Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 216. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Máttarstólpi Menningarnætur Menningarnótt 19. ágúst Tvö tónleikasvið! Öll dagskráin á www.landsbanki.is Dásamlegt líf og fagurt Sýning Aðalheiðar Eysteinsdóttur í Listasafni Árnesinga | Menning Lesbók | Hóladómstóll 900 ára  Bakkafullur lækurinn Börn | Grænt og gott í skólagörðum  Sumarbúðir í sveit Íþróttir | Gullæði í Belgíu  Beckham sparkað út Lesbók, Börn og Íþróttir í dag þotur verið staðsettar hér. Flestar voru þær um 25 talsins á sjötta áratugnum, en þær voru ekki sambærilegar að gæðum og þær sem hafa verið hér undanfarin misseri. F15-vélar voru flestar 18 á Keflavíkurvelli, þ.e. heil flugsveit, en það var á árunum 1985–1994. Tvær björgunarþyrlur varnarliðsins verða áfram á Íslandi fram í næsta mánuð. Söguleg kveðjustund F15-þotan SL-038 var síðasta orrustuþota Bandaríkjamanna til að hverfa af landi brott í gærmorgun, en vélin á sér merka sögu. Þotan kom fyrst til landsins árið 1985 þegar 57. sveit ÞRJÁR orrustuþotur af gerðinni F15 flugu vest- ur um haf frá varnarstöðinni á Keflavíkur- flugvelli í gærmorgun og er því engin orr- ustuþota á vellinum lengur. Þotur á vegum varnarliðsins hafa verið hér á landi allt frá árinu 1953 og því er um ákveðin tímamót að ræða að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varn- arliðsins. F15-þoturnar þrjár hafa aðeins verið hér á landi í nokkrar vikur en þotur af þessari gerð hafa verið hér um árabil. „Allar götur frá árinu 1994 hafa flugsveitir í bandaríska flug- hernum skipst á um að senda hingað fjórar til sex þotur til sex til tólf vikna dvalar,“ segir Frið- þór. Á hverjum tíma hafa því alltaf einhverjar flughersins fékk F15-orrustuþotur til afnota. Þotan var á Íslandi þar til ákveðið var að leggja niður fastasveit hér á landi og 57. flugsveitin var færð um set. Þegar sveitin kvaddi vildi svo til að vélin var sú síðasta til að yfirgefa landið. Allar götur síðan hafa flugsveitir Bandaríkjamanna skipst á að koma til landsins og dvalið hér um nokkurt skeið. Algjör tilviljun réð því að SL-038 kom til landsins á ný fyrir sex vikum á vegum Air National Guard frá St. Lewis í Missouri. Þegar upp komst um tengsl vélarinnar við Ísland þótti ekki annað fært en að láta hana vera síðustu orr- ustuþotuna til að hverfa af landi brott og þar með eiga síðasta orðið við sögulega kveðjustund. Ljósmynd/Baldur Sveinsson Síðustu herþoturnar farnar frá Íslandi ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gærkvöldi einum rómi ályktun um að gert yrði vopna- hlé í átökum Ísraela og sveita Hizbollah í Líb- anon og alþjóð- legt friðargæslu- lið, allt að 15.000 manns, tæki sér stöðu á svæðinu ásamt álíka fjöl- mennum líbönsk- um stjórnarher til að tryggja frið. Bandaríkin og Frakkland höfðu frumkvæði að því að semja álykt- unina en ríkin tvö hafa í sameiningu beitt sér mjög í málefnum Líbanons síðustu árin. Í tillögunni er kveðið á um að sam- tímis því sem alþjóðlega liðið taki sér stöðu og átökum linni skuli Ísraelar kalla innrásarlið sitt á brott frá Líb- anon. Friðargæsluliðið á að aðstoða líbanska herinn við að ná yfirráðum á svæðinu úr höndum Hizbollah. Einnig er ákvæði um að Hizbollah skuli þegar í stað láta lausa tvo ísraelska hermenn sem samtökin klófestu en sá atburður var átylla Ísraela fyrir hernaðinum. Alþjóðlega herliðið mun njóta að- stoðar líbanskra hermanna en verð- ur undir yfirstjórn UNIFIL, núver- andi eftirlitssveita SÞ í S-Líbanon en í þeim eru nú 1.200 manns. Ísraelar eru því mjög mótfallnir að UNIFIL fái yfirstjórnina. Benda þeir á að um- ræddu liði hafi mistekist með öllu á undanförnum árum að stöðva árásir vopnaðra sveita Hizbollah á Ísrael. Olmert samþykkir vopnahlé Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hafði fyrr um daginn gefið hernum skipun um að hefja um- fangsmeiri landhernað í sunnan- verðu Líbanon og vildi þannig tjá óánægju sína með þau drög að álykt- un öryggisráðsins sem fram höfðu komið. Lýstu Ísraelar einkum von- brigðum sínum með að ekki væru skýr ákvæði um að sent yrði á vett- vang öflugt friðargæslulið sem myndi hafa umboð og afl til að stöðva árásir sveita Hizbollah á Ísrael. En nokkru síðar lýsti talsmaður ráð- herrans yfir því að hann sætti sig við tillöguna og myndi mæla með henni við ríkisstjórn sína á sunnudag. Stjórn Líbanons hyggst ræða álykt- unina í dag. Um 1.100 manns hafa fallið í átök- unum sem staðið hafa í fjórar vikur, flest fórnarlömbin eru Líbanar. Í gær féllu sjö her- og lögreglumenn Líbana að sögn AFP-fréttastofunnar þegar fjarstýrð, ómönnuð flugvél Ísraela gerði flugskeytaárás á bíla- lest sem var að flytja á brott mörg hundruð manns frá hættusvæði við borgina Marjayun. Talsmenn UNIFIL sögðu að Ísraelar hefðu veitt leyfi fyrir ferðinni. Brynvagnar UNIFIL munu hafa yfirgefið bíla- lestina skömmu fyrir árásina. Mannréttindanefnd SÞ í Genf samþykkti í gær að frumkvæði arabaríkja að láta rannsaka „skipu- lagðar“ árásir Ísraela á óbreytta borgara í Líbanon eins og það var orðað. Mannréttindafulltrúi SÞ, Louise Arbour, gagnrýndi að ekki væri minnst á flugskeytaárásir Hiz- bollah á Ísrael í tillögunni og meinta notkun samtakanna á óbreyttum borgurum sem „mannlegum skjöld- um“. 18 aðildarríki af alls 47 sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn tillögunni. Öryggisráðið krefst vopnahlés í Líbanon Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ehud Olmert London, Washington. AFP, AP. | Breska lögreglan hélt í gær áfram að yfir- heyra liðsmenn hryðjuverkahóps sem hugðist sprengja allt að tíu bandarískar þotur yfir Atlantshafi, einnig voru sjö félagar þeirra í Pak- istan yfirheyrðir þar. Ljóst er nú að rannsóknin hófst fljótlega eftir hryðjuverkin mannskæðu í London 7. júlí í fyrra. Þá barst lögreglu ábending frá múslíma í Bretlandi um grunsamlega hegðun eins kunningja hans. Var fylgst með fundum, ferða- lögum og búðarferðum fjölda ein- staklinga. Rannsóknin í Bretlandi var gerð í samstarfi við yfirvöld í Bandaríkjun- um og Pakistan. Munu mörg hundr- uð lögreglumenn hafa tekið þátt í henni. Ítalska lögreglan handtók í gær um 40 öfgafulla múslíma, íslam- ista, flestir þeirra eru af pakist- önskum uppruna eins og nær allir hinir handteknu í Bretlandi sem eru nú 23, einum var sleppt í gær. Ekki er ljóst hvort handtökurnar á Ítalíu tengjast samsærinu í Bretlandi. Ekki munu að sögn bandarískra ráðamanna hafa komið fram vís- bendingar um að samsærismennirn- ir hafi haft vitorðsmenn vestra. Samsæris- mennirnir yfirheyrðir  Eftirlitið | 18 ÞINGMENN nokkurra stjórnar- andstöðuflokka á danska þinginu og Danska þjóðarflokksins vilja að sögn blaðsins Berlingske Tidende setja lög um að stjórnum fyrirtækja verði bannað að veita stjórnendum kaup- auka, hvort sem um sé að ræða ár- angurstengda bónusa eða kauprétt- arsamninga. Dæmi eru um að danskir stjórnendur fái kaupauka upp á milljarða ísl. kr. Tveimur bankastjórum lítils banka, Ringkjøbing Landbobank, hefur verið boðið að deila með sér 105 milljónum d. kr., eða sem nemur 1,28 milljörðum ísl. kr. Gagnrýna ofurlaun  Vilja aðgerðir | 19 ♦♦♦ ÞÝSKI rithöfundurinn Günter Grass greinir frá því í viðtali við þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeit- ung í dag að hann hafi verið félagi í SS- sveitum nasista síðustu mánuði heimsstyrjald- arinnar síðari. Grass hefur þagað yfir þessu í 60 ár og í við- talinu, sem birt var að hluta á vefsíðu FAZ í gær, segir hann að þögnin hafi verið sér þungbær. Grass er einn áhrifamesti rithöf- undur Þjóðverja og bækur á borð við Blikktrommuna áttu stóran þátt í uppgjöri þeirra við fortíð sína. Í september eru æviminn- ingar hans væntanlegar og þar seg- ir hann frá því þegar hann var kvaddur í herinn nokkrum mán- uðum fyrir stríðslok og gert að ganga til liðs við SS-sveitirnar. | 27 Grass var fé- lagi í SS-sveit- um nasista Günter Grass
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.