Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 27 MENNING ÞÝSKI rithöfundurinn Günter Grass hefur gengist við því að hann hafi verið félagi í Waffen-SS í heimsstyrjöldinni síðari. Þetta kemur fram í við- tali, sem birtist í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine í dag og birt var að hluta á vef blaðsins í gær undir fyrirsögninni: „Hvers vegna ég rýf þögn mína eftir sextíu ár.“ „Þetta varð að koma fram,“ segir Grass, sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1999. Tilefnið að viðtalinu er að í sept- ember koma út endurminningar hans undir heitinu „Beim Häuten der Zwiebel“ (sem vísar til þess að þegar einu lagi er flett af lauk tekur annað við) þar sem hann lýsir bernsku sinni í Danzig (nú Gdansk), herþjónustu sinni í stríðinu og stríðsfangavist sinni og segir frá fyrstu skrefum sínum á rithöf- undabrautinni í Þýskalandi eftirstríðsáranna. Grass hefur aldrei legið á skoðunum sínum. Hann hefur látið að sér kveða á vinstri væng stjórnmálanna og er ötull friðarsinni. Líta má á skáldsöguna Blikktrommuna, sem kom út 1959, sem einn lykilinn að uppgjöri Þjóðverja við fortíð sína. Grass hefur talað um hrifnæmi sinnar kyn- slóðar gagnvart nasistum. Í viðtalinu segir hann að nú spretti fram slíkur fjöldi andspyrnumanna að teljast mætti undarlegt að Hitler hafi komist til valda, en hann hafi sem barn upplifað „hvernig allt gerðist um hábjartan dag“ og það með „hrifningu og samþykki“. Var kvaddur í Waffen-SS Grass fæddist árið 1927. Hingað til hefur Grass lýst lífshlaupi sínu svo að hann hafi verið kvaddur í loftvarnarliðið og síðan þjónað sem hermaður. Nú viðurkennir hann hins vegar að hann hafi 15 ára gamall af fúsum og frjálsum vilja ætlað að ganga í kafbátasveitir þýska sjóhersins, en ekki verið veitt innganga. Síðar hafi hann verið kvaddur til Dres- den í Waffen-SS, en ekki sjálfviljugur. Þetta var árið 1944 og hann var 17 ára. Á síðustu mánuðum stríðsins hefðu SS-sveitirnar tekið við öllum sem þær náðu í. Í viðtalinu er Grass spurður hvers vegna hann hafi sjálfviljugur boðið sig fram til að gegna her- þjónustu. „Fyrir mér vakti fyrst og fremst að komast burt [frá Danzig],“ segir hann. „Burt úr návíginu, frá fjölskyldunni. Ég vildi ljúka þessu og þess vegna gaf ég mig sjálfviljugur fram.“ Þetta hefur legið á mér Spyrjandinn minnir Grass á að hann hafi end- urtekið sagt svo frá að hann hafi ekki sannfærst um að Þjóðverjar hafi framið þjóðarmorð fyrr en Baldur von Schirach játaði í stríðsglæparéttar- höldunum í Nürnberg. Síðan spyr hann hvers vegna hann greini hins vegar nú fyrst og öllum að óvörum frá því að hann hafi verið félagi í Waffen- SS. „Þetta hefur legið á mér. Þögn mín í öll þessi ár er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef skrifað þessa bók. Þetta varð að koma fram, loksins …“ Hann kveðst ekki hafa óttast SS á þessum tíma heldur litið á sveitirnar sem sérsveitir. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir táknrænni þýðingu ein- kennismerkja sinna fyrr en hersveitin hans var leyst upp og yfirmaður hans skipaði honum að skipta um einkennisbúning. Síðar hafi sekt- arkenndin komið fram: „Fyrir mér tengdist þetta alltaf spurningunni: Hefðir þú á þessum tíma átt að átta þig á því sem þarna átti sér stað?“ Hann segir að það hafi alltaf legið fyrir hjá sér að hann myndi segja frá þessum þætti fortíðar sinnar. Þegar hann er spurður hvort hann hafi misst af rétta tímanum til að draga aðild sína að SS fram svarar hann: „Það er örugglega þannig að ég taldi að ég hefði gert nóg með því sem ég gerði í gegnum skrif mín. Ég gekk í gegnum mitt lærdómsferli og tók afleiðingunum af því. En eftir stóð þessi blett- ur.“ Hinar pólitísku hersveitir SS-sveitirnar voru undir stjórn Heinrichs Himmlers, eins af æðstu foringjum þriðja ríkisins, og voru í upphafi stofnaðar til að gæta æðstu manna í nasistaflokknum, en þegar fram leið fjölg- aði deildum og var tæp ein milljón manna undir vopnum í sveitunum. Sumar sveitir tengjast ekki voðaverkum, aðrar tóku þátt í skipulögðum óhæfu- verkum og þær illræmdustu gerðust sekar um hrottalega stríðsglæpi. Við Nürnberg-réttarhöldin var sérstaklega tekið á SS-sveitunum vegna þess með hvaða hætti þær tengdust nasistaflokknum og var liðsmönnum þeirra neitað um réttindi, sem fé- lagar úr þýska hernum nutu, með þeirri und- antekningu þó að þeir sem voru kvaddir í SS í krafti herskyldu voru undanþegnir vegna þess að yfirvöld neyddu þá til inngöngu líkt því sem Grass lýsir í samtalinu. Günter Grass gengst við því eftir 60 ára þögn að hafa verið félagi í Waffen-SS „En eftir stóð þessi blettur“ Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Günter Grass á bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2000. Nóbelsskáldið, sem nú er 78 ára, segir í endurminningum sínum, sem koma út í haust, frá því að hann hafi verið félagi í SS- sveitum nasista. Morgunblaðið/Golli „ÞETTA eru mannlífsmyndir. Ég er að vinna með fegurðina í því hvers- dagslega, hef mikið sótt í minningar úr æsku og notað skemmtilegt fólk sem fyrirmyndir að skúlptúrum. Þetta eru óuppstilltar fígúrur. Fólk sem er alveg að koma eða fara, að setjast niður eða standa upp. Ég vil ekki að þetta sé eins og uppstilling fyrir ljósmynd. Fólkið er ekki í kyrr- stöðu heldur á hreyfingu í sínum samtíma,“ segir Aðalheiður Ey- steinsdóttir um verk sín en í dag kl. 15 opnar hún sýningu í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Að sögn Aðalheiðar finnst henni ákaflega mikilvægt að fjalla um fegurðina í daglegu lífi í verkum sínum. „Lífið er dásamlegt. Við fáum yfirleitt bara fréttir af vondu fólki og því sem slæmt er. Mér finnst bráðnauðsyn- legt að muna að við erum líka falleg, góð og áhugaverð.“ Afgangstimbur er skylda Öll verk Aðalheiðar eru unnin úr afgangstimbri. Hún segist nota alls kyns hluti sem henti verkunum, gefi hugmyndir eða passi alveg í formið. „Ég er t.d. með hérna eina gamla tunnugjörð sem stelpa í sundbol heldur á, þannig að í staðinn fyrir að hafa kút læt ég mér það nægja að nota hringinn sem form. Það þarf ekki alltaf að nota sjálfan hlutinn.“ Aðalheiður útskrifaðist frá mál- aradeild Myndlistaskólans á Ak- ureyri og segir að kennslan þar hafi verið mjög fjöltæknileg. Hún byrjaði fljótt að mála á alls konar dót, gamla glugga og hitt og þetta. „Ég var að vinna á vinnustofunni, búin með strigann sem ég þurfti að mála á og þá varð ég að mála á eitthvað annað. Þetta varð bara á vegi mínum. Ég fór svo að sækjast eftir timbrinu og komst þá að því að það er gríðarlega miklu efni hent á hverjum einasta degi. Mér fannst mikil synd að henda þessu timbri og beinlínis skylda mín að nota það. Svo finnst mér líka bara svo gaman að finna fjársjóðinn í þessum hlutum og nota ímyndunaraflið.“ Nemendur hjálpuðu til Aðalheiður setti upp sína fyrstu timbursýningu fyrir rúmum tíu ár- um og segir að vinnuaðferð sín hafi þróast ansi mikið síðan þá. „Þetta voru fyrst mjög einfaldir spýtukarl- ar en verkin eru nú stærri og flókn- ari upphleðslur og nota ég alls kyns timburafganga. Ég er meira farin að nota afgangana eins og þeir líta út þegar ég fæ þá. Hér er t.d. plíserað pils á stelpu sem er afgangur af klæðningu sem fór utan á hús. Þá er bæði búið að saga efnið niður og mála það. Þannig að ég þarf þá ekk- ert að gera annað en að skrúfa það á,“ segir Aðalheiður og nefnir að vegna þess að hún viti aldrei ná- kvæmlega hvers kyns efni hún muni vinna með komi innblásturinn óneit- anlega oft frá því. „Ég er kannski með kubb sem er furðulegur í laginu og þá dettur mér í hug að gera eitt- hvað út frá honum. Ég var að kenna smíðar í grunnskóla í vetur og krakkarnir voru mikið að henda hlutum sem þeim fannst misheppn- aðir en þar fann ég algjöran fjársjóð sem ég gat notað í verkin mín. Þeir hafa reyndar ekki hugmynd um að ég hafi notað þessa hluti,“ segir Að- alheiður hlæjandi. Eins og áður kom fram verður sýningin opnuð í dag kl. 15 í Lista- safni Árnesinga í Hveragerði. Að- alheiður hefur oft unnið út frá ein- hverju þema en sú var ekki raunin fyrir þessa sýningu. „Það bara kom það sem kom. Það er engin heild- armynd önnur en sú að þetta eru allt saman tréskúlptúrar og lágmyndir. Ég hef bara einu sinni áður sett upp lágmynd. Þetta er í fyrsta sinn sem ég set upp stærri lágmyndir á veggi.“ Myndlist | Aðalheiður Eysteinsdóttir opnar sýningu í Listasafni Árnesinga í dag Gömul tunnugjörð og alls kyns afgangar Aðalheiður og einn af skúlptúrunum á sýningunni í Listasafni Árnesinga. Safnið er opið alla daga í ágúst kl. 11–17. Til stendur að sýningin standi út september og verður safnið opið allar helgar í sept- ember kl. 14–17. Hægt er að semja um frekari sýningartíma, t.d. í tengslum við hópheimsóknir. www.listasafnarnesinga.is Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is ÞAÐ verður margt um að vera í listagalleríum landsins þessa helgina. Menningarmiðstöðin Skaft- fell á Seyðisfirði hýsir sýningu tveggja ungra listamanna sem opnar í dag í Gallerí Vesturvegg. Þar munu þeir Arnfinnur Amazeen og Gunnar Már Pétursson vera með vídjó- innsetningu sem ber yfirskriftina „Víkingurinn syngur söngva“. „Við erum að velta upp ýmsum hliðum karlmennskunnar og skoða hvað sé „töff“ við að vera karlmaður,“ út- skýrir Gunnar. „Og samt ekki,“ bæt- ir hann við. Þá verður einkum til skoðunar íslenski nútímamaðurinn, nútímavíkingurinn, og hin geysta út- rás hans. Sýningin er sú fyrsta sem að Gunnar og Arnfinnur halda í sam- einingu. Þrátt fyrir sólskinið Jóhanna Bogadóttir er með sýn- ingu sem verður opnuð í dag klukk- an 15 í galleríi félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu, sjávarmegin. Sýningin er helguð þemanu „Þrátt fyrir sólskinið og bros barnanna“ og er sýnishorn af því sem listakonan hefur verið að fást við á síðustu ár- um þar sem þemað er sól, jökull, haf, mannlíf og fleira. Sýningin í Íslensk Grafík verður opin um báða daga helgarinnar frá 15–18 og frá fimmtudegi 17. ágúst fram á sunnudag. Þá verður sýning- artími sá sami, nema á Menning- arnótt er opið frá 14–22. Brota/brot Þá mun Stella Sigurgeirsdóttir sýna í Gallerí-BOXi á Akureyri og ber sýningin yfirskriftina „Brota/ Brot“. Skærlituð skilti hennar í sýn- ingunni „Where Do We Go Now But Nowhere!“ ættu flestir Reykvík- ingar að kannast við en þau eru á yf- ir tuttugu stöðum í borginni. Stella mun sýna stærðarinnar textaverk í BOXinu og einnig skilti í Listagilinu. Vegleg sýn- ingarhelgi Jóhanna Bogadóttir heldur óform- lega sýningu í Íslenskri grafík þar sem áherslan er á vinnuferlið. Í NÝJASTA eintaki virtasta tískurits Danmerkur, Eurowoman, er listi yfir sjö verslanir sem blaðið telur til bestu „concept“-verslana veraldar. Þar eru m.a. nefndar búðir eins og Colette í París, Barney’s í New York og BestShop í Berlín, auk hinnar ís- lensku Kronkron sem er eina verslunin í Skandin- avíu sem kemst á blað. Þetta er að sönnu glæsilegur árangur fyrir þessa ungu verslun sem hefur verið starfrækt frá því í október 2004, en flestar verslanirnar sem nefndar eru hafa verið lengi að. Stefán Svan Aðalheiðarson, verslunarstjóri Kronkron, segir að eðli málsins samkvæmt séu allir sem hlut eiga að máli hreinlega að rifna úr stolti. „Hinar búðirnar á listanum eru stór nöfn og mjög þekktar. Þetta eru sannkallaðir risar í þessum bransa,“ segir hann og er augljóslega ánægður. „Það er líka sérstaklega gaman að verslun á Íslandi hlotn- ist þessi heiður. Það að standard í búðarmenningu hérna heima sé þessi er alveg frábært.“ Kronkron býður uppá merki á við Vivienne Westwood, Wood Wood, Humanoid, Umbro og Fred Perry, svo eitthvað sé nefnt. Nýlega bættist merkið EYGLÓ svo í hópinn en föt undir því nafni eru fram- leidd af Eyglóu Margréti Lárusdóttur fatahönnuði. Verslunin er til húsa á horni Laugavegs og Vitastígs. Fólk | Kronkron útnefnd ein af sjö bestu „concept“-verslunum heims Á lista með stórum nöfnum Verslunin Kronkron vekur athygli erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.