Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 19 ERLENT Dolce & Gabbana Chanel Prada Donna Karan Lindberg Versace Roberto Cavalli Bulgari Tom Ford og fl. Linsur - Gleraugu - Sjónmælingar Gleraugu eru skart ÞINGMENN fjögurra flokka á danska þinginu hyggjast reyna að stöðva þá þróun að stjórnendur fyr- irtækja fái millj- arða króna kaup- auka eins og bónusgreiðslur og kaupréttar- samninga á hluta- bréfum. Flokk- arnir segja að slíkar launavið- bætur eigi ekki að tíðkast, að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Svipuð umræða fer fram í Noregi og Bandaríkjun- um. Vilja þingmennirnir að stjórnum fyrirtækja verði bannað að ákveða að veita stjórnendum fyrirtækjanna kaupauka, hvort sem þeir eru í formi árangurstengdra bónusa eða kaup- réttarsamninga á hlutabréfum. Flokkarnir fjórir eru Jafnaðar- mannaflokkurinn, Sósíalíski þjóðar- flokkurinn, Einingarlistinn og Danski þjóðarflokkurinn en allir eru þeir í stjórnarandstöðu nema sá síð- astnefndi. Eru þeir að bregðast við þeirri þróun síðustu ára að stjórn- endur fyrirtækja fái bónusa eða kaupréttarsamninga upp á hundruð milljóna eða milljarða króna. Komið hefur fram í dönskum fjöl- miðlum að Niels Valentin, fram- kvæmdastjóra Roskilde Bank, standi til boða einn stærsti kaupauki í sögu landsins, hlutabréf fyrir 115 milljónir danskra króna eða 1,4 millj- arða íslenskra króna. Þá stendur tveimur bankastjórum lítils banka, Ringkjøbing Landbobank, til boða að deila með sér 105 milljóna danskra króna kaupauka, sem nem- ur 1,28 milljörðum íslenskra króna. „Siðferðislega óverjandi“ „Það er algjörlega út í hött að bankastjórarnir fái svona mikla pen- inga. Þetta er siðferðislega óverj- andi. Enginn er svona mikils virði,“ segir Niels Sindal, talsmaður jafn- aðarmanna í atvinnumálum. Hann vill að lögum um hlutafélög verði breytt þannig að kaupaukar stjórn- enda verði málefni sem tekið verði fyrir á aðalfundi fyrirtækja. „Þá geta hluthafarnir sjálfir tekið ákvarðanir um þá,“ segir hann. Frank Aaen, þingmaður Einingar- listans, bendir á að þegar gríðarleg- ur persónulegur ávinningur fyrir stjórnendur sé í spilinu geti það ver- ið skaðlegt fyrir þróunina í við- skiptalífinu til langs tíma. „Stjórn- endurnir geta grætt mjög á tímabundinni velgengni fyrirtækis- ins. En það þarf ekki endilega að vera hið besta fyrir fyrirtækið sjálft eða samfélagið.“ Vill ekki blanda sér í launamál fólks í viðskiptalífinu Stjórnarflokkarnir og flokkurinn Radikale Venstre telja hins vegar að kaupréttarsamningarnir séu í góðu lagi. Bendt Bendtsen, efnahags- og atvinnumálaráðherra, segir að hann og aðrir ráðherrar eigi ekki að blanda sér í launamál fólks í við- skiptalífinu. „Ég skipti mér ekki af því sem Michael Laudrup fær fyrir að spila fótbolta. Það er einkamál hans,“ segir Bendtsen. Jens Hald Madsen, þingmaður Venstre, flokks Anders Fogh Rasm- ussen forsætisráðherra, er sammála, „Stjórnandi má þéna nákvæmlega eins mikið og hann vill,“ segir hann og þingmaður Radikale segir að hluthafar geti einfaldlega kosið nýj- ar stjórnir ef þeir séu ósáttir við ákvarðanir sitjandi stjórna. „Ber að þakka starfsfólkinu“ Niels Sindal telur ekki að til dæm- is áðurnefndir bankastjórar verð- skuldi hundruð milljóna króna. „Þessir fuglar hafa jú ekki gert neitt til að fá hlutabréfin til að hækka. Það ber að þakka starfsfólki bankanna og góðu efnahagsástandi.“ Svipuð umræða um ofurlaun stjórnenda hefur farið fram í öðrum löndum, eins og í Noregi, þar sem Jens Stoltenberg forsætisráðherra boðar að hann muni grípa til aðgerða til að binda enda á kaupréttarsamn- inga til stjórnenda fyrirtækja sem norska ríkið á hlut í. Í Bandaríkj- unum eru fjárfestar farnir að mót- mæla sífellt hærri kaupaukum og gríðarlega háum starfslokasamning- um til stjórnenda sem þeir telja að eigi þá ekki skilið. Nú síðast hafa orðið umræður um umdeildan kaupauka William McGuires, yfirmanns bandaríska sjúkratryggingarisans United- Health, en honum stendur til boða kaupréttarsamningur upp á sem nemur 121 milljarði króna. Vilja aðgerðir gegn ofurlaunum stjórnenda Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Danska ríkisstjórnin segir ekkert athugavert við launin en stjórnarand- stöðuþingmenn eru ósammála. Frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Niels Sindal DANSKI trúðurinn Lars Lottrup grettir sig, fastur í risablöðru, á al- þjóðlegri trúðasamkomu í Kaup- mannahöfn. Á meðan heimurinn stendur á öndinni yfir hryðjuverka- ógn og átökum í Mið-Austurlöndum hafa trúðarnir eingöngu það tak- mark að fá fólk til að hlæja. AP Fastur á trúða- samkomu ♦♦♦ LESTARFYRIRTÆKI í Tókýó, höfuðborg Japans, dreifa nú barm- merkjum til barnshafandi kvenna sem gefa til kynna að þær séu með barni í þeirri von að farþegar standi upp og leyfi þeim að setjast í sætin sín í yfirfullum lestunum. Stjórnvöld hafa áhyggjur af því að fæðingartíðni hefur lækkað síðustu ár og leita ýmissa leiða til að fá konur til að eignast fleiri börn. Óttast er að fáar barnsfæðingar hafi alvarleg áhrif á efnahagslífið í landinu, að því er fram kemur hjá BBC. Á meðal að- gerða yfirvalda eru aukin dagvistun, auðvelda aðstæður mæðra á vinnu- markaði og meira að segja hrað- stefnumót sem eru styrkt af ríkinu. Embættismenn segja oft erfitt fyrir fólk að átta sig á því að konur séu þungaðar og því sé merkjum dreift. Vilja auðvelda óléttum lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.