Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Ástkær móðir, fóstra, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN GUÐMUNDA EIRÍKSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, verður jarðsungin mánudaginn 10. júlí kl. 15.00 í Grafarvogskirkju. Smári Ragnarsson, Erla Kristín Svavarsdóttir, Magnús S. Jónsson, Þórhildur M. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR JÓNSSON, Árskógum 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 10. júlí kl. 15.00. Jón Haraldsson, Þóra Björgvinsdóttir, Gunnar Haraldsson, Stella Benediktsdóttir, Stefán Haraldsson, Fanney Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORLEIFS JÓNSSONAR, (Bóa), Vallarbarði 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við frændfólki og vinum fyrir veitta aðstoð. Jón Þorleifsson, Sigrún Pálsdóttir, Gunnar Árni Þorleifsson, Theódóra Sif Pétursdóttir, Sigurður Unnar Þorleifsson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Þorleifsdóttir, Harrý Samúel Herlufsen, Símon Þorleifsson, Dorthe Møller Thorleifsson, Harpa Þorleifsdóttir, Gestur Már Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kær frænka okkar, GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Arnarbæli, Bólstaðarhlíð 46, lést mánudaginn 26. júní síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Systkinabörn og aðrir aðstandendur. Við þökkum af alhug samúð og virðingu sem okkur var sýnd vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, stjúpföður og afa, BIRGIS ÁRSÆLSSONAR flugvélstjóra, Lúxemborg, Ásholti 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra sem önnuðust hann á einhvern hátt í veikindum hans. Aðalheiður Árnadóttir og fjölskylda. Þökkum öllum þeim mörgu sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, HELGA SIGURÐSSONAR, Brautarhóli, Svalbarðsströnd. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Seli fyrir frábæra hjúkrun. Margrét Jóhannsdóttir, Jóhann Helgason, Sigríður Helgadóttir, Hringur Hreinsson, Sigurlína Helgadóttir, Baldvin Sveinsson, Hrefna Helgadóttir, Reimar Helgason, Bryndís Jóhannesdóttir, Jón Illugason, Ragna Erlingsdóttir, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku- legs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ENGILBERTS HANNESSONAR frá Bakka í Ölfusi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimili- nu Eir og hjartadeild 14 E Landspítala - Háskóla- sjúkrahúsi. Jóhanna Engilbertsdóttir, Páll Jóhannsson, Valgerður Engilbertsdóttir, Garðar Guðmundsson, Svava Engilbertsdóttir, Gunnlaugur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÚNAR GUNNLAUGSDÓTTUR. Bestu þakkir til starfsfólks á Droplaugarstöðum. Anna Sverrisdóttir, Þóra Hreinsdóttir, Haukur Dór, Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Halla Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Halldóra Sig-fúsdóttir fædd- ist á Ísafirði 21. júlí 1930. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 6. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigfús Guð- finnsson, f. 9. ágúst 1895, d. 6. febrúar 1980, og María Anna Kristjáns- dóttir, f. 8. október 1896, d. 9. desem- ber 1981. Halldóra var næstyngst átta systkina: Guðfinnur, f. 1918, d. 1997, Sveinn, f. 1920, d. 1920, Krist- ján, f. 1921, María, f. 1922, d. 1985, Þorgerður, f. 1925, d. 1957, Garðar, f. 1926, Jenný, f. 1933. Eiginmaður Hall- dóru var Guð- brandur Bjarna- son, f. 7. janúar 1920, d. 19. ágúst 1989. Börn þeirra eru Sigfús, maki Þórarna Jónasdótt- ir, María Anna og Jenný Ásgerður. Barnabörn eru þrjú. Útför Halldóru var gerð frá Fossvogskapellu 13. júní. Halldóra Hermanía Svana Sig- fúsdóttir, elskuleg móðursystir okk- ar, er látin. Þetta virðulega nafn Haddýjar frænku var ekki haft í flimtingum og því var ekki haldið á lofti. Hún mun hafa verið skírð eftir Halldóri, Hermanni og Sveini, bræðrum ömmu Maríu, sem dóu langt um aldur fram. Þannig tengdi hún kynslóðir og örlög í fjölskyld- unni okkar. Heimili Haddýjar var eins og annað heimili margra okkar systradætranna, það hvarflaði aldr- ei að okkur að hugsanlega væri maður ekki velkominn eða illa stæði á. Sigrún taldi sig t.d. ekki þurfa að spyrja áður en hún skreið upp í sófa til fóta hjá Haddýju og hlustaði á hana segja frá bókunum sem hún var að lesa. Á undan okkur voru dætur Maju heimagangar og senni- lega hefur aldrei hvarflað að þeim heldur að ekki stæði alltaf vel á að fá nokkrar blaðskellur í heimsókn. Haddý var ekki félagslynd. Þann- ig voru hlutirnir orðaðir í okkar fjölskyldu þegar fólk vildi sýna kurteisi og tillitssemi. Einhverjir myndu taka dýpra í árinni. Sigrún orðar þetta þannig að Haddý hafi ekki verið allra, en sannur vinur vina sinna. Og þótt hún væri ekki félagslynd var hún afskaplega vin- sæl meðal þeirra sem hún á annað borð hleypti inn fyrir skelina. Sjarminn var margvíslegur. Undir lágværu yfirborðinu leyndist beitt- ur húmor, hún var skemmtilega hæðin, jafnvel meinfyndin þegar svo bar undir. Rólegheitin, sterk og hlý nærvera, kaffi og sígaretta, bækur, húmor og prakkaraskapur. Besta dæmið var þegar Haddý fór til Reykjavíkur sjö ára gömul, kom til baka til Ísafjarðar og til að gera höfuðborgina spennandi og leynd- ardómsfulla í augum Jennýjar litlu systur sinnar (mömmu okkar), sagði hún að gangstéttirnar í Reykjavík væru úr gleri! Hún hefur örugglega hlegið innilega. Haddý móðursystir okkar, með þetta virðulega nafn sem hún hafði, giftist Brandi föðurbróður okkar, Guðbrandi Vigfúsi Oxford Bjarna- syni. Borgardómarinn hváði þegar hann gifti þau, hélt þetta væri brandari. Þau kynntust kornung í Steindórsprenti og stigu lífsdansinn saman eftir það. Gengu saman í gegnum súrt og sætt, eins og þar stendur. Sambúðin var kærleiksrík og skemmtileg. Það voru tvær hús- mæður á heimilinu og tvær fyr- irvinnur. Þau hófu búskap þegar hugmyndafræði hinnar heimavinn- andi húsmóður var í algleymingi og konur töldu sig ekki geta notað viskustykki og handklæði nema þau væru merkt. Haddý var samt nán- ast alltaf útivinnandi. Á eftir Stein- dórsprenti var það Offsetprent, þá Þvottahúsið Grýta á Bergstaða- stræti. Sem systra- og bræðradæt- ur, eða „mæðra og bræðra“ eins og það hét í fjölskyldunni, var sam- neyti mikið. Það var spennandi að koma í prentsmiðjuna og fá renn- inga til að teikna á, eða fara með Haddýju og Brandi til að skúra á Fríkirkjuvegi 11, sjá víðáttustór herbergin í því stórbrotna húsi verða tandurhrein. Þau voru sam- taka í daglegu amstri og góðir fulltrúar hinna vinnandi stétta. Bæði elduðu mat, þó mest Brandur því Haddý var ekki fyrir elda- mennsku eða hefðbundin húsverk. Brandur tók sig vel út með svuntu í litla eldhúsinu á Skarphéðinsgöt- unni að steikja lifur. Þau húsverk sem féllu Haddýju í skaut innti hún þó vel af hendi. Tauið hennar var svo vel frá gengið að undrun sætti. Útsaumurinn hennar, bakkabönd, sængurver, heklaðir þvottapokar, viskustykki, allt merkt. Það var Haddý sem kenndi Sigrúnu útsaum og að setja fína stafi á saumastykki með því að draga stafina í gegn með kalkipappír. Haddý var heimakær, hún var lestrarhestur sem las alls konar bókmenntir, ekki síst andlegar. Andleg málefni, dulræn reynsla og hinar áleitnu spurningar um eilífð- ina. Það var Haddý. Það var hún sem bjó til hugtakið „Hinumegin- félagið“ sem helmingurinn af fjöl- skyldunni tilheyrir en allir í fjöl- skyldunni grínast með. Henni var fátt heilagt og það mátti grínast með þetta eins og annað – að und- anskildu nafninu hennar sem henni þótti ekki fyndið. Hún sagði ekki mikið en hafði sterkt áhrifavald. Hún talaði ekki um tilfinningar en sýndi þær þeim mun betur í verki. Þær sáust meðal annars á sam- skiptum við dýrin á heimilinu. Eng- um duldist t.d. innilegt samband hennar og síamskattarins Settu, þær virtust skilja hvor aðra þótt hvorug segði neitt. Og tilfinningar sýndi hún líka í verki gagnvart fjöl- skyldu sinni, Sigfúsi, Önnu og Jenný og Tótu, barnabörnunum, Jóni, Bjarna og Halldóru Maríu, uppeldissystrunum Svönu Maju og Guðlaugu, og ekki síst ömmu og afa. Hún og Brandur yfirgáfu heim- ili sitt og fluttu í kjallarann til afa og ömmu þegar heilsa þeirra brast og þau þurftu umönnun nánast all- an sólarhringinn. Engin orð voru höfð uppi um fórnir eða afrek. Hlut- irnir voru bara gerðir. Síðustu áratugina var elliheimilið Grund fasti punkturinn í lífi hennar. Þar vann hún af mikilli samvisku- semi og skyldurækni um árabil og var elskuð af vistfólki og starfs- mönnum. Umskiptin þegar hún fór þangað inn sjálf sem vistmaður voru því minni en ella. Nú er Haddý frænka búin að fá hvíld, eft- ir nokkurn heilsubrest á lokasprett- inum. Með henni er lokið stórum kapítula í fjölskyldusögu okkar. Við þökkum Haddýju samfylgdina og minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Sigrún og Þorgerður Einarsdætur. HALLDÓRA SIGFÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.