Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 33 UMRÆÐAN Austurmörk 4, Hveragerði, www.byr.is sími 483 5800 HVERAGERÐI Soffía Theodórsdóttir löggiltur fasteignasali Bjarkarheiði 28 Höfum í einkasölu fallegt 149,5 fm parhús með innbyggðum bílskúr innst í botnlanga. 3 svefnherbergi, birkispónlögð eldhúsinnrétting og vönduð gólfefni. Verð 24,5 m. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. GEITLAND - ENDARAÐHÚS Sérlega vel skipulagt og mikið endurnýjað 242 fm endaraðhús, þar af er bíl- skúrinn tæpir 28 fm, stað- sett neðan götu. Búið er að endurnýja járn á þaki, bíl- skúrshurð, rafmagn endur- ídregið og tafla endurnýjuð. Eldhúsið er sérlega glæsi- legt og stórt, endurnýjað fyrir stuttu síðan, stækkað, ný innrétting og tæki. Aðalbaðherbergi endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, innrétting. Í húsinu eru 4 svefnherbergi (voru 6), stofa og borðstofa. Fullbúinn bílskúr ofan götu, hús var málað og viðgert að utan árið 2002. Í heild afar vel skipulagt og fallegt endaraðhús í einu eftirsóttasta hverfi Reykjavíkur. Verð 58 millj. Allar nánari uppl. veitir Hákon í síma 898 9396. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Upplýsingar á skrifstofu s. 594 5000 eða hjá sölufulltrúum Akkurat ehf. Bjarni Péturson s. 896-3875 og Ingvar Ragnarsson s. 822 7300. FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 S: 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali DIGRANESVEGUR 1 – KÓPAVOGI til leigu í miðbæ Kópavogs Glæsileg nýbygging við Digranesveg 1, samtals 1986,6 fm Mjög vönduð skrifstofu- og þjónustubygging. Byggt yfir gjána og á frábærum stað í Kópavogi. Lyfta er í húsinu. Jarðhæð: Verslun og þjónusta, ca 523,2 fm. 2. hæð: Skrifstofur, ca 874 fm. Byggingin er miðsvæðis í hjarta Kópavogs. Stutt er í allar almenningssamgöngur og þjónustu. Mikið auglýsingagildi. Góð aðkoma er að húsinu bæði fyrir bíla og gangandi vegfarendur og næg bílastæði eru við bygginguna. Til afhendingar í sept.-okt. 2006. Byggingaraðili er Ris ehf. Sími 533 4040 Fax 533 4041 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Sérlega glæsilegt sumarhús á fallegri eignarlóð. Húsið er á eign- arlóð og stendur innst í lokuðum botnlanga. Stór afgirt timbur- verönd með heitum potti er við húsið. Frá húsinu er frábært út- sýni út á Skorradalsvatn. Húsið er 66 fm að stærð með millilofti að hluta. Allur frágangur er mjög vandaður, glæsilegar innrétt- ingar og gólfefni. Afhending við kaupsamning. Verð 26,0 millj. JÓNÍNA TEKUR Á MÓTI ÁHUGASÖMUM UM HELGINA MILLI KL. 14 OG 17. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG KL. 14-17 DAGVERÐARNES 30 SKORRADAL Kristinn Valur Wiium sölumaður s. 896 6913 og Ólafur Guðmundsson sölustjóri s. 896 4090 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is VAFALAUST er málarekst- urinn á hendur Eggerti Haukdal eitt mesta heiftarklúður sem um getur í íslenzku réttarfari. Fyrir nær átta árum var hafin málssókn á hendur honum fyrir umboðssvik, falsanir og fyrir að hafa dregið sér fé úr sveitarsjóði sem oddviti Vest- ur-Landeyjarhrepps. Af öllum ákærum hefir Eggert verið sýkn- aður, utan að hafa verið marg- dæmdur saklaus af að hafa dregið sér fé úr sveitarsjóði að fjárhæð kr. 500 þúsund. Það kann að vera að réttargæzl- an eigi sér afsökun í mistökum framan af rekstri málsins – en ekki lengur. Um alllanga hríð hafa legið fyrir órækar sannanir þess að ákæran á hendur Eggerti er byggð á fölsunum fyrrverandi endurskoð- anda Vestur-Landeyjarhrepps, Magnúsar Benediktssonar, og svo áfram af nýjum endurskoðanda, Einari Sveinbjörnssyni í KPMG, sem tók við reikningsskilum af hon- um. Nægir í því sambandi að benda mönnum á að lesa grein ráðgjafans Guðbjörns Jónssonar í Morg- unblaðinu miðvikudaginn 5. júlí sl., sem hann nefnir „Málið gegn Egg- erti Haukdal.“ Ef dómsvaldið nær ekki nýjum áttum í máli þessu og heldur við fyrri niðurstöðu um fjárdrátt Egg- erts, verður framið dómsmorð, sem á sér engan líka vegna þeirra sönn- unargagna, sem fram eru komin. Það vekur sérstaka athygli, að fjölmiðlar, sem telja sig á tyllidög- um vera varðhaldsmenn réttlæt- isins, láta sér ekkert um þetta mál finnast. Mál, sem öllum hlýtur að ofbjóða, sem kynna sér málavexti og þarf ekki að kosta meiri fyr- irhöfn en að lesa fyrrgreinda blaða- grein Guðbjörns Jónssonar. Sverrir Hermannsson Dómsmorð? Höfundur er fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Sagt var: Ég mundi stökkva yfir ef ég mundi þora. RÉTT VÆRI: Ég mundi stökkva yfir ef ég þyrði. Eða: Ég stykki yfir ef ég þyrði. (Bendum börnum á að segja ekki mundi á eftir ef!) Gætum tungunnar skiptingu fjárins milli deilda og það rann allt til ritakaupa í sam- ræmi við óskir deildanna. Á fjár- lögum fyrir árið 2000 hvarf eyrna- merkta upphæðin úr fjárlögum til HÍ, Ritakaupasjóður var lagður niður og peningarnir komu nú inn til Háskólans sem hluti af fjár- magni deildanna út frá reiknilík- ani. Það þýddi að í stað þess að þeir rynnu örugglega til ritakaupa var lagt í vald deildanna að ákveða hvort þeim væri varið til ritakaupa eða til einhvers annars. Hér var um grundvallarbreytingu að ræða, safnið missti peningana til deildanna sem sumar lækkuðu fljótlega upphæðina. Beina fram- lagið til safnsins er fyrst og fremst notað til kaupa á erlendum ritum sem varða Ísland og Íslend- inga, handritum, handbókum, tímarita- og blaðaáskriftum, auka- eintökum af íslenskum bókum og almennu menningarefni til útlána. Tengjast þau kaup þjóðbókasafns- hlutverkinu. Hluta fjárins er ráð- stafað vegna landsaðgangs að gagnasöfnum og þátttöku í sam- lögum um önnur rafræn gagna- söfn sem nýtast háskólasamfé- laginu. Á undanförnum árum hefur safnið að auki keypt talsvert af bókum fyrir Háskólann af þess- ari fjárveitingu. Ef Háskóli Íslands á að komast í hóp 100 bestu háskóla í heimi eins og stefnt er að þarf að lyfta grettistaki og auka ritakaup safns- ins verulega. Síðan Lands- bókasafn Íslands og Háskóla- bókasafn voru sameinuð 1994 hefur nemendafjöldi Háskóla Ís- lands aukist um rúmlega 60%. Rannsóknartengt framhaldsnám hefur einnig aukist verulega sem og samkeppni við aðra háskóla. Meiri kröfur ættu því eðlilega að vera gerðar til bókasafnsins hvað varðar ritakaup. Ef ritakosturinn yrði efldur hefði það í för með sér aukna notkun og ánægðari safn- gesti. En til þess þarf meira fé. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs á Landsbókasafni Íslands – Háskóla- bókasafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.