Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 9

Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 9 FRÉTTIR 27. janúar – 1 vika / 3. febrúar – 1 vika / 27. janúar – 2 vika Verð: 123.970 kr. á mann í tvíbýli í 1 viku Verð: 182.400 kr. á mann í tvíbýli í 2 vikur Saalbach - Hinterglemm er oft nefnt skíðaparadís Alpanna og hefur verið valið eitt af 10 vinsælustu skíðasvæðum Austurríkis. Gist verður á 4 stjörnu hóteli í þorpinu Hinterglemm. Hótelið er vel staðsett í jaðri bæjarins, rétt við skíðalyfturnar. Fararstjórar dvelja allan tímann á hótelinu og skipuleggja daglegar ferðir um skíðasvæðið. Innifalið er hálft fæði og rútuferðir til og frá flugvelli. Fararstjórar: Sævar Skaptason & Guðmundur K. Einarsson s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r til Saalbach-Hinterglemm Skíðaferð Notaðir Bílar - Bíldshöfða 10 587-1000 - Bílasalan Skeifan Tilboð kr. 9.800.000,- Nýskráður 9.2005 Ekinn 6000 km. Sjálfskiptur, loftkæling, leðuráklæði, loftpúðafjöðrun, leiðsögukerfi, glertopplúga, Xenon ljós, rafdrifin sæti, DVD spilari með skjám í höfuðpúða og m.fl. Range Rover Sport Supercharged LÆKNAFÉLAG Íslands skorar á stjórnarnefnd Landspítala – háskóla- sjúkrahúss að beita sér fyrir því að hlutur læknanna Tómasar Zoëga og Stefáns E. Matthíassonar verði réttur þannig að þeir gangi inn í fyrri störf sín án skilyrða, því aðeins á þann hátt sé unnt að gera þá jafnsetta og áður en hinar ólögmætu ákvarðanir voru teknar. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið sendi stjórnarnefnd LSH sl. föstudag og undirritað er af Svein- birni Sveinssyni, formanni félagsins. Í bréfinu er tekið fram að sé það ennþá vilji yfirstjórnenda LSH að ná fram breytingum á störfum og starfs- skyldum læknanna sé félagið reiðubúið að leggja sitt af mörkum vegna slíkra samninga og aðstoða við vandasama túlkun starfsmannarétt- arins. „Félagið leggur á það mikla áherslu að hlutur læknanna tveggja verði réttur með viðunandi hætti. Mikilvægið felst ekki eingöngu í hags- munum læknanna tveggja heldur ekki síður fyrir öll samskipti lækna og yfirstjórnenda spítalans en þar hefur nú myndast vík milli vina. Það er rétt að upplýsa stjórnarnefnd spítalans um að núverandi stjórnunarhættir hafa leitt til þess að sumir læknar telja ekki lengur þjóna neinum til- gangi að láta reyna á réttarstöðu sína telji þeir á sér brotið. Jafnvel þótt mál vinnist fyrir dómstólum þá sé ólög- mætinu viðhaldið. Þótt bætur séu dæmdar þá stendur eftir að fyrir marga lækna er LSH eini mögulegi vinnustaðurinn á Íslandi og því sé ekki til vinnandi að fá jákvæða dóms- niðurstöðu – með þeirri afleiðingu að eiga þess ekki lengur kost að starfa við Landspítala – háskólasjúkrahús,“ segir í bréfinu. Reynt verður að fara samningaleiðina Magnús Pétursson, forstjóri LSH, og Jóhannes M. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri lækninga, sendu sl. fimmtudag öllum læknum á LSH bréf þar sem þeir fara yfir dómsniðurstöð- una í máli Stefáns E. Matthíassonar gegn LSH og skýra frá aðdraganda málsins og núverandi stöðu eins og hún blasir við stjórnendum spítalans. Rifja þeir upp að þegar starf yf- irlæknis æðaskurðlækna var auglýst á sínum tíma hafi komið fram að um fullt starf væri að ræða og að fyrir hafi legið ákvörðun stjórnarnefndar LSH um að allir yfirmenn spítalans skyldu vera í 100% starfi og ekki sinna öðrum störfum utan sjúkra- hússins en kennslu og annars konar störfum við háskóla eða störfum í nefndum á vegum hins opinbera. Benda þeir á að í ráðningarsamtölum við þá tvo umsækjendur sem sóttu um yfirlæknastarf í æðaskurðlækn- ingum hafi skilyrði spítalans verið rædd ítarlega. Annar umsækjandinn hafi ekki talið sig geta gengið að þeim og því ekki komið til álita í starfið. Stefán E. Matthíasson hafi hins vegar verið tilbúinn að ráða sig í 100% starf að uppfylltum tilteknum skilyrðum, en það er skilyrðið um að Stefán hætti stofurekstri utan LSH innan tiltekins tíma svo fremi sem aðstaða og starfs- umhverfi til slíkrar starfsemi sé þá viðunandi innan veggja LSH að áliti samningsaðila, sem styr hefur staðið um. Í niðurlagi bréfsins kemur fram að stjórnendur spítalans hafi ekki enn tekið afstöðu til þess hvort málinu verði áfrýjað. Fram kemur að lög- maður Stefáns hafi nú í júlíbyrjun óskað eftir viðræðum fyrir hönd um- bjóðanda síns til að leita leiða til að leysa þann ágreining sem varð tilefni málaferlanna. Fram kemur að spít- alinn ætli að verða við þeirri beiðni. Læknafélagið skorar á LSH að rétta hlut fyrrv. yfirlækna Segir að myndast hafi vík milli vina Morgunblaðið/ÞÖK SÖGULEG og menningarleg rök eru fyrir því að Reykjavíkurflugvöll- ur þjóni landsmönnum í hjarta höf- uðborgarinnar. Þetta sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í ávarpi við hátíðahöld vegna þess að 60 ár eru liðin frá því að Reykjavík- urflugvöllur var afhentur Íslending- um til afnota. „Ekki þarf að fjölyrða um þýðingu flugvallarins fyrir Reykvíkinga og raunar landsmenn alla,“ sagði Sturla. „Segja má að sá nýi tími sem barst til Íslands með fluginu hafi átt vöggu sína á Reykjavíkurflugvelli og sífellt skapað ný tækifæri í atvinnu- lífinu.“ Stóraukin millilandasamskipti í viðskiptalífinu hafi auk þess verið snar þáttur í umferð um völlinn. Öryggi og greiðar samgöngur Í máli samgönguráðherra kom fram að fyrir öryggiskröfum sé vel séð á Reykjavíkurflugvelli og flug- völlur á Hólmsheiði, í Kapelluhrauni eða á Lönguskerjum hefði ekki þá kosti sem flugvöllurinn í Vatnsmýri hefur. „Höfuðborgin stendur ekki undir nafni ef hún er ekki vel tengd við eitt af megin samgöngukerfum landsins, innanlandsflugið. Reykjavíkurflug- völlur er því vel staðsettur til að tryggja greiðar samgöngur við höf- uðborgarsvæðið.“ Eins konar þekkingarþorp „Sumir horfa til þessa svæðis sem framtíðar byggingarlands fyrir höf- uðborgina og vilja einnig setja hér niður margs konar starfsemi sem tengist ekki síst menntun og vísind- um. Ég segi hins vegar að hér sé þegar fyrir hendi margs konar starf- semi sem er eins konar þekkingar- þorp,“ sagði Sturla. Mörg fyrirtæki starfi í kringum hann. Þjóðhagsleg rök liggi fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur sé í Vatns- mýri. „Fjárfest- ing er mikil á Reykjavíkurflug- velli, fyrir utan völlinn sjálfan má nefna alþjóða- flugþjónustuna, margs konar að- stöðu fyrirtækja í flugrekstri, verk- stæðum og kennslu. Öllu þessu tengist margs konar þjónusta og velta.“ Næsta skrefið segir Sturla að sé að sameina rekstur Keflavíkurflug- vallar og rekstur annarra flugvalla í einu fyrirtæki. „Ég vona að sátt ríki um þessar breytingar sem snerta á einhvern hátt alla starfsmenn Flugmála- stjórnar, starfsmenn flugfélaganna og þeirra fyrirtækja sem við flugið starfa. Á sama hátt vona ég að sátt megi nást meðal landsmanna um framtíð Reykjavíkurflugvallar – í þágu allra landsmanna.“ Reykjavíkurflugvöllur best kominn í Vatnsmýrinni Sturla Böðvarsson Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.