir þá. Allt getur
þó gerst þegar Ham er annars vegar.
Við týndum okkur
Tónleikaprógrammið er rúmur
klukkutími, blanda af nýjum lögum
og gömlum, sumum mjög gömlum,
en þeir segja að það séu allmörg lög í
lagasafni Ham sem þeir eigi aldrei
eftir að spila á tónleikum. „Við vorum
til dæmis að rifja upp lag í gærkvöldi
sem við vorum búnir að gleyma að
væri til, en mundum þó að það var
ömurlegt. Þau eru nokkur þannig og
við ætlum ekki að gera það okkur til
ógeðs að spila þau aftur.“
Gömlu lögin verða misbreytt, þau
sem gengu vel upp á sínum tíma
verða óbreytt, en önnur eitthvað lag-
færð. Það breytir reyndar lögunum á
sinn hátt að Flosi Þorgeirsson er
genginn til liðs við sveitina að nýju og
verður í öllum lögunum. Hann kemur
í stað Jóhanns Jóhannssonar sem
spilaði með Ham lungann úr starfs-
ævi sveitarinnar og allan seinni hluta
hennar, en þess má geta að Jóhann
leikur líka með Ham á Nasa í þremur
lögum. Arnar Geir Ómarsson leikur
síðan á trommur eins og forðum og
S. Björn Blöndal á bassa eins og allt-
af.
Flosi er því að spila lög sem hann
hefur ekki áður tekið með Ham, bæði
lög sem samin voru eftir að hann
hætti og svo lög sem sveitin var hætt
að spila þegar Flosi kom til sög-
unnar. „Frábær lög sem við héldum
að væru ekki nógu mikil „hits“ til að
við gætum verið að spila þau,“ segir
Óttarr og nefnir sem dæmi Trúboða-
sleikjarann, sem ekki hefur heyrst á
sviði með Ham árum saman; „ekki
eftir að við héldum að við værum
költ,“ segir Óttarr, „enn eitt dæmið
um það hvernig bransinn var að
trufla okkur“. „Jamm,“ segir Sig-
urjón, „við týndum okkur.“
Ham á endurkomutónleikum í Höllinni árið 2001: Björn Blöndal, Flosi Þorgeirsson (kom fram sem gestagítarleik-
ari), Óttarr Proppé, Sigurjón Kjartansson, Jóhann Jóhannsson og Arnar Geir Ómarsson.