Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT DANSHÓPURINN Chipp- endales hafi aldrei fyrr heimsótt Ís- land er hann flestum landsmönnum örugglega vel kunnur enda banda- rískt menningaríkon í bráðum 28 ár. List Chippendales-liða felst í því að hópur léttklæddra karlmanna flettir sig klæðum við líflegan dans og söng. Fjórir danshópar eru starfandi og deila um 50 dönsurum á milli sín. Er einn hópurinn með varanlegt aðsetur í Las Vegas, ann- ar í Boston og tveir hópar ferðast um vestur- og austurstrandir Bandaríkjanna og út í heim. Föstudaginn 18. ágúst kemur einn hópurinn hingað til lands til að skemmta íslenskum konum, og er Stevie Kader í forsvari fyrir hóp- inn, enda mikill reynslubolti með tíu ára feril að baki með Chipp- endales. Blaðamaður þykist vita að hóp- urinn samanstandi af sérlega myndarlegum og vöðvastæltum karlmönnum, en biður Stevie að út- skýra betur hvað það eiginlega er sem Chippendales gera: „Þegar dömurnar koma á sýningu hjá okk- ur snýst kvöldið ekki um það hvað við erum myndarlegir og vöðva- stæltir. Kvöldið snýst um þær og við leggjum okkur fram við að láta þær upplifa hvað þær eru ein- stakar,“ útskýrir Stevie. „Dans- ararnir eru allir vandlega valdir, ekki aðeins fyrir það hvað þeir líta vel út, heldur vegna framkomu þeirra og viðhorfs til kvenna. Við í Chippendales-hópnum eigum það allir sameiginlegt að elska konur og virða.“ Stevie segir íslenskar konur mega eiga von á fjörugri sýningu þar sem þær verða umkringdar mönnum af öllum sortum sem mættir eru til leiks með það eina markmið að gleðja þær: „Þetta verður stanslaust fjör út í gegn og hver einasta fantasía sem þær kunna að hafa átt verður þarna mætt, holdi klædd, fyrir framan þær.“ Stevie segir karlmenn ekki óvelkomna, en tekur þó fram að sýningin sé sérstaklega sniðin að kvenfólki, enda hreykja Chipp- endales-hóparnir sér óspart af því að galdra fram bros á vörum tveggja milljóna kvenna á ári hverju. Úr hernum í dansflokkinn Eins og fyrr segir er Stevie bú- inn að dansa með Chippendales- hópnum í tæpan áratug og lætur vel af starfinu: „Þetta bar þannig að að ég hafði nýlega sagt skilið við herinn og kynntist fólki sem sagði mér frá þessum áhugaverða hóp. Ég fór á sýningu, leist vel á að prufa eitthvað nýtt, og sló til,“ segir Stevie. En það er ekkert grín að vera Chippendales-dansari, og segir Stevie að oft þurfi nýir dansarar hálfs árs þjálfun til að ná góðum tökum á sýningunni, sem er eftir sömu forskrift um allan heim. Þar að auki þurfa meðlimir hópsins að halda sér í góðu formi og stunda líkamsrækt af kappi: „Þetta er ágætis starf með fínu kaupi og vinnutíminn gefur mörgum í hópn- um tækifæri til að sýsla við aðra hluti. En þetta er fyrst og fremst ánægjuleg iðja og ákaflega gefandi að geta glatt allar þessar konur sem koma og sjá okkur á hverju ári.“ Dans | Bandaríski Chippendales-danshópurinn á Broadway 18. ágúst Komnir til að gleðja Stevie Kader, forsprakki Chipp- endales-danshópsins sem kemur hingað til lands, er bæði hæfur dansari og liðtækur söngvari. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Meðlimir Chippendales stunda stífar æfingar til að gera sýninguna sem skemmtilegasta upplifun fyrir gesti. Leikkonan unga Lindsay Lohanhefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir ófagmannlaga framkomu í starfi, var lögð inn á spítala vegna ofþorn- unar og nærri kramin af ágengum slúð- urblaða- ljósmyndurum fyrir utan veitingastað í Los Ang- eles. Sjaldan er ein báran stök og hefur Lindsay núna hugsanlega eignast sinn fyrsta óða aðdáanda. Maðurinn ku hafa sent Lindsay bréf þar sem hann segist vilja hitta hana, og sendi hann henni einnig blóm þar sem hún vann við tökur á kvikmyndinni Georgia Rule. Þótti öryggisvörðum stjörn- unnar ungu sendingin ekki alveg í lagi og þótti ástæða til að grípa til ráðstafana, þó ekki hafi enn verið farið fram á nálgunarbann.    Samkvæmisljónið Paris Hiltonvarð fyrir því óláni á dög- unum að vera bitin af kin- kajou-apa sem hún heldur fyrir gæludýr. Var Paris drifin á spítala þar sem hún var með- höndluð við minniháttar skrámum og sprautu til varnar stífkrampa. Kinkajou-apar þykja sérlega sætir, en eru með beittar tennur og þarfnast mikillar umönnunar ef halda á þá sem gæludýr. Dýra- verndunarsamtök á borð við PETA hafa gagnrýnt Paris, þar sem hún ýti undir þá tísku að fólk haldi framandi dýr fyrir gæludýr. Fólk folk@mbl.is SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK TVEIR BRÆÐUR. EIN HELGI. ENGIN SKÖMM. HANN HEFUR EINA LANGA HELGI TIL AÐ KENNA LÍTLA BRÓÐUR SÍNUM HVERNIG EIGI AÐ HÚKKA Í DÖMURNAR. MEÐ CHRIS KLEIN ÚR “AMERICAN PIE” MYNDUNUM. MIAMI VICE kl. 5 - 8 - 11 B.I. 16 Á OVER THE HEDGE ÍSL TALI kl. 3 Leyfð ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR kl. 3 Leyfð PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 5 - 8 - 11 B.I. 12 Á PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 2 - 6 -9 B.I.12 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL TALI kl. 2 - 4 Leyfð BÍLAR ÍSL TALI kl. 5:40 Leyfð THE LONG WEEKEND kl. 8 - 10 B.I.14 ÁRA VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON JOHNNY DEPP ORLANDO BLOOM KIERA KNIGHTLEY H.J. MBL. eee S.U.S. XFM 91,9 PIRATES OF CARIBBEAN: DEAD MAN'S CHEST kl. 5:30 - 6 - 8:30 - 9 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. HALF LIGHT kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.I. 16.ÁRA. SUPERMAN kl. 5:30 - 8:30 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 5:30 - 8 Leyfð KOMIN YFIR 50.000 MANNS Á 17 DÖGUM V.J.V. TOPP5.IS eeee eeee “ARR...SANNKÖLLUÐ BÍÓVEISLA FYRIR ALLA, DEPP SJALDAN BETRI, ÞESSI TRÍLOGÍA ENDAR Í SÖMU HILLU OG HINAR ÓDAUÐLE- GU INDIANA JONES MYNDIR.” S.U.S. XFM 91,9. “MAÐUR HREINLEGA GARGAR AF GLEÐI VIÐ ALLT ÞETTA SJÓNARSPIL! POTTÞÉTT SUMARMYNDIN Í ÁR SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR.” eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS B.J. BLAÐIÐ TRÚÐU Á HIÐ ÓKUNNA SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. P.B.B. DV. eeee SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÞAU ÆTLA AÐ NÁ AFTUR HVERFINU... ....EINN BITA Í EINU !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.