Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rétt 15 ár eru nú liðinfrá því Íslendingarurðu heimsmeistar- ar í brids og þjóðin fylltist skyndilegum bridsáhuga enda stendur hún jafnan þétt að baki þeirra Íslend- inga, sem láta að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi. Ár- ið 1991 vöktu margir heilu næturnar til að fylgjast með lýsingum í Sjónvarpinu á úrslitaleik Íslands og Pól- lands um Bermúdaskálina á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan; nú vaka margir langt fram á nótt til að fylgjast með Magna Ásgeirs- syni í bandarísku sjónvarpsþátt- unum Rock Star Supernova. Á morgun hefst í Varsjá í Pól- landi Evrópumót í brids og þar er m.a. keppt um sæti á næsta heimsmeistaramóti, sem haldið verður í Kína á næsta ári. Þótt íslenskir bridsspilarar hafi ekki náð aftur sömu hæðum og í Yokohama er Ísland enn á meðal bestu bridsþjóða heims. Og ís- lenska bridslandsliðið, sem spilar í opna flokknum í Varsjá, er til alls líklegt og sennilega eitt það sterkasta í langan tíma. Fyrir liðinu fara þeir Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, tveir af íslensku heimsmeisturun- um en þeir eru án efa eitt af sterkustu bridspörum Evrópu um þessar mundir. Einnig eru í liðinu þeir Matthías Þorvaldsson, Magnús Magnússon, Bjarni Ein- arsson og Sigurbjörn Haralds- son. Fyrirliði er Björn Eysteins- son, sem stýrði íslenska liðinu í Yokohama. Að mörgu leyti er lið- ið svipað að uppbyggingu og HM-liðið á sínum tíma: Tveir spilarar með mikla reynslu og fjórir yngri spilarar sem hafa þó tekið þátt í fjölda alþjóðlegra móta. Líkamlegt þrek mikilvægt Íslenskir bridsmenn gera sér því vonir um að liðið taki virkan þátt í baráttunni um fimm efstu sætin, sem gefa keppnisrétt á HM í Kína og það kæmi ekkert á óvart þótt liðið yrði einnig með í baráttunni um verðlaunasætin þrjú í Varsjá. Íslensku spilararn- ir hafa undirbúið sig vel síðustu mánuðina, tekið þátt í erlendum mótum með góðum árangri og stundað heilsurækt þess á milli. Það vakti mikla athygli á sínum tíma, þegar upplýst var að ís- lensku heimsmeistararnir höfðu m.a. gengið á fjöll og stundað leikfimi þegar þeir voru að búa sig undir mótið í Japan. En reynslan hefur sýnt að gott lík- amlegt ástand er lykillinn að því að halda athyglinni vakandi á löngum og erfiðum bridsmótum. Mótið í Varsjá stendur t.d. yfir í hálfan mánuð og spilaðir eru að jafnaði þrír leikir á dag. „Ég er bjartsýnn en reyni líka að vera raunsær,“ sagði Björn Eysteinsson áður en liðið hélt ut- an í vikunni og sagðist telja að um helmingslíkur væru á að Ís- land yrði í hópi fimm efstu þjóð- anna. Baráttan um efstu sætin verð- ur án efa hörð enda eru margar sterkar bridsþjóðir í Evrópu. Fyrirfram má búast við að Ítalir, Pólverjar, Frakkar, Svíar, Norð- menn, Hollendingar og Rússar taki einna helst þátt í henni auk Íslendinga. Flestir búast við sigri Ítala sem hafa unnið Evrópumótið sex skipti í röð og þeir eru einnig nú- verandi heims- og ólympíumeist- arar. Ítalska liðið hefur verið lítið breytt undanfarinn áratug en vísbendingar voru um það á opna heimsmeistaramótinu í sumar, að spilararnir væru ekki í eins góðu formi og á undanförnum árum. Í liði Frakka eru gamalreyndir spilarar, sem sumir hafa spilað í frönskum landsliðum áratugum saman. Sömuleiðis eru kunnir keppnismenn í liði Pólverja, þar af þrír úr liðinu sem spilaði úr- slitaleikinn við Íslendinga árið 1991. Og í liði Svía er m.a. And- ers Morath, sem varð fyrst Evr- ópumeistari árið 1977, fyrir 29 árum. Brids í netheimum Þessi upptalning undirstrikar þó jafnframt þann vanda sem bridsíþróttin á við að etja: Of litla endurnýjun bæði í hópi al- mennra spilara sem þeirra bestu. Brids hefur farið nokkuð halloka fyrir tölvuleikjum og nýjum íþróttagreinum hér á landi sem annars staðar þótt að vísu hafi á síðustu misserum komið fram nokkur hópur áhugasamra og efnilegra ungmenna hér, sem gaman verður að fylgjast með. Að sumu leyti má segja, að bridsmenn hafi brugðist við þess- ari þróun með því flytja sig frá græna borðinu yfir að tölvunni en í netheimum er fjölmennt samfélag sem spilar brids. Þá er sýnt beint frá öllum helstu brids- viðburðum á netinu og þúsundir manna fylgjast með þeim útsend- ingum. Vinsælasti bridsvefurinn um þessar mundir er bridgebase- .com, sem Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur m.a. styrkt. Gates er mikill bridsáhugamaður og hann hefur einnig lagt fram fé til bridskennslu í bandarískum grunnskólum. Fréttaskýring | Evrópumót í brids er að hefjast í Póllandi Bridsmenn stefna á HM Íslenska liðið til alls líklegt og sennilega eitt það sterkasta í langan tíma Íslensk bridsmót eru jafnan vel sótt. Markmiðið að ná einu af 5 efstu sætunum í Varsjá  Evrópumót í brids hefst á sunnudag í Varsjá í Póllandi. Þetta er í 48. skipti sem Evrópu- þjóðir leiða saman hesta sína í brids en fyrsta mótið var haldið árið 1932. Íslendingar hafa tekið þátt frá árinu 1948 og oftast ver- ið í efri hluta þjóða í opnum flokki þótt þeir hafi aldrei kom- ist á verðlaunapall. Nú stefna bridsmenn að því að ná einu af fimm efstu sætunum í opnum flokki, sem gefur keppnisrétt á næsta heimsmeistaramóti. Eftir Guðmund Sv. Hermannsson gummi@mbl.is LISTAMENN framtíðarinnar er ef til vill að finna í röðum þeirra sem sóttu leikjanámskeið Tónabæjar í vikunni, en þema vikunnar var list. Náði listavikan hámarki í gær þegar krökkunum var skipt í fjóra hópa sem hver fékkst við ákveðna listgrein – tónlist, myndlist, leiklist og höggmyndalist. Var foreldrum og öðrum gestum boðið á sýningu þar sem gat að líta afrakstur vinnunnar auk þess sem boðið var upp á vöfflur og kakó. Krakkarnir, sem eru á aldrinum sex til níu ára, höfðu fyrr í vikunni heimsótt ljósmyndasafn, Hallgríms- kirkju og höggmyndagarð Einars Jónssonar. Morgunblaðið/Sverrir Upprennandi listamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.