Morgunblaðið - 09.07.2006, Síða 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
endurskoðun
reikningsskil
skattar / ráðgjöf
www.ey.is
LEIKSTJÓRINN Quentin Tarantino
ætlar að nota Dead-boli úr Nonnabúð
Jóns Sæmundar Auðarsonar í næstu
mynd sína. Myndin ber nafnið Grind
House og er hryllingsmynd en tökur hefj-
ast í Texas í ágúst. Tvær persónur í
myndinni koma
til með að klæð-
ast fötum frá
Dead og leikur
Tarantino sjálfur
aðra þeirra.
Merki Dead er
hauskúpa, sem
má segja að sé
við hæfi í hryll-
ingsmynd, en
dýpri hugsun
liggur að baki
notkuninni.
„Kúpan finnst
mér vera gott
sameiningartákn mannkynsins. Öll erum
við eins undir skinninu, hvort sem við er-
um rauð, gul, hvít eða svört. Rasismi og
fordómar er eitthvað sem við höfum
skapað okkur sjálf. Illskan er komin af
mönnunum,“ segir Jón Sæmundur.
Þessi hugmyndaríki listamaður er í ít-
arlegu viðtali við Tímarit Morgunblaðsins
í dag og ræðir listina og lífið, æskuárin,
trúna, ástina og börnin.
Jón Sæmundur stendur nú á tímamót-
um þar sem hann er að fara að loka
Nonnabúð og opna aðra og stærri verslun
með hönnunarvörum við Mýrargötu.
„Ég kom með Nonnabúð á réttum tíma
og það kveikti áhugann hjá fleirum, að
gera hlutina sjálfur og ekki kaupa fjölda-
framleitt drasl úr Kringlunni og taka þátt
í þessari mötun, mér líkar hún ekki. Það
sem ég gerði var að boða þennan boð-
skap, að það eigi að lifa lífinu, ekki að
hafa áhyggjur af dauðanum. Ég var
hræddur við dauðann. Við ættum ekki að
hræðast hann, hann er óaðskiljanlegur
hluti af lífinu, við eigum að lifa lífinu til
fulls og njóta hverrar einustu stundar,“
segir hann.
Dead í Tarant-
ino-mynd
STÝRIVEXTIR Seðlabanka eru
hvergi jafn háir og hér á landi ef
horft er til nokkurra þeirra landa
sem við berum okkur gjarnan sam-
an við, enda verðbólga hvergi jafn
mikil og hér.
Þetta kemur skýrt fram á með-
fylgjandi línuriti, en eins og kunn-
ugt er hækkaði Seðlabankinn stýri-
vexti sína um 0,75 prósentustig á
fimmtudaginn og var það í fjórða
skipti á þessu ári sem bankinn
hækkar stýrivexti sína til að bregð-
ast við horfum á aukinni verðbólgu,
sem hefur farið stigvaxandi það
sem af er árinu. Alls hafa stýrivext-
ir bankans hækkað um 2,5 pró-
sentustig á árinu og frá því á árinu
2004 þegar þeir voru 5,30% hafa
stýrivextirnir verið hækkaðir fimm-
tán sinnum.
Stýrivextir víða hækkað
Stýrivextir í mörgum nágranna-
löndum okkar hafa einnig hækkað
að undanförnu vegna aukins verð-
bólguótta, meðal annars vegna
hækkana á olíuverði. Það gildir
t.a.m. um stýrivexti í Bandaríkj-
unum, á evrusvæðinu, í Kanada,
Sviss, Svíþjóð og Noregi, þó stýri-
vextir þar séu að sjálfsögðu marg-
falt lægri en hér á landi.
%)
"#
**
# $ $$
"# $ "#
#
& # &
) $%&
' (%
) '
*)!
+
./ (0(
1,
Stýrivextirnir
hvergi hærri
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
NÆRRI 20 nefndir hafa verið settar
á fót til að fjalla um byggingu Nátt-
úruminjasafns Íslands. Ekkert slíkt
safn hefur þó enn verið stofnað þrátt
fyrir að fimm ár séu síðan sett voru
safnalög þar sem tiltekið er að nátt-
úruminjasafn skuli starfa hér á
landi. Rakel Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Safnaráðs, segir mjög
brýnt að gera bragarbót í þessu efni.
Í dag er íslenski safnadagurinn og
af því tilefni bjóða söfn í landinu upp
á fjölbreytta dagskrá og mörg upp á
ókeypis aðgang. Rakel segir mikla
grósku hafa verið í safnastarfi hér á
landi síðustu ár. Mörg verkefni séu
þó fram undan og hún telur einna
brýnast að setja á fót náttúruminja-
safn. Náttúrufræðistofnun Íslands
sér um Náttúrugripasafn Íslands
sem væntanlega mun mynda grunn
að náttúruminjasafni þegar það
verður stofnað, en Náttúrugripa-
safnið er í bráðabirgðahúsnæði og
býr við þröngan kost.
„Það er mjög nauðsynlegt að það
verði settur kraftur í að setja slíkt
safn á stofn því að náttúran er eitt
það dýrmætasta og mikilvægasta
sem við eigum og hana þarf að rann-
saka og miðla til Íslendinga og ferða-
manna sem sækja okkur heim.
Ferðamenn koma til Íslands til að
sjá þessa einstöku náttúru, en þeir
vilja líka fá að fræðast um hana. Ef
við berum okkur saman við önnur
lönd sem kannski geta ekki státað af
jafn stórkostlegri náttúru þá er ljóst
að við stöndum þeim langt að baki.
Það væri vel til fundið að Náttúru-
minjasafn Íslands starfaði náið með
Raunvísindastofnun Háskóla Ís-
lands og Náttúrufræðistofnun, en
nýjar áherslur á vísindamiðlun, lif-
andi miðlun náttúrufyrirbæra og vís-
inda eru meðal þeirra verkefna sem
þessar stofnanir gætu unnið að í
samstarfi við safnið,“ segir Rakel.
Nærri 20 nefndir fjallað
um náttúruminjasafn
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Söfn landsins verða með fjölbreytta dagskrá í dag á íslenska safnadeg-
inum. Mörg þeirra bjóða ókeypis aðgang í tilefni dagsins.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Mikil gróska | 6
BOOT Camp-þjálfararnir Arn-
aldur Birgir Konráðsson, Evert
Víglundsson og Róbert Trausta-
son hlupu í gær 100 km frá Hellu
til Reykjavíkur til styrktar sam-
tökunum Blátt áfram sem vinna
að forvörnum gegn kynferð-
islegu ofbeldi á börnum á Íslandi.
Lagt var af stað frá Hellu á
miðnætti aðfaranótt laugardags-
ins. Við Litlu kaffistofuna bættist
þeim 40 manna liðsauki og svo
hélt áfram að bætast í hópinn
eftir því sem nær dró Reykjavík
en endapunkturinn var við
Reykjavíkurhöfn.
Morgunblaðið náði tali af
köppunum rétt við Bláfjalla-
afleggjara en þá var um fjórð-
ungur vegalengdarinnar eftir.
Evert sagði þá félaga hafa hlaup-
ið nánast sleitulaust, með stutt-
um stoppum til að borða, drekka
og lækna þau mein sem helst
hrjáðu þá, eins og blöðrur og
sárar iljar, nára og læri.
Arnaldur sagði líkamann við
það að segja þetta gott en það
hjálpaði til að fá liðsauka, það
ætti eftir að fleyta þeim áfram á
leiðarenda.
„Við klárum þetta fyrst við er-
um komnir hingað,“ sagði Arn-
aldur.
Evert sagði aðstæður hafa ver-
ið erfiðar, þeir hefðu haft vind á
móti sér frá Selfossi, sem þeir
hefðu vonast til að sleppa við.
„Þetta er það allra erfiðasta
sem við höfum gert og höfum við
gert okkur ýmislegt. En þetta er
það allra versta,“ sagði Evert.
„Það allra erfiðasta sem við höfum gert“
Morgunblaðið/Sverrir
Þeir Róbert Traustason, Arnaldur Birgir Konráðsson og Evert Víg-
lundsson taka stutt stopp til að fá sér að drekka og huga að meiðslum.