Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.lyfja.is
- Lifið heil
EINU SINNI Á DAG Í EINA VIKU
DREPUR FÓTSVEPPINN.
Lamisil gel
FÆST ÁN LYFSEÐILS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LY
F
33
20
4
06
/2
00
6
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en borið er á. Bera skal
Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þeki allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan
húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð
af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu („lifrarbrúnir blettir“). Lamisil á ekki að nota gegn sveppa-
sýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir
terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega
leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu.
ÓVÍST er hversu lengi hertar ör-
yggisreglur um handfarangur far-
þega flugvéla til Bandaríkjanna
munu gilda. Þróunin hefur verið
sú að flugfarþegar taki heldur með
sér meiri handfarangur en áður en
nú gæti farið svo að takmarkað
verði frekar hvað flugfarþegar
mega taka með sér inn í flugvél-
arnar.
Vegna ótta í fyrradag um að far-
þegaþotum yrði grandað í flugi frá
Bretlandi til Bandaríkjanna ákvað
ráðherra heimavarna í Bandaríkj-
unum að efla bæri eftirlit með
flugfarþegum sem flygju til
Bandaríkjanna. Óttast var að
hryðjuverkamenn kæmu sprengi-
efni í vökvaformi um borð í flug-
vélar og var farþegum sem flugu
frá Keflavíkurflugvelli til Banda-
ríkjanna þess vegna meinað að
taka með sér vökva í handfar-
angur. Var fólki t.d. bannað að
taka með sér drykkjarföng, hár-
sápu, sólarvörn, hvers kyns krem
og tannkrem. Enn strangari regl-
ur voru settar um handfarangur
farþega sem flugu frá Bretlandi til
Bandaríkjanna en þeir máttu ein-
ungis taka með sér þá muni sem
allra nauðsynlegastir voru.
Miklir hagsmunir í húfi
Jóhann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, segir
að með samstilltu átaki öryggis-
aðila á flugvellinum hafi eftirlitið
gengið nokkuð snurðulaust fyrir
sig og án mikilla tafa. „Við höfum
þurft að virkja leitarsvæði sem að
öllu jöfnu væri annars mannlaust
og til þess þurfum við 15 til 20
manns á hverjum degi.“ Bandarísk
stjórnvöld geta einhliða hert ör-
yggisreglurnar og var í gær haldið
áfram að banna farþegum að taka
vökva með sér um borð í flugvélar
til Bandaríkjanna. Jóhann segir
ekki ljóst hvort eða hvenær hinu
aukna eftirliti verði hætt. „Þegar
atvik verða sem leiða til hertrar
öryggisgæslu hefur það verið
reyndin síðustu ár að slíkar reglur
hafa verið festar varanlega í
sessi.“
Elín Árnadóttir, staðgengill for-
stjóra Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar hf., segir að ef sú regla að
brottfararfarþegar megi ekki taka
með sér vökva í flug verði var-
anleg gæti það haft áhrif á sölu og
rekstur verslana á brottfararsvæð-
inu. Reynt verði að finna leiðir til
að verslun á svæðinu geti haldist
óbreytt.
Meiri handfarangur en áður
Eftir hryðjuverkin 11. septem-
ber 2001 voru gerðar strangari
kröfur varðandi hvað mætti selja á
verslunarsvæðinu og eru allar
vörur nú gegnumlýstar áður en
þær eru settar í sölu. Reglulega er
einnig athugað hvort seldar séu
vörur sem teknar væru af farþeg-
um við vopnaleit og nefnir Elín að
öll naglaþjalasett í flugstöð Leifs
Eiríkssonar hafi verið tekin úr
sölu haustið 2001. Talsmenn ís-
lensku flugfélaganna Icelandair og
Iceland Express segja að almennt
séu flugfarþegar farnir að taka
með sér meiri handfarangur í flug-
vélar en áður. Guðjón Arngríms-
son, upplýsingafulltrúi Icelandair,
segir að þeir sem ferðist oft styttri
vegalengdir vegna vinnu reyni að
koma sínum farangri öllum í hand-
farangri til að auðvelda ferðalagið.
Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri
Iceland Express, segir að hjá lág-
gjaldaflugfélögunum hafi þróunin
verið sú að hvetja fólk frekar til að
hafa föggur sínar í handfarangri
enda taki þá mun skemmri tíma að
tæma vélarnar og koma þeim aftur
í loftið. Fyrir vikið hefur hámarks-
þyngd handfarangurs hjá Iceland
Express verið að þyngjast síðast-
liðin ár úr 5 kílóum í 10 kíló. Birg-
ir segist ekki hafa trú á að þær ör-
yggiskröfur sem gerðar hafi verið
nú séu varanlegar en öryggisúr-
ræði sem þessi hafi aldrei verið
rædd fyrr en nú.
Strangar reglur um
handfarangur í gildi
Morgunblaðið/Emilía
Strangari reglur hafa verið settar um handfarangur flugfarþega til
Bandaríkjanna og óvíst er hversu lengi þær munu gilda.
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
Annað markmið með fluginu er að afla fjár sem
renna mun til kaupa á búnaði fyrir heyrnarskerta.
„Um níundi hluti jarðarbúa er heyrnarskertur.
Af efnahagslegum ástæðum getur mjög takmark-
aður hluti þeirra nýtt sér þá tækni sem til staðar er
til að gera heyrnarskertum kleift að lifa eins og öðr-
um,“ segir Johan.
Með Johan í för eru Henrik Ejderholm og Martin
Håkansson.
Hafa mennirnir þrír átt viðkomu í sex heimsálfum
og lagt að baki um þrjátíu þúsund mílur.
Ef að líkum lætur verða þeir fyrsta norræna flug-
teymið til að fljúga kringum heiminn í lítilli flugvél.
SÆNSKI flugmaðurinn Johan Hammarström sem
er á leið umhverfis hnöttinn er nú staddur hér á
landi. Takist honum hnattflugið verður hann
fyrsti heyrnarskerti flugmaðurinn til að afreka
það.
Næst er ferðinni heitið til Færeyja og þaðan til
Stokkhólms í Svíþjóð þar sem flugið hófst.
„Með fluginu viljum við eyða fordómum gegn
heyrnarskertum með því að sýna að þeir geta gert
hluti jafnvel og aðrir,“ segir Johan.
„Jafnframt viljum við hvetja fólk sem haldið er
öðrum líkamlegum annmörkum til að uppfylla
drauma sína og ná markmiðum sínum í lífinu.“
Heyrnarskertur um heiminn
Morgunblaðið/Sverrir
NÝLEGA auglýsti sveitarfélagið
Árborg lausa til umsóknar 71 lóð á
Selfossi og Eyrarbakka og bárust
alls 638 umsóknir um lóðirnar. Á
lóðunum var gert ráð fyrir alls 127
íbúðum.
Dregið var úr umsóknunum og
fengu hinir heppnu að velja sér
lóðir síðastliðinn fimmtudag.
Lóðirnar á Selfossi eru í Suð-
urbyggð A, sem er syðsti hluti
bæjarins. Þar voru auglýstar 59
lóðir. Af þeim eru 32 einbýlishúsa-
lóðir, ellefu raðhúsalóðir fyrir 44
íbúðir alls, og sextán parhúsalóðir
fyrir 32 íbúðir.
Um þessar lóðir bárust alls 613
umsóknir. Lóðirnar sem auglýstar
voru á Eyrarbakka voru fimm ein-
býlishúsalóðir og sjö parhúsalóðir.
Um þær bárust alls 25 umsókn-
ir. Samtals voru þetta því 638 um-
sóknir. Stefanía K. Karlsdóttir,
bæjarstjóri Árborgar, segir þetta
ljóst merki um að engin kreppa sé
í Árborg. Hún kveðst finna fyrir
miklum áhuga fólks á að setjast að
í Árborg. Þar setjist æ fleiri að
sem starfa á höfuðborgarsvæðinu
og aka daglega á milli, enda taki
það ekki lengri tíma en að fara
enda á milli á höfuðborgarsvæðinu
sjálfu.
638 umsóknir um 71 lóð í Árborg
LÖGREGLA leitar manns sem réð-
ist á 22 ára konu vopnaður hnífi og
reyndi að nauðga henni í Breiðholti
aðfaranótt fimmtudags. Tveir menn
voru handteknir í kjölfar árásarinn-
ar, en þeir reyndust báðir með
haldgóða fjarvistarsönnun. Í gær-
kvöldi höfðu engar vísbendingar
borist.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
var konan á leið til vinnu í bakaríi
kl. 4 um nóttina og gekk eftir óupp-
lýstum göngustíg. Maðurinn réðst
aftan að henni, lagði hníf að hálsi
hennar og þvingaði hana á jörðina.
Hann fletti konuna klæðum að
hluta og reyndi að nauðga henni, en
hún braust um og tókst að sleppa.
Konan sá árásarmanninn illa þar
sem honum tókst að draga hálsklút
hennar yfir höfuð hennar, auk þess
sem hún missti gleraugu sín í átök-
unum. Hún lýsti þó manninum eftir
fremsta megni og er hans nú leitað.
Reyndi að
nauðga
konu vopn-
aður hnífi