Morgunblaðið - 12.08.2006, Side 8

Morgunblaðið - 12.08.2006, Side 8
8 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rétt 15 ár eru nú liðinfrá því Íslendingarurðu heimsmeistar- ar í brids og þjóðin fylltist skyndilegum bridsáhuga enda stendur hún jafnan þétt að baki þeirra Íslend- inga, sem láta að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi. Ár- ið 1991 vöktu margir heilu næturnar til að fylgjast með lýsingum í Sjónvarpinu á úrslitaleik Íslands og Pól- lands um Bermúdaskálina á heimsmeistaramótinu í Yokohama í Japan; nú vaka margir langt fram á nótt til að fylgjast með Magna Ásgeirs- syni í bandarísku sjónvarpsþátt- unum Rock Star Supernova. Á morgun hefst í Varsjá í Pól- landi Evrópumót í brids og þar er m.a. keppt um sæti á næsta heimsmeistaramóti, sem haldið verður í Kína á næsta ári. Þótt íslenskir bridsspilarar hafi ekki náð aftur sömu hæðum og í Yokohama er Ísland enn á meðal bestu bridsþjóða heims. Og ís- lenska bridslandsliðið, sem spilar í opna flokknum í Varsjá, er til alls líklegt og sennilega eitt það sterkasta í langan tíma. Fyrir liðinu fara þeir Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, tveir af íslensku heimsmeisturun- um en þeir eru án efa eitt af sterkustu bridspörum Evrópu um þessar mundir. Einnig eru í liðinu þeir Matthías Þorvaldsson, Magnús Magnússon, Bjarni Ein- arsson og Sigurbjörn Haralds- son. Fyrirliði er Björn Eysteins- son, sem stýrði íslenska liðinu í Yokohama. Að mörgu leyti er lið- ið svipað að uppbyggingu og HM-liðið á sínum tíma: Tveir spilarar með mikla reynslu og fjórir yngri spilarar sem hafa þó tekið þátt í fjölda alþjóðlegra móta. Líkamlegt þrek mikilvægt Íslenskir bridsmenn gera sér því vonir um að liðið taki virkan þátt í baráttunni um fimm efstu sætin, sem gefa keppnisrétt á HM í Kína og það kæmi ekkert á óvart þótt liðið yrði einnig með í baráttunni um verðlaunasætin þrjú í Varsjá. Íslensku spilararn- ir hafa undirbúið sig vel síðustu mánuðina, tekið þátt í erlendum mótum með góðum árangri og stundað heilsurækt þess á milli. Það vakti mikla athygli á sínum tíma, þegar upplýst var að ís- lensku heimsmeistararnir höfðu m.a. gengið á fjöll og stundað leikfimi þegar þeir voru að búa sig undir mótið í Japan. En reynslan hefur sýnt að gott lík- amlegt ástand er lykillinn að því að halda athyglinni vakandi á löngum og erfiðum bridsmótum. Mótið í Varsjá stendur t.d. yfir í hálfan mánuð og spilaðir eru að jafnaði þrír leikir á dag. „Ég er bjartsýnn en reyni líka að vera raunsær,“ sagði Björn Eysteinsson áður en liðið hélt ut- an í vikunni og sagðist telja að um helmingslíkur væru á að Ís- land yrði í hópi fimm efstu þjóð- anna. Baráttan um efstu sætin verð- ur án efa hörð enda eru margar sterkar bridsþjóðir í Evrópu. Fyrirfram má búast við að Ítalir, Pólverjar, Frakkar, Svíar, Norð- menn, Hollendingar og Rússar taki einna helst þátt í henni auk Íslendinga. Flestir búast við sigri Ítala sem hafa unnið Evrópumótið sex skipti í röð og þeir eru einnig nú- verandi heims- og ólympíumeist- arar. Ítalska liðið hefur verið lítið breytt undanfarinn áratug en vísbendingar voru um það á opna heimsmeistaramótinu í sumar, að spilararnir væru ekki í eins góðu formi og á undanförnum árum. Í liði Frakka eru gamalreyndir spilarar, sem sumir hafa spilað í frönskum landsliðum áratugum saman. Sömuleiðis eru kunnir keppnismenn í liði Pólverja, þar af þrír úr liðinu sem spilaði úr- slitaleikinn við Íslendinga árið 1991. Og í liði Svía er m.a. And- ers Morath, sem varð fyrst Evr- ópumeistari árið 1977, fyrir 29 árum. Brids í netheimum Þessi upptalning undirstrikar þó jafnframt þann vanda sem bridsíþróttin á við að etja: Of litla endurnýjun bæði í hópi al- mennra spilara sem þeirra bestu. Brids hefur farið nokkuð halloka fyrir tölvuleikjum og nýjum íþróttagreinum hér á landi sem annars staðar þótt að vísu hafi á síðustu misserum komið fram nokkur hópur áhugasamra og efnilegra ungmenna hér, sem gaman verður að fylgjast með. Að sumu leyti má segja, að bridsmenn hafi brugðist við þess- ari þróun með því flytja sig frá græna borðinu yfir að tölvunni en í netheimum er fjölmennt samfélag sem spilar brids. Þá er sýnt beint frá öllum helstu brids- viðburðum á netinu og þúsundir manna fylgjast með þeim útsend- ingum. Vinsælasti bridsvefurinn um þessar mundir er bridgebase- .com, sem Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur m.a. styrkt. Gates er mikill bridsáhugamaður og hann hefur einnig lagt fram fé til bridskennslu í bandarískum grunnskólum. Fréttaskýring | Evrópumót í brids er að hefjast í Póllandi Bridsmenn stefna á HM Íslenska liðið til alls líklegt og sennilega eitt það sterkasta í langan tíma Íslensk bridsmót eru jafnan vel sótt. Markmiðið að ná einu af 5 efstu sætunum í Varsjá  Evrópumót í brids hefst á sunnudag í Varsjá í Póllandi. Þetta er í 48. skipti sem Evrópu- þjóðir leiða saman hesta sína í brids en fyrsta mótið var haldið árið 1932. Íslendingar hafa tekið þátt frá árinu 1948 og oftast ver- ið í efri hluta þjóða í opnum flokki þótt þeir hafi aldrei kom- ist á verðlaunapall. Nú stefna bridsmenn að því að ná einu af fimm efstu sætunum í opnum flokki, sem gefur keppnisrétt á næsta heimsmeistaramóti. Eftir Guðmund Sv. Hermannsson gummi@mbl.is LISTAMENN framtíðarinnar er ef til vill að finna í röðum þeirra sem sóttu leikjanámskeið Tónabæjar í vikunni, en þema vikunnar var list. Náði listavikan hámarki í gær þegar krökkunum var skipt í fjóra hópa sem hver fékkst við ákveðna listgrein – tónlist, myndlist, leiklist og höggmyndalist. Var foreldrum og öðrum gestum boðið á sýningu þar sem gat að líta afrakstur vinnunnar auk þess sem boðið var upp á vöfflur og kakó. Krakkarnir, sem eru á aldrinum sex til níu ára, höfðu fyrr í vikunni heimsótt ljósmyndasafn, Hallgríms- kirkju og höggmyndagarð Einars Jónssonar. Morgunblaðið/Sverrir Upprennandi listamenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.