Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 20
20 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
George Koronias, for-stjóri Vodafone í Grikk-landi, hafði sambandvið skrifstofu grískaforsætisráðherrans í
byrjun mars á síðasta ári. Forstjór-
inn tilkynnti forsætisráðherranum,
að í ljós hefði komið að einhverjir
hefðu nýtt hlerunarhugbúnað til að
laumast inn á kerfi Vodafone og hlera
farsíma um 100 háttsettra embættis-
og stjórnmálamanna. Í þeim hópi
voru æðstu yfirmenn grískrar lög-
reglu og varnarmála og ráðherrar í
ríkisstjórninni, þar á meðal forsætis-
ráðherrann.
Hneykslið í kjölfar þessara upplýs-
inga, þar sem einnig kemur við sögu
dauði starfsmanns Vodafone sem tal-
inn er geta tengst hlerununum, hefur
skekið grísku þjóðina. Það kemur í
kjölfar Ólympíuleikanna sem haldnir
voru í Grikklandi árið 2004 og voru
þjóðinni ærið tilefni til stolts. Hler-
anirnar virðast hafa hafist nokkrum
vikum áður en leikarnir voru settir í
ágúst 2004 og uppgötvuðust ekki fyrr
en sjö mánuðum síðar. Þar með hefur
verið hægt að hlera rúmlega 100 far-
síma, þar á meðal síma sem tengdust
bandaríska sendiráðinu í Aþenu, að
því er gríska ríkisstjórnin hefur upp-
lýst. Bandaríska sendiráðið neitaði að
tjá sig um málið.
Mál þetta hefur reynst hið versta
vandræðamál fyrir tvö stærstu fyr-
irtæki heims á sviði farsímaþjónustu.
Það eru breska fyrirtækið Vodafone,
hið stærsta í heiminum á sviði far-
símaþjónustu ef miðað er við tekjur,
og sænska fyrirtækið Telefon AB
L.M. sem sér Vodafone fyrir öllum
búnaði til að reka fjarskiptakerfi sín.
Svo gæti farið að Vodafone yrði sekt-
að af gríska fjarskipteftirlitinu um
milljónir evra ef niðurstaðan verður
sú að öryggisráðstöfunum fyrirtæk-
isins hafi verið áfátt. Málið varpar
líka einstöku ljósi á heim háþróaðrar
hlerunartækni og sýnir hvernig þeir
sem hlera geta smogið inn á kerfi sem
eiga að vera örugg.
Dularfullt dauðsfall
Margt er enn á huldu í málinu.
Saksóknarar, sem enn rannsaka mál-
ið, hafa ekki fundið neina sökudólga.
Þeim hefur heldur ekki tekist að sýna
fram á af hvaða hvötum hlerunarbún-
aðinum var komið fyrir og ekki held-
ur hvort samtöl hafi í reynd verið
vöktuð.
Löggæsla hefur lengi átt þess kost
að hlera einstaka farsíma meintra
glæpamanna og hryðjuverkamanna, í
samræmi við dómsúrskurði. Gríska
hlerunarmálið er af allt öðrum toga,
því þar hafa einhverjir óþekktir að-
ilar sett upp hugbúnað til að hlera
fjölda farsíma æðstu stjórnenda
landsins.
Það flækir svo enn málið að nokkr-
um klukkstundum áður en Koronias
forstjóri hafði samband við ríkis-
stjórnina fannst einn kerfisstjóra
Vodafone, Costas Tsalikidis, látinn í
íbúð sinni í Aþenu, hengdur í reipi
sem bundið hafði verið við vatns-
leiðslur fyrir utan baðherbergi hans.
Saksóknarar telja að tengsl geti verið
á milli dauða hans og hlerananna, að
því er maður kunnugur rannsókninni
segir.
Fjölskylda Tsalikidis staðhæfir að
hann hafi ekki framið sjálfsvíg, eins
og gríska lögreglan taldi í fyrstu.
Henni þykir líklegt að hinn 39 ára
Tsalikidis hafi uppgötvað hlerunar-
hugbúnaðinn. Tsalikidis hafði hug-
leitt um hríð að segja upp starfi sínu
hjá Vodafone, en sagði unnustu sinni
skömmu fyrir dauðann að það væri
lífsspursmál að hann hætti, að því er
lögmaður fjölskyldunnar, Themis So-
fos, sagði í viðtali. Tsalikidis vildi hins
vegar ekki ræða málið nánar þegar
unnustan krafði hann skýringa.
Vodafone hafnaði öllum tengslum
milli dauða Tsalikidis og hlerunar-
málsins, að því er fram kom í yfirlýs-
ingu fyrirtækisins 3. febrúar sl. Fyr-
irtækið hefur einnig neitað því að
hafa sjálft tengst hlerununum.
Engin sambærileg dæmi
Ericsson, sem einnig neitar allri
aðild, segir að ábyrgð á öryggi sím-
kerfa liggi hjá viðskiptavinum Erics-
son, sem veiti símaþjónustuna. Erics-
son er stærsti framleiðandi búnaðar
til þráðlausra fjarskipta í heimi og
um 40% af allri farsímaþjónustu fara
um tæknibúnað sem fyrirtækið hann-
ar. Ericsson hefur verið lykilsam-
starfsaðili Vodafone.
Atburðirnar hafa valdið óróa meðal
viðskiptavina Vodafone og Ericsson
og bæði fyrirtæki hafa þurft að svara
fyrir hvað gerðist. Vodafone hefur
hafið mikla markaðssókn í Grikklandi
til að endurheimta orðspor sitt, þar á
meðal með auglýsingaherferð og öðr-
um samskiptum við viðskiptavini,
birgja, stjórnvöld og aðra.
Ericsson kveðst hafa kannað far-
símanet þriggja annarra grískra far-
símafyrirtækja, sem nýta búnað
sænska fyrirtækisins og nokkurra
annarra farsímafyrirtækja víða um
heim og hefur ekki fundið nein merki
um hleranir þar. „Að því er Ericsson
best veit er þetta einstakt atvik.“
Talsmaður Vodafone, Ben Padovan,
sagði: „Við höfum hvorki fyrr né síðar
rekist á annað slíkt dæmi.“
Ýmsir sérfræðingar og stjórn-
málamenn telja að þarna hafi erlend
leyniþjónusta verið að verki, enda
hafi þurft umfangsmikla hátækni-
kunnáttu til að koma hugbúnaðinum
fyrir. Þeir sem hleruðu hafi haft að-
gang að einhverjum sem þekktu
mjög vel til hugbúnaðar Ericsson og
kerfis Vodafone. Þeir hafi líka haft
nauðsynlegt bolmagn til að þróa og
prófa hugbúnaðinn. Sérfræðingar
sem rannsakað hafa málið hafa fund-
ið tengsl milli hlerunarhugbúnaðar-
ins og ýmissa símanúmera í öðrum
löndum, í Bandaríkjunum, Bretlandi
og víðar.
Fyrir Ólympíuleikana 2004 óttuð-
ust leyniþjónustur Grikkja, Banda-
ríkjamanna og fleiri þjóða að hryðju-
verkamenn myndu láta til skarar
skríða.
Nýttu hugbúnað Ericsson
Tvenns konar háþróaður hugbún-
aðar lá að baki hlerununum, að því er
Ericsson hefur upplýst. Annar var
hannaður af Ericsson og er grunn-
búnaður sem fylgir kerfishugbúnaði
Ericsson. Þegar hugbúnaðurinn er
virkjaður er hægt að nota hann til
löglegra hlerana af hálfu yfirvalda, en
slíkar hleranir hafa orðið æ algengari
frá hryðjuverkaárásunum á Banda-
ríkin 11. september 2001. Til að
virkja þennan hugbúnað þurfa fjar-
skiptafyrirtæki að greiða milljónir
Bandaríkjadala fyrir viðbótarhug-
búnað, vélbúnað og lykilorð. Bæði
Ericsson og Vodafone segja að síð-
arnefnda fyrirtækið hafi ekki verið
búið að kaupa slíkan búnað í Grikk-
landi á þeim tíma sem hleranirnar
stóðu.
Hinum hugbúnaðinum, sem nýttur
var til hlerana, var komið fyrir í kerfi
Vodafone og tilgangurinn með hon-
um var tvíþættur. Annars vegar
virkjaði hann hugbúnað Ericsson og
hins vegar var hann þeim eiginleikum
gæddur að skilja ekki eftir nein aug-
ljós ummerki um að hann væri í notk-
un í kerfinu. Ericsson, sem rannsak-
aði hugbúnaðinn í samstarfi við
eftirlitsstofnun í Grikklandi, segir að
fyrirtækið hafi hvorki hannað eða
þróað hugbúnaðinn, né komið honum
fyrir.
Hlerunarbúnaðurinn gerði kleift
að hlusta á samtölin í hleruðu sím-
unum í fjórtán farsímum, sem ekki er
hægt að rekja þar sem símakortin
voru greidd fyrirfram og símarnir
ekki skráðir á nöfn. Þegar hringt var
í eða úr einhverjum hleruðu símanna
gat einn símanna fjórtán tengst inn á
það símtal um leið. Að líkindum
beindu þessir fjórtán farsímar sím-
tölunum jafnframt áfram í upptöku-
tæki annars staðar, að því er fram
kom á blaðamannafundi ríkisstjórn-
arinnar í febrúar 2006. Sumir þessara
fyrirframgreiddu farsíma voru virkj-
aðir á tímabilinu júní til ágúst 2004.
Af hálfu Vodafone er fullyrt að fyr-
irtækið hafi ekki haft hugmynd um að
í hugbúnaði Ericsson hafi falist hler-
unarmöguleikar, enda hafi Ericsson
aldrei upplýst æðstu stjórnendur far-
símafyrirtækisins í Grikklandi um
það, né heldur skýrt tækniliði fyrir-
tækisins sérstaklega frá því, að því er
fram kom í yfirlýsingu Vodafone í
mars sl.
Æðsti yfirmaður Ericsson í Grikk-
landi, Bill Zikou, bar hins vegar fyrir
þingnefnd að sölumenn fyrirtækis
hans hefðu upplýst Vodafone um
búnaðinn, auk þess sem þessar upp-
lýsingar væri að finna í handbókum
með hugbúnaðinum.
Vandræði með sms
Vodafone og Ericsson uppgötvuðu
að eitthvað undarlegt var á seyði í
janúar 2005. Þá fóru farsímanotend-
ur í Grikklandi að kvarta, því þeir
höfðu margir lent í vanda við að
senda sms-skeyti. Vodafone bað Er-
icsson að kanna málið og sérfræðing-
ar sænska fyrirtækisins fínkembdu
kerfið vikum saman, með aðstoð sér-
fróðra tæknimanna í Stokkhólmi. Í
byrjun mars 2005 tilkynnti Ericsson
tæknistjóra Vodafone að sérfræðing-
arnir hefðu rekist á hlerunarhugbún-
aðinn. Ekki hefur hins vegar verið
upplýst á hvern hátt hugbúnaðurinn
hafði áhrif á sms-sendingar.
Ericsson staðfesti að hugbúnaður-
inn gerði mönnum kleift að vakta
símtöl og Vodafone sá brátt að hler-
anirnar beindust að mörgum mikil-
vægustu embættismönnum landsins.
8. mars 2005 skipaði Koronias for-
stjóri svo fyrir, að aftengja skyldi
þennan ólöglega hugbúnað. Hann
kveðst hafa gert það til að tryggja
einkalíf viðskiptavinanna. Daginn
eftir hringdi hann í forsætisráð-
herrann.
Forstjóri grísku leyniþjónustunn-
ar, Ioannis Korantis, sagði nefnd
gríska þingsins í maí sl. að sú ákvörð-
un Vodafone að aftengja búnaðinn
hefði spillt fyrir rannsókn málsins.
„Um leið og hugbúnaðurinn var af-
tengdur var rofinn sá strengur sem
hefði getað leitt til þeirra sem stóðu
að hlerununum,“ sagði hann. Hann
hefur jafnframt lýst því yfir að gríska
leyniþjónustan beri ekki ábyrgð á
Vodafone og Ericsson í vanda í Grikklandi
Farsímar hundrað
háttsettra manna hleraðir
Forstjóri Vodafone í
Grikklandi, George Kor-
onias, hefur legið undir
ámæli fyrir að aftengja
hlerunarhugbúnaðinn,
en það er talið hafa
hindrað að sökudólg-
arnir fyndust.
Bill Zikou, forstjóri Er-
icsson í Grikklandi, kom
fyrir gríska þingnefnd til
að bera vitni um hler-
unarhneykslið.
Hlerunarbúnaður í farsímum ýmissa háttsettra embættis- og
stjórnmálamanna, eftir að laumast var inn í kerfi Vodafone í
Grikklandi og hlerunarbúnaði komið þar fyrir, hefur valdið
hneyksli er skekið hefur grísku þjóðina. Og dauði eins starfs-
manns Vodafone er talinn geta tengst málinu sem jafnvel er
talið að rekja megi til erlendrar leyniþjónustu.
Atburðir
í tímaröð
Júní-ágúst 2004: Þeir sem
hlera virkja a.m.k. einhverja af
þeim 14 fyrirframgreiddu far-
símum sem geta tengst símtöl-
um frá meira en 100 farsímum,
þar á meðal símum æðstu yf-
irmanna lögreglu og varn-
armála, ráðherra og forsætis-
ráðherra.
Janúar 2005: Notendur far-
síma tilkynna vandkvæði við að
senda sms-skeyti. Vodafone bið-
ur Ericsson að kanna málið.
Byrjun mars: Tæknimenn Er-
icsson uppgötva hugbúnað í
kerfi Vodafone, sem gerir kleift
að fylgjast með símtölum.
8. mars: Yfirstjórnandi Voda-
fone í Grikklandi skipar svo fyrir
að búnaðurinn skuli aftengdur.
9. mars: Kerfisstjóri hjá Voda-
fone finnst látinn í íbúð sinni.
Lögreglan úrskurðar fyrst að
um sjálfsvíg hafi verið að ræða,
en saksóknarar rannsaka málið
og tengsl þess við hleranirnar.
Síðar sama dag hefur forstjóri
Vodafone samband við ríkis-
stjórnina og lætur vita af hler-
unarhugbúnaðinum sem fannst.
11. mars: Gríska ríkisstjórnin
hefur rannsókn á hlerunarmál-
inu.
2. febrúar 2006: Gríska rík-
isstjórnin gerir málið opinbert
og að henni hafi ekki tekist að
finna sökudólginn eftir 11 mán-
aða rannsókn. Tilkynningin ýtir
rannsókn þingnefndar og gríska
fjarskiptaeftirlitsins úr vör.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Ýmsir sérfræðingar telja að í hlerunarmálinu hafi erlend leyniþjónusta verið að
verki, enda þurfi umfangsmikla hátæknikunnáttu til að koma hugbúnaðinum fyrir.