Morgunblaðið - 09.07.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.07.2006, Qupperneq 11
fyrir að útvega löndum sínum vinnu á Íslandi. Greiðsla umboðslauna virðist hafa verið algeng og jafnvel gæti verið að meirihluti þeirra, sem hingað hafa komið, hafi þurft að greiða milli- göngumanni. Sumir þessara milligöngumanna voru býsna stórtækir. Þeir fluttu inn stóra hópa fólks og sátu yfir hlut þess. Þess eru dæmi að milli- göngumenn hafi krafist greiðslu frá fólki fyrir að sjá um flutning þess hingað til lands og út- vegun húsnæðis, þó hvort tveggja hafi í raun verið í umsjá fyrirtækisins sem réð fólkið. Þá tóku milligöngumenn oft að sér að sjá um stofn- un bankareiknings, samskipti við stofnanir og svo framvegis. Þeir högnuðust á vanþekkingu, tungumálaerfiðleikum og einangrun innflytj- enda. Ekki létu þó allir innflytjendur féfletta sig. Ung kona, sem kom til Íslands um miðjan tí- unda áratuginn, sagði frá því þegar hún og sam- ferðakona hennar voru krafðar um 1.000 dollara hvor af manninum sem hafði útvegað henni starfið. „Við borguðum ekki. Við fórum til verkalýðsfélagsins og sögðum frá þessu en það var ekkert gert. Maðurinn var bara sendur í annað þorp að vinna.“ Rétt er að taka fram að milligöngumenn sem högnuðust á að fá fólk hingað voru fáir. Mun fleiri reyndu og reyna að útvega vinnu fyrir fjölskyldu sína og vini. Milligöngumenn eru ekki einir um að hafa hagnast á einangrun innflytjenda. Þess eru dæmi að atvinnurekendur hafi reynt að svíkja fólk um launagreiðslur og hótað því brottflutn- ingi af landinu ef það kvartaði. Hótunin var trú- verðug vegna þess að innflytjendur störfuðu á grundvelli tímabundinna atvinnuleyfa sem voru bundin tilteknu fyrirtæki. Þetta gerði það að verkum að innflytjendur voru háðir atvinnurek- endum um veru sína hér á landi fyrstu árin eftir komuna. Þar til nýverið voru atvinnuleyfi yfirleitt veitt til skamms tíma í senn. Þrátt fyrir viðvarandi skort á vinnuafli voru atvinnuleyfi sjaldan gefin út til lengri tíma en sex mánaða, jafnvel þó að fólk hefði dvalið á Íslandi árum saman. Fram- lenging réðst af atvinnuástandi og þegar at- vinnuleysis varð vart fækkaði innflytjendum verulega. Staða innflytjenda á Íslandi hefur því lengst af verið óviss og erfitt að ráðgera lang- tímadvöl. Árið 1993 gerðist Ísland aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Í EES- samningnum er kveðið á um frjálsa för launa- fólks innan svæðisins. Íslensk stjórnvöld áskildu sér þó rétt til að vernda íslenskan vinnumarkað fyrir ójafnvægi vegna þess hve lítill og einhliða hann væri. Aðflutningi fólks frá EES var því áfram stýrt af ríkisstofnunum með útgáfu at- vinnuleyfa. Í kjölfar aðildar Íslands að EES- samningnum voru sett lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt innan EES og um atvinnuréttindi útlendinga árið 1994. Helsta nýjungin sem sneri að pólskum innflytjendum var að þeir gátu nú sótt um óbundið atvinnu- og dvalarleyfi eftir að hafa dvalið og unnið á Íslandi í þrjú ár samfellt. Þessi óbundnu leyfi gera fólki kleift að skipta um atvinnurekanda og leita að starfi á almenn- um vinnumarkaði. Í maí 2004 gengu átta ný ríki í Evrópusam- bandið, þar á meðal Pólland. Ríkisborgarar að- ildarlanda sambandsins þurfa ekki atvinnuleyfi til starfa á Íslandi en vegna bráðabirgðaákvæð- is, sem íslensk stjórnvöld settu, þurftu ríkis- borgarar nýju aðildarlandanna enn að sækja um atvinnuleyfi. Bráðabirgðaákvæðið féll úr gildi 1. maí síðastliðinn og nú er fólki frá öllum aðild- arlöndum Evrópusambandsins frjálst að búa og starfa á Íslandi. Að vera innflytjandi á Íslandi Aðeins um fjórðungur þeirra pólsku innflytj- enda, sem komu hingað fyrir 1995, býr enn á Ís- landi. Eftir það hefur hlutfallið hækkað mjög. Flestir þeirra sem rætt var við í rannsókninni ætluðu sér upphaflega að snúa aftur til Póllands eftir tímabundin uppgrip á Íslandi, þó að þeir hafi síðan sest að til frambúðar. Sumir kynntust maka sínum hér. Aðrir unnu hér í skamman tíma, fóru aftur til Póllands, en sneru svo aftur hingað vegna atvinnuleysis og bágra kjara í Pól- landi. Atvinnuleysi hefur verið viðvarandi í Póllandi allt frá því að Berlínarmúrinn féll. Á tíunda ára- tugnum var það lengst af um fimmtán prósent og nær tuttugu prósent síðustu ár, samkvæmt opinberum tölum. Meðal ungs fólks er atvinnu- leysi enn meira. Árið 2004 var tæplega helm- ingur allra skráðra atvinnulausra undir þrítugu. Sama ár var helmingur pólskra innflytjenda til Íslands undir þrítugu. Flest bendir til þess að aðeins lítill hluti pólskra innflytjenda tali íslensku. Í erindi sem Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur hélt 13. maí síðastliðinn, benti hún á að innflytjendur umgangist sjaldan Íslendinga á vinnustað. Inn- flytjendur hafi því fá tækifæri til að læra ís- lensku í vinnunni en einnig sé erfitt að læra utan vinnutíma vegna skorts á íslenskukennslu fyrir útlendinga. Rannsóknir sýni hins vegar að inn- flytjendur vilji læra íslensku. Unnur Dís segir ennfremur að innflytjendur á Íslandi fái mun minni tungumálakennslu en á hinum Norður- löndunum. Tungumálaörðugleikar leiða til einangrunar innflytjenda og koma í veg fyrir að menntun þeirra og reynsla nýtist til fulls. Menntunarstig pólskra innflytjenda hér á landi er nokkuð hátt: Nær allir sem komnir eru yfir tvítugt hafa lokið stúdentsprófi og margir hafa auk þess lokið iðn- eða háskólanámi. Þó virðist það heyra til und- antekninga að pólskir innflytjendur færist úr frumframleiðslu í störf sem krefjast meiri menntunar, jafnvel þótt þeir hafi búið á Íslandi í fleiri ár. Í tengslum við stórauknar framkvæmdir í byggingariðnaði og mannvirkjagerð hefur það færst í vöxt að fólk sé fengið til starfa hér á landi á tímabundnum ráðningarsamningum, oft gegnum ráðningarskrifstofur eða starfsmanna- leigur. Þar sem áður voru milligöngumenn sem útveguðu fyrirtækjum starfsfólk og innheimtu umboðslaun af innflytjendum, eru nú þjónustu- fyrirtæki og starfsmannaleigur sem sitja yfir hlut þeirra sem hingað koma og takmarka möguleika þeirra verulega. Ráðning erlends starfsfólk til skamms tíma virðist ákjósanleg lausn á tímabundnum mann- aflsskorti. Þó er hætta á óæskilegum langtíma- áhrifum. Erlendir starfsmenn verða einangrað- ir og í óvissu um framtíð sína og erfitt fyrir þá að taka þátt í íslensku samfélagi. Þeir sem dvelja á Íslandi til skamms tíma, og koma frá löndum þar sem kjör eru kröpp, gera ef til vill ekki sömu kröfur um kaup og kjör og fólk sem búsett er hér á landi. Því er hætta á að tímabundnar ráðn- ingar einangri og veiki réttindastöðu erlendra starfsmanna og jafnvel allra sem í greininni starfa. Verkalýðsfélög hafa lagt ríka áherslu á að innflytjendur njóti sömu kjara og innfæddir starfsmenn. Þrátt fyrir gífurlega fjölgun inn- flytjenda í fiskvinnslu og byggingariðnaði, hafa launavísitölur í þessum atvinnugreinum ekki lækkað miðað við aðrar atvinnugreinar. Ísland og Evrópa Á síðasta aldarfjórðungi hefur innflytjendum á Íslandi fjölgað verulega. Áhrifin á þróun ís- lensks atvinnulífs og samfélags eru greinileg. Lengi vel kom mikill meirihluti pólskra innflytj- enda til að starfa í fiskvinnslu en með opnari vinnumarkaði og hverfandi atvinnuleysi hafa fleiri komið til starfa í byggingariðnaði, land- búnaði og öðrum frumframleiðslugreinum. Þó að pólskir innflytjendur séu að jafnaði vel menntaðir, starfa langflestir í láglaunastörfum. Fæstir þeirra sem hafa flutt hingað frá Pól- landi virðast hafa ætlað sér að setjast að til frambúðar. Þeim hefur þó fjölgað. Nokkuð er um fjölskyldusameiningar og húsnæðiskaup auk þess sem áhugi á íslenskunámi virðist vera vaxandi. Fjölgun innflytjenda hefur orðið nokkru seinna á Íslandi en í mörgum Evrópulöndum. Í Bretlandi voru til dæmis um 4,2% heildarmann- fjöldans árið 1951 fædd erlendis. Árið 2001 var hlutfallið komið í 8,3%. Svipaða sögu er að segja af Þýskalandi, þar sem innflytjendur voru 4,9% íbúa þegar árið 1970 og 8,4% árið 1990. Þennan mun má að nokkru leyti skýra með landfræði- legri einangrun Íslands en einnig smæð ís- lensks samfélags, sérkennum vinnumarkaðar og hárri fæðingartíðni á Íslandi. Þá hafa ís- lenskar stofnanir staðið strangan vörð um inn- lendan vinnumarkað. Síðustu ár hefur orðið nokkur breyting á stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Lengi vel fjölgaði innflytjendum hægt – úr 1,4 pró- sentum af heildarmannfjölda árið 1980 í 1,8 pró- sent árið 1995. Síðan þá hefur innflytjendum fjölgað mun hraðar og voru þeir orðnir 4,6% af íbúum landsins árið 2005. Í sumum Evrópu- löndum, til að mynda Bretlandi, færist það í aukana að sérhæft starfsfólk á borð við lækna, bakara og pípulagningamenn, sé ráðið erlendis frá, enda er hægara í Bretlandi að fá starfsrétt- indi metin á milli landa. Margir hafa þó áhyggj- ur af því að þetta verði til þess að færra fólk fái starfsmenntun í Bretlandi auk þess sem brott- hvarf hæfs vinnuafls hlýtur að hafa alvarleg áhrif í þeim löndum sem fólk hverfur frá. Víst er að ráðningarskrifstofur eru þegar farnar að út- vega íslenskum fyrirtækjum sérhæft starfsfólk frá Póllandi. Hinn 1. maí síðastliðinn aflétti ríkisstjórnin takmörkunum á frjálsri för fólks frá nýjum að- ildarríkjum Evrópusambandsins. Þar með opn- ast íslenskur vinnumarkaður talsvert en stétt- arfélög hafa varað við að kjör versni í kjölfar aukins framboðs á vinnuafli. Fyrirtæki hafa hag af því að auðvelt sé að ráða ódýrt vinnuafl til til- tekinna verkefna en jafnframt séu skuldbind- ingar gagnvart því í lágmarki. Þetta á sérstak- lega við nú þegar mikil eftirspurn er eftir vinnuafli í láglaunastörf. Stéttarfélög líta svo á að fólk sem starfi á Íslandi eigi vera meðlimir í stéttarfélagi og hafa samfélagslegar skyldur og réttindi til jafns við aðra. Alþýðusamband Ís- lands leggur áherslu á að haft sé eftirlit með fyrirtækjum og fólki sem starfar á Íslandi til að koma megi í veg fyrir undirboð á vinnumarkaði. Breytingar í innflytjendamálum hafa verið hraðar og nauðsynlegt er að umræða um fram- tíðarhorfur fari fram. Afleiðingar af fjölgun inn- flytjenda í öðrum löndum álfunnar eru misjafn- ar. Í sumum löndum Evrópu hefur tekist nokkuð vel að skapa fjölþjóðlegt samfélag. Ann- ars staðar mynda innflytjendur mikið til ein- angraða undirstétt. Á Íslandi eru innflytjendur víða einangraðir innan samfélagsins og of lítið virðist gert til að fólk nái að verða hluti af því og njóta tækifæra til jafns við aðra. Fjölþjóðlegt samfélag verður seinna til hér á landi en í flest- um öðrum löndum Evrópu. Því ætti að vera hægt að læra af reynslu annarra landa og þróun innflytjendamála þar. jenda á Íslandi Morgunblaðið/Sverrir Fjölgun innflytjenda á Íslandi hefur haft veruleg áhrif á nokkrar atvinnugreinar. Einna greinilegust eru þau í fiskvinnslu. Mörg fiskvinnslufyrirtæki eru nær eingöngu rekin með innfluttu vinnuafli og verður ekki séð hvernig fiskvinnsla hér á landi yrði starfrækt án innflytjenda. Höfundur er nemandi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Greinin er byggð á rannsókn á sögu pólskra innflytjenda á Íslandi sem unnin var sumarið 2005. Rannsóknin var styrkt af Nýsköp- unarsjóði námsmanna og unnin undir hand- leiðslu Vals Ingimundarsonar, prófessors í sagn- fræði við Háskóla Íslands. Upplýsinga var aflað með tvennum hætti. Annars vegar var farið yfir skýrslur og önnur gögn frá ríkisstofnunum – at- vinnuleyfi frá félagsmálaráðuneyti og Vinnu- málastofnun, og tölulegar upplýsingar frá Hag- stofu Íslands. Hins vegar voru tekin viðtöl við pólska innflytjendur og aðra sem komið hafa að sögu þeirra, svo sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn stéttarfélaga, ráðningarskrifstofa og fyrirtækja sem hafa ráðið pólska innflytjendur til starfa. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 11 ’ Fyrst kláruðu þeir hrossakjötsfjallið.Síðan kláruðu þeir kjúklingafjallið. Nú eru öll kjötfjöll horfin og hreinlega skort- ur á kjöti.‘Kjötinnflytjandi lýsir áhrifum Impregilo og annarra stórra verktaka á Austurlandi á kjötmarkaðinn. ’ Hugmyndin kviknaði þegar ég varðvar við að foreldrar áttu það til að kaupa hálfan lítra af gosi fyrir fimm ára gömul börn og hálfpartinn troða því upp á þau.‘Jón Fanndal, sem rekur verslun í flugstöðinni á Ísa- firði, gefur fólki 10 krónur með hverju vatnsglasi. ’ Menn hringja jafnvel aftur og aftur ogbæta því við að þeir séu bæði ríkir og myndarlegir.‘Kona sem rekur erótíska nuddstofu segir hringt þangað daglega til að kanna hvort þar sé rekið vændi. ’ Það er allt útskitið, og ef fólk ætlarmeð fjölskyldunni niður að Tjörn að gefa öndunum brauð þá hefur það frekar verið að gefa mávunum.‘Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi vill fækka sílamávunum. ’ Það á bara að útrýma mávum af því aðþeir garga, það fer í taugarnar á fólki.‘Jóhann Óli Hilmarsson , formaður Fuglaverndar- félags Íslands, segir ekki næg rök fyrir útrýmingu að sílamávar valdi ónæði. ’ Ég hafði aldrei áður komið í kajak ograunar aldrei séð kajak nema í bíómynd- um, en hugsaði með mér þegar ég frétti af þessum ferðum, að það væri nú kominn tími til.‘Pálína Magnúsdóttir fór í kajakferð í tilefni áttræðis- afmælis síns. ’ Þetta er líklega bara einhver stelpasem er of feimin til að setja mynd af sjálfri sér.‘Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fegurðardrottning kippir sér ekkert upp við að rússnesk stúlka noti myndir af henni á stefnumótasíðu. ’ Þær forsendur sem liggja til grund-vallar því sem menn eru almennt að hugsa í atvinnulífinu virðast ekki ná inn fyrir veggi Seðlabankans. Þetta er at- hyglisvert í ljósi þess að Seðlabankinn hefur verið að berja á bönkunum um að gæta sín í útlánum og bankarnir hafa ver- ið að draga úr útlánum til íbúða- og bygg- ingaframkvæmda og það er eins og Seðlabankinn geri ráð fyrir því að bank- arnir hlusti ekkert á það sem hann segi.‘Vilhjálmur Egilsson , framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, telur vaxtahækkun Seðlabankans hafa verið óþarfa. ’Ég verð að viðurkenna að mér finnstþað nokkuð harkalegt að þegar rík- isstjórn Íslands nær samkomulagi við að- ila vinnumarkaðarins um inngrip í hag- kerfið, sem mér finnst að Seðlabankinn hafi verið að kalla eftir, þá eru ekki liðnar nema nokkrar vikur áður en bankinn flautar þetta af.‘Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ ’Það er ekki neinum til góðs að þiggjafjárhagsaðstoð lengi og við gerum það sem við getum til að koma í veg fyrir að sú aðstaða skapist.‘Hjördís Árnadóttir , félagsmálastjóri í Reykjanesbæ Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Það ástfóstur sem mávarnir hafa tekið við Tjörnina í Reykjavík vekur litla hrifningu meðal borgarbúa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.