Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 49
MENNING
Sæktu núna um húsnæði
fyrir skólann í haust
Stúdenta- og nemendafélög eftirtalinna skóla eru aðilar að BN: Kennaraháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Fjöltækniskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Iðnnemasamband Íslands.
Sími 552 6210, www.bn.is
p
ip
a
r
/
S
ÍA
Nemendur í stúdenta- og nemendafélögum
innan Byggingafélags námsmanna geta sótt um
húsnæði á meðan á námi stendur.
Framundan er úthlutun á nýjum par- og
einstaklingsíbúðum að Klausturstíg og Kapellustíg
í Grafarholti.
Sæktu um húsnæði á www.bn.is. Umsóknum er einungis
hægt að skila rafrænt á heimasíðu BN. Á heimasíðunni
færðu allar nánari upplýsingar um íbúðirnar,
úthlutunarreglur og fleira.
W W W . E I G N I N . I S
Erum með fjölbreytt úrval fasteigna í
Þorlákshöfn á söluskrá.
Þorlákshöfn er í 40 mín. fjarlægð frá
Reykjavík. Þar er fjölskylduvænt umhverfi með
góðum grunnskóla, leikskóla og góðri íþrótta-
aðstöðu með nýjum 18 holu golfvelli rétt við
bæjardyrnar.
Endilega kíkið á www.eignin.is og kynnið ykkur
málið eða hafið samband.
MIÐTÓNLEIKAR laugardags-
þrennunnar í Skálholtskirkju um
verzlunarmannahelgina spönnuðu
mestallt barokktímabilið 1600–
1750 með ítalskri tónlist undir
frönsku fyrirsögninni Voyage en
Italie.
Á prentaðri dagskrá voru fyrst
„Canzoni a basso solo, a canto e
basso e a due bassi“ og Toccata
fyrir sembal eftir einn aðaláa
fúgusögunnar, Girolamo Fresco-
baldi (1583–1643). Eftir Domenico
Gabrielli (með tveim l-um; 1659–
90) var Canon fyrir 2 selló, Ri-
cercare I fyrir einleiksselló og
fjórþætt kirkjusónata í G fyrir
selló og „continuo“ [þ. e. fylgi-
bassa; hér leikinn af 2. sellóinu og
sembalnum]. Allt lítt sem óþekkt
verk hér um slóðir, en ljómandi
falleg og vel spiluð.
Á eftir komu Sónata Vivaldis í e
fyrir selló undir sama fjórþætta
formi, Prelúdía og fúga Bachs við
stef eftir Albinoni í h BWV 923 og
951 sem reyndust vera fyrir ein-
leikssembal, og loks síðasta
kirkjusónata dagsins eftir Fran-
cesco Geminiani (1687–1762). Voru
flytjendur þar jafnvel enn meira í
essi sínu en mögulegt skyldi ætla
eftir fírugan fyrri hlutann. Það
beinlínis gneistaði undan eld-
snörpum bogastrokum Brunos
Cocsets, og Maude Gratton sýndi
feikilipurð og fumlaust öryggi í
sólóverkum sínum þótt hún hefði
stundum mátt halda aftur af sér í
langa Bach-verkinu og leyfa því að
„anda“ aðeins meira. Steinunn
Arnbjörg var að vísu oftast í sett-
legu fylgibassahlutverki, en fylgdi
vel Cocset kennara sínum þegar
meira lá við eins og í Canon
Frescobaldis.
Frá hreinu músíklegu sjón-
arhorni voru þessir tónleikar því
ómenguð unun á að hlýða frá
fyrsta til síðasta tóns, og tilfinn-
ingahlaðnar hugleiðingar Cocsets í
tónleikaskrá voru sömuleiðis
skemmtilegar aflestrar.
Hins vegar kom babb í bátinn
hvað varðar frágang verkalistans í
tónleikaskrá, enda heyrðust eftir á
hljóð úr horni um að erfitt hefði
verið að átta sig á hvað verið væri
að spila – a.m.k. fram að kunn-
uglegum síðbarokkstíl Vivaldis.
Lagðist þar raunar fleira á eitt til
að rugla fyrir hlustendum. Sum
verk voru ef ekki beinlínis þátta-
skipt þá með sterkum tempó-
andstæðum, og grunaði mann að
auki flytjendur um að snarast
stundum stanzlítið („attacca“) yfir
í næsta verk í klappbannsskjóli
kirkjunnar. Áhafnir og þáttaskip-
an voru hvergi nærri nógu skýrt
tilgreind, og til að bæta gráu ofan
á svart voru í miðjum klíðum til-
kynntar breytingar sem ekki er
víst að allir heyrðu.
Í hnotskurn virtist því hér vera
þarfaverk að vinna fyrir næsta
sumar.
Eldsnörp bogastrok
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Verk eftir Frescobaldi, D. Gabrielli, Vi-
valdi, J. S. Bach og Geminiani. Bruno
Cocset selló, Maude Gratton semball og
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir selló.
Laugardaginn 5. ágúst kl. 17.
Sumartónleikar í Skálholti
Ríkarður Ö. Pálsson
AÐSTANDENDUR kvikmynda-
hátíðarinnar Iceland Film Festival,
sem fer fram dagana 30. ágúst til 20.
september, hafa staðfest sýningar á
átta kvikmyndum til viðbótar við
þær sex sem áður höfðu verið kynnt-
ar. Um er að ræða nýjar myndir frá
fimm þjóðlöndum og segir í frétta-
tilkynningu að myndirnar hafi feng-
ið fjölmörg verðlaun og hlotið mikið
lof gagnrýnenda.
Hin franska Angel-A er tíunda
kvikmynd hins virta leikstjóra Luc
Besson sem á að baki myndir á borð
við Leon og Nikita, en þetta er
fyrsta myndin sem hann leikstýrir
frá árinu 1999. Besson hefur lýst því
yfir að hann ætli ekki að leikstýra
fleiri en tíu myndum og því gæti ver-
ið um að ræða hans síðustu kvik-
mynd. Myndin fjallar um fallega
konu sem forðar svindlara frá dauða
og hjálpar honum svo að taka sig
saman í andlitinu.
Bandaríska heimildarmyndin An
Inconvenient Truth hefur vakið
mikla athygli hvar sem hún hefur
verið sýnd, en hún fjallar um vís-
indin á bak við gróðurhúsaáhrifin og
lífslanga baráttu Al Gore gegn þeim.
Í myndinni kynnir Gore staðreynd-
irnar á skemmtilegan og ögrandi
hátt og hvetur áhorfendur til þess að
vernda jörðina sem við deilum öll.
Í hinni þýsk-frönsku Paris, je
t’aime koma saman 20 af áhugaverð-
ustu leikstjórum samtímans, hver
með sinn sérstaka stíl og áherslur,
til að túlka og fjalla um fjölbreyti-
leika íbúanna, menningarinnar og
lífsins í 18 af þekktustu hverfum
Parísar. Hver leikstjóri fær fimm
mínútur til umráða og á meðal
þeirra leikstjóra eru Coen-bræður,
Wes Craven og Gus Van Sant. Fjöl-
margir þekktir leikarar koma fram í
myndinni, svo sem Steve Buscemi,
Miranda Richardson, Juliette Bin-
oche, Willem Dafoe, Nick Nolte,
Maggie Gyllenhaal, Elijah Wood,
Bob Hoskins og Natalie Portman.
Kvikmyndin Renaissance er sam-
starfsverkefni Frakka, Breta og
Lúxemborgara og er hér um að
ræða teiknimynd þar sem nýrri
tækni er beitt til þess að gera staf-
ræna útgáfu af leiknum atriðum.
Sagan gerist árið 2054 í París, sem
er orðin að frumskógi þar sem hver
einasta hreyfing er vöktuð og skrá-
sett. Með aðalhlutverk fara Daniel
Craig, Catherine McCormack,
Jonathan Pryce og Ian Holm.
Hin bandaríska Romance and
Cigarettes er nýjasta kvikmynd
leikarans og leikstjórans John
Turturro og skartar þeim James
Gandolfini, Susan Sarandon, Kate
Winslet, Steve Buscemi, Christo-
pher Walken og Eddie Izzard í aðal-
hlutverkum. Um er að ræða söngva-
mynd sem framleidd er af
Coen-bræðrum og fjallar um
framhjáhald og afleiðingar þess.
The Three Burials of Melquiades
Estrada er frönsk-bandarísk mynd
með Tommy Lee Jones í aðal-
hlutverki, en hann leikstýrir einnig
myndinni. Myndin, sem fjallar í
stuttu máli um tryggð og heiður,
vakti mikla athygli á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes og var tilnefnd til
Gullpálmans, auk þess sem Jones
var valinn besti leikarinn og hand-
ritið það besta.
Volver kemur frá Spáni og er nýj-
asta kvikmynd hins góðkunna leik-
stjóra Pedro Almodóvar. Sögusviðið
er Madríd og lágstéttarhverfi henn-
ar, þar sem innflytjendur frá ýmsum
spænskum hverfum deila draumum,
lífi sínu og lukku með fjölda annarra
kynþáttahópa. Með aðalhlutverkið
fer þokkagyðjan Penélope Cruz.
Bandaríska gamanmyndin Winter
Passing skartar þeim Ed Harris og
Will Farrell í aðalhlutverkum.
Myndin fjallar um samskipti út-
brunnins rithöfundar, dóttur hans
og undarlegs tónlistarmanns.
Kvikmyndir | Átta myndir bætast við listann á IFF
Frá gríni til
gróðurhúsaáhrifa
James Gandolfini og Susan Sarandon í hlutverkum sínum.
Hin franska Angel-A gæti verið síðasta kvikmynd leikstjórans Luc Besson.
www.icelandfilmfestival.is