Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ FER hver að verða síðastur að sjá með eigin augum það gós- enland náttúruskoðunar og útivist- ar, sem á næstu mánuðum verður skemmt með óafturkræfum hætti, þegar því verður sökkt undir Háls- lón vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hingað til hefur aðgengi að þessu svæði verið erfitt fyrir hinn al- menna ferðamann. Skipulegar hópferðir hafa þó verið farnar inn á svæðið m.a. á vegum listafélagsins Augnabliks, Ferða- félags Fljótsdalshér- aðs og Útivistar og að undanförnu hefur Óm- ar Ragnarsson flogið með ferðamenn inn á svæðið. Allt of fáir hafa nýtt sér þessar hópferðir eða reynt að ferðast sjálfir um fyr- irhugað lónsstæði. Þeim mun fleiri hafa látið sér nægja að „skoða“ það frá veginum að Kárahnjúkavirkjun og útsýn- ispallinum við stíflustæðið hjá Fremri Kárahnjúk. Slík skoð- unarferð að viðbættri heimsókn í upplýsingamiðstöð Landsvirkjunar í Végarði gefur villandi mynd af þeim hrikalegu náttúruspjöllum, sem verða við myndun Hálslóns. Úr þessu má þó bæta með því að aka eftir nýjum virkjanavegum upp með austur- og vesturbakka Jöklu og ganga síðan um það land sem mun hverfa undir Hálslón. Ferðast með Jöklu að austanverðu Farvegur Jökulsár á Brú mun á 25 km leið sinni frá Brúarjökli að stíflustæðinu við Fremri Kára- hnjúk hverfa ofan í Hálslón við myndun þess. Á þessari leið falla Sauðá vestari og jökuláin Kringilsá í Jöklu að vestanverðu, en Sauðá (eystri) á Vesturöræfum að austan. Sauðá vestari fellur í fallegri fossa- röð í Jöklu um 4 km sunnan við Fremri Kárahnjúk. Ármót Kring- ilsár og Jöklu eru um 12 km sunn- an við stíflustæðið og marka miðju þess svæðis, sem fer undir Hálslón. Þar mun neðsti hluti Kringilsár, þar sem hún fellur í fallegu gili frá Töfrafossi að Jöklu, fara á kaf. Um 5 km sunnar fellur Sauðá (eystri) í Jöklu að austanverðu, en Töðu- hraukarnir í Kringilsárrana og lendingarsethjallurinn hans Ómars (Ragnarssonar) blasa við vestan Jöklu. Allt þetta getur fólk nú skoðað með eigin augum með því að aka eftir nýja veg- inum, sem liggur með- fram væntanlegu lóns- stæði frá Kárahnjúkavegi upp með Jöklu að austan inn að Sauðárkofa, sem er staðsettur um 17 km suður af Kára- hnjúkum. Á þessari leið liggur stærsta gróna háslétta Íslands, Vesturöræfin, austan vegarins, með konung íslenskra fjalla, Snæ- fellið, í bakgrunni. Frá Sauðárkofa er sjálfsagt að ganga niður með gili Sauðár (eystri) að ármótunum við Jöklu og þaðan meðfram austurbakkanum, þar til komið er gegnt ármótum Jöklu og Kringilsár. Hafa skyldi það rækilega hugfast, að á slíkri göngu er allan tímann gengið ofan í fyrirhuguðu lónsstæði Kára- hnjúkavirkjunar, sem verður um 3 km á breidd á móts við Sauðárkofa og mun þekja fegurstu töðuhrauk- ana, austast í Kringilsárrana. Allt þetta má glögglega sjá á korti Landsvirkjunar, „Ferðaleiðir á öræfum umhverfis Snæfell“, sem er nauðsynlegur ferðafélagi á þess- um slóðum. Þetta kort sýnir ekki aðeins fyrirhugaðar stíflur og uppi- stöðulón fyrri áfanga Kára- hnjúkavirkjunar, vestan Snæfells, heldur einnig stíflur og uppistöðu- lón síðari áfangans, austan Snæ- fells. Gengið með vesturbakka Jöklu Á sama hátt og aðgengi er orðið gott að austurbakka Jöklu sunnan Kárahnjúka er nú auðvelt að ferðast meðfram vesturbakkanum, eftir að akfær vegur var lagður yf- ir Sauðá vestari. Gönguferð niður með Sauðá að ármótum hennar og Jöklu og þaðan um 4 km leið suður með vesturbakka Jöklu inn að Rau- ðuflúð, eina fossinum í ánni, er afar fróðleg og skemmtileg. Það vekur hins vegar nokkurn óhug að hugsa til þess að þetta svæði hverfur senn í hið allt að 190 metra djúpa Hálslón. Á þessum slóðum fellur Jökla í fallegu gili milli gróins vesturbakk- ans og sethjallanna, sem einkenna austurbakkann. Áður en komið er að Rauðuflúð rennur Tröllagils- lækur í Jöklu að vestan um sam- nefnt gil. Á flöt við lækinn er eitt besta tjaldstæðið við ána og þaðan blasa við fallegir stuðlabergsbásar. Fyrir hinn metnaðarfulla göngu- mann er sjálfsagt að halda áfram til suðurs frá Rauðuflúð um 4 km leið að ármótunum við Kringilsá, og þaðan á kláf yfir í Kringilsár- rana. Töðuhraukarnir eru nú í að- eins um 5 km fjarlægð og ómót- stæðilegt að tylla fæti á fegurstu hraukana næst Jöklu áður en hald- ið er til baka að bílastæðinu við Sauðá, sem eins og aðrir viðkomu- staðir dagsins verður senn á kafi í Hálslóni. Vissulega er heils dags ganga að baki meðfram vest- urbakka Jöklu, en í sléttu göngu- landi og með litla byrði. Og sam- viskan verður betri hjá þeim, sem geta sagt afkomendum sínum frá því, að þeir hafi séð með eigin aug- um náttúruperlurnar suður af Kárahnjúkum, áður en þeim var sökkt undir Hálslón. Skoðum landið sem hverfur Ólafur F. Magnússon skrifar um umhverfismál ’Nú fer hver að verða síðastur að sjá með eigin augum það gósenland náttúruskoð- unar og útivistar, sem verður sökkt undir Hálslón.‘ Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. Í DAG 12. ágúst halda hommar og lesbíur hátíð með skrautlegri gleði- göngu og útitónleikum á Hinsegin dögum í Reykjavík. Af því tilefni er ástæða til að fagna því að réttindabarátta samkynhneigðra hefur náð eins langt og raun ber vitni. Ný lög um rétt- arstöðu samkyn- hneigðra tóku gildi 27. júní síðastliðinn á al- þjóðlegum baráttudegi þeirra, – lög sem auka og leiðrétta rétt- arstöðu samkyn- hneigðra á Íslandi. Samkvæmt þeim öðl- uðust samkynhneigðir rétt til að skrá sig í sambúð og ættleiða börn. Er réttur þeirra nú hinn sami og gagnkynhneigðra hvað nánast allt varðar enda hefur mörgum lögum verið breytt. Þessi lagasetning setur Ísland í fremstu röð þjóða hvað mannréttindi samkynhneigðra varðar. Við fögnum öll þessum áfanga, en hann er árangur af þrotlausri rétt- indabaráttu margra. Hommar og lesbíur og fé- lagsskapur þeirra Samtökin 78 eiga þar mikinn heiður skilinn, en ekki síður þeir þingmenn sem hafa leitt réttindabaráttuna á Alþingi. Baráttusagan í 14 ár Þar ber að nefna fyrst Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur formann Sam- fylkingarinnar. Hún flutti sitt fyrsta þingmál 1991, þá þingmaður Kvennalistans, mál sem fjallaði um afnám misréttis gagn- vart samkynhneigðu fólki. Það var í fyrsta skipti sem þessi mál voru tekin upp á Alþingi í þingmáli. Ekki var það samþykkt það ár en vet- urinn eftir flutti hún það aftur ásamt þingmönn- um úr öllum flokkum og samþykkti félagsmála- nefnd þá að leggja til að Alþingi ályktaði að rík- isstjórnin skipaði nefnd til að kanna stöðu sam- kynhneigðs fólks á Ís- landi. Verkefni hennar var að kanna lagalega, menningarlega og fé- lagslega stöðu þess og gera tillögur til úrbóta og nauðsynlegar aðgerðir til að misrétti gagnvart samkyn- hneigðu fólki hyrfi hér á landi. Al- þingi samþykkti tillöguna í maí 1992. Í framhaldi af vinnu þessarar nefndar voru síðan samþykkt á Al- þingi lög um staðfesta samvist, sem gengu í gildi í júlí 1996. Sama ár, þegar lög um tæknifrjóvgun voru samþykkt, mótmælti stjórnarand- staðan á þingi því að samkyn- hneigðar konur öðluðust þar ekki sama rétt og gagnkynhneigðar. Eftir að Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar kom inn á þing 1999 tók hún við kyndl- inum og hefur haldið vel á þessum málum í góðu samstarfi við hags- munaaðila. Þingsályktun hennar um skipun nefndar til að kanna stöðu samkynhneigðs fólks, sem hún flutti ásamt þingmönnum allra flokka, var samþykkt 2003. Hún lagði meg- ináherslu á rétt samkynhneigðra til að eignast og ala upp börn og rétt- arstöðu þeirra í sambúð. Mikil þróun hafði verið í löggjöf nágrannalanda okkar í þessum málaflokki og marg- ar breytingar á lögum orðið þar og var lagt til að nefndin kannaði þau mál einnig. Árangurinn af vinnu þessarar nefndar, sem Guðrún vann mjög náið með, eru þær lagabreytingar sem urðu að lögum í sumar. Við þing- menn Samfylkingarinnar erum hreyknir af þeim árangri sem þessar tvær Samfylkingarkonur, Ingibjörg Sólrún og Guðrún, hafa náð með for- ystu sinni og málflutningi á Alþingi. Lagalega vantar aðeins herslumun- inn sem er að þjóðkirkjan og önnur trúfélög staðfesti samvistina. Það er næsta verkefni. Til hamingju með árangurinn – til hamingju með daginn. Hinsegin dagar – til hamingju! Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um réttindi samkynhneigðra ’Við þingmenn Samfylk-ingarinnar eru hreyknir af þeim árangri sem þær Ingibjörg Sólrún og Guð- rún hafa náð með forystu sinni og málflutningi á Alþingi.‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Hún er konan, sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Þannig hefst ljóðið „Sorgin“ eft- ir Tómas Guðmundsson. Hér er ekki allt sem sýnist „konan“, sem um er rætt, er ekki venjuleg manneskja. Hún er sorgin. Finnst þér í lagi, Steindór, að birta svona skáldskap? Eða væri ástæða til að skrifa harðorða grein gegn ljóðskáld- inu og vara við hættulegri villutrú, sem sé þeirri að til geti verið hulduvera sem leitar uppi fólk til að gera það sorg- mætt? Ef slík grein væri skrifuð myndi enginn taka höfund hennar alvarlega. Af hverju ekki? Vegna þess að hver maður getur séð að Tómas er ekki að boða nein trúarbrögð. Hann er bara að nota ljóðrænt líkingamál. Og til hvers? Til þess að koma boðskap á framfæri með meiri áhersluþunga. Eins sjá allir að auglýsingar Umferð- arstofu eru ekki trú- boð. Í þeim er það al- gert aukaatriði hvort það sé sönn hugmynd að maðurinn hafi sál sem yfirgefi líkam- ann þegar hann deyr. Aðalatriðið er að áhorfendur skilji að mjóu munar milli lífs og dauða. Hugmyndin um sálina er notuð af því að allir þekkja hana og munu því skilja boðskapinn í auglýsing- unni. Þess vegna finnst mér, Stein- dór, að þú sért að ráðast á vitlaust skotmark, þegar þú úthúðar Um- ferðarstofu fyrir þann trúarlega boðskap sem má lesa út úr hug- myndinni um sál. Þú hlýtur að vilja málefnalega rökræðu. Beindu henni þá að fólki sem finnst þetta skipta máli. Eða myndi þér detta í hug að skamma alla Íslendinga fyrir það að í málinu finnist orða- tiltækið „sólin er sest“? En svo að ég ljúki grein minni á því sem raunverulega skiptir máli hvort hugmyndin um sál á sér til- verurétt þá langar mig til gamans að benda á eitt. Það hefur verið véfengt að hug- myndin um sjálfstæða sál, sem þrífst utan líkamans, geti talist kristin hugmynd. Í Biblíunni er að vísu talað um manninn sem anda, sál og lík- ama, en hugsunin er jafnan ekki sú að hægt sé að slíta þetta í sundur. Maðurinn er sál, sem hugsar og talar, og jafnframt er hann líkami með efnis- legar þarfir. Þetta eru tvær hliðar á manns- lífinu og það er ekki svo auðvelt að skilja þær að. Nú reka lesendur eflaust upp stór augu. Eru það ekki einmitt kristnir menn, sem boða að sálin lifi áfram þó líkaminn deyi? Þessi hugmynd er til innan kristindóms- ins, en fræðimenn efast um að hún geti verið upprunaleg, því hún er svo framandi fyrir hugsun Biblíunn- ar. Hún var aftur á móti vel þekkt í grískri heimspeki. Biblían hefur öðru- vísi sýn á lífið. Hún talar um upprisu. Upprisa þýðir að mað- urinn lifni við aftur ekki bara sálin, heldur líkaminn með! Að vísu ekki þessi gamli og hrörnaði líkami, sem er kannski búinn að liggja í gröf í nokkrar aldir og orðinn að mold, heldur gefi Guð manninum nýjan líkama. Hvort við getum trúað þessu snýst svo um það hvort við trúum því að Guð sé til og hvort hann sé alvaldur skapari sem geti búið til hvað sem vera skal. En það er efni í nýja grein, ef þú vilt ræða það frekar. Hvaða fornaldar- frumspeki? Einar S. Arason bregst við grein Steindórs J. Erlingssonar Einar S. Arason ’… algert auka-atriði hvort það sé sönn hug- mynd að mað- urinn hafi sál sem yfirgefi lík- amann þegar hann deyr. Aðal- atriðið er að áhorfendur skilji að mjóu munar milli lífs og dauða.‘ Höfundur er guðfræðingur og kennari. Í BRENNIDEPLI þessa dag- ana er hraðakstur á vegum landsins. Ég hef heyrt frá einum þessara ökufanta, sem náðst hafa, að þetta sé einkamál þeirra og lögreglunnar. Þeir sem nást borga sekt eða missa ökuleyfi og það sé sá séns sem þeir einir taka. „Kikkið“ sé af og til þess virði og möguleikarnir á að nást eru oft og tíðum ekki miklir. Einkamálið breytist í skelfingu þegar slys verða, tala nú ekki um þegar farartæki hendast á ofsa- ferð yfir á rangan vegarhelming og hreinlega „slátra“ grunlausum vegfarendum. Umræður snúast m.a. um ráð til að koma í veg fyrir þetta hátt- erni. Og er það vel. Hækkun sekta og/eða aukið eftirlit lög- reglu heyrist nefnt. Reyndir lög- reglumenn halda fram hinu síð- arnefnda og er ég þeim hjartanlega sammála. Hlustum á grasrótina Fælingarmáttur lögreglubíla er ótrúlega virkur. Ráðherrar, lögreglustjórar og aðrir aðstand- endur slíkra farartækja: kaupið 20–30 gamla bíla, málið þá í ein- kennislit lögreglunnar, staðsetjið þá við vegi landsins með bláu ljósakrónuna. Fjarstýrið blikk- ljósunum og látið þau sjást af og til allan sólarhringinn. Slík tækni er einföld í dag. Margar út- færslur þessarar hugmyndar eru til. Öðrum hjálpartækjum, svo sem radar og myndavélum, mætti bæta við þegar peningar fást til að gæta grunlausra öku- manna og fjölskyldna, fyrir morðóðum glæpamönnum. Kristján Auðunsson Fælingarmáttur lögreglubíla Höfundur er framkvæmdastjóri starfandi í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.