Morgunblaðið - 09.07.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.07.2006, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það hefur verið mikil gróska ísafnastarfi síðustu ár. Nýsöfn hafa verið stofnuð ogeldri söfn hafa verið að endurnýja sýningar sínar, geymslur og meðferð safngripa. Þetta segir Rakel Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Safnaráðs, en í dag er íslenski safnadagurinn og af því til- efni bjóða söfn í landinu upp á fjöl- breytta dagskrá og mörg þeirra bjóða upp á ókeypis aðgang. Safnaráð var stofnað með lögum árið 2001. Ráðið kom fyrst saman um haustið og hefur síðan haldið um 50 fundi. Samkvæmt lögum er ráðið samráðsvettvangur safna, en söfnum er skipt í þrjá hópa, menning- arminjasöfn, listasöfn og nátt- úruminjasöfn. Rakel sagði að það væri í sjálfu sér ekki einfalt mál að skilgreina hvað væri safn og hvað ekki og menn væru ekki endilega sammála um skilgrein- inguna. Samkvæmt 4. gr. safnalaga þyrfti safn að uppfylla tilteknar lág- markskröfur. Það þyrfti að safna samkvæmt skilgreindri söfn- unarstefnu. Tilteknar kröfur væru einnig gerðar um varðveislu muna. Það væri ekki nóg að setja þá í skáp heldur þyrfti að vera fyrir hendi þekking og aðstaða til hreinsunar og forvörslu. Á mjög mörgum söfnum væri aðstaða ekki fullkomin og því væri óhjákvæmilegt að túlka þetta ákvæði laganna vítt. Þá gera lögin kröfu um að safn sinni rannsóknum. Rakel sagði að hugtakið rannsóknir væri einnig hægt að túlka vítt því hægt væri að fella ýmislegt undir þetta hugtak. Þá er í lögunum gerð krafa um miðlun, m.a. að safnið standi fyrir sýningum sem byggðar séu á safnkosti. Áhersla á fagmennsku Um 75 söfn eru á Íslandi, en Rakel sagði að stofnanir í safnastarfi væru rúmlega 200, og þá væri verið að telja með setur, sýningar og félög í safnastarfi. „Það hefur verið mikil gróska í safnastarfi undanfarin ár og söfnum hefur fjölgað. Þetta tengist að nokkru leyti vexti í ferðaþjónustu. Menn hafa séð aukin tækifæri í því að nýta menningararfinn og náttúr- una til að laða ferðamenn til landsins. Það sem Safnaráð hefur verið að leggja áherslu á er að menningar- og náttúruminjunum sé miðlað á fagleg- an hátt bæði til erlendra og inn- lendra gesta safnanna. Miðlun ætti að byggja á staðreyndum og grip- unum sjálfum, en ekki einhverju sem er tilbúningur. Að sjálfsögðu má þó nýta tilbúna gripi með til að útskýra betur safnkostinn eða til að gefa fólki tækifæri til að snerta gripina og upp- lifa þá á þann hátt.“ Rakel sagði að ef litið væri á heild- ina mætti kannski segja að fyrir nokkrum árum hefðu íslensk söfn ekki verið samstíga þeirri þróun sem hefði orðið í safnastarfi erlendis. „Á síðustu árum hafa hins vegar orðið miklar breytingar hjá íslenskum söfnum. Söfnin hafa verið að end- urnýja sýningar og starfsemi og tek- ið upp nýjar aðferðir við geymslu muna og forvörslu. Opnun Þjóð- minjasafns Íslands 1. september 2004 var mikil lyftistöng fyrir safn- astarf í heild sinni því að þar með fengu söfnin í landinu nýtt viðmið varðandi miðlun, meðferð gripa og geymslur, en fyrsta skrefið í end- urbyggingu safnsins fólst í endurnýj- un geymslurýmis, auk þess sem gert var mikið átak í forvörslu. Við stönd- um því nokkuð vel núna í alþjóð- legum samanburði. Söfn á Íslandi hafa tvisvar verið tilnefnd til evr- ópsku safnaverðlaunanna og unnið til viðurkenninga í bæði skiptin. Síld- arminjasafnið á Siglufirði fékk Evr- ópusafnaverðlaun árið 2004 og Þjóð- minjasafnið sérstaka viðurkenningu Evrópuráðs safna í ár.“ Leggja áherslu á það einstaka á hverjum stað Rakel sagði að aðsókn að söfnum væri stöðug þrátt fyrir að söfnum hefði fjölgað. Gestir á nýjum söfnum virtust vera hrein viðbót því að ekki virtist þeim fækka sem sæktu eldri söfnin. „Söfnin hafa stundum verið gagnrýnd fyrir að sýna meira og minna það sama frá einu safni til annars, en breyting hefur orðið á og hafa safnamenn leitast við að draga fram það einstaka við hvern stað, þ.e.a.s. eitthvað sem einkennir stað- inn eða sögu hans. Fjölmörg dæmi eru um söfn sem hafa gert sér efni úr sérstöðu staðarins. Nefna má Síld- arminjasafnið á Siglufirði, Búvéla- safnið á Hvanneyri, Listasafn Aust- ur-Skaftafellssýslu á Höfn í Hornafirði sem hefur lagt áherslu á að sýna listaverk Svavars Guðnason- ar, Listasafn Tryggva Ólafssonar í Fjarðarbyggð og steinasöfnin fyrir austan.“ Bæði safnasjóður og fjár- laganefnd úthluta til safna Á síðasta ári var úthlutun safn- aráðs úr safnasjóði talsvert gagn- rýnd. Rakel sagði að þessi gagnrýni endurspeglaði þrönga fjárhagsstöðu safnasjóðs. Sjóðurinn hefði neyðst til að lækka framlög frá árinu á undan sem hefði komið illa við sum söfnin þar sem þau hefðu verið búin að reikna með óbreyttum framlögum. Framlög í safnasjóð voru hækkuð í ár í 83,7 milljónir úr 66 milljónum í fyrra, en mikil þörf var á þeirri hækkun. Meiri sátt hefði því verið um úthlutunina í ár, en þessar fjár- veitingar væru samt enn of litlar. „Markmiðið með stofnun safn- asjóðs var að koma styrkveitingum ríkisins til safna í skilvirkari og fag- legri farveg. Það verður hins vegar að segjast að þetta markmið hefur ekki náðst nema að hluta. Safnaráð leitast við að úthluta styrkjum á fag- legan hátt og hefur staðið sig vel að mínu mati. Stór hluti fjármuna sem fer til safnastarfs fer hins vegar í gegnum fjárlaganefnd Alþingis án faglegrar umfjöllunar safnaráðs. Að mínu mati er mikilvægt að efla safn- asjóð og móta skýra stefnu um hag- kvæma og faglega úthlutun ríkisfjár til safnastarfs og hvernig ríkið getur á sem árangursríkastan hátt stutt uppbyggingu safnamála í landinu.“ sagði Rakel. Safnasjóður hefur verið að verja að hámarki um 2 milljónum króna í styrki til safna. Eigendur safnanna, sem í flestum tilvikum eru sveit- arfélög, leggja síðan söfnunum til fjármuni. Rakel sagði að stærstur hluti safnanna velti árlega 2–20 millj- ónum. „Safnmenn segja að fjárveiting úr safnasjóði, þó hún sé ekki nema ein til tvær milljónir, skipti gríðarlegu máli, en leggja jafnframt áherslu á að þessar fjárveitingar þurfi að hækka. Safnafólk hefur þrátt fyrir allt ver- ið ótrúlega duglegt að nýta þá litlu fjármuni sem það hefur haft á milli handanna til að byggja upp,“ sagði Rakel og benti á að við sum söfn starfaði aðeins einn fastur starfs- maður, stundum í hlutastarfi. Safn- menn þyrftu helst að geta gengið í öll störf, þ.e. uppsetningu sýninga og aðra miðlun, skráningu og varðveisl- una, samhliða rannsóknum, umsjón með fjármálum safnsins og fleiri störfum. Beðið eftir Náttúruminjasafni Samkvæmt lögum eiga að vera starfandi þrjú höfuðsöfn á Íslandi, Þjóðminjasafn, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands. „Þó að ákvæði hafi verið í lögum um Nátt- úruminjasafn Íslands frá 2001 hefur slíkt safn ekki enn verið stofnað. Nærri 20 nefndir hafa samt starfað frá því að fyrst voru settar fram hug- myndir um stofnun slíks safns fyrir allmörgum áratugum síðan. Nátt- úrufræðistofnun Íslands sér um Náttúrugripasafn Íslands sem vænt- anlega myndar grunn að Nátt- úruminjasafni þegar það verður stofnað. Það er mjög nauðsynlegt að það verði settur kraftur í að setja slíkt safn á stofn því að náttúran er eitt það dýrmætasta og mikilvæg- asta sem við eigum og hana þarf að rannsaka og miðla henni til Íslend- inga og ferðamanna sem sækja okk- ur heim. Ferðamenn koma til Íslands til að sjá þessa einstöku náttúru, en þeir vilja líka fá að fræðast um hana. Ef við berum okkur saman við önnur lönd sem kannski geta ekki státað af jafnstórkostlegri náttúru þá er ljóst að við stöndum þeim langt að baki. Það væri vel til fundið að Nátt- úruminjasafn Íslands starfaði náið með Raunvísindastofnun Háskóla Ís- lands og Náttúrufræðistofnun, en nýjar áherslur á vísindamiðlun, lif- andi miðlun náttúrufyrirbæra og vís- inda eru meðal þeirra verkefna sem þessar stofnanir gætu unnið að í samstarfi við safnið. Það þarf almennt að efla höf- uðsöfnin m.a. vegna þess að þau setja viðmið fyrir önnur söfn, sem jafn- framt leita til höfuðsafnanna eftir ráðgjöf og sérfræðiþekkingu. Staða Þjóðminjasafnsins hefur batnað mik- ið en það þarf líka að efla Listasafn Íslands. Það hefur bæði mjög tak- markað sýningarrými og geymslu- rými og eru það þættir sem þarf að huga að með tilliti til endurbóta á næstu árum. Nefna má að nýlega var felldur niður aðgangseyrir að Þjóð- listasafninu, sem líta má á sem þátt í lýðræðisvæðingu safna og lið í að auðvelda almenningi aðgang að sam- eiginlegum arfi,“ segir Rakel og leggur áherslu á að þó að hægt sé að benda á ýmsa vankanta verði að segjast að bjart sé framundan í safn- amálum á Íslandi. Mikil gróska í safnastarfi Mörg söfn eru með ókeypis aðgang í dag á ís- lenska safnadeginum. Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs, segir mikla grósku í starfi safnanna. Meðal brýnustu verkefna sé að koma upp Náttúruminjasafni. Morgunblaðið/Sverrir Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs, og Hafþór Egill Arnarson, sonur hennar. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt átján ára pilt í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot. Honum var ennfremur gert að greiða fórnarlambi sínu 150 þúsund krónur í miskabætur auk þess sem sakarkostnaður, alls 410 þúsund krónur, fellur á herðar ákærða. Samkvæmt ákæru lét pilturinn 13 ára stúlku hafa við sig munn- mök og samræði í október á síð- asta ári. Játaði hann sakargiftir en sagði atburðina hafa gerst með samþykki stúlkunnar, auk þess sem hann hefði haldið stúlk- una vera 14 ára. Samræmi var á milli vitnisburðar piltsins og stúlkunnar að mestu leyti en það var móðir hennar sem lagði fram kæruna. Í skýrslu frá félagsráðgjafa hjá Barnahúsi, sem tók viðtöl við stúlkuna, kemur fram að vanda- mál hennar séu margþætt og komi þar til námserfiðleikar og samskiptaerfiðleikar innan fjöl- skyldu hennar. Einnig að eftir at- burðina hafi henni liðið illa og að hún væri allt önnur manneskja en áður. Hefði stúlkan m.a. talað um að hún væri óörugg í samskiptum við aðra og þá sérstaklega stráka. Þorgeir Ingi Njálsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Kol- brún Sævarsdóttir saksóknari sótti málið af hálfu ákæruvaldsins en Hilmar Ingimundarson hrl. varði piltinn. Piltur dæmdur fyrir kynferð- isbrot ÞRETTÁN fíkniefnamál komu upp á einum sólarhring í sameig- inlegu átaki lögreglunnar í Kópa- vogi og í Hafnarfirði, frá föstu- degi fram á laugardagsmorgun. Í flestum tilvikum var um að ræða neysluskammta af kannabis- efnum, en í einu tilviki hafði lög- regla afskipti af ætluðum fíkni- efnasölum. Þar var lagt hald á talsvert magn af ætluðu mari- júana, auk nokkurra skammta af ætluðu amfetamíni og kókaíni, hjá tveimur einstaklingum á þrí- tugsaldri. Þeir voru handteknir en látnir lausir að loknum yf- irheyrslum. Þrettán fíkniefna- mál í sameigin- legu átaki TALSVERÐUR erill var hjá Lög- reglunni á Akranesi í gærnótt í tengslum við hátíðina Írska daga sem nú stendur yfir í bænum. Mikið var um ölvaða unglinga á tjaldstæðinu og barst lögreglu ein kæra vegna líkamsárásar. Einnig kom upp eitt fíkniefna- mál og þrír aðilar voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur. Einn ölvaður maður var að auki hand- tekinn grunaður um að hafa brot- ist inn á tveimur stöðum, annars vegar í vélsmiðju í bænum og hins vegar í golfskála. Þórir Björgvinsson, rannsókn- arlögreglumaður á Akranesi, brýndi fyrir foreldrum að senda ekki unglinga eftirlitslausa á sam- komur sem þessa. Erill hjá lögreglu á Írskum dögum ÞRÍR menn voru handteknir í Reykjavík í gærnótt í tengslum við skemmdarverk sem unnin voru á bifreiðum sem stóðu við Skólavörðustíg. Mennirnir voru talsvert ölvaðir og eru skemmdir á bílunum mikl- ar, rúður brotnar og fleira. Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykja- vík, talsverð ölvun var í miðborg- inni og komu upp nokkur fíkni- efnamál, sem öll reyndust minniháttar neyslumál. Skemmdu bíla á Skólavörðustíg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.