Morgunblaðið - 09.07.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 09.07.2006, Síða 21
hlerununum, enda hafi hún ekki þá tækniþekkingu sem nauðsynleg sé. Nokkrum stundum áður en Kor- onias forstjóri hringdi í skrifstofu for- sætisráðherrans hinn 9. mars í fyrra fann móðir Costas Tsalikidis son sinn látinn í íbúð hans í norð-vesturhluta Aþenu. Fjölskylda Tsalikidis, sem hafði unun af ferðalögum og safnaði göml- um rokkhljómplötum, segir að hann hafi verið glaðlyndur maður með áhuga á stærðfræði og hafi ætlað að kvænast unnustu sinni til margra ára eftir nokkra mánuði. Fjölskyldunni finnst meðal annars dularfullt að ekk- ert sjálfsvígsbréf fannst og hversu fagmannlega hvíta reipið sem hann hékk í var bundið. Tsalikidis, sem starfaði við hönnun á háhraðafarsímaneti Vodafone, hafði unnið við að kanna vanda við sendingu sms-skeyta, skömmu áður en hlerunarhugbúnaðurinn fannst, að því er fram kom í vinnudagbókum hans, að sögn lögmanns fjölskyldunn- ar, Themis Sofos. Af dagbókunum er hins vegar ekki hægt að ráða hvort sú vinna tengdist sömu vandræðunum við sms-skeyti og Vodafone bað Er- icsson að kanna. Saksóknarinn Ioannis Diotis, sem er kunnur fyrir störf sín gegn hryðju- verkum, hefur rannsakað dauða Tsa- likidis. Að sögn manns sem þekkir til rannsóknarinnar er hann að kanna hugsanleg tengsl milli dauða Tsalik- idis og hlerunarmálsins, sem lið í sakamálarannsókn sem lýtur að því að kanna hvort landslög um fjarskipti og vernd einkalífs hafi verið brotin. Diotis hefur lokið skýrslu sinni um dauða Tsalikidis og að sögn heimild- armannsins kemur þar fram að atvik- in tvö séu tengd. Hins vegar er óljóst hvort hann hefur fundið nægar sann- anir til að komast að þeirri niðurstöðu að um morð hafi verið að ræða. [Eftir að grein þessi birtist í Wall Street Jo- urnal var skýrt frá því í breska blaðinu Guardian hinn 26. júní sl. að saksóknari í Grikklandi teldi nú ljóst að þótt tengsl væru á milli dauða kerfisstjórans og hlerunarmálsins þá hefði hann ekki verið myrtur. Dag- blaðið hefur eftir saksóknaranum að líklega hafi kerfisstjórinn uppgötvað hlerarnirnar fyrir tilviljun og í kjöl- farið hafi honum verið hótað. Þær hótanir hafi rekið hann til sjálfsvígs. Innsk. Mbl.] Rannsókn í tæpt ár skilaði engu Ríkisstjórnin skýrði ekki frá hneykslinu fyrr en nærri ári eftir að hleranirnar uppgötvuðust. Í febrúar sl., eftir að ríkisstjórnin lauk eigin frumrannsókn á málinu, héldu nokkr- ir ráðherrar hennar blaðamannafund og skýrðu frá því. Þeir sögðu að hler- anirnar hefðu m.a. beinst að grískum ráðherrum, yfirmönnum hersins og borgarstjóranum í Aþenu, auk for- sætisráðherrans. Ríkisstjórnin svar- aði ekki ítrekuðum tilmælum um frekari upplýsingar, en af hennar hálfu hefur því verið lýst yfir að það, hversu mikil hátækni sé á ferðinni og sú staðreynd að vinna varð rannsókn- ina í kyrrþey, hafi tafið tilraunir til að finna sökudólginn. Uppljóstrunin olli miklum almenn- um mótmælum og hratt af stað öðr- um rannsóknum, þar á meðal rann- sókn gríska fjarskiptaeftirlitsins, sem er ríkisrekið. Þótt enn sé óljóst hvenær hlerunarhugbúnaðinum var komið fyrir segir fjarskiptaeftirlitið að það hafi örugglega verið til staðar í janúar 2005, þegar þeir sem hleruðu gerðu óskilgreindar breytingar á hugbúnaðinum. Þær breytingar voru gerðar innan veggja einnar miðstöðv- ar Vodafone, en það eru stórar bygg- ingar þar sem mikils öryggis er gætt, enda hýsa þær hugbúnaðinn sem tengir símtöl. Þessar breytingar eru lykilatriði í frumskýrslu fjarskiptaeftirlitsins. Í skýrslunni er komist að þeirri niður- stöðu að þær hafi verið unnar af ein- hverjum sem hafi haft aðgang að far- símakerfi Vodafone. Breytingarnar voru gerðar „annað hvort í gegnum innra net Vodafone eða af einhverj- um sem var á staðnum“ í miðstöðinni, segir í skýrslunni, sem hefur vakið upp grun um að starfsmenn Voda- fone hafi átt hlut að máli. Þingmaðurinn Miltiades Evert, sem situr í rannsóknarnefnd þingsins er fjallar um málið, segir að miðað við skýrslu fjarskiptaeftirlitsins sé „eng- inn vafi að starfsmenn Vodafone tengist málinu. Enginn veit hversu margir þeir voru og hvaða stöðum þeir gegndu.“ Ef gríska fjarskiptaeftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að Vodafone hafi brotið gegn skilyrðum starfsleyfis síns, þar á meðal að tryggja öryggi fjarskipta, er hugsanlegt að fyrirtæk- ið verði sektað um margar milljónir evra og jafnvel að það verði svipt starfsleyfi. Fjarskiptaeftirlitið, sem neitaði að tjá sig um málið á meðan á rannsókn stendur, skilar líklega loka- skýrslu sinni á næstu vikum. Tæknilegir sérfræðingar fjar- skiptaeftirlitsins benda einnig á að hlerunarhugbúnaðurinn hafi verið svo háþróaður að hann hljóti að hafa verið prófaður í miðstöð með tækni- búnaði frá Ericsson. Slíkan búnað er auðvelt að kaupa, en flókið að setja upp. „Ericsson hlýtur að vita hverjir hafa getuna til þess,“ sagði forstjóri fjarskiptaeftirlitsins, Andreas Lam- brinopoulos, fyrir rannsóknarnefnd þingsins í maí. „Þetta er aðeins á færi fárra manna í heiminum.“ Ericsson bendir á að fjölmargir fyrrverandi og núverandi sérfræð- ingar fyrirtækisins búi yfir mikilli tækniþekkingu, sem og reyndir ráð- gjafar og fjöldi tæknimenntaðra starfsmanna þeirra fyrirtækja, sem skipta við Ericsson. Tenging við Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna? Sérfræðingar fjarskiptaeftirlitsins segja einnig að farsímarnir fjórtán hafi hringt í og sent sms-skeyti til ýmissa landa, t.d. til Bandaríkjanna, þar á meðal í númer í borginni Lau- rel í Maryland-ríki, til Svíþjóðar og Ástralíu, að því er fram kemur í frumskýrslu fjarskiptaeftirlitsins. Sum þessara símtala og sms-send- inga komu beint frá símunum fjór- tán, eða beindust beint til þeirra, en önnur fóru um aðra síma. Þar er rætt um a.m.k. þrjá fyrirframgreidda far- síma, sem tengdust farsímunum fjór- tán. Sérfræðingar í öryggismálum benda á að ein af helstu njósnastofn- unum Bandaríkjanna, Þjóðarörygg- isstofnunin eða National Security Agency, hafi höfuðstöðvar nærri Laurel í Maryland. Sú stofnun var nýlega í sviðsljósinu í kjölfar gagn- rýni bandarískra þingmanna á þá ráðstöfun stjórnar George W. Bush forseta að heimila stofnuninni að njósna um símtöl Bandaríkjamanna og ætlaðra hryðjuverkamanna í öðr- um löndum án þess að fyrir lægju lög- formlegar heimildir dómstóla. Tals- maður Þjóðaröryggisstofnunarinnar, Don Weber, sagði: „Þjóðaröryggis- stofnunin tekur lagalegar skyldur sínar alvarlega og starfar innan ramma laganna.“ Aðspurður hvort stofnunin eða aðrar bandarískar stjórnvaldsstofnanir hefðu tengst hlerunum í Grikklandi, sagði tals- maðurinn að stofnunin tjáði sig ekki um það enda tjáði stofnunin sig aldrei um yfirstandandi eða ókláraðar rann- sóknir. Endurbirt með leyfi The Wall Street Journal Europe, höfundarréttur (c) 2006, Dow Jones & Company, Inc. Allur réttur áskilinn. Millifyrir- sagnir og kynningartexti eru Morgunblaðsins. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 21 Tveir af reyndustu flug-stjórum Íslendinga fyrrog síðar, þeir SmáriKarlsson t.v. og MagnúsGuðmundsson eru hér á þessari mynd. Báðir hófu störf hjá Flugfélagi Íslands 1944 og flugu þá meðal annars Rapide, Norseman, Beechcraft, Grumman, Catalina og Douglas-flugvélum félagsins. En þegar Loftleiðir keyptu Skymaster- flugvélina Heklu 1947 vantaði reynda flugstjóra. Var þeim Magn- úsi og Smára boðin flugstjórastaða og fóru þeir báðir til félagsins og luku sínum starfsferli hjá Loftleið- um og síðar Flugleiðum. Flugstjórarnir tveir sem eiga stór- merka flugsögu að baki halda hér á ljósmynd af málverki sem breski listamaðurinn W. Hardy málaði fyrir Snorra Snorrason, en þetta er DC-8- 63 þota sem þeir Magnús og Smári flugu árum saman. Er þotan á flugi við suðurströndina, Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull í baksýn. Skúli Br. Steinþórsson flugstjóri hjá Loftleið- um kom einnig úr röðum Flugfélags- manna, flaug meðal annars með Snorra á Douglas-flugvélunum fyrir 50 árum. En Skúli sem flaug DC-8 þotunum um árabil hefur tekið eft- irfarandi saman: Loftleiðir tóku Douglas DC-8-63 þotur í notkun í maímánuði árið 1970 og voru þær í notkun til 1989. Þær voru útbúnar með 249 farþegasæt- um hjá Loftleiðum en verksmiðjurn- ar leyfðu 259 farþegasæti. Árið 1971 var tekin í notkun DC-8-55 til Norð- urlandaflugs. Það var minna afbrigði sem tók færri farþega (189). Árið 1985 var einnig DC-8-71 í notkun en það var DC-8-61 sem hafði verið útbúin með CFM-56 hreyflum sem voru mun öflugri en í fyrri afbrigð- um. Fyrsta DC-8 flugvélin flaug í maí 1958, mörg afbrigði voru smíðuð, margar flugvélar af afbrigðunum DC-8-61/62 og 63, voru síðar útbúnar með CFM-56 hreyflunum og fengu þá heitið DC-8-71/72 og 73. 556 DC-8 flugvélar voru framleiddar, sú síð- asta í maímánuði 1972. Árið 2005 voru enn margar DC-8-61-73 flug- vélar í notkun. Allmargar af þeim flugvélum eiga yfir 100.000 fartíma að baki. Mjög fáar flugvélategundir hafa náð því marki. DC-8 flugvélarn- ar voru mjög sterkbyggðar og traustar. DC-8-63 flugvélin þurfti langa flugtaksbraut þegar hún var fullhlaðin, en fullhlaðin gat hún flog- ið um 7200 km vegalengd. Flugstjórar Skymas- ter-vélarinnar Heklu Þeir Magnús Guðmundsson og Smári Karlsson voru með reyndustu flugstjórum landsins segir Snorri Snorrason, sem hér birtir mynd af Skymaster-flugvélinni Heklu. Ljósmynd/Haukur Snorrason INNKÖLLUN SKULDABRÉFA SPARISJÓÐS MÝRASÝSLU, 1. FLOKKUR 2001 Með vísan til ákvæða 1. skuldabréfaflokks Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM 01 1; ISIN IS0000006203), þá mun útgefandi skuldabréfanna, Sparisjóður Mýrasýslu, nýta sér rétt sinn skv. skilmálum bréfanna til að innkalla öll skuldabréf í umræddum flokki. Innköllunin tekur gildi þann 16. október 2006. Skuldin verður greidd í samræmi við skilmála bréfanna. Greiðslustaður skuldabréfanna er hjá Sparisjóði Mýrasýslu, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi. Vísað er að öðru leyti til skilmála bréfanna. BÍLARAF Auðbrekku 20S. 564 0400 • Taka loft utan frá - enginn súrefnisskortur. • Afgasið fer út - engin mengun. • Fáanlegar með og án blásturs. • Sérlega hljóðlátar. • Með bestu nýtingu á eldsneyti. • Truma-verksmiðjan er 50 ára. Mikil reynsla. • Öryggi samþykkt af þýskum yfirvöldum og CE-merkt. • Margar gerðir. • Með eða án blásturs. • Sjálfvirkar með thermostati. Gasmiðstöðvar Fyrir fellihýsi •hjólhýsi húsbíla o.fl. frá Fáið sendan bækling Þilofnar án blásturs. Með blæstri. Hægt að staðsetja fyrir utan sumarhús og taka hitann inn með börkum. Vatns og blástursmiðstöð, hitar bæði vatn og rýmið á sama tíma Fyrir fellihýsi • hjólhýsi • húsbíla báta • tjaldvagna og sumarbústaði. as iðstöðv r Frá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.