Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 12. ágúst kl. 12.00: Eyþór Ingi Jónsson, orgel 13. ágúst kl. 20.00: Eyþór Ingi Jónsson, organisti frá Akureyri, leikur verk m.a. eftir Bach, Clérambault, Muffat, Vierne og Duruflé. Sixties í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar. www.kringlukrain.is Sími 568 0878 Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist KVÖLDVERÐARTILBOÐ Tvíréttaður matur og leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800 Lau. 19. ágúst kl. 20 uppselt Sun. 20. ágúst kl. 15 örfá sæti Sun. 20 ágúst kl. 20 örfá sæti Fös. 25. ágúst kl. 20 örfá sæti Lau. 26. ágúst kl. 15 uppselt Lau. 26. ágúst kl. 20 uppselt Lau. 2. sept. kl. 20 Sun. 3. sept. kl. 15 Sun. 3. sept. kl. 20 PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningard. MÁLVERKASÝNINGU Óla G. Jó- hannssonar í Turpentine gallery er fylgt eftir með veglegri bók með fjölda litprentaðra mynda af akríl- málverkum sem hann hefur málað á undanförnum fimm árum ásamt texta eftir Aðalstein Ingólfsson list- fræðing. Verkin á sýningunni eru „náttúrutengd spunaverk“ flest af- strakt með einhvers konar fígúratíf- um leifum sem birtast helst sem primitífar höfuðfætlur, myndtákn eða letur. Stíllinn er síbreytilegur og kvikur en alltaf mjög fyrirsjáanlegur og kunnuglegur og koma mörg nöfn annarra listamanna upp í hugann við skoðun á þeim. Aðalsteinn tengir list Óla réttilega við áhrifavalda hans, Svavar Guðnason, Cobra-hreyf- inguna og bandaríska spunamálara á borð við De Kooning og Pollock. Að- alsteinn segist „örugglega ekki hafa verið einn um þá skoðun að tími nátt- úrutengdra spunaverka á Íslandi væri liðinn“ og væri þar listmálurum um að kenna að vissu leyti. „Allt of margir þeirra hafa látið tælast til yf- irborðslegra skyndilausna, til áreynslulausra leikja með liti og lín- ur, í stað þess að gera til sjálfra sín ítrustu kröfur“. Í þessu umhverfi hafi Óli G. Jó- hannsson komið fram á sjónarsviðið kring um aldamótin sem öflugur list- málari á óhlutbundnum væng ís- lenskrar málaralistar. Aðalsteinn lýs- ir myndlist Óla sem kraftmiklu spunakenndu samspili eða innbyrðis átökum línu og litar þar sem hann brjóti til mergjar hið séða og skapi úr því „alþekjandi“ málverk þar sem myndflöturinn iðar af lífi jaðranna á milli. Orðræðan er mjög rómantísk þar sem hugtök á borð við „sannar tilfinningar“, „sköpunarkraftur“, „sannfæring“, „náttúrukraftar“ og „eðlisávísun“ koma mjög við sögu. Nú get ég ekki verið sammála Að- alsteini um kraft, líf eða gæði þessara verka um leið og ómögulegt er að væna listamanninn um yfirborðs- mennsku eða óheiðarleika hvað varð- ar „sannar tilfinningar“ og þá full- vissu um að ef listamaðurinn sé tilfinningum sínum trúr þá komist þær óhjákvæmilega til skila í verkum hans. Annaðhvort stenst kenningin ekki eða hún er flóknari en virðist í fyrstu. R. G. Collingwood skrifar 1938 um mun á góðri og vondri list: Listamað- urinn leitast við að tjá tilfinningar sínar, og það að tjá þær og tjá þær vel er sami hluturinn, en að tjá þær illa dugar ekki til og er dæmt til að mis- takast. Allir listamenn berjist á þess- um mörkum, þeir viti hvað þeir vilji tjá og átta sig á því þegar það tekst ekki. Það sé munur á misheppnaðri tjáningu í list og „falskri list“ svokall- aðri sem er ekki tilraun til tjáningar heldur tilraun til að gera eitthvað annað hvort sem það tekst eða ekki. Collingwood segir að tjá tilfinn- ingar sé það sama og að verða með- vitaður um þær en þegar það tekst ekki án þess að listamaðurinn átti sig á því þá sé um að ræða „brenglaða meðvitund“. Brengluð meðvitund snýst annaðhvort um það að lista- maðurinn dulbýr eina tilfinningu sem aðra eða er að tjá tilfinningar ann- arra (sem hann gerir að sínum). Coll- ingwood er að tala hér af sömu alvöru og innan sömu orðræðu listarinnar og Aðalsteinn sækir til, orðræðu sem hefur þótt svolítið gamaldags en er að bruma á ný. Mörg verka Óla eru sæmileg og ekki síðri en margra annarra sem vinna í þessari hefð. Ljóðrænir og oft langir titlar gefa stundum bendingar um þær tilfinningar sem verkinu var ætlað að tjá og þegar best lætur þá finnur áhorfandinn einhverja sam- svörun þar á milli eða tekur viljann fyrir verkið. Litir og línur, bland í poka MYNDLIST Turpentine Gallery, Ingólfsstræti Óli G. Jóhannsson. Sýningin stendur til 15. ágúst. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12–18 og laugardaga 12–16. Viðkomustaðir Þóra Þórisdóttir Morgunblaðið/Margrét Þóra Óli G. Jóhannsson myndlistarmaður á Akureyri á vinnustofu sinni en með honum á myndinni er hundur hans Sólón Íslandus. SÓLIN skein loks glatt úr út- norðri þegar Christoph Schoener hóf dagskrá sína í Hallgríms- kirkju á Forleik og fúgu Op. 35,1 eftir Felix Mendelssohn- Bartholdy. Hinn 53 ára gamli Mikjálskirkjukantor frá Ham- borg með 7 orgeldiska að baki ku góðu hljóðfæri vanur á heima- slóðum – 85 radda Steinmeyer- orgeli frá 1962 – en lét sig þó ekki muna um að benda klappi að Klaisnum við leikslok, líkt og hljómsveitarstjóri að þjálli sin- fóníuhljómsveit. Var því ekki annað að sjá en að honum hafi líkað vel þetta önd- vegishljóðfæri íslenzkra kirkju- orgela, og kom það svosem ekki á óvart. Hitt var óvæntara hvað Schoener virtist framan af seinn að átta sig á þörf þess að leika hratt tónferli hæfilega tónstutt við langan ómtíma Hallgríms- kirkju er deyr út á þriggja þrepa hnigi. Að vísu eru eflaust til kirkjur með líflengri óm, en eftir ýmsu að dæma segir það varla allt um hvernig bezt ber að haga áslætti. Alltjent hefði síherpull ritháttur Mendelssohns í Prelúdí- unni, ásamt fleiri þáttum síðar meir, örugglega grætt á „þurr- ari“ spilamennsku. En það virtist þó lagast er á leið, einkum eftir hlé. Og ekki varð organistanum skotaskuld úr að nýta litadýrð Hallgrímsorgels í hástert, því registrun hans var með þeim skemmtilegri sem maður hefur heyrt hér hjá erlendum gestaspil- ara. Schoener lék alla dagskrána niðri við gólfborðið án aðstoð- arraddveljara. Eftir rómantískt verk Mendelssohns og ljúfa um- ritun Karg-Elerts á „Air célèbre“ Bachs („G-strengs“ aríunni úr 3. hljómsveitarsvítu) kom að frægu Weimarverki Bachs í a-moll BWV 543 þar sem dansfúgan í 6/8 er byggð á sömu grunnhugmynd og prelúdían í 4/4. Fótspilið var raddskerpt við hæfi og skartaði hér sem einatt öruggri fótatækni, en hinn pólýfóníski himnavals fúgunnar hefði líklega sveiflazt meir og skýrar með auknu stak- katói þó annars væri vel leikinn. Viðamikil Fantaisie Mozarts í f K608 – furðukröfuhart verk þótt frumsamið væri fyrir spilakassa – naut sín vel á orgel með m.a. fal- legum flauturöddum. Notalegu stykkin eftir Schumann Op. 56,5 og 58,3 í ABA formi báru sterkan keim af píanórithætti, og pólýf- ónían, ef einhver var, virtist vel falin í frekar þykkum rithætti. Hins vegar var heilmikið púður í síðustu verkunum eftir Franz Liszt. Der heilige Franziskus von Paula auf den Wogen schreitend tefldi í vel heppnaðri umritun W. Sebastians Meyers fram höf- uðskepnum með allt upp í ólgandi stórsjó á móti dulúðugri andakt og var spennandi áheyrnar. Fant- asíukennd Prelúdían og fúgan um B-A-C-H tjaldaði öllum tiltækum klútum sem n.k. stórskotahylling til Fimmta guðpjallamannsins, uppbrotnum af guðspekilegri íhugun, og var bráðskemmtilegt að heyra litríka dúndurtúlkun Schoeners sem hér var greinilega á heimavelli. Stór- skota- hylling til Bachs TÓNLIST Hallgrímskirkja Verk eftir Mendelssohn, Karg-Elert, J. S. Bach, Mozart, R. Schumann og Liszt. Christoph Schoener orgel. Sunnudaginn 6. ágúst kl. 20. Alþjóðlegt orgelsumar Ríkarður Ö. Pálsson „SÖGUR neðan jarðar“ er heiti sýningar sem listamennirnir Pétur Már Gunnarsson, Johann Maheut frá Frakklandi og Toshinaro Sato frá Japan standa saman að og verð- ur opnuð í Nýlistasafninu í dag. „Fyrir fjórum árum sýndi ég í Lúx- emborg og kynntist þar honum Jo- hann. Hann fékk þá hugmynd eftir að hafa kynnst mér og Íslandi að búa til eitthvað hér á landi, þannig að hann lagði hausinn í bleyti og þessi sýning er núna orðin að veru- leika. Við tveir sýnum hér ásamt Toshinaro sem hann kynntist í Par- ís. Það var einhver tenging á milli okkar,“ segir Pétur Már sem var að búa sig undir það að setja sýn- inguna upp þegar Morgunblaðið náði tali af honum. Mörk og kofinn „Við unnum upprunalega út frá hugmyndunum um mörk ýmiss konar. Í sambandi við pólitík, landa- fræði og líka sálfræðileg mörk sem maður setur sér eða manni eru sett. Einnig höfum við verið að vinna út frá hugmyndum um þau mörk sem eru á milli sýningarsalar og þess sem er fyrir utan hann og einnig mörkin sem listasagan, eða lista- hefðin, setur manni. Við höfum ver- ið að velta fyrir okkur hugmyndinni um kofann sem ákveðið rými og umhverfi. Ef einhver fer að búa í kofa úti í skógi, hvernig kemur hann sér fyrir og stillir hlutum upp? Við erum með þetta á bakvið eyrað á meðan við erum að setja upp sýn- inguna,“ segir Pétur Már og nefnir að upprunalegu viðfangsefnin séu enn þau sömu, en að þau hafi eitt- hvað þróast áfram í vinnuferlinu. Þegar farið sé að vinna með efnið sjálft en ekki eingöngu hugmyndir á blaði verði alltaf einhverjar breyt- ingar. Framhald á næsta ári Pétur Már segir að verkin séu af ýmsum toga, innsetning ein og sér, stór skúlptúr, ljósmyndir, teikn- ingar og myndir í öðrum miðlum. „Þannig að þetta er mjög fjölbreytt. Við köstuðum á milli hugmyndum á meðan við unnum að sýningunni í gegnum fjarskiptatæknina og nú þegar við erum mættir á staðinn er- um við tilbúnir að breyta ýmsu. Ef ég myndi reyna að lýsa sýningunni í heild þá er eiginlega best að segja að það sé smáfeluleikur í gangi,“ segir Pétur Már. Áætlað er að ann- ar hluti sýningarinnar fari fram í Frakklandi 2007. „Það er á algjöru undirbúningsstigi. Þetta verðum við þrír og einhverjir fleiri íslenskir listamenn.“ Í dag verður einnig opnuð sýning Bandaríkjamannsins Bruce Conkle, „Landslag og launmorð“, í safninu. Í tilkynningu segir að Conkle sé af mörgum talinn einn áhugaverðasti listamaður sinnar kynslóðar á vest- urströnd Bandaríkjanna. Notkun hans á algengum táknmyndum bandarísks hversdagslífs sem hann sýni í nýju ljósi í verkum sínum sé bæði pólitísk og fyndin. Á sýning- unni má sjá ýmsar teikningar eftir Conkle. Myndlist | Tvær sýningar opnaðar í Nýlistasafninu í dag „Smáfeluleikur í gangi“ Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is Sýningarnar opna báðar kl. 16 í dag og standa þær til 3. septem- ber. Nýlistasafnið er opið frá kl. 13–17 miðvikudaga til sunnudaga. LISTAMAÐURINN Eggert Pét- ursson mun fjalla um margrómuð málverk sín af íslenskri flóru á listamannaspjalli í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun klukkan 15. Hann er með- al listamanna sem eiga verk á sýn- ingunni Carnegie Art Award 2006 sem stendur yfir í Hafnarhúsinu til 20. ágúst. Eggert er annar Ís- lendingurinn til að hljóta verðlaun frá Carnegie Art Award sjóðnum en hann hafnaði í öðru sæti en Carnegie-verðlaunin eru ein stærstu myndlistarverðlaun sem veitt eru. Á sýningunni Carnegie Art Aw- ard 2006 getur að líta 49 verk eft- ir 21 listamann en þeir voru valdir til þátttöku úr hópi 115 tilnefndra norrænna listamanna. Auk Egg- erts eiga íslensku listamennirnir Finnbogi Pétursson, Jón Óskar og Steingrímur Eyfjörð verk á sýn- ingunni. Listamanna- spjall í Hafn- arhúsinu Morgunblaðið/Eyþór Pétur Már Gunnarsson og Johann Maheut frá Frakklandi, en þeir ásamt Toshinaro Sato frá Japan – sem hafði brugðið sér frá er ljósmyndara bar að garði – opna sýningu í Nýlistasafninu í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.