Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir fanga sem vistaður var á Litla-
Hrauni en strauk síðastliðinn þriðju-
dag. Maðurinn
heitir Hilmar
Ragnarsson og er
43 ára, dökk-
hærður og grann-
vaxinn. Hann var
klæddur í dökka
úlpu, dökkar bux-
ur og ljósa skó.
Að sögn lög-
reglu var Hilmar
hjá lækni í
Reykjavík í fylgd
gæslumanna frá Litla-Hrauni, og
fékk að fara á salernið. Þar komst
hann út um glugga án þess að gæslu-
mennirnir yrðu þess varir. Þeir sem
geta gefið upplýsingar um ferðir
Hilmars eru beðnir um hafa sam-
band við Lögregluna í Reykjavík í
síma 444-1102.
Annar fangi af flúði á þriðjudag-
inn, en sá hafði verið vistaður í hegn-
ingarhúsinu við Skólavörðustíg.
Hann lét sig hverfa í heimsókn til
tannlæknis, en var handsamaður á
Akranesi samdægurs.
Strokufangi
gengur laus
Hilmar
Ragnarsson
ÞAÐ rauk heldur bet-
ur upp úr pottum Dal-
víkinga í gærkvöldi,
en þá tóku þeir for-
skot á sælu Fiskidags-
ins mikla, buðu gest-
um og gangandi heim
í rjúkandi heita fiski-
súpu.
Bærinn var fullur
af fólki, tjaldstæðið
löngu orðið fullt og
búið að koma fyrir
tjöldum, vögnum og
fellihýsum hvar sem
auðan blett var að
finna, túnið kringum
kirkjuna var að fyllast
í gærkvöld, við lá að
fólk kæmi sér fyrir í kirkjugarðinum
og undir miðnætti var enn stríður
straumur fólks á leið til Dalvíkur.
40 heimili opin fyrir gesti
Ómögulegt er að segja hversu
margt fólk var á Dalvík, „hef ekki
hugmynd,“ sagði Felix Jósafatsson,
varðstjóri lögreglunnar, „veit bara
að það er miklu meira af fólki hér nú
en var í fyrra.“
Þar sem voru tveir logandi kyndl-
ar fyrir framan hús mátti bóka að í
boði væri fiskisúpa og alls stóðu um
40 heimili gestum opin í gærkvöldi.
Á sumum heimilum hefur und-
irbúningur staðið yfir lengi, fólk hef-
ur verið að viða að sér stórum pott-
um, afla hráefnis í súpuna, prófa sig
áfram með uppskriftina og breyta
og bæta fram á síðustu stundu. Mikil
vinna var svo lögð í skreytingar,
ljósaseríur lýstu upp kvöldrökkrið,
en þær voru við nánast hvert hús,
sumir höfðu að auki útbúið „sjóara“
og komið fyrir við hús sín, þeir vöktu
yfirleitt mikla athygli. Og í gær-
kvöldi var allt til reiðu, kveikt á serí-
um og súpan klár. Heimilisfólk hafði
ekki við að ausa súpu í skálar, „það
hafa farið 7 svona pottar,“ sagði ein
við Bárugötuna, „það eru líklega um
120 lítrar.“
Heyra mátti
harmonikku hljóma
Víða var setið úti í garði, heyra
mátti harmonikku hljóma, fjölda-
söng, hlátrasköll, „þetta er alveg
einsök stemning, hreint magnað“
mátti heyra í garðinum við Vega-
mót. Þar litu forsetahjónin við og
líka skipverjar af færeyska kútt-
ernum Jóhönnu sem verður á Dalvík
í dag. Þeir sungu og trölluðu af lífs
og sálar kröftum og hrifu aðra súpu-
gesti með.
Fjölmargir tóku forskot á sælu Fiskidagsins mikla og brögðuðu súpu á Dalvík í gær. Garðurinn í Vegamótum var yfirfullur af fólki sem skemmti sér konunglega .
Mikið fjölmenni á fiskisúpukvöldi á Dalvík
Súpupottarnir voru engin smásmíði.
Hreint mögn-
uð stemning
Dalvíkingar lögðu mikið upp úr að skreyta hjá sér.
Gott er að gæða sér á heitri súpu.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Ungir sem aldnir gæddu sér á súpu á Dalvík í gærkvöldi.
UPP komst um tilraun til smygls á
fíkniefnum til landsins í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar á miðvikudag og
voru nokkrir farþegar handteknir.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík vinnur að rannsókn og
vildi Ásgeir Karlsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn ekki gefa frekari
upplýsingar um málið í gær þar
sem það væri á afar viðkvæmu
stigi.
Smygltilraun
til rannsóknar
♦♦♦