Morgunblaðið - 24.06.2006, Qupperneq 56
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra var
reffilegur í þessum glæsilega fornbíl, Buick
Electra árgerð 1960, er hann setti landsmót
Fornbílaklúbbs Íslands á Selfossi í gærkvöldi. Á
mótinu, sem stendur yfir helgina, verða forn-
bílar sýndir, ekið um Selfoss, bílaþrautir leystar
og fleira gert sér til gamans. Mótið er haldið í
samvinnu við hátíðina Sumar á Selfossi. Við hlið
Guðna er eigandi bílsins, Einar J. Gíslason. | 21
Ljósmynd/Egill Bjarnason
Guðni setti landsmót fornbílamanna
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra segir að í nýrri sam-
gönguáætlun til 12 ára, sem nú sé í
smíðum í ráðuneytinu og rædd
verði á þinginu í vetur, verði reynt
að skapa skilyrði til þess að koma í
auknum mæli á einkaframkvæmd-
um í samstarfi við ríkið í vegagerð.
Nefnir hann þar Sundabraut úr
Grafarvogi, endurbyggingu Suð-
urlandsvegar frá Reykjavík allt
austur að Þjórsárbrú og jarðgöng í
Vaðlaheiði sem dæmi um slík
verkefni. Þetta kemur fram í við-
tali við samgönguráðherra í Morg-
unblaðinu í dag.
Hann segist enn telja það best
fyrir þjóðina að innanlandsflugið
verði áfram í Vatnsmýrinni en að
skoða megi að minnka svæðið sem
flugvöllurinn taki og fjölga þar
með byggingarlóðum.
Sturla segist vona að borgaryf-
irvöld og ríkið nái saman sem fyrst
um framkvæmd Sundabrautar en
það sé alveg ljóst að nokkurn tíma
taki að koma framkvæmdum af
stað.
Þá vill Sturla skoða hraðahemla
í bíla og telur að hefja ætti um-
ræðu um þann kost. Slíkt væri
neyðarkostur að hans mati en gefa
mætti bíleigendum kost á að setja
slíkan búnað í bíla sína eftir vali og
í samráði við tryggingarfélög sem
myndu koma til móts við bíleig-
endur með lækkun iðgjalda. Al-
gerlega óviðunandi væri að tutt-
ugu vegfarendur látist í umferð-
inni á ári hverju og fjöldi manna
liggi slasaður eftir umferðarslys.
Fataðist aðeins flugið
Sturla segir að hræringar innan
Framsóknarflokksins hafi ekki
veikt ríkisstjórnarsamstarfið en
ríkisstjórninni hafi þó aðeins
fatast flugið. Hann segist hins veg-
ar ekki sjá neitt annað í spilunum
en að ríkisstjórnin komi vel út úr
breytingunum undir forystu Geirs
H. Haarde.
Vegagerð í auknum
mæli í einkaframkvæmd
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Tel enn best | Miðopna
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Tollar á efni til fóður-
gerðar falla niður
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur
ákveðið að afnema fóðurtoll á hráefni til
fóðurgerðar og jafnframt að lækka toll á
fullbúnar fóðurblöndur um helming. Fóð-
urtollar hafa á undanförnum árum skilað
ríkissjóði um 50 milljónum króna en tollur
á fullbúnar fóðurblöndur engu, þar sem
menn hafa hingað til séð hag sinn í að
blanda frekar fóðrið hér heima. Bún-
aðarþing og Landssamband kúabænda
höfðu óskað eftir verulegri lækkun eða af-
námi fóðurtolla. Framkvæmdastjóri
Landssambands kúabænda fagnar þessari
breytingu og vonar að hún verði til þess
að samkeppni við fóðurframleiðslu auk-
ist. | 4
HÁSKÓLI Íslands og Kennaraháskóli Ís-
lands brautskrá í dag samtals 1.522 nem-
endur og fara útskriftarathafnir beggja
skólanna fram í Laugardalshöllinni. Eftir
hádegi í dag brautskráir Háskóli Íslands
957 kandídata, sem
er met. Í fyrra út-
skrifaðist á sama
tíma úr skólanum
801 nemandi, sem
einnig var met. Að
sögn Guðrúnar
Bachmann, kynning-
arstjóra Háskólans, hefur útskrifuðum
fjölgað jafnt og þétt síðustu árin. Fleiri út-
skrifast árlega þar sem Háskólinn braut-
skráir nemendur einnig í október og febr-
úar.
Félagsvísindadeild Háskólans útskrifar
nú í fyrsta sinn nemendur úr meistara-
námi í blaða- og fréttamennsku, einnig úr
meistaranámi í kennslufræði. Frá hjúkr-
unarfræðideild lýkur fyrsti hópur hjúkr-
unarfræðinga meistaranámi í hjúkrun
bráðveikra og frá viðskipta- og hag-
fræðideild ljúka fyrstu nemendur M.Acc-
gráðu í reikningshaldi og endurskoðun.
Einnig útskrifast fyrsti nemandinn úr
meistaranámi í umhverfis- og auðlinda-
fræði, sem er þverfræðileg námsleið við
Háskóla Íslands.
Frá Kennaraháskóla Íslands verða 565
kandídatar brautskráðir fyrir hádegi í
dag. Úr grunndeild verður brautskráður
481 nemandi og úr framhaldsdeild 84
nemendur. Aldrei hafa fleiri kandídatar
verið brautskráðir í einu frá skólanum.
1.522 fá próf-
skírteini í
Laugardalshöll
Feðgin leik-
stýra tveimur
verkum í Borg-
arleikhúsinu
FEÐGININ Stefán Baldursson og
Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýra
nú hvort sínu verkinu innan veggja
Borgarleikhússins. Stefán setur
upp leikritið Amadeus eftir Peter
Shaffer sem frumsýnt verður í
haust en Unnur setur upp söngleik-
inn Footloose sem frumsýndur
verður 29. þessa mánaðar. Stefán á
að baki ríflega 35 ára feril í leik-
stjórn en Unnur Ösp útskrifaðist úr
leiklistardeild Listaháskóla Íslands
fyrir fjórum árum.
„Seinustu tuttugu ár ævinnar hef
ég reynt að skilja á milli okkar
pabba þegar kemur að leikhúsi,“
segir Unnur Ösp í samtali í Lesbók í
dag, „en nú eftir að hann lét af
störfum leikhússtjóra í Þjóðleikhús-
inu er sennilega auðveldara að við-
urkenna faðerni sitt að nýju.“
Unnur Ösp segir það samt sem
áður hafa verið forréttindi að alast
upp hjá leikhúsfólki en móðir henn-
ar er Þórunn Sigurðardóttir,
stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík,
leikari og leikstjóri.
Einnig eru viðtöl við nokkra af
öðrum aðstandendum sýningar-
innar Footloose á menningarsíðum
blaðsins í dag.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þrír í varðhald
vegna skotárásar
ÞRÍR menn um tvítugt hafa verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald vegna rann-
sóknar á skotárás er átti sér stað í Valla-
hverfi Hafnarfjarðar sl. miðvikudag.
Mennirnir eru grunaðir um að hafa hleypt
tveimur skotum af haglabyssu inn um
glugga á jarðhæð raðhúss við Burknavelli.
Auk þess er einn þeirra grunaður um að
hafa kastað bensínsprengju í átt að sama
húsi aðfaranótt fimmtudags, en þá hafði
lögreglan þegar lýst eftir honum í tengsl-
um við rannsókn skotárásarinnar. | 4
Brotist inn í
sumarbústaði
TILKYNNT var til lögreglunnar í Borg-
arnesi í gær um innbrot í tvo sumar-
bústaði í Galtarholti í Borgarbyggð. Talið
er að innbrotin hafi verið framin í fyrri-
nótt eða á fimmtudagskvöld.
Lögreglan segir eitt og annað hafa ver-
ið tekið úr öðrum bústaðnum, m.a. verk-
færi og rafmagnstæki ýmiss konar eins og
hljómflutningstæki og myndbandstæki.
Eigendur hins bústaðarins áttu í gær-
kvöldi eftir að fara yfir hverju hefði verið
stolið þar.
ÞESSI kappklæddi trúður lét sér ekki segjast og tók
þátt í upphitun fyrir hið árlega miðnætur- og
ólympíufjölskylduhlaup. Hlaupið fór fram í gær-
kvöldi, á Jónsmessunni, eins og venja er. Að upp-
hitun lokinni tók fólk á rás og nam ekki staðar fyrr
en um miðnæturbil. Þá var þátttakendum boðið að
hvíla lúin bein í Laugardalslauginni. Að lokum var
fólk leyst út með verðlaunapeningi og bros á vör.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hitað upp fyrir Jónsmessuhlaup
♦♦♦