Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 15

Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 15 vegna. Skóladagurinn hefur lengst hjá nemendum á öllum aldursstigum auk þess sem margir nýta ýmiss kon- ar þjónustu eins og frístundaheimili, tómstundanámskeið og fleira sem fram fer í skólanum eftir að skóladegi lýkur. Dagurinn er því langur hjá mörgum nemendum. Skólarnir hafa hins vegar verið að opnast og foreldr- ar og jafnvel ömmur og afar fylgjast meira og betur með skólastarfinu og taka meiri þátt í því en upplifa líka að þau hafi skyldur, en hvort tveggja er mjög jákvætt.“ En hvað með börnin sjálf, finnurðu einhvern mun á þeim eftir þessi nær tuttugu ár sem þú hefur stjórnað skólanum? „Það er auðvitað alltaf einhver breyting en ef ég legg út frá okkar nemendum þá finnst mér þeir ekki hafa breyst svo mikið. Hins vegar verður maður þess áþreifanlega var í hraða þjóðfélagsins að sum börn eru meira ein eftir að skóladegi lýkur. Þetta þýðir aftur á móti ekki að þann tíma sem nemendur eru í okkar umsjá séu þeir ekki jafndugmiklir, góðir og metnaðargjarnir og áður fyrr. Við verðum bara alltaf að hafa hugfast mikilvægi þess að nemendur eigi traust og gott athvarf í að leita eftir að skóla lýkur á daginn og séu í góðum og jákvæðum tengslum við foreldra sína.“ Mikilvægt að styrkja sjálfsmynd barna Tölum nú aðeins um menntun í nú- tímasamfélagi. Hver á kjarni mennt- unar að vera? Á hvað eigum við að leggja áherslu? Hvað felst í góðu skólastarfi? „Það halda flestir að fyrst nefni maður íslensku, stærðfræði, tungu- mál eða upplýsingamennt. Í Ártúns- skóla höfum við ekki síður unnið með samskipti og það að geta fótað sig í nútímasamfélagi. Við viljum að nem- endur læri að nýta það frumkvæði sem í þeim býr og styrki sína sjálfs- mynd. Sá sem hefur sjálfsöryggi í veganesti er vel nestaður í þjóðfélagi sem er jafnögrandi og fullt af áreiti eins og okkar. Þar verður fólk að hafa jarðfestu og geta staðist áreiti og metið sjálft hvað því er hollt og hvað ekki. Við leggjum því mikla áherslu á lífsleikni í okkar skólastefnu og hún er eins og rauður þráður í öllu okkar starfi. Ekki skal dregið úr gildi góðra einkunna en þær eru oft haldlitlar ef áðurnefndir eiginleikar fylgja ekki með. Við leggjum því áherslu á sam- starf og samvinnu og virka þátttöku allra. Það er t.d. gaman að segja frá því að í fyrra var fyrsta nemendafélag yngri nemenda, að ég held á landinu öllu, stofnað í skólanum, Félag ung- menna í Ártúnsskóla eða FUÁ. Fé- lagsmenn eru allir nemendur 1. til 7. bekkjar. Nemendur þriggja elstu ár- ganganna, 5.–7. bekkjar, mynda stjórn en nemendur 1. til 4. bekkjar eiga áheyrnarfulltrúa sem sitja stjórnarfundi. Nafnið var að sjálf- sögðu valið í atkvæðagreiðslu,“ segir skólastjórinn og brosir. „Félagið er mikilvægur þáttur nemendalýðræðis. Það tekur svolítinn tíma að koma svona verkefni í gang og virkja alla til þátttöku en það er virkilega þess virði. Þetta er mjög þakklátt starf. Krakkarnir eru líka geysilega áhuga- samir og til marks um það get ég nefnt að stjórnarfundir eru yfirleitt klukkan átta á morgnana, áður en skólinn byrjar! Skólastjóri og náms- ráðgjafi sitja stjórnarfundi með mál- frelsi og tillögurétt.“ Á kafi í tónlist Hillurnar hjá skólastjóranum svigna undan geisladiskum. „Þetta er undirleikur fyrir söng- og ljóðatíma,“ segir hann kankvís. „Ég er alinn upp á miklu tónlistarheimili. Pabbi var mikill hetjutenór og harmonikkuleik- ari og samdi líka lög, afi spilaði á org- el og mamma hafði frábæra söng- rödd. Fjölskyldan bjó í Sigurðarhúsi á Eskifirði og var heimilið mann- margt en þar létti tónlistin lífið. Ég var farinn að radda 10–11 ára gamall. Það var nú svo að ef maður gat lagt eitthvað til í söng þá var eldri kyn- slóðin ekki eins ströng á að senda mann í háttinn.“ Og svo fórstu í poppið? „Já, ég fór ungur að spila í hljóm- sveitum, en ætli sú kunnasta, á Aust- fjörðum í það minnsta, hafi ekki verið hljómsveitin Ómar. Það olli reyndar svolitlum misskilningi þegar við aug- lýstum „Ómar og Ellert skemmta“, því þá var Ómar Ragnarsson orðinn þekktur skemmtikraftur, svo við breyttum auglýsingunni snarlega í „Skemmtið ykkur með Ómunum og Ellert“, en aðsóknin minnkaði ekki við það,“ segir skólastjórinn og hlær eins og sá sem kann að gera grín að sjálfum sér. „Við spiluðum alveg þindarlaust á sumrin og síldarárin voru mögnuð,“ segir hann og verður dreyminn á svip. ,,Maður vann fullan vinnudag og spilaði svo á síldarböll- um allt að fimm til sex kvöld í viku. Þetta voru óskaplega skemmtilegir tímar. Árið 1968 gekk ég í hljómsveit- ina Húna en þegar ég fór að kenna í Öldutúnsskóla stofnuðum við nokkrir kennarar þar söngsveitina Randver sem er enn starfandi. Þar spila ég á bassa, eins og ég hafði reyndar gert á árum áður, ásamt því að sinna söng og textagerð. Gráir fyrir hærum höf- um við ennþá óskaplega gaman af þessu.“ Þú hefur einmitt samið nokkra ódauðlega texta við jafnógleymanleg dægurlög eins og „Karlmannsgrey í konuleit“ með Dúmbó og Steina, „Dansað á dekki“ með Fjörefni og „Góðhjörtuð kona“ með Randver, svo aðeins nokkur séu nefnd. „Ég hef samið umtalsverðan fjölda texta við lög af ýmsum gerðum og haft mjög gaman af. Þetta eru bæði dægurlagatextar, gamanvísur og svo þykist ég stundum kveða eitthvað dýrara. Ég hef alltaf haft yndi af ljóð- um.“ Framsækin söng- og ljóðakennsla Söngurinn er einmitt í öndvegi hér í skólanum og mér skilst að þú hafir sett upp söngleiki með nemendum? „Ég hef sett upp fjölda leikrita með söngvum með 12 ára nemend- um. Hér mótmælir enginn því að syngja. Skrifstofa skólastjórans er ekki tákn um vald því hér æfum við söng og oft skila nemendur mér munnlegum ljóðaverkefnum hér. Ég hitti þrjá elstu árgangana á sal á hverjum föstudegi, í stund sem ég kalla „40 mínútur á föstudegi“. Þar sinnum við fjölbreyttum verkefnum, m.a. ljóðalestri og söng. Nemendur læra hér ljóð af miklum móð. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á ljóðum en fyrir rúmum tíu árum unnum við Magnús Kjartansson, tónlistarmað- ur og góður vinur minn, þróunar- verkefni sem bar nafnið „Ljóð í lif- andi ljósi“. Þetta samstarf hefur haldið áfram og Magnús verið mér og skólanum ómetanleg hjálparhella. Það er miklu auðveldara fyrir börn að læra ljóð sem eiga sér lög og því kenni ég ljóð á þann hátt auk þess sem það er svo miklu skemmtilegra. Í tölvunni minni á skrifstofunni er ég með undirleik- inn við ljóðin og oft banka bara krakkarnir, stundum eitt og eitt og stundum hópur, á dyrnar og segja til dæmis „Ellert, við ætlum að skila „Huggast við hörpu,“ og þá ómar lag- ið og upplífgandi söngur nemenda um skrifstofuna.“ Er virkilega ekkert mál að fá nem- endur til að syngja? „Nei, það er ekkert mál. Undan- farin ár hef ég boðið öllum 10 til 12 ára nemendum að vera með í söng- hóp. Eina skilyrðið er að hafa gaman af að syngja. Í vetur voru 42 nem- endur í sönghópnum og við fórum víða og sungum svo sem á hjúkrunar- og elliheimilum. Á vorin ljúkum við síðan starfinu með því að fara í hljóð- ver og taka upp afrakstur vetrarins og nemendur sönghópsins fá geisla- disk til eignar. Það finnst þeim frá- bært,“ segir Ellert og brosir og ein- hvern veginn hefur maður á tilfinningunni að fátt finnist honum sjálfum skemmtilegra. „Farsælt skólastarf verður að vera lifandi, fjölbreytt og skemmtilegt. Í jákvæðri samvinnu við nemendur, foreldra og síðast en ekki síst við traust og gott starfsfólk er hægt að gera það að veruleika. Ég held að okkur í Ártúnsskóla hafi í gegnum árin tekist bærilega upp í þessum efnum.“ Ætli íslensku menntaverðlaunin og ánægðir nemendur tali ekki sínu máli. ’Þjóðfélagið hefur verið á alveg ofboðslegriferð og skólarnir eru í linnulítilli aðlögun að þessum öru breytingum þjóðlífsins.‘ ’Við viljum að nemendur læri að nýta þaðfrumkvæði sem í þeim býr og styrki sína sjálfsmynd. Sá sem hefur sjálfsöryggi í vega- nesti er vel nestaður í þjóðfélagi sem er jafn- ögrandi og fullt af áreiti eins og okkar. ‘ Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. B&L verslun og varahlutir Brú Shell Fossháls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.