Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 51 PETE GARRISON (Douglas) er í hópi reyndustu leyniþjónustumanna í öryggisvörslu Hvíta hússins. Hann er tekinn að reskjast en fáir stand- ast honum snúning þegar á reynir. Þrátt fyrri langan vinnudag er Garrison óbreyttur liðsmaður, ástæðan er sú að honum brást boga- listin þegar Reagan forseti varð fyr- ir skotárás árið 1981. Aftur er Garrison í slæmum mál- um. Uppljóstrari sem hann hefur getað treyst í gegnum árin stingur að honum upplýsingum um að hryðjuverkamenn hyggist ráða Ballentine forseta (Rasche) af dög- um með hjálp svikara í innsta hring leyniþjónustunnar. Ekki nóg með það, Garrison er frekur á fóðrum þegar kemur að kvennamálum og virðist einblína í giftar konur. Hefur fjölþreifnin spillt vináttu hans og Breckinridge (Sutherland), fyrrum besta vinar hans og félaga í leyniþjónustunni. Garrison lætur sér ekki segjast og er þegar hér er komið sögu í þing- um við forsetafrúna (Basinger). Þó það fari leynt verður sambandið Garrison til vandræða þegar leitin að svikaranum er í hámæli. Ný- skriðinn úr bóli frúarinnar stenst hann ekki lygamælisprófið spurður um trúnað við húsbónda sinn í Hvíta húsinu. Breckinridge á harma að hefna og gerir það sem hann getur til að sanna sök á fyrrum eljara sinn. Skyndilega er reyndasti líf- vörðurinn grunaður um samsæri og verður að fara huldu höfði uns hann hefur uppi á hinum seka. Hvíta húsið er sem oftast fyrr forvitnilegur og spennandi bak- grunnur samsæristrylla og útlit The Sentinel er eins og best verður á kosið. Útitökum af forsetabústaðn- um er laglega fléttað saman við vandvirknislegar stúdíótökur þar sem frábær leiksvið og munir gefa myndinni ákveðinn gæðastimpil. Sömu sögu er að segja af leik- arahópnum, þar er hvergi veikan punkt að finna. Douglas er skap- aður í slík hlutverk, hann er traust- ur og sannfærandi í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur og ekki sakar orðsporið sem af honum fer í bólþurftarmálum. Sutherland er á svipuðum slóðum, velgengni sjón- varpsþáttanna 24 hefur fært leik- aranum nauðsynlegt sjálfsöryggi, sem var tekið að minnka eftir mörg og mögur hlutverk, eftir gott gengi í upphafi ferilsins. Basinger er freist- andi sem tilkippileg forsetafrú, Longoria (Desperate Housewives) getur beðið frami á hvíta tjaldinu í einhver ár og minni hlutverk eru vel mönnuð. Tónlist og taka eru í góð- um höndum og leikstjórinn heldur keyrslunni gangandi frá upphafi til enda. The Sentinel er þó ekkert annað og meira en hundrað prósent popp- kornsmynd; sem raunsæ mynd um vána af hryðjuverkum, þrautþjálf- aða öryggisgæslu og viðsjá í henni veröld fær hún falleinkunn. Látið ykkur líða vel, fylgist með Douglas, njótið gæðaframleiðslunnar, vel upp byggðrar og linnulausrar spennunn- ar en sleppið því gjörsamlega að velta fyrir ykkur efninu, sumarpopp er ekki fallið til nærskoðunar. Lífvörðurinn og lausláta forsetafrúin KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Clark Johnson. Aðalleikarar: Michael Douglas, Kiefer Sutherland, Eva Longoria, Kim Basinger, David Rasche. 105 mín. Bandaríkin 2006. The Sentinel –  Sæbjörn Valdimarsson Að mati gagnrýnanda er hvergi veikan punkt að finna í leikarahópnum í The Sentinel og Hvíta húsið spennandi bakgrunnur samsæristrylla. Hljómsveitin Fræ heldur tón-leika í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hljómsveitin heldur tón- leika í höfuðstað Norðurlands. Helmingur hljómsveitarmanna er frá Akureyri og í fréttatilkynningu segir að mikil eftirvænting ríki meðal þeirra. Fræ gaf nýverið út plötuna Eyðilegðu þig smá og hafa lög á borð við „Freðinn fáviti“ og „Dramatísk rómantík“ heyrst tölu- vert á öldum ljósvakans að und- anförnu. Upphitun verður í hönd- um Sadjei, sem einnig er meðlimur í Fræ. Húsið verður opnað klukkan 21.30 og aðgangseyrir er 1.000 krónur. Tónleikarnir eru opnir öll- um aldurshópum. Fólk folk@mbl.is Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8 HÖRKU SPENNUMYND Í ANDA JAMES BOND ÞÚ ERT ALDREI OF UNGUR TIL AÐ DEYJA Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14 ára Mögnuð spennu mynd í anda „ 24“ eeee K.M. - Sena COLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER Sýnd kl. 4, 7 og 10-POWER B.i. 16 ára FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS Sýnd kl. 2, 4 og 6 ÍSL. TAL Það hefur ekki verið svikari í leyniþjónustunni í 141 ár... þangað til núna! POWERSÝNING KL. 10 Á STÆRSTA thx TJALDI LANDSINS -bara lúxus Sími 553 2075 Sími - 551 9000 ÓVISSUBÍÓ kl. 8 A Praire Home Company kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 Ástríkur og Víkingarnir kl. 3 og 6 Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára The Da Vinci Code kl. 5 og 10 B.i. 14 ára Click kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 Benchwarmers kl. 3 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sýnd kl. 2 ÍSL. TAL Sýnd kl. 10 B.i. 12 ára400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.