Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl.eeeeP.B.B. DVS.U.S XFM 91.9 Það hefur ekki verið svikari í leyniþjónustunni í 141 ár... þangað til núna! Mögnuð spennu mynd í anda „ 24“ eeee „Einfaldlega frábær spennu- mynd með toppleikurum“ K.M. - Sena COLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS eeeee H.J. Mbl 3,75 af 4 Ó.T. Rás 2 Miami Vice kl. 2, 5, 8 og 10.50 B.i. 16 ára Miami Vice LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 10.50 The Sentinel kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Ástríkur og Víkingarnir kl. 2, 4 og 6 Silent Hill kl. 10 B.i. 16 ára Over the Hedge m. ensku.tali kl. 2, 4 og 8 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 2, 4 og 6 Stick It kl. 8 og 10.20 Miami Vice kl. 5.20, 8 og 10.40-KRAFT B.i. 16.ára. The Sentinel kl. 8 og 10 B.i. 14.ára. Ástríkur og Víkingarnir kl. 2 (400 kr. ), 3.40 og 6. Stormbreaker kl. 2 (400 kr. ) og 4. Það er mikil hátíðarstemningá Íslandi í ágúst. Þrjárhelgar í röð safnast fólk saman í stórum stíl. Fyrst er það verslunarmannahelgin og hin sí- vinsæla menningarnótt rekur lest- ina. Gay Pride er svo málið þessa dagana. Það hefur verið for- vitnilegt að fylgjast með því hvernig gleðigangan svokallaða hefur breyst hin síðari ár. Algengt er að í Gay Pride-göngum erlendis sé mikið um fólk í litskrúðugum fötum dansandi við háværa tónlist og svo eru alltaf „klassísk sam- kynhneigð tákn“ eins og leð- urhommar og dragdrottningar til staðar, að ógleymdum alþjóðlega regnbogafánanum. Göngur þessar eru mikið götupartí, samkyn- hneigðir oftast í meirihluta og sukkið á það til að vera ansi áber- andi.    Skipuleggjendur hátíðarinnarhér hafa verið mjög iðnir við að benda á þá staðreynd að það sem geri Gay Pride-hátíðarhöldin á Íslandi sérstök sé fjölskyldu- stemningin. Ættingjar og vinir mæti í bæinn ásamt hommum og lesbíum og sýni þeim stuðning. Þetta sé sannkölluð fjölskylduhá- tíð. Áðurnefnd alþjóðleg tákn og fjölbreytt litróf hafa verið áber- andi í göngunni hér heima líkt og erlendis en það hefur færst í vöxt að hluti göngunnar sé íslenskaður. Konur í peysufötum, íslenskir bændur, sjómenn og verkamenn í pásu frá störfum við virkj- unarframkvæmdir á hálendinu hafa sést í göngunni undanfarin ár. Skilaboðin eru skýr: hommar og lesbíur hafa alltaf verið til í ís- lensku samfélagi og eru til í dag … alls staðar.    Þessi pólitísku skilaboð virðastvera í ætt við það sem hefur verið að gerast í samfélaginu. Með nýlegri löggjöf sem næstum því jafnar réttindi samkynhneigðra við réttindi gagnkynhneigðra er hægt að færa rök fyrir því að mörkin á milli hinna tveggja hneigða séu að minnka. Lítill mun- ur verði í framtíðinni á lífstíl og menningu sam- og gagnkyn- hneigðra. Verður kyn fólksins sem einstaklingur hrífst af það eina sem mun aðskilja gagn- og sam- kynhneigða? Í tengslum við hátíð- ina hafa skipuleggjendur hennar verið spurðir í fjölmiðlum hvort það sé enn þörf fyrir hátíðina og er þeirri spurningu iðulega svarað játandi. Enn sé mikið verk fyrir höndum, sérstaklega hvað varði fordóma og fræðslu.    Íslendingar hafa í stórum stíltekið hátíðinni opnum örmum og það er athyglisvert að helsta gagnrýnin sem komið hefur fram á sjónarsviðið sé frá fólki sem er á móti samkynhneigð. Sú er ekki raunin erlendis. Stór spurn- ingamerki hafa verið sett við margt í tengslum við Gay Pride, t.d. við hugtakið „stolt“ og hvort það hafi hugsanlega einhver nei- kvæð áhrif á jafnréttisbaráttuna. Ef samkynhneigðir þurfi að ein- beita sér að því að vera stoltir, all- ir með sömu hópsjálfsmyndina, geri það gagnkynhneigðina að hinni réttu hneigð (og í raun sjálfsmynd) sem alltaf sé verið að bera sig saman við. Hneigðirnar séu andstæður, sjálfsmynd sam- kynhneigðra sé skilgreind sem það sem gagnkynhneigð er ekki, en ekki út frá margbreytileika þeirra sem laðast að einstakling- um af sama kyni. Andstæðan við hina ríkjandi og „eðlilegu“ gagn- kynhneigð sé hin stolta minni- hlutasamkynhneigð. Öll lagaleg réttindi fáist að lokum en aldrei algjört jafnrétti. Ekki í huga fólks. Einnig hefur þessi stolta sjálfs- mynd dregist inn í gagnrýni á al- þjóðavæðinguna og því haldið fram að þessari einhliða al- þjóðlegu stoltu hópsjálfsmynd hafi verið slengt upp á allt samkyn- hneigt fólk í heiminum. Frá Bandaríkjunum vitaskuld. Sagan um Stonewall-barinn í New York, þar sem samkynhneigt fólk á að hafa barist á móti lögreglunni til varnar kynhneigð sinni í fyrsta sinn, er auðvitað mikil einföldun, margt gerðist þar á undan og á eftir, sem flækja málin umtalsvert. En sagan er táknræn fyrir stoltu sjálfsmyndina.    Það verður forvitnilegt að fylgj-ast með því hvernig hátíðin mun þróast næstu ár. Verður áfram þörf fyrir hátíðina? Er þörf fyrir hátíðina? Verður hún haldin með sama sniði? Mun pólitíkin sem hugsanlega stuðlar að fjarlægð frá alþjóðlegu stoltu sjálfsmyndinni og táknmyndunum halda áfram að þróast og vera sýnileg? Er það gott eða slæmt eða skiptir það engu máli? Á fólk eftir að halda áfram að safnast saman í mið- bænum næstu árin með bros á vör til að gleðjast og vera stolt? Stolta sjálfsmyndin á Gay Pride ’Mun pólitíkin sem hugsanlega stuðlar að fjarlægð frá alþjóðlegu stoltu sjálfsmyndinni og táknmyndunum halda áfram að þróast og vera sýnileg?‘ Morgunblaðið/ÞÖK Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með því hvernig gleðigangan svokallaða hefur breyst hin síðari ár. jongunnar@mbl.is AF LISTUM Jón Gunnar Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.