Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 2
2 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SAFNADAGURINN Í DAG
Nærri 20 nefndir hafa verið sett-
ar á fót til að fjalla um byggingu
Náttúruminjasafns Íslands. Ekkert
slíkt safn hefur þó enn verið stofn-
að þrátt fyrir að fimm ár séu síðan
sett voru safnalög þar sem tiltekið
er að Náttúruminjasafn skuli starfa
hér á landi. Í dag er íslenski safn-
adagurinn og af því tilefni bjóða
söfn í landinu upp á fjölbreytta
dagskrá og mörg upp á ókeypis að-
gang.
Menntun skilar litlu
Pólverjar mynda stærsta hóp
innflytjenda hér á landi, en þrátt
fyrir að menntunarstig þeirra sé al-
mennt hátt heyrir til undantekn-
inga að þeir fari úr frumframleiðslu
í störf sem krefjast meiri mennt-
unar, jafnvel þótt þeir hafi búið á
Íslandi í fleiri ár. Nær allir pólskir
innflytjendur, sem hingað koma og
eru yfir tvítugu, eru með stúdents-
próf og margir hafa lokið iðn- eða
háskólanámi. Einangrun þeirra hef-
ur meðal annars stafað af tungu-
málaörðugleikum því aðeins lítill
hluti pólskra innflytjenda virðist
tala íslensku. Þessir örðugleikar
geta einnig komið í veg fyrir að
menntun pólsku innflytjendanna
nýtist til fulls.
Síðasti leikur HM
Síðasti leikur heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu í Þýskalandi
fer fram í kvöld þegar Frakkar og
Ítalir mætast á ólympíuleikvang-
inum í Berlín og leika til úrslita um
heimsmeistaratitilinn. Áætlað er að
yfir milljarður manna muni fylgjast
með leiknum í 207 löndum.
Kærðir vegna vanrækslu?
Nokkrir háttsettir bandarískir
hermenn sem hafa tekið þátt í
hernaðaraðgerðum í Írak gætu átt
yfir höfði sér kærur vegna van-
rækslu í rannsókn á meintum
morðum Bandaríkjahers á 24
óbreyttum borgurum í íraska bæn-
um Haditha í nóvember í fyrra.
Ítreka afstöðu sína
Bandaríkjamenn og Japanar
ítrekuðu þá afstöðu sína í gær að
þeir myndu þrýsta á um refsiað-
gerðir gegn Norður-Kóreumönnum
vegna eldflaugatilrauna þeirra í síð-
ustu viku. Þá þrýsti fulltrúi Banda-
ríkjastjórnar á Kínverja um að
styðja refsiaðgerðir gegn Norður-
Kóreu, en stjórnvöld í Moskvu og
Peking hafa hingað til lýst sig
andsnúin tillögu að ályktun í Ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna sem
fæli í sér heimild til slíkra aðgerða.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Myndasögur 44
Ummæli 11 Dagbókarviðtal 45
Hugsað upphátt 26 Dagbók 44/47
Menning 48/53 Víkverji 44
Sjónspegill 26 Staður og stund 46
Forystugrein 28 Leikhús 48
Reykjavíkurbréf 28 Bíó 50/53
Umræðan 30/33 Sjónvarp 54
Minningar 37/43 Staksteinar 55
Hugvekja 37 Veður 55
* * *
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó-
hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is
Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns-
dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
GEIR H. Haarde forsætisráð-
herra segir góðan skrið á varn-
arviðræðum milli íslenskra og
bandarískra stjórnvalda, og að
vonir standi til þess að viðræðum
ljúki með samkomulagi fyrir lok
september. Fundi samninga-
nefndanna á föstudag lauk án
þess að niðurstaða næðist.
„Þessar viðræður gengu út af
fyrir sig ágætlega, en þetta er
fjölþætt mál og mörg atriði sem
þarf að ræða. Það er ekki komin
niðurstaða um neitt í sjálfu sér,
en menn munu halda áfram að
vinna í þessu á vegum beggja
samninganefnda þar til næsti
fundur verður haldinn, eftir um
það bil þrjár vikur eða svo. Menn
tala saman í góðum anda,“ segir
Geir.
„Ég held að það sé fullur vilji
af beggja hálfu til að tala um öll
atriði málsins og leggja sig fram
við að finna viðunandi niðurstöð-
ur,“ sagði Geir. Spurður hvenær
búast megi við að lending náist í
viðræðunum sagði hann: „Það fer
eftir því hvernig gengur, en við
höfum gert okkur vonir um að
það mætti ljúka þessu fyrir sept-
emberlok.“
Geir vildi ekki tjá sig efnislega
um einstök atriði sem rædd hafa
verið á fundum hingað til, og vildi
ekki segja neitt um hvort Banda-
ríkjamenn hefðu lagt fram ein-
hvers konar áætlun um varnir Ís-
lands.
Óljóst hvað verður
um tækjabúnað
Talsverð umræða hefur verið
um snjóruðningstæki og útbúnað
slökkviliðs Keflavíkurflugvallar,
enda tækjabúnaðurinn allur í
eigu bandarískra stjórnvalda.
Geir segir málið margþætt og eitt
af því sem þurfi að semja um sé
viðskilnaðurinn í Keflavík, þar á
meðal yfirtaka á búnaði sem not-
aður er til að reka völlinn. Hann
vildi þó ekki fara nánar út í málið,
né segja neitt um hverjar
áherslur íslenskra stjórnvalda
eru varðandi tækjabúnaðinn.
Spurður hvort þessi tækjabúnað-
ur sé hluti af því sem flytja á af
landi brott fyrir lok september
sagðist Geir ekki geta fullyrt um
það.
Forsætisráðherra segir góðan skrið á varnarviðræðum
Vonast eftir samkomu-
lagi fyrir lok september
Geir H. Haarde
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
AFSTAÐA, félag fanga á Litla-Hrauni,
hyggst beita sér í baráttunni gegn vímuefn-
um en nú stendur yfir undirbúningur vímu-
efnaverkefnis sem hrinda á í framkvæmd í
haust. Afstaða hyggst taka þátt í verkefnum
innan sem utan fangelsisins, standa að for-
vörnum og leita leiða úr ógöngum þeim sem
fíkniefnaneytendur eru fastir í. Lögð verður
áhersla á að miðla reynslu þannig að flestir
geti notið hennar. Þetta kemur fram í Tíma-
mótum, fréttablaði fanga á Litla-Hrauni.
„Þrátt fyrir innilokun og erfiðar aðstæð-
ur verður ekki hjá því litið að fangar bera
sjálfir sína ábyrgð á neyslunni í fangelsinu.
AFSTAÐA telur tímabært að fangar axli nú
þá ábyrgð og hefjist sjálfir handa við að
sporna gegn almennri neyslu. Frumkvæði
fanga að þessu leyti hlýtur að vera dýrmætt
skref í átt til betra lífs, bæði innan veggja
fangelsisins og ekki síður eftir að afplánun
lýkur,“ segir í fréttablaðinu.
Ætlunin er að birta verkefnið í formi
blaða- og sjónvarpsauglýsinga auk þess
sem stefnt er að útgáfu fræðsluefnis.
Fangar beita
sér í baráttunni
við vímuefni
RÍKISSTJÓRNIN hefur í tvígang
gripið til sérstakra aðgerða til að
greiða niður orkuverð í völdum at-
vinnugreinum til að vega upp á
móti hækkunum sem urðu í kjölfar
breytinga á raforkulögum og stór-
lega mismunað með þeim hætti
fyrirtækjum í landinu. Með þessu
viðurkennir ríkisstjórnin að sveigj-
anleika vanti í raforkusölu svo fyr-
irtæki geti fengið sambærilega
samninga og þau höfðu áður. Eina
leiðin til að ná sömu kjörum sé að
greiða niður rafmagnið beint með
séraðgerðum. Ákveðið hafi verið að
gera það fyrir valdar atvinnugrein-
ar og jafnvel valin fyrirtæki en ný
raforkulög áttu að tryggja að ekki
væri mismunandi verð eftir því í
hvaða skyni rafmagnið væri notað.
Lögin þjóni því engan veginn sín-
um tilgangi.
Þetta segir Bryndís Skúladóttir,
efnaverkfræðingur hjá Samtökum
iðnaðarins, en verðhækkanir í kjöl-
far raforkulaganna hafa að hennar
sögn komið harkalega niður á mat-
vælaframleiðendum sem og öðrum
iðnfyrirtækjum. Bendir hún á að
hækkun raforkuverðs til matvæla-
framleiðenda sé í hrópandi mis-
ræmi við markmið ríkisstjórnar um
að lækka matarverð á Íslandi.
Lofað óbrettu raforkuverði
Bryndís segir ríkisstjórnina
stórlega mismuna fyrirtækjum. Í
apríl sl. hafi hún samþykkt tillögur
um aðgerðir vegna erfiðleika í
rekstri fiskeldisfyrirtækja þar sem
stærri fiskeldisfyrirtækjum er m.a.
lofað óbreyttu raforkuverði. „Erf-
itt er að sjá að það sé hægt með
öðrum hætti en beingreiðslum til
fyrirtækjanna,“ segir Bryndís.
Einnig hafi ríkisstjórnin ákveðið
á síðasta ári að greiða garðyrkju-
bændum beint vegna hækkananna.
„Það er óþolandi að ríkisstjórnin
skuli á þennan hátt hygla völdum
fyrirtækjum með sértækum að-
gerðum í stað þess að lagfæra
þetta nýja kerfi þannig að allar
greinar hafi aðgang að orku á
sanngjörnu verði á jafnréttis-
grunni,“ segir Bryndís m.a. í grein
sem birtist nýverið í Íslenskum
iðnaði. „Ekkert hefur verið gert til
að koma til móts við fjöldann allan
af iðnfyrirtækjum sem einnig
fengu á sig miklar hækkanir,“ seg-
ir Bryndís. Svo virðist sem hótun
fiskeldisfyrirtækja um að flytja
starfsemi sína úr landi hafi stuðlað
að þeirri ákvörðun ríkisstjórnar-
innar að lækka raforkuverð til
þeirra. „Samtök iðnaðarins velta
fyrir sér hvernig yfirvöld brygðust
við ef til dæmis bakarar, plast-
framleiðendur eða netagerðir
ákvæðu að flytja framleiðslu sína
til annarra landa í ríkari mæli en
þegar er orðið,“ segir Bryndís. Í
samtali við Morgunblaðið sagði
hún SI ítrekað hafa vakið athygli
stjórnvalda á ástandinu, en án ár-
angurs.
„En með þessum aðgerðum rík-
isstjórnarinnar er viðurkennt að
raforkuverð til atvinnustarfsemi sé
of hátt,“ segir Bryndís. Hún segir
enga raunverulega samkeppni
ríkja á raforkumarkaði. Því sé
nauðsynlegt að grípa til aðgerða
sem séu almennari en þær sem
þegar hafi verið gripið til.
Fyrirtækjum stórlega mismunað
Raforkulögin þjóna engan veginn til-
gangi sínum segja Samtök iðnaðarins
STÓRVIRKAR vinnuvélar unnu
að því í gær að jafna við jörðu
gamla Lýsishúsið við Granda-
veg, en niðurrif þess hófst seint
á síðasta ári. Reykjavíkurborg
og Seltjarnarnes ráðgera að
reisa hjúkrunarheimili fyrir
aldraða á suðurhluta lóð-
arinnar en íbúðarhús á þeim
nyrðri.
Lýsi hf. var stofnað á þessum
stað árið 1938 og starfaði þar
allt þangað til fyrir tæpu ári
síðan þegar starfsemin fluttist í
nýtt og stærra húsnæði. Fyr-
irtækið er nú staðsett skammt
frá gamla húsinu við Fiskislóð
á Grandasvæðinu.
Morgunblaðið/Ómar Friðriksson
Gamla Lýsishúsið rifið
MIKIÐ var um að vera í Reykjavíkurhöfn í
gærmorgun en þá voru áhafnir frönsku
keppnisskútanna sem og áhafnir íslenskra
skúta í óðaönn að undirbúa brottför sína
þaðan til Grundarfjarðar.
Frönsku skúturnar eru alls 19 og taka
þátt í siglingakeppninni Skippers d’Islande
á milli Frakklands og Íslands sem hófst á
Paimpol á Bretaníuskaga 24. júní sl.
Morgunblaðið/Sverrir
Kappsigling til
Grundarfjarðar
♦♦♦