Morgunblaðið - 09.07.2006, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndir byggð-ar á teiknimynda-sögum hafa náðótrúlegum vin-sældum á síðustu
áratugum, ekki síst sakir
nýrrar tækni sem gerir kvik-
myndgerðarmönnunum
kleift að „láta hetjurnar fram-
kvæma“ öll þau yfirnáttúrlegu
kraftaverk sem eru kjarni sagnanna.
Stafrænni kvikmyndagerð var upp-
haflega beitt í fyrstu, leiknu Superm-
an-myndinni, sem var frumsýnd fyrir
tæpum 30 árum. Manni er það minn-
isstætt þegar Terence Stamp og
fleiri góðir menn breyttust skyndi-
lega í næfurþunna ferhyrninga sem
geystust eins og fljúgandi diskar út í
buskann. Það var ekki laust við að
neðri kjálkinn sigi örlítið.
Seinna kom tölvuteiknivinnslan
(CGI) til sögunnar, og útrýmdi nán-
ast gömlu brellumeistarastéttinni í
einu vetfangi. Ekkert var lengur
ómögulegt.
Vandað til verka
Einn færasti leikstjórinn í gerð
nýjustu kynslóðar teiknimyndasögu-
kvikmyndanna er Bryan Singer.
Hann á að baki tvær myndir, kennd-
ar við X-Men, sem nutu feikna vin-
sælda og þykja framúrskarandi vel
gerðar. Þegar Warner Bros ákvað að
tími væri kominn til að mjólka Super-
manmerkið að nýju, lögðu þeir ofur-
áherslu á að fá Singer til að stjórna
verkinu. Hann var önnum kafinn við
undirbúning þriðju X-Men mynd-
arinnar, en allir eru falir fyrir rétta
upphæð í kvikmyndaheiminum líkt
og í fótboltanum og á endanum gerði
Singer allt snarbrjálað í herbúðum
20th Century Fox, framleiðanda X-
Men, og hvarf yfir til keppinautanna.
Singer var lofað gulli og grænum
skógum og Superman Returns er, að
mati The Hollywood Reporter, ein
dýrasta mynd allra tíma, kostnaður-
inn er kominn hátt í 300 milljónir
dala, eða rösklega það, sem reikning-
urinn fyrir Titanic hljóðaði upp á.
Warnermenn eru öruggir um að
fjárfestingin sé góð og myndin, sem
byrjaði göngu sína víða um heim um
síðustu helgi, skilaði afskaplega
huggulegum aðsóknartölum sem lofa
góðu um framhaldið.
Sagan að baki ofurhetjunni
„Jafnvel þótt þú sért alinn upp eins
og manneskjurnar, ertu ekki ein
þeirra. Þær geta verið valmenni, Kal-
El, þær þrá það en skortir ljósið til að
vísa sér veginn.
Af þeirri ástæðu, getunni að vera
góðar manneskjur, hef ég sent þig til
þeirra … minn einkason.“ – Jor-El
Á þessum orðum hefst Superman,
hér lína sagnabálksins lögð, hann
fjallar um ofurhetjuna sem fæddist á
stjörnu sem löngu er útbrunnin.
Hann er alinn upp af fósturforeldrum
á Kentbýlinu í Kansas og drengurinn
Kal-El heitir Clark Kent í sínu nýja
umhverfi. Hann elst upp meðal
manna en er ekki einn þeirra, honum
er flest mögulegt sem ekki er á færi
dauðlegra manna. Til að eiga með
þeim eðlilegt samneyti lifir Clark
(Brandon Routh), tvöföldu lífi; sem
hinn frekar óframfærni og feimni
borgari og blaðamaður Kent, sem
bregður sér á laun í gervi Súper-
mans, stálmannsins, sem flýgur um
loftin blá og berst við glæpamenn og
annan óþjóðalýð meðal íbúa Jarðar.
Einkum í höfuðborginni Metropolis,
þar sem Clark starfar sem blaðamað-
ur við The Daily Planet.
Superman Returns hefst þegar
fimm ár eru liðin frá dularfullu hvarfi
hetjunnar/blaðamannsins. Að honum
gengnum hefur glæpatíðnin vaxið
óskaplega í Metropolis, glæpahöfð-
Ofurmennið Súperman er að öllum líkindum þekktasta myndasöguhetjan af þeim
öllum og fræg kvikmyndapersóna, því fjórar, vinsælar myndir um ofurhetjuna sáu
dagsins ljós á árunum 1978–87. Slíkar gullnámur standa ekki lengi ónýttar; ný mynd,
Superman Returns, hefur göngu sína á miðvikudaginn. Sæbjörn Valdimarsson komst að
því að ekkert hefur verið til sparað svo að endurkoman verði sem glæsilegust.
inginn Lex Luthor (Kevin Spacey)
hefur haft tiltölulega frjálsar hendur
eftir að hann slapp úr fangelsi, til að
byggja upp og stækka stórveldi sitt í
undirheimunum. Nú hyggst hann
komast yfir leyndarmál Supermans
og nýta sér yfirnáttúrlega krafta
hans á glæpsamlegan hátt og verða
enn frægari, ríkari – og djöfullegri.
Lois Lane (Kate Bosworth),
stjörnublaðamanni The Daily Planet
og ástinni í lífi Supermans, hefur
vegnað vel eftir að hann hvarf spor-
laust. Hún hefur meira að segja hlot-
ið Pulitzer-verðlaunin fyrir greina-
flokkinn Hvers vegna Jörðin þarf
ekki á Superman að halda. Hún hefur
sínum hnöppum að hneppa, er trúlof-
uð frænda blaðaútgefandans og á
ungan son.
Fimm ára leit Supermans að stöðu
sinni í alheimi lýkur hins vegar á bú-
garðinum í Kansas, þar er að finna
einu fjölskylduna sem hann í raun-
inni á. Hann snýr aftur til Metropolis
og eftir að hafa litið Lois Lane aug-
um að nýju veit hann nákvæmlega
hvar hans rétti staður er í tilverunni.
Mitt á meðal glæpahyskisins
bruggar Lex Luthor sín banaráð,
Supermans er sannarlega þörf sem
aldrei fyrr.
Singer er með einvalalið með sér,
reyndar er Routh lítið þekktur, hann
var valinn úr mýgrút umsækjenda og
ekki frítt við að honum svipi til for-
vera síns, Christophers Reeves, sem
féll frá aðeins liðlega fimmtugur árið
2004. Lane blaðakona er í höndum
Bosworth (Wonderland, Bee Sea-
son). Erkióvinur hans, Lex Luthor,
er að þessu sinni leikinn af Kevin
Spacey og meðal fjölda, þekktra leik-
ara í aukahlutverkum má nefna
James Marsden (X-Men I og II),
Frank Langella og Evu Marie-Saint.
Kvikmyndatökustjóri er Newton
Thomas Sigel (X-Men I og II, Three
Kings) og tónlistina samdi John Ot-
toma (X-Men II, Fantastic Four).
Heppilegustu tökustaðirnir reynd-
ust í Ástralíu. Það er tímanna tákn að
nýja Superman-myndin var tekin í
Ástralíu frekar en á söguslóðunum,
en New York er fyrirmynd Metro-
polis í teiknimyndasögunni. Áður en
Singer tók við leikstjórninni var McG
í því embætti og var ákveðinn í að
gera myndina í New York. Honum
var skipt út og Singer hélt til Ástr-
alíu. Tökustöðunum var eingöngu
breytt af hagkvæmnisástæðum, þar
sem allur kostnaður er mun lægri í
Eyjaálfunni, vegna þess að stjórn-
völd veita m.a. 12,5% afslátt af op-
inberum gjöldum. Fleira kom til,
m.a. birtan, en sumarsólin í álfunni
þykir engu lík, skærari en annars
staðar á jarðarkringlunni. Slíkar að-
stæður þykja henta efninu vel, því öf-
ugt við nátthrafninn Batman er Su-
perman maður dagsljóssins, og mikið
af tökunum fór fram utandyra.
Kvikmyndatökur hófust í mars á
síðasta ári í Tamworth, litlum bæ
rétt utan við Sydney, þar höfðu kvik-
myndagerðarmennirnir fundið lítinn,
afskekktan bóndabæ sem, með smá-
breytingum, hentaði fullkomlega
sem bernskuheimili Clarks Kent í
Kansas.
Eftir nokkrar vikur í Tamworth
var tökunum haldið áfram í Fox kvik-
myndaverinu í Sydney. Warner Bros
á að vísu tökuver í álfunni, en hin
risavaxna Superman Returns kallaði
á miklum mun meiri aðbúnað og
reyndari starfskrafta, sem voru til
staðar hjá Fox. Superman Returns
er umfangsmesta myndin sem tekin
hefur verið í þessu nýlega stúdíói, en
hljóðverin eru yfir 10.000 fermetrar
og öll önnur aðstaða eins og best
verður á kosið. Þar fóru fram tökur á
myndum á borð við Matrix og nánast
allar úti- sem innitökur eru innan
veggja versins. Útkoman er ólík fyrri
Superman-myndunum, sem voru
teknar í New York, að þessu sinni er
Metropolis hönnuð fullkomlega sam-
kvæmt þörfum myndarinnar. Það
verður því hvorki stílfærð New York
né Sydney sem ber fyrir augu gesta
Superman Returns, heldur hin eina
sanna Metropolis. Annað var uppi á
teningnum þegar tekin voru atriði
þar sem hinn al-ameríski hafnabolti
kom við sögu, þá komu kvikmynda-
gerðarmennirnir sér fyrir á hinum
eina sanna Dodger-leikvelli í Los
Angeles.
Hnattvædd ofurhetja
„Þú finnur hvergi á jarðkringlunni
það land þar sem íbúarnir þekkja
ekki Superman,“ segir Bryan Singer
leikstjóri, „jafnvel inni í miðjum
frumskógunum, þess vegna telst
hann hnattvædd ofurhetja.“ Stál-
maðurinn hefur blasað við í áratugi,
fyrst í hasarblöðunum, síðan á skján-
um og að lokum á hvíta tjaldinu.
„Þessi magnaða samsetning
mannkosta, varanleika, auk hæfileik-
ans að geta flogið, gerir hann aðlað-
andi í augum fjöldans. Hann velur
jafnan réttu leiðina, er fær um að fást
við hvað og hvern sem er og síðan
geysist hann um loftin blá,“ segir
Singer, „einhvern tímann höfum við
öll óskað þess að vera eins og hann.“
Frá því að fyrsta teiknimyndasag-
an birtist árið 1938, hefur Superman
staðist tímans tönn sem varanleg
söguhetja í heimsmenningunni og al-
þjóðlegt tákn um mannlega full-
komnun. Hann var fyrsta teikni-
myndasöguhetjan sem kom frá
annarri plánetu, búinn ótal
eiginleikum sem okkur,
dauðlega menn dreymir
um, ekki síst að geta svifið
um geiminn, frjáls eins og
fuglinn. Hann er einnig of-
urmenni að burðum, sér í
gegnum holt og hæðir og er
gæddur sönnum dyggðum
og hefur hvergi vikið frá
upphafsímyndinni í 70
ár.
Til að byrja með birt-
ist teiknimyndasagan í
dagblöðum og naut síauk-
inna vinsælda í því formi allt fram
undir 1970. Þá var Superman tek-
inn upp á arma hasarblaðaútgáf-
unnar DC Comics, sem dreifir af-
urðum sínum um allan heim. Á
hvíta tjaldinu birtist Superman
árið 1941 í 17 vönduðum teikni-
myndum sem voru sýndar á und-
an aðalmyndinni í kvikmynda-
húsum. Síðan hafa verið gerða fimm
langar, leiknar myndir, aragrúi sjón-
varpsmynda og -þátta, alls eru um 35
titlar í boði á myndbanda- og mynd-
diskamarkaðnum. Fyrsta leikna
myndin nefnist Superman and the
Mole-Men, frá árinu 1951. Síðan
komu þær þekktustu, með Chri-
stopher Reeve, á árunum 1978 til
1987. Og nú hefur þessi heillandi
bjargvættur frá Krypton tekið flugið
á ný.
Kate Bosworth sem Lois Lane og Brandon Routh sem blaðamaðurinn Clark Kent og hetjan Súperman.
saebjorn@heimsnet.is
Bálkurinn til þessa
Superman Leikstjóri: Richard Donner. Með Christopher Reeve, Margot Kidder, Mar-
lon Brando, Gene Hackman. 1978. 143 mín.
Ævintýri í anda teiknimyndasagnanna sem Donner, tæknimönnum og
breska kvikmyndatökustjóranum Geoffrey Unsworth hefur tekist að skapa
með stíl. Fylgst með bjargvættinum berjast fyrir réttlætinu vítt og breitt
um himinhvolfið og móður Jörð, milli þess sem hann fæst við erkifjandann
LL (Hackman) og ástina sína, hana Lois Lane (Kidder). Brando bregður fyrir
í frægu atriði í einhverju versta bókhaldsdæmi kvikmyndasögunnar!
Superman II Leikstjóri : Richard Lester. Með Christopher Reeve, Margot Kidder, Gene
Hackman, Ned Beatty, Terence Stamp. 1980. 127 mín.
Þrír þrjótar af plánetunni Krypton koma til jarðarinnar og eru þar jafn-
mikil ofurmenni og hið fyrsta, sem á í talsverðum brösum með þá. Gamla
leikaraliðið í skemmtilegri framhaldsmynd sem reyndar hefur upp á
sáralítið nýtt að bjóða en er glimrandi vel gerð tæknilega og býr
yfir góðum brellum og hasar og Stamp í stuði.
Superman III Leikstjóri: Richard Lester. Með Christopher Reeve,
Richard Pryor, Annette O’Toole. 1983. 123 mín.
Nú tekur að harðna á dalnum hjá hetju vorri þegar
ævintýrið mikla er fært niður á plan gamanmyndar
með Richard Pryor en grínleikarinn fer með hlut-
verk tölvusnillings sem vinnur fyrir stórkrimmann
sem vill leggja undir sig heiminn og tekst að veikja
ofurmennið Superman. Engir töfrar eru eftir í
sögunni, aðeins missniðugt grín og sæmilegar tækni-
brellur.
Superman IV: The Quest for Peace Leikstjóri: Sydney J. Furie. Með: Christopher Reeve,
Gene Hackman, Margot Kidder. 1987. 90 mín.
Superman ákveður að nú sé tími til kominn að skipta sér
af heimsmálunum eftir að lítill drengur sendir honum bréf.
Hjartnæmt, já, en hrútleiðinlegt. Lapþunnur söguþráður og
ósamstæð frásögn til lýta. Það hefur enginn vitað hvort
númer fjögur ætti að vera fyrir börn eða fullorðna. Tækni-
brellurnar eru ekki eins vandaðar og áður.
(Úr Myndbandahandbókinni e. Sæbjörn Valdimarsson og
Arnald Indriðason.)
Súperman í flugtaki
Christopher
Reeve sem
Súperman.