Morgunblaðið - 09.07.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 09.07.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 45 DAGBÓK Boðið verður upp á nýjan valkost í náms-framboði við Viðskiptaháskólann áBifröst næsta vetur. Nýja námið erBS-nám í viðskiptafræði með áherslu á verslun og þjónustu. Geirlaug Jóhannsdóttir er verkefnastjóri sí- menntunar hjá Bifröst: „Samtök verslunar og þjónustu áttu frumkvæðið að því að Rannsókn- arsetur verslunarinnar á Bifröst myndi hefja undirbúning að þessu námi. Stofnaður var fag- hópur m.a. skipaður fulltrúum Bifrastar, SVÞ, og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, og hefur hann unnið að greiningu þarfa fyrir nám af þessum toga, m.a. með því að ræða við fjöl- marga stjórnendur verslunarfyrirtækja,“ segir Geirlaug. „Með hliðsjón af þeirri vinnu höfum við sett saman námsskrá og hefst kennsla sam- kvæmt henni nú í september.“ Við undirbúning námsins voru heimsóttir er- lendir verslunarháskólar og leitað eftir fyr- irmyndir að náminu og samstarfsaðilum til þeirra. Munu kennarar frá sumum af þeim skól- um sem heimsóttir voru annast kennslu náms- greina sem lúta að sérsviði verslunar og þjón- ustu: „Námið mun því að hluta til fara fram á ensku, en að stærstum hluta byggist námið á námsframboði viðskiptafræðideildar háskólans og er miðað við að nemendur í fjarnámi ljúki þremur áföngum á hverri önn og þar af einum sem fjallar sérstaklega um verslun og þjón- ustu.“ Þó að námið sé að mestu kennt með fjarnámi fer hluti námsins fram á Bifröst: „Það er mik- ilvægur þáttur í náminu að nemendur fái tæki- færi til að hittast, kynnast og mynda tengsl sín á milli. Á hverri önn eru haldnar þrjár vinnuhelg- ar þar sem farið er yfir námsefnið og verkefni með kennurum,“ segir Geirlaug. „Nám af þessu tagi hefur ekki verið í boði á Íslandi hingað til en löngu orðið tímabært í ljósi þeirra vaxandi krafa sem gerðar eru til starfs- fólks í verslunargeiranum. Á síðustu árum hefur framboð á námsmöguleikum fyrir starfsfólk verslana aukist töluvert en það er ekki fyrr en nú að í boði er háskólanám sérsniðið að starfs- sviði þess,“ segir Geirlaug. „Við væntum þess að stór hópur þeirra sem starfa við verslun og þjónustu hafi áhuga á námi af þessu tagi, þar sem þeir geta styrkt fagkunn- áttu sína. Við vitum líka að vinnuálag er þónokk- urt á fólki sem starfar á þessu sviði og bjóðum við því upp á þann möguleika að fólk geti lokið diplómanámi eftir tveggja ára fjarnám. Þá er til dæmis hægt að gera hlé á námi, eða halda áfram í tvö ár til að ljúka fullri háskólagráðu.“ Umsóknarfrestur fyrir BS-nám í Bifröst er til 15. ágúst. Geirlaug segir að við val á nemendum sé sérstaklega litið til stjórnunarreynslu og grunnmenntunar. Nánari upplýsingar um viðskiptafræði með áherslu á verslun og þjónustu og námið við Við- skiptaháskólann á Bifröst má finna á slóðinni www.Bifrost.is Menntun | Ný viðskiptanámsbraut við Viðskiptaháskólann á Bifröst í boði næsta vetur Sérhæfing í verslun og þjónustu  Geirlaug Jóhanns- dóttir fæddist á Akra- nesi 1976. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1996, prófi í við- skiptafræðum frá Samvinnuháskólanum á Bifröst 1999 og MBA-námi með áherslu á mannauðs- stjórnun frá HR 2006. Geirlaug var fræðslustjóri Alcan á Íslandi 1999–2004 og hóf störf sem verkefnastjóri símenntunar við Bifröst 2005. Geirlaug er gift Stefáni Sveinbjörnssyni og eiga þau tvö börn. Til leigu // Tjarnargata, 101 Reykjavík Glæsilegt hús á besta sta í mibænum, séríbú í kjallara ásamt rúmgóum bílskúr. Fasteignafélagi Kirkjuhvoll ehf. Upplsingar gefur Karl í síma 8920160 // karl@kirkjuhvoll.com Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í dag, 9. júlí, eráttræð Þorgerður Guðný Guð- mundsdóttir, Víðihlíð, (áður Borg- arholti) Grindavík. Af því tilefni bjóða hún og eiginmaður hennar, Guð- mundur Jón Helgason, ættingjum og vinum að gleðjast með sér í dag frá kl. 15–18 í sal Verkalýðsfélags Grindavík- ur á Víkurbraut 46. Þau vonast til að sjá sem flesta. Brúðkaup | Gefin voru saman í hjóna- band í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykjavík 21. apríl sl. þau Emily Compuesto Awin og Helgi V. Guð- mundsson. Brúðkaup | Gefin voru saman 3. júní sl. þau Helene Brodu Ferraro og Leó Már Jóhannsson. Séra Jakob Rolland hjá kaþólska söfnuðinum gaf þau sam- an. Athöfnin fór fram í Saint Pakelair- kirkju í Suðvestur-Frakklandi. Heimili þeirra er í Reykjavík. Eðlið er sterkt. Norður ♠D84 ♥Á105 ♦D87 ♣ÁG93 Suður ♠ÁG1062 ♥K843 ♦102 ♣KD Suður spilar fjóra spaða. AV hafa ekkert sagt. Vestur kemur út með lítinn tígul, austur fær á gosann, tekur ásinn og spil- ar þriðja tíglinum, sem er trompaður. Hvernig myndi lesandinn haga fram- haldinu: (a) í tvímenningi, (b) í sveita- keppni? (a) Gráðugir tvímenningshaukar leggja allt í sölurnar fyrir yfirslaginn. Leiðin til þess er að spila hjarta á ás og spaðadrottningu úr borði. Þá er vonin sú að trompkóngurinn sé réttur, annar eða þriðji, ásamt því að lauftían falli, því það þarf að yfirdrepa háspil (eða þá þvingun myndist í laufi og hjarta). Ekki svo galið, nema fyrir það að spilið gæti tapast í slæmri legu (misheppnuð svín- ing og engin lauftía). (b) Í sveitakeppni situr öryggið í fyr- irrúmi og öruggasta áætlunin er ótví- rætt sú að spila spaðagosa í fjórða slag. Þannig má ráða við flestar stöður, jafn- vel slæma tromplegu. Norður ♠D84 ♥Á105 ♦D87 ♣ÁG93 Vestur Austur ♠93 ♠K75 ♥72 ♥DG96 ♦K953 ♦ÁG64 ♣76542 ♣108 Suður ♠ÁG1062 ♥K843 ♦102 ♣KD Bob Hamman var í sæti suðurs í par- atvímenningnum í Veróna. Hamman er nákvæmur og vandvirkur spilari, sem lætur sér ekki detta í hug að hafna nærri öruggri vinningsleið fyrir lang- sóttan yfirslag. Hann spilaði því spaða- gosa. Af því skýrist kannski sú stað- reynd að Hamman er sjaldan meðal efstu manna í tvímenningi. En eðlið er sterkt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hvað er að deild 32C? BRÁÐAMÓTTÖKUDEILD er al- menn deild fyrir einstaklinga með geðsjúkdóma. Meðferð deildarinnar er einstaklingsmiðuð og er stýrt af þverfaglegu teymi geðheilbrigð- isstarfsmanna, segir m.a. á vefsíðu Landspítala – háskólasjúkrahúss. Bróðir minn reyndi að fremja sjálfsvíg. Hann hefur verið mjög þunglyndur í gegnum árin og hefur verið á geðdeyfðarlyfjum talsvert lengi. Hann hefur gengið í gegnum erfið veikindi, skilnað og gjaldþrot svo eitthvað sé nefnt. Niðurbrotinn maður sem telur lífið ekki þess virði að lifa því. Gefst hrein- lega upp á öllu og ákveður að enda þetta erfiða líf. Vera laus við erf- iðleika lífs síns. Ekki tókst ætlunarverk hans í þetta skiptið og var hann færður inn á bráðamóttöku geðdeildar Landspít- ala – háskólasjúkrahúss, deild 32C. Maður hefði haldið að hann fengi þá aðstoð sem á þyrfti að halda hjá þessu þverfaglega teymi geðheil- brigðismanna, en nei, honum er hent út daginn eftir að hafa reynt sjálfs- morð, fyrir hádegi meira að segja. Útskrifaður maður. Greinilega ekki talinn svo veikur að þörf sé að hann sé inni á deild 32C mikið lengur. Hvað þarf til að maður teljist and- lega veikur, ef ekki tilraun til sjálfs- morðs? Hvað er að? Hvað þarf maður að gera til að fá hjálp á Íslandi í dag? Klára dæmið, svo ekki sé þörf á að- stoð þverfaglega teymisins? Ódýr- ara? Fólk reynir ekki að enda eigið líf nema að eitthvað verulega mikið ami að. Þó svo að hann „bróðir minn“ í þessu tilviki segi við þetta þverfag- lega fagfólk inni á deild 32C að hann lofi því að fara ekki heim að drepa sig, á að taka mark á því? Er ekki verið að gefa veiku fólki röng skilaboð? „Farðu heim og skammastu þín eða ljúktu verkinu.“ AMI. Haus og lappir HAFIÐ þið tekið eftir því að nú eru flestir Íslendingar með haus og lappir ef marka má málfar unga fólksins. Ég er með höfuð og fætur og sætti mig alls ekki við þessa breytingu. Athugið að haus og lappir eru yfirleitt loðnari eða slímugri einstaklingum en höfuð og fætur á mönnum þó stundum séu þessi orð notuð um menn í gríni eða í niðrandi merkingu. Lesandi. Hundurinn okkar er horfinn KONAN sem fann íslenskan hund (karlkyns) með lamaða rófu, á Esju- planinu eða þar í kring í Kollafirð- inum í vor, er vinsamlegast beðin að hafa samband í síma 863 6346. Hund- urinn er gulur og hvítur og frekar loð- inn. Þessi hundur heitir Sámur og er mjög ljúfur og vinalegur. Sámur var til heimilis í Kollafirðinum og hans er sárt saknað. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Í DAG er íslenski safnadagurinn og verður listamannaspjall í Listasafni ASÍ kl. 15. Nú stendur yfir í safninu sýn- ingin AKVARELL ASÍ REYKJA- VIK sem er sýning á vatnlitamynd- um fimm þjóðþekktra listamanna. Þar leiða sama hesta sína þau Ei- ríkur Smith, Daði Guðbjörnsson, Hafsteinn Austmann, Kristín Þor- kelsdóttir og Svavar Guðnason. Þau fjögur fyrstnefndu sýna nýjar vatnslitamyndir en auk þess eru sýndar vatnslitamyndir í eigu Lista- safns ASÍ eftir Svavar Guðnason. Þau Eiríkur, Daði og Kristín verða með listamannaspjall í safn- inu kl. 15. Hér gefst ómetanlegt tækifæri til að hitta þrjá af fremstu vatnslitamálurum samtímans, skoða verk þeirra og heyra þá fjalla um list sína. Léttar veitingar í boði safnsins. Aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Eggert Daði Guðbjörnsson, Hafsteinn Austmann, Eiríkur Smith og Kristín Þorkelsdóttir Íslenski safnadagurinn – listamannaspjall

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.