Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 51

Morgunblaðið - 09.07.2006, Side 51
Farley í röð mynda fyrir rúmum áratug hef- ur nokkuð stríður straumur „klikkaðra“ gamanmynda legið frá honum. Gæðum hef- ur hrakað og vinsældum sömuleiðis og líta má á Varamennina sem nokkuð örvænting- arfulla tilraun til að endurheimta forna frægð. Vesalingnum Rob Schneider, sem líkt og David Spade á rætur að rekja til bandaríska sjónvarpsþáttarins Saturday Night Live, hefur gengið illa að feta sig á kvikmyndabrautinni og nú er svo komið að það fer um mann í hvert sinn sem honum bregður fyrir á hvíta tjaldinu. Aðra sögu er að segja af ungviðinu í hópnum, Jon Heder, en hann sló eftirminnilega í gegn í hinni sérviskulegu en bráðskemmtilegu Napoleon Dynamite hér um árið. Var þar á ferðinni mynd sem kallaði fram sérstæðan og afar sterkan leik hjá Heder en frammistaða hans í myndinni var akkerið sem hélt henni á jörðinni. Leiðin virðist þó hafa legið niður á við hjá honum af Varamönnunum að dæma en þó er óhætt að segja að hann sé það langskásta í myndinni. Um er að ræða verk sem svo sannarlega stendur ekki undir nafni kvikmyndategundarinnar, þ.e. sem gamanmynd. VARAMENNIRNIR fjallar um þrjá æsku- vini, Gus (Rob Schneider), Richie (David Spade) og Clark (Jon Heder) sem allir voru flokkaðir sem lúðar á uppvaxtarárunum. Íþróttabullurnar stríddu þeim miskunn- arlaust og lágu þeir vel við höggi vegna slapprar frammistöðu í íþróttaleikjum í skólanum. Þeir komust sjaldnast af vara- mannabekknum og ef þeir spiluðu með blasti hrein niðurlæging við. Gus á nú sjálf- ur son (en Clark og Richie hafa aldrei verið við kvenmann kenndir) og ákveður að taka til sinna ráða þegar hann þarf að horfa upp á son sinn mæta sömu örlögum og biðu hans á varamannabekknum. Þeir félagar stofna hafnaboltalið með stuðningi nágrannans Mels, fyrrum nörds sem orðinn er forríkur og hefur byggt sér glæsivillu í Stjörnu- stríðsstíl. Markmiðið er að safna saman strákunum sem þurfa að verma vara- mannabekkinn og sigra hrekkjusvínin og íþróttabullurnar. Varamennirnir flokkast undir tegund bandarískra gamanmynda sem kenna mætti við „viðbjóðsvaka“ (gross-out films) og snú- ast um það að finna upp á eins klígjuvekj- andi gamanatriðum og hægt er, þar sem hvers kyns líkamsstarfsemi, úrgangur og niðurlægingar koma við sögu. Þegar verst lætur fær úrvinnsla handrits algerlega að víkja fyrir tilætluðum gamanlátum, og í stað frásagnar- eða samtalsdrifinnar kómedíu er söguþráður rissaður upp og hann notaður sem afsökun fyrir nokkurs konar veislu úr- gangsbrandara. Þetta er eitt af einkennum Varamannanna, þar sem áðurnefndir Rob Schneider, David Spade og Jon Heder, spreyta sig í hlutverkum forkólfanna í Vara- mannaliðinu sem allir eiga það sameiginlegt að vera nokkurs konar ofvaxin börn. Af þessum þremur er það David Spade sem mesta reynsluna hefur í gamanmyndum en allt frá því að hann sló í gegn með Chris Viðbjóðsvaki Í dómi segir að myndin standi ekki undir því nafni að vera gamanmynd. KVIKMYNDIR Varamennirnir (The Benchwarmes)  Leikstjórn: Dennis Dugan. Aðalhlutverk: Rob Schneider, David Spade, Jon Heder, Jon Lovitz og Molly Sims. Bandaríkin, 85 mín. Borgarbíó, Smárabíó, Regnboginn Heiða Jóhannsdóttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 51 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10:15 kl. 10:15 B.i. 16 ára Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...? ...Myndir þú breyta heiminum með henni ...eða gera eitthvað allt annað? Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! -bara lúxus Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10:15 EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA kl. 2 ÍSL. TALkl. 4 ÍSL. TAL Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU kl. 2 ÍSL. TAL400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU HÚN VAR HEPPNASTA STELPAN Í BÆNUM ÞANGAÐ TIL DRAUMAPRINSINN EYÐILAGÐI ALLT! Frábær unglinga gamanmynd með Lindsey Lohan í fantaformi! Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! 1 fjölskylda - 8 hjól ENGAR BREMSUR Komdu í fyndnasta ferðalag sumarsins. eee Topp5.is - VJV ROBIN WILLIAMS K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS Yfir 51.000 gestir! eee L.I.B.Topp5.is EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA Sími - 551 9000 The Benchwarmers kl. 3, 6, 8 og 10 B.i. 10 ára Click kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára The Omen kl. 10.30 B.i. 16 ára X-Men 3 kl. 5.30 og 8 B.i. 12 ára Take The Lead kl. 5.30 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 8 B.i. 14 ára Rauðhetta m. íslensku tali kl. 3 Ísöld m. íslensku tali kl. 3 K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS Sýnd kl. 5:45 og 8 SPUNATÓNLISTIN er í aðal- hlutverki hjá The Island Boys eða Eyjapiltunum en dúettinn skipa Íslendingurinn Guð- mundur Steinn Gunnarsson og Noah Phillips frá Hawaii. Kynntust þeir félagar í skól- anum Mills College í Kaliforn- íufylki og samstarfið hófst út frá þeirri staðreynd að þeir eru báð- ir eyjapiltar. Það bregður fyrir óhljóðum og rafhljóðum í bland við ljúfa tóna í tónlist þeirra, víða er komið við, og finna má skipulagða búta innan í óreiðu sköpunarinnar eða óreiðu í ann- ars skipulögðu efni. Guðmundur Steinn nam tón- smíðar við Listaháskóla Íslands, hefur komið víða við og verið ið- inn við alls kyns spilamennsku og tónsmíðar. Hann hefur m.a tekið þátt í verkefnunum Stór- sveit Nix Noltes, Hljómsveit Benna HemmHemm, Hestbak og Snarsveit Reykjavíkur. Framsæknar tónsmíðar eru hans helsta hugðarefni ásamt skynditónsmíðum og spuna. Hinn eyjapilturinn, Noah Phillips, hefur verið ansi iðinn við spilamennsku, ferðast víða um heiminn en verið einna mest áberandi í Los Angeles og á svæðinu í kringum San Franc- isco. Líkt og Guðmundur Steinn hefur hann mikinn áhuga á spuna og komið fram með þekktum spunamönnum sem hafa verið áber- andi á vesturströnd Bandaríkjanna á borð við Henry Grimes, Vinny Golia og Harris Eisen- stadt. Báðir leika þeir félagar á gítar með raf- hljómum í bland en Guðmundur Steinn leikur einnig á kjöltutölvu. Eyjapiltarnir ætla á næstunni að halda þrenna tónleika á Íslandi. Fyrstu tónleikarnir fara fram í kvöld á Þjóðlagahátíðinni á Siglu- firði og er aðgangur ókeypis. Þeir næstu fara fram þriðjudaginn 11. júlí í Skaftfelli á Seyð- isfirði en þá munu Eyjapiltarnir koma fram ásamt Páli Pálssyni og Charles Ross og er að- gangseyrir 500 kr. Síðustu tónleikarnir fara svo fram föstudaginn 14. júlí í húsnæði félags- ins S.L.Á.T.U.R. að Hverfisgötu 32 og munu þá þeir Jesper Pedersen og Áki Ásgeirsson einnig koma fram og er aðgangseyrir 500 kr. Tónlist | Eyjapiltarnir halda þrenna tónleika Óhljóð og rafhljóð í bland við ljúfa tóna Morgunblaðið/Eyþór Í tónlist Eyjapiltanna má finna skipulagða búta innan í óreiðu sköpunarinnar eða óreiðu í annars skipulögðu efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.