Morgunblaðið - 09.07.2006, Page 28

Morgunblaðið - 09.07.2006, Page 28
28 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ 7. júlí 1996: „Umhverfisráðu- neytið hefur kveðið upp úr- skurð vegna stjórn- sýslukæru Ferðafélags Íslands þar sem þess var krafizt, að sá hluti að- alskipulags Svínavatns- hrepps, sem fjallar um Hveravallasvæðið, skyldi felldur úr gildi. Hefur ráðu- neytið komizt að þeirri nið- urstöðu, að aðalskipulagið skuli standa óbreytt. Páll Sigurðsson, forseti Ferðafélags Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að stjórn félagsins muni í samráði við lögfræð- ing þess taka ákvörðun um, hvort úrskurðurinn verði borinn undir umboðsmann Alþingis og að hugsanlega verði látið reyna á málstað félagsins fyrir dómstólum. Í frétt í Morgunblaðinu hinn 13. marz sl. er vitnað til ummæla skipulagsstjóra rík- isins þess efnis, að embætti hans telji, að hreppurinn hafi stjórnsýsluheimildir á svæðinu, sem aðalskipulagið nái til. “ 6. júlí 1986: „Morgunblaðið birti í gær viðtöl við for- ráðamenn nokkurra þeirra frystihúsa, sem eiga við einna mesta erfiðleika að etja um þessar mundir og eru á lista Byggðastofnunar yfir þau frystihús í landinu, sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Athyglisvert er að kynnast sjónarmiðum þeirra og skýringum á því hvernig komið er í rekstri fyrirtækj- anna sem þeir veita forstöðu. Allir tilgreina þeir sér- staklega miklar skuldir, sem að sumu leyti eru til komnar vegna tapreksturs fyrri ára, en að öðru leyti vegna fjár- festinga. Gengistrygging og vaxtakjör á þessum skuldum hafa mestan hluta tímans verið með þeim hætti, að þær hafa hlaðið utan á sig og „vaxið eins og illkynja æxli“, eins og einn þeirra orðar það. Rekstrarskilyrði frystingarinnar hafa verið slík undanfarin ár að hún hefur ekki haft möguleika á að borga þessar skuldir og kannski ekki fjármagns- kostnaðinn heldur.“ 4. júlí 1976: „Á 200 ára af- mæli Bandaríkjanna hafa Ís- lendingar ástæðu til að senda bandarísku vina- þjóðinni kveðjur og árnaðar- óskir. Samskipti Íslendinga og Bandaríkjamanna hafa verið mikil og góð, og þrátt fyrir stærðarmuninn hafa samskipti þessara þjóða byggst á þeim sjálfsögðu forsendum, að þar eigi í hlut tveir jafnréttir aðilar. Ís- lendingar hafa aldrei upp- lifað að þar kenndi aflsmun- ar, þvert á móti hafa þeir reynt Bandaríkjamenn að því að virða fullveldi þeirra og sjálfstæði, og raunar réð það úrslitum þegar Ísland varð lýðveldi undir lok síð- ustu styrjaldar, að Banda- ríkjamenn, sem voru öfl- ugastir vestrænna þjóða, féllust á að virða sjálfstæði Íslands og viðurkenna, enda þótt bandamenn þeirra í styrjöldinni, Danir, væru hernumdir af Þjóðverjum, og ýmsum þótti ástæða til, að Íslendingar biðu með lýð- veldisstofnun, þar til að styrjöld lokinni.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. É g var eitt sinn næsti forseti Bandaríkjanna,“ segir Al Gore í upphafi myndar sinn- ar, „The Inconvenient Truth“ eða „Óþægilegur sannleikur“, sem brátt verð- ur sýnd í helstu kvikmynda- húsum heimsbyggðarinnar. Myndin var á meðal þeirra mynda sem hvað mesta athygli vöktu á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hefur hún vakið talsverða umræðu í hinum vestræna heimi síðan. Í viðtali Soffíu Haraldsdótt- ur við Al Gore í Tímariti Morgunblaðsins hinn 4. júní sl. segir hann hinn „óþægilega sannleika“ vera allt það sem krefst breytinga á lífsstíl fólks og vísar þar til orkusóunar og umhverfismengunar samtímans. En í myndinni er skilmerkilega gerð grein fyrir því að allir – einstaklingar jafnt sem fyrirtæki og samfélög í öllum sínum margvíslegu myndum – verða að takast á við umhverfisvanda heimsins í sameiningu til að afstýra fyrirsjáan- legum og jafnframt hrikalegum afleiðingum loft- lagsbreytinga af mannavöldum. Gore liggur þó ekki á þeirri skoðun sinni að leiðtogar beri meiri ábyrgð en aðrir hvað þetta varðar; hlutverk þeirra sé að hafa forgöngu um fyrirbyggjandi ráðstafanir eða í það minnsta raunsæislegt mat á aðstæðum. Gore segir: „Þegar sannleikurinn um loftslags- vandann hefur náð tökum á manni grefur hann undan fyrri sannfæringum manns. Sjái maður sannleikann og skilji hann kemst maður ekki hjá því að breyta sjálfum sér. Og ef um er að ræða leiðtoga lands, fyrirtækis, skóla eða fjölskyldu kallar þessi sannleikur á gagngerar siðferðis- breytingar. Það flækir málið ef viðkomandi á allt sitt undir stuðningsmönnum sínum. Forseti lands getur verið í þeirri stöðu að pólitískt fulltingi eða drjúgur hluti kosningasjóðs hans komi frá aðilum sem vilji ekki hætta að menga andrúmsloftið. Hann vill ekki rugga bátnum og reita stuðnings- menn sína til reiði. Þannig er sannleikurinn óþægi- legur og til þess að komast hjá því að meðtaka hann kjósa sumir að halda honum í hæfilegri fjar- lægð og neita að sjá hann.“ Er Gore í myndinni bendir síðan á að ef til vill færi betur á því að Bush forseti liti til þeirrar raun- verulegu ógnar er að þjóð hans steðjar á sviði um- hverfismála í stað þess að hamra stöðugt á þeirri ógn er Bandaríkjunum stafi af margskonar „óvin- um“ í framandi löndum, hljóta áhorfendur að velta því fyrir sér í fullri alvöru hvort heimurinn hefði þróast með öðrum hætti á undanförnum árum ef Al Gore hefði sest í forsetastól Bandaríkjanna í stað George Bush. Myndin dregur nefnilega fram andstæðurnar sem felast í áherslum og þanka- gangi þessara tveggja manna sem ekki hafa verið í brennipunkti heimspressunar fyrr en nú; ofur- kapp Bush á það að brjóta ímyndaða – og reyndar einnig raunverulega – óvini bandarísku þjóðarinn- ar á bak aftur annars vegar og hins vegar mál- flutning Gore varðandi umhverfismálin. Myndin miðar jafnframt að því að afhjúpa hvernig banda- ríska þjóðin hefur einangrast frá umheiminum fyrir tilstilli stefnu Bush gagnvart umheiminum, en málflutningur Gore á fullkomna samleið með hugmyndum annarra vestrænna þjóða um fram- tíðarsýn hvað ábyrgð á umhverfinu varðar. Prédikari samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum? En hvað gengur Al Gore til með þessari herferð sinni um um- hverfisvandann sem að þjóðum heimsins steðjar? Í raun og veru má segja að hann sverji sig í ætt predikara sem eiga sér langa hefð í Bandaríkjunum. Bretar hafa átt sína frægu karla á kössum sem sett hafa svip á ímynd þeirra, en predikarar þeir af Guðs náð sem tilheyrt hafa bandarísku samfélagi um langan aldur eru af allt öðrum toga og sópa til sín slíkum fjölda hlustenda að fáheyrt er. Meðal slíkra er auðvitað Martin Luther King en áhrifamestur allra predikara síð- ari tíma er án efa Billy Graham. Útisamkomur hans hafa í gegnum tíðina laðað til sín tugþúsundir áhorfenda og breska ríkisútvarpið BBC telur til að mynda að um 250.000 manns hafi tekið þátt í bænasamkomu sem hann stóð að á síðasta ári. Lykillinn að lýðhylli Graham – fyrir utan auðvit- að sannfæringarkraft hans sjálfs – er talinn vera hæfileiki hans til að nýta sér nútímafjölmiðlun til að ná til fjöldans. Óneitanlega minnir aðferðafræði Al Gore og notkun á kvikmyndinni sem miðli á að- ferð landa hans Billy Graham – og þá ekki síður sú áhersla sem hinn sannfærði Gore leggur á eins- konar „trúboð“ sem grundvöll (óþægilegrar) sann- leiksleitar. Boðun Al Gore byggir þó ekki á trúarlegum grunni, heldur á vísindalegum upplýsingum vís- indamanna um fjölmörg svið náttúrufars jarðar. Kvikmyndin „Óþægilegur sannleikur“ er byggð á fyrirlesti sem Gore hefur haldir víðsvegar um heiminn sl. þrjátíu ár. Fyrirlesturinn hefur hann þróað á þessum langa tíma í samræmi við þær upplýsingar sem nýjastar eru hverju sinni. Í myndinni kemur Gore fram sem hinn upplýsti, yf- irvegaði og sannleiksleitandi maður sem ber vel- ferð framtíðarinnar fyrir brjósti. Hann kemur ekki einungis fram sem maður sem er annt um eigin hag á líðandi stundu, heldur einnig sem sá er vill umfram allt forða því að mannkynið steypi sér í glötun. Hann talar um fyrir áhorfendum sínum með föðurlegu yfirbragði; útskýrir hlutina á ein- faldan en áhrifaríkan hátt – miðlar eigin reynslu til að ná tökum á tilfinningalífi áhorfandans. Af fram- setningu hans má ráða að ástandið er grafalvar- legt, en ef mannkynið – og þá ekki síst Bandaríkja- menn – hverfur frá villu síns vegar þá er von. Það er sem sagt ekki orðið um seinan að bæta ráð sitt og snúa þessari óheillaþróun við. Þetta upplegg Al Gore – sem ber keim af pre- dikarahefðinni – hefur farið lítillega í taugarnar á sumum Bandaríkjamönnum, ekki síst þeim sem eru vel upplýstir um umhverfismál og gróðurhúsa- áhrif til að byrja með. En auðvitað er það ekki ætl- un Al Gore með fyrirlestri sínum að hafa áhrif á þá upplýstu og sannfærðu – hann er að tala til efa- semdarmanna og þeirra sem hingað til hafa ekki séð ástæðu til að láta sig málið varða. Hinn alvitri sögumaður Fyrirlestur Al Gore, sem vissulega virðist ekki vera áhugaverð uppistaða fyrir sögu- þráð heillar kvikmyndar, er byggður upp sam- kvæmt klassísku módeli þar sem hinn alvitri sögu- maður – Gore sjálfur – heldur öllum þráðum í hendi sér. Hann segir söguna með sama hætti og sagnaþulir hafa gert í gengum aldirnar til koma al- gildum boðskap er lýtur að mannlegu athæfi og umhverfi á framfæri. Til að mynda siðferðislegum boðskap á borð við þann er býr í ævintýrum. Hann gefur vísindamönnum aldrei orðið með beinum hætti, heldur styttir áhorfendum sínum leið með því að endursegja og upplýsa á myndrænan hátt. Áhorfandinn leggur traust sitt á Gore sem sögu- mann, enda virðast heimildir hans svo sannarlega vera góðar, auk þess sem myndir tala einnig sínu máli. Framsetningin er einföld, jafnvel fyndin á köflum, og miðar öll að sama markmiði; að koma mönnum í skilning um að gróðurhúsaáhrifin séu raunveruleiki. Þótt þessi frásagnarmáti sé svo sannarlega ekki nýr af nálinni er hann áhrifaríkur. Talsverðar lík- ur eru á því að þegar myndin fer í almenna dreif- ingu um heiminn muni hinn almenni borgari, sem ekki hefur sett sig neitt sérstaklega inn í umhverf- ismál eða gróðurhúsaáhrifin á lofthjúp jarðar, láta sannfærast. Gore leggur mikla áherslu á þá stað- reynd að Bandaríkjamenn menga hlutfallslega mjög mikið á heimsvísu og hafa neitað að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi sem miðar að því að tak- marka losun gróðurhúsalofttegunda. Hann dreg- ur landa sína til ábyrgðar fyrir að hafa ekki skrifað undir Kyoto-samkomulagið og gerir sannfærandi tilraun til að sýna fram á að sá málflutningur Bush-stjórnarinnar að meiri ábyrgð á sviði um- hverfismála muni leiða til atvinnuleysis og minnk- andi hagvaxtar eigi ekki við rök að styðjast. Þvert á móti nefnir hann sláandi dæmi er benda til hins gagnstæða; hann heldur því til dæmis fram að eins og er séu bandarískir bílar þannig byggðir að þeir standist ekki einu sinni þær kröfur um mengunar- varnir sem gerðar séu í Kína, en iðulega er bent á að lítið sé skeytt um umhverfið í kínversku hag- kerfi. Ef bandarískir bílaframleiðendur vilja auka markaðshlutdeild sína á heimsvísu verða þeir því að taka framleiðsluvöru sína til algjörrar endur- skoðunar. Gore sýnir líka fram á að innan Banda- ríkjanna séu margir sem hafi mun meiri áhyggjur af umhverfismálum en sjálf ríkistjórnin undir for- ystu George Bush; þannig hafi til að mynda marg- ar bandarískar borgir upp á eigin spýtur sýnt við- leitni til að ganga til samstarfs við umheiminn um það sem Kyoto-samkomulagið kveður á um. Gagnrýni á sjónarmiðin í myndinni Í myndinni koma fram ýmis mjög ógnvekj- andi atriði um framtíð- arhorfur mannkyns ef ekki verður gripið til ráðstafana til að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifum. Sum þess- ara atriða eru sett fram í hnotskurn á heimasíðu er tengist myndinni [http://www.climatecrisis.net]. Meðal þess sem þar er slegið fram er eftirfarandi: Fjöldi fjórða- og fimmta stigs fellibylja hefur tvöfaldast á síðustu þrjátíu árum. Malaría berst æ hærra yfir sjávarmál, til staða á borð við kólumb- íska hluta Andesfjalla, í um 7000 feta hæð yfir sjávarmáli. Flæði frá jöklum á Grænlandi hefur ríflega tvöfaldast á síðasta áratug. Að minnsta STARFSUMHVERFI FYRIRTÆKJA Fyrir tæpum tveimur áratugum,þegar hlutabréfamarkaðurinná Íslandi var í fæðingu, var er- lent fyrirtæki, Enskilda Securities, fengið til þess að taka saman skýrslu um þróun slíks markaðar hér. Fyrsta skýrsla fyrirtækisins kom út árið 1988 og í framhaldi af henni komu tvær aðrar skýrslur, árið 1991 og 1992. Þessar tvær skýrslur lögðu grunninn að viðskiptum með hluta- bréf og skuldabréf hér eins og þau fara nú fram. Þegar horft er til baka verður ekki annað sagt en að ráðgjöf þessa fyrirtækis hafi gefizt vel, þótt spyrja megi spurninga um hvernig til hafi tekizt í daglegri framkvæmd og þá ekki sízt í sambandi við eftirlit með þessum viðskiptum. Á undanförnum árum hafa tölu- verðar umræður farið fram um þróun viðskiptaumhverfisins hér, um þann lagaramma, sem fyrirtæki búa við og starfa eftir. Athyglin hefur m.a. beinzt að þeim stóru (á okkar mæli- kvarða) fyrirtækjasamsteypum, sem hér eru nú starfandi og því mikla bol- magni, sem þau hafa haft til þess að kaupa upp fyrirtæki og aðrar eignir. Undanfarna mánuði hefur kross- eignarhald á milli banka og fyrir- tækja verið í sviðsljósinu vegna at- hugasemda erlendra fjármálafyrir- tækja. Í framhaldi af því hafa áleitnar pólitískar spurningar vaknað um það í hvaða átt þjóðfélagið væri að þróast. Stóru fyrirtækjasamsteypurnar hafa keypt upp önnur fyrirtæki eða sett öðrum fyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar. Þau hafa gerzt aðilar að fjöl- miðlasamsteypum, áhrif þeirra í menningarlífinu eru orðin mikil, sem gerzt hefur með ýmsum hætti o.s.frv. Morgunblaðið hefur á undanförn- um allmörgum árum varað við þess- ari þróun og hvatt til þess að lagaum- hverfi fyrirtækjanna yrði lagað að breyttum aðstæðum og með því kom- ið í veg fyrir að hér yrði til samfélag fyrirtækjanna í stað samfélags fólks- ins. Hljómgrunnur fyrir þessum við- vörunum Morgunblaðsins hefur verið mjög takmarkaður. Að vísu var sett upp nefnd á vegum viðskiptaráðu- neytis, sem skilaði skýrslu fyrir tæp- um tveimur árum og löggjöf sett á grundvelli hennar en þá þegar ljóst að hún mundi hafa lítil áhrif á þessa þróun. Nú er spurning, hvort ekki er tíma- bært að beina þessum umræðum í annan farveg. Reynslan af ráðgjöf Enskilda Securities var mjög góð. Spurning er, hvort ekki sé tímabært að íslenzk stjórnvöld eða t.d. Seðla- bankinn, sem átti hlut að gerð Ensk- ilda skýrslunnar fái erlendan aðila til þess að gera úttekt á starfsumhverfi fyrirtækja og bera það saman við það umhverfi, sem fyrirtæki í Evrópu- sambandsríkjunum starfa í svo og við Bandaríkin. Eftir þann mikla vöxt, sem hér hef- ur orðið á fjármálamarkaðnum frá því að hin upphaflega úttekt Enskilda var gerð, sýnist rík ástæða til að fara yfir þessa þróun, skoða hvað vel hef- ur tekizt og hvar okkur hefur ekki tekizt nógu vel upp og fá samanburð við nágrannaríki okkar í þessum efn- um. Líklegt má telja að slík úttekt og skýrsla óháðs erlends aðila gæti lagt grundvelli að málefnalegri um- ræðum, en fram hafa farið til þessa um mál, sem varða þjóðina miklu. Út- tekt af þessu tagi gæti t.d. opnað möguleika á víðtækari pólitískri sam- stöðu um þessi mál en grundvöllur hefur verið fyrir til þessa. Spurning er hvort Seðlabankinn og nýr iðnað- ar- og viðskiptaráðherra gætu tekið höndum saman um þetta verkefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.