Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 48
48 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
9. júlí kl. 20.00:
Guðný Einarsdóttir, nýútskrifuð frá
Konunglega tónlistarháskólanum í
Kaupmannahöfn,
leikur verk eftir Bach, Alain, Widor
og Mussorgsky.
Sígild tónlist í sögulegu umhverfi
28.-30. júlí 2006
Tónleikarnir verða haldnir í Reykholtskirkju.
Miðapantanir í síma 891 7677.
Miðasala við innganginn.
Nánari upplýsingar www.vortex.is/festival
Opnunartónleikar föstudaginn 28. júlí kl. 20.00
Tónlist eftir W.A. Mozart. Meðal flytjenda er hljómsveitin Virtuosi di Praga.
Stjórnandi Oldrich Vleck.
Miðdegistónleikar laugardaginn 29. júlí kl. 15.00
Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur íslensk og ítölsk lög og óperuaríur.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur með á píanó.
Tríó tónleikar laugardaginn 29. júlí kl. 20.00
Trio Polskie flytja verk eftir Beethoven, Brahms, Haydn og Shostakovich.
Lokatónleikar sunnudaginn 30. júlí kl. 16.30
Virtuosi di Praga flytja m.a. verk eftir Respighi, Dvorak og Samuel Barber.
Einnig verður flutt Adagio og Rondo eftir Schubert.
10 ára
ehf
Á ÞAKINU
13. júlí kl. 20.00 laus sæti
14. júlí kl. 20.00 laus sæti
15. júlí kl. 20.00 laus sæti
Miðasalan er í síma 568 8000
www.borgarleikhus.is
www.minnsirkus.is/footloose
Hún var heldur snautlegferðin sem Kristian Horns-leth gerði sér til Íslands á
dögunum. Listamaðurinn ætti þó
að vera sæmilega sáttur við af-
raksturinn en hann á að hafa selt
þrjú verk á þeim fjóru dögum sem
þau voru til sýnis. Og það þótt dá-
góður tími hafi líklega farið í að
taka upp og pakka niður verkunum
umdeildu sem enginn vildi sýna.
Hornsleth ætlaði sér að vera ögr-
andi og honum tókst að stuða fólk.
Það var fyrirsjáanlegt. Þess vegna
fannst mér það skrýtið þegar hann
sagði, hissa á viðbrögðunum sem
hann fékk, að Íslendingar skildu
ekki verk hans: að við hefðum ekki
húmor fyrir sjálfum okkur. Að við
hefðum ekki skilning á „írónískri
afstöðu“ listamannsins.
Eftir því sem ég kemst næst erírónía gjá eða ósamkvæmni á
milli þess sem einhver segir eða tjá-
ir, og þess sem einhver (viðmæl-
andi/hlustandi) fær skilið. Þannig
getur maður talað á írónískan máta
um hvað veðrið sé nú yndislegt
þegar úti er úrhellisrigning. Só-
krates gekk um og þóttist vitlaus,
þótt hann kynni betri svör við
spurningum sínum en viðmælendur
hans, og eftir það er talað um
sókratíska íróníu. Einnig er til
rómönsk írónía, þar sem ofhlaðið
lof er notað einhverjum til háð-
ungar.
En sýning Hornsleths gekk í
stuttu máli út á að slengja niðrandi
textum um kvenfólk á málverk.
Gefið var í skyn að konur væri upp
til hópa lauslátar og að þátttaka
þeirra í nútímainnkaupasamfélagi
ætti skylt við portkonuskap eða
brókarsótt. Á einu verkinu mátti
t.a.m. sjá Unni Birnu fegurð-
ardrottningu með nýjan texta á
borðanum sem hún ber í nafni
Ungfrú Alheims. Nýi textinn hafði
ansi klámskotinn boðskap.
Ég fékk bara skilið textann áeinn veg þegar ég sá hann
fyrst. Sem ansi sterkt orðaða gagn-
rýni á neysluhyggju nútímans, þar
sem beinlínis var lagt samasem-
merki á milli efnishyggju og kláms.
Nú veit ég hins vegar að þetta
orðalag var bara írónískt.
Hvernig átti maður að vita aðlistamaðurinn var á írónísku
buxunum? Hvernig veit maður slíkt
yfirleitt? Kannski maður þurfi bara
alltaf að gera ráð fyrir því að lista-
menn meini aldrei hið augljósa?
Ég þakka hreinlega fyrir að aðr-
ar listgreinar eru ekki líka læstar í
orðræðu eða frösum sem hvítþvær
þær undan ábyrgð. Fyrir að beita
ekki írónískri afstöðu í tíma og
ótíma.
Það væri reyndar skemmtilegt
að horfa upp á tónlistarmenn bera
fyrir sig írónískri afstöðu ef þeir
kunna ekki lögin á tónleikum. Eins
gætu heilu leiksýningarnar gengið
úr skorðum án þess að það gerði
nokkuð til. Menn myndu bara lýsa
þær írónískar og allir gætu hlegið
saman að gjörningnum eftir á.
Og hvers vegna að láta staðar
numið við listir? Næst þegar ég
gleymi afmælisdegi eða gleymi að
hringja í einhvern á umsömdum
tíma, þá ætla ég bara biðja viðkom-
andi að fatta íróníuna í gjörðum
mínum.
Reyndar er yfirleitt hægt aðhafa gaman af ólíkindalátum.
Það var til dæmis gaman að fylgj-
ast með látunum í heimildamynd
Þorfinns Guðnasonar um Klink og
Bank sem sýnd var fyrir viku í
Sjónvarpinu. Skrúðgangan sem
Jason Rhoades og Paul McCarthy
stóðu fyrir smellpassaði við lætin í
þýska listamanninum Christoph
Schlingensief, þannig að hátíða-
höldin á Bessastöðum í lok mynd-
arinnar varð bara hluti af vitleys-
unni. Geggjuninni. Geðveiki og
vald runnu saman í eitt: Foucault
hefði brosað.
Allt snerist við og vart mátti á
milli sjá hverjir voru hinir útilok-
uðu fylgismenn Schlingensief og
hverjir voru aðalsmenn. Mörkin
voru þurrkuð út rétt eins og á milli
rónans og alþingismannsins í hinu
forboðna kvæði Jóns Helgasonar.
Lýðræðið var karnival og hinn yf-
irlýsti andstæðingur stjórnkerfa og
lýðræðis, Schlingensief, öskraði í
Hitlersstíl að það þyrfti að eyði-
leggja lýðræðið og drepa Kára
Stefánsson.
Allt gekk þetta út á að stuða, að
vekja til umhugsunar, varpa ljósi á
gildin sem við búum við: að benda á
að eitthvað sé rotið við lýðræðið og
að ofgnóttarsamfélagið sé að kaf-
færa sjálft sig. Að framleiðslan og
neyslan keyri á 8.000 snúningum
allan sólarhringinn og að vélin sé
að bræða úr sér.
Það má vel hafa gaman af stuð-legu flippi sem dregur dár að
valdastofnunum. En ég verð að við-
urkenna að stundum fer írónía í
taugarnar á mér. Að fólk geti ekki
bara sagt það sem því býr í brjósti,
talað hreint út. Í staðinn fyrir að
burðast við að leysa úr moðhugs-
uðum gátum undir dulu íróníu, kýs
ég frekar að hlusta eða horfa á þá
listamenn sem gera hlutina af ein-
lægni.
Um íróníu með
nokkurri vísun
til Hornsleths
’Kannski maður þurfibara alltaf að gera ráð
fyrir því að listamenn
meini aldrei hið aug-
ljósa?‘
Morgunblaðið/Þorkell
„Vart mátti á milli sjá hverjir voru hinir útilokuðu fylgismenn Schlingensief og hverjir voru aðalsmenn.“
hsb@mbl.is
AF LISTUM
Hjálmar S. Brynjólfsson
SJÖTTU tónleikar sumartónleika-
raðar Gljúfrasteins eru á sunnudag.
Þá munu systurnar Sigrún og Eva
Björg Harðardætur leika á fiðlu og
víólu lög sem samin hafa verið við
ljóð Halldórs Laxness. Á efnisskrá
eru verk eins og Maístjarnan eftir
Jón Ásgeirsson, Klementínudans
eftir Atla Heimi Sveinsson, Hvert ör-
stutt spor eftir Jón Nordal og
Vögguljóð eftir Sigvalda Kaldalóns.
Eva Björg er fædd 1983 og Sigrún
árið 1990 en báðar hafa þær stundað
tónlistarnám frá þriggja ára aldri og
hefur Sigrún í tvígang hlotið styrk
frá Mosfellsbæ til tónlistarnáms.
Tónleikar sunnudagsins hefjast
kl. 16 en nánari upplýsingar um tón-
leikaröðina og dagskrá safnsins má
finna á slóðinni www.Gljufra-
steinn.is. Á sunnudag er ókeypis að-
gangur að safninu í tilefni safn-
adags.
Lög við ljóð
Laxness
Eva Björg og Sigrún Harðardætur leika á fiðlu og víólu.
Í TILEFNI þess að 250 ár eru liðin
frá fæðingu W. A. Mozarts munu
Þórunn Marinósdóttir, Alexandra
Rigazzi-Tarling, Hlöðver Sigurðs-
son og Valdimar Hilmarsson halda
söngtónleika í Dómkirkjunni í
kvöld kl. 21. Píanóleikari er Magn-
us Gilljam. Söngvararnir eru allir
við nám í Salzburg í Austurríki og
munu í kvöld syngja nokkrar af
helstu perlum tónskáldsins. Á dag-
skrá eru m.a. brot úr óperunum
Töfraflautunni, Cosi fan Tutte og
Don Giovanni.
Mozart hylltur í Dómkirkjunni