Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 39 MESSUR ÁSKIRKJA. 9. sunnudagur eftir trínitatis; 13. ágúst 26. Messa fellur niður vegna safnaðarferðar Ássafnaðar á Snæfells- nes. Brottför frá Áskirkju kl. 9.30. Há- degisverður snæddur í Grundarfirði. Helgistund í Bjarnarhafnarkirkju síðdegis í umsjá sr. Sigurðar Jónssonar sókn- arprests. Heimkoma áætluð um kl. 19. BÚSTAÐAKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Kaffi- sopi eftir messu. Kvöldmessa kl. 20. Guðmundur Sigurðsson organisti og fé- lagar úr Kór Bústaðakirkju annast tónlist- arflutning. Eftir messuna verður afmæl- iskaffi í safnaðarheimilinu. DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11. Sr. Hjálm- ar Jónsson predikar. Sönghópur úr Dóm- kórnum syngur. Organisti er Marteinn Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til UNICEF. Molasopi að lokinni guðsþjónustu. Ólaf- ur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Kjartan Örn Sig- urbjörnsson. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA. Laugardagur. Síð- ustu hádegistónleikarnir á vegum Al- þjóðlega orgelsumarsins kl. 12. Eyþór Ingi Jónsson organisti leikur. Sunnudag- ur. Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Maríu Ágústsdóttur. Messuþjónar að- stoða. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. Félagar úr Mótettukórnum leiða messusönginn. Kaffisopi eftir messu. Regnbogamessa kl. 16. Sr. Pat Bumg- ardner frá söfnuði Metropolitan Comm- unity Church í New York predikar. Fyrir altari þjónar prestur Hallgrímskirkju, sr. Birgir Ásgeirsson ásamt prestunum, sr. Ásu Björk Ólafsdóttur, sr. Kristínu Þór- unni Tómasdóttur, sr. Óskari Hafsteini Óskarssyni, sr. Sigfinni Þorleifssyni og sr. Sjöfn Þór. Blandaður kór syngur undir stjórn Árna Heimis Ingólfssonar. Org- anisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Eftir messu er boðið til kaffiveitinga í suð- ursal Hallgrímskirkju. Orgeltónleikar sunnudagskvöld kl. 20. Eyþór Ingi Jóns- son leikur á orgelið. HÁTEIGSKIRKJA. Messa kl. 11. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS. Fossvogur. Guðsþjónusta kl. 14. Land- spítala Landakoti. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, organisti Birgir Ás Guð- mundsson LANGHOLTSKIRKJA. Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kaffisopi eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA. Nú stendur yfir sumarleyfi hjá söfnuði Laugarneskirkju og er safnaðarfólk hvatt til að heim- sækja nágrannakirkjurnar á helgum dög- um. Fyrsta messa eftir sumarleyfi verður sunnudaginn 20. ágúst kl. 20. NESKIRKJA. Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Sigurður Árni Þórðarson predikar og þjón- ar fyrir altari. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Að lokinni messu er boðið upp á kaffi á Torginu. SELTJARNARNESKIRKJA. Helgistund kl. 11. Ritningarlestur og bæn. Kaffisopi eftir stundina. Sr. Sigurður Grétar Helga- son. Verið hjartanlega velkomin. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN. Kvöldmessa kl. 20.30. FRÍKIRKJAN í Reykjavík. Guðsþjónusta kl. 14, fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að koma og taka virk- an þátt. Guðsþjónustan markar upphaf fermingarstarfanna og vikan framundan verður helguð fermingarfræðslu og sam- veru í kirkjunni. Í lok guðsþjónustu verður stuttur fundur með foreldrum þar sem vetrarstarfið verður rætt og undirbúið. Tónlistina mun þau Anna Sigríður Helga- dóttir og Carl Möller leiða. Fríkirkjuprest- arnir Hjörtur Magni Jóhannsson og Ása Björk Ólafsdóttir munu þjóna saman fyrir altari. Hjörtur Magni predikar. Allir hjart- anlega velkomnir. ÁRBÆJARKIRKJA. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þór Hauksson og Gunn- björg Óladóttir leiða stundina. Kristina Kalló Sklenár spilar. Eftir stundina í kirkj- unni verða grillaðar pylsur og viljum við hvetja foreldra, afa og ömmur að koma og eiga uppbyggilega stund með börn- unum. DIGRANESKIRKJA. Messa kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Sameiginleg guðsþjónusta safnaðanna í austurbæ Kópavogs. FELLA- OG HÓLAKIRKJA. Helgistund kl. 20 í umsjá Ragnhildar Ásgeirsdóttur djákna. Kór kirkjunnar leiðir safn- aðarsöng. Ástríður Haraldsdóttir píanó- leikari sér um undirleik. Pétur, 13 ára, les frumsamin ljóð. GRAFARVOGSKIRKJA. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir predik- ar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogs- kirkju syngur. Organisti Hörður Braga- son. Guðspjall dagsins. Hinn rangláti ráðsmaður. Lúk. 16 ✝ Einar Georg Al-exandersson fæddist á Skerðings- stöðum í Hvamms- sveit í Dalasýslu 7. júní 1916. Hann lést á Landspítalanum 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólöf Bæringsdóttir, f. 22.8. 1888 á Laug- um í Hvammssveit, d. 4.4. 1964, og Sig- urður Alexander Guðjónsson, f. 27.7. 1886 á Hólum í Hvammssveit, d. 2.10. 1938. Systkini Einars Georgs voru: Þórarinn, f. 1908, d. 1996, Einar, f. 1908, d.1911, Kristjana, f. 1910, d. 1992, Margrét, f. 1911, d. 1999, Stefán Trausti, f. 1921, d. 1994, Jóna, f. 1925, d. 1981, Sigurbjörn, f. 1927. Einar Georg giftist 31.12. 1947 Sigurlaugu Hjartardóttur, f. 22.8. viðskiptafræðingur, f. 6.1. 1980, barnabarn er eitt. 3) Erla hjúkr- unarfræðingur, f. 26.10. 1959, eig- inmaður hennar er Sigurður Karl Linnet, f. 14.1. 1959, dætur þeirra eru Sigurlaug, f. 16.8. 1993 og Stefanía Elín f. 24.9. 1999, sonur Erlu og fyrri manns hennar, Að- alsteins Eyþórssonar, f. 17.1. 1961, er Einar menntaskólanemi, f. 11.9. 1987. Einar Georg ólst upp á Skerð- ingsstöðum, flutti með foreldrum sínum og systkinum að Hólum í Hvammssveit 1935. Eftir að faðir hans dó var hann við búskapinn með móður sinni þar til hann flutt- ist til Reykjavíkur 1939. Hann vann við hin og þessi störf í Reykjavík sem buðust á þessum ár- um, en lengst var hann hjá sama vinnuveitanda eða í um 40 ár, fyrst hjá Lýsi hf. og síðar hjá Fóður- blöndunni hf. eða þar til hann hætti vegna aldurs rúmlega sjö- tugur. Hann var einn vetur á íþróttaskólanum í Haukadal. Hann var einn af stofnendum bridge- deildar Breiðfirðingafélagsins. Útför hans var gerð frá Foss- vogskirkju í kyrrþey, að ósk hins látna, 20. júlí síðastliðinn. 1921, frá Knarrar- höfn í Hvammssveit í Dalasýslu, hún lést 23.4. 1993. Foreldrar hennar voru Ingunn Ólafsdóttir, f. 23.8. 1888, d. 11.9. 1971 og Guðmundur Hjörtur Egilsson, f. 21.8. 1884, d. 24.1. 1958. Börn Einars og Sigurlaugar eru: 1) Magnea Laufey leik- skólakennari, f. 5.5. 1948, eiginmaður hennar er Bjarni Karvelsson, f. 26.12. 1946, dætur þeirra eru Sigurlaug Birna grunn- skólakennari, f. 5.10. 1973, Hanna Kristín, Bs. í byggingarverkfræði, f. 12.8. 1980, barnabörnin eru þrjú. 2) Hörður Rúnar aðalbókari, f. 17.9. 1951, eiginkona hans er Sól- veig Valtýsdóttir, f. 6.6. 1954, dæt- ur þeirra eru Hrönn leikskóla- kennari, f. 23.5. 1977, Helga Það er ótrúlegt hvað maður finn- ur oft hlutina á sér áður en þeir gerast. Ég er alveg viss um að við höfum bæði hugsað það sama þeg- ar við kvöddumst að kvöldi 18. júní. Hvorugt okkar sagði það, en við höfum trúlegast hugsað það bæði. Ég fann það þegar þú faðmaðir mig að þér og baðst mig um að fara varlega og skemmta mér vel. Við höfum svo oft kvaðst áður en það var eitthvað svo öðruvísi við þetta skipti. Þér var aldrei vel við þetta eilífa flakk á mér og ekki nema von að þú gætir ekki skilið það, þar sem þú sjálfur varst svo óskaplega heimakær. Við vorum mjög ólík að þessu leyti og gerðum oft grín hvort að öðru. En það var kannski það sem gerði okkur að svona góð- um vinum, við tókum hvort annað svo passlega alvarlega. Þú varst alltaf mjög hreinn og beinn og hafðir ákveðnar skoðanir á hlut- unum og ég vil meina að þann hæfileika minn hafi ég fengið frá þér. Við vorum ekki alltaf sammála en ég virti skoðanir þínar og lagði mikinn metnað í að þjálfa þá kúnst að segja það sem ég meina og meina það sem ég segi, alveg eins og afi. Alveg frá því að ég man eft- ir mér hefur þú verið stór þáttur í mínu lífi og það sorglegasta sem ég gat ímyndað mér þegar ég var lítil var að afi Einar myndi deyja. Eftir því sem ég varð eldri gerði ég mér meira og meira grein fyrir því að það myndi koma að því fyrr eða síðar og sem betur fer varð það alltaf síðar og síðar. Ég hef alltaf verið óskapleg ömmu- og afastelpa og ég á alveg hreint ógrynni af yndislegum minn- ingum frá því að ég var yngri. Þið amma voruð alltaf svo dugleg við okkur stelpurnar, fóruð með okkur í Húsafell á hverju sumri þar sem þú kenndir okkur að synda, í gönguferðir eftir hitaveitustokkun- um í Reykjavík, í lautarferðir á Klambratúni og svo margt margt fleira. Eins var alltaf svo notalegt að koma heim til ykkar í Stigahlíð- ina þar sem var alltaf nægur tími fyrir barnabörnin þó svo að nóg væri að gera í saumaskap, matseld, spilamennsku og gestagangi. Við vorum alltaf svo velkomin til ykkar. Síðustu sex ár hafa verið mér einstaklega dýrmæt. Eftir að ég út- skrifaðist úr Kennó byrjaði ég að vinna í Hlíðunum og það má kannski segja að þá hafi ég fengið hið gullna tækifæri til að kynnast þér betur. Það var svo notalegt að rölta yfir til þín eftir vinnu og fá að vera hjá þér þangað til að mamma var búin að vinna og kippti mér með heim. Oftast varstu búinn að hita kaffi þegar ég kom og þær voru ófáar stundirnar sem við eyddum yfir kaffibolla í eldhúsinu. Við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar og bæði höfðum við yfirleitt mjög sterkar skoðanir á hlutunum. Ég komst að því mjög fljótlega að þú hafðir einstaklega skemmtilegan húmor og við gátum hlegið mikið saman, bara við tvö. Eftir kaffisopann var óskaplega gott að fá að halla sér aðeins á sóf- anum áður en fréttirnar byrjuðu. Það var alltaf svo rólegt og gott andrúmsloft í kringum þig og við töluðum oft um það hvað það væri gott fyrir jafnvirkan einstakling og mig að eiga svona góðan griðarstað þar sem að ekkert utanaðkomandi áreiti væri að trufla mann. En flökkueðlið í mér fór fljótlega að láta á sér kræla og ég flutti til Finnlands. Dvölin þar var yndisleg en alltaf áttir þú stóran stað í hjarta mínu og ég saknaði þín mik- ið. Ég reyndi að vera dugleg að skrifa þér og láta í mér heyra en það var einhvern veginn ekki það sama. Ég upplifði hreint út sagt frábæra hluti þetta ár sem ég bjó úti og alltaf hugsaði ég „Ég þyrfti nú að segja afa frá þessu!“ Allir vinir mínir í Finnlandi lærðu strax íslenska orðið afi og skildu að þarna var um að ræða einstakling sem var mér hvað kærastur. Þegar ég svo flutti heim kom ekkert ann- að til greina en að kaupa íbúð í Stigahlíðinni, nálægt afa. Þú fylgd- ist vel með íbúðakaupamálum mín- um og ég veit ekki hvort okkar varð ánægðara þegar ég datt niður á litla gullmolann minn og flutti inn í blokkina við hliðina. Nú vorum við ekki bara perluvinir heldur vorum við líka orðin nágrannar og það fannst okkur æðislegt, sérstaklega vegna þess að nú var svo stutt á milli okkar og ég gat kíkt til þín hvenær sem var í kaffisopa og spjall. Elsku afi, það voru mikil forrétt- indi að fá að eiga þennan tíma með þér og trúðu mér, þær stundir sem við áttum saman hafa sett sitt mark á mig sem einstakling og fyr- ir það og hinar ógleymanlegu minningar verð ég ævinlega þakk- lát. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þín, Hrönn Þegar við settumst niður til þess að skrifa nokkur orð um elskulegan afa okkar rifjuðust upp ljúfar og hlýjar minningar um yndislegan mann. Minningar um mann sem ólst upp við kröpp kjör og þurfti að hafa fyrir lífinu. Mann sem tileink- aði sér eiginleika sem gerðu hann að sómamanni. Hann var trúræk- inn, nægjusamur, stundvís, skap- fastur en jafnframt blíðlyndur. Hafði skemmtilegan húmor og var hnyttinn í svörum. Vinnuþrek hans var með ólíkindum langt fram eftir aldri og minnumst við þess ekki að hann hafi nokkurn tímann kvartað. Hann var alltaf vel til hafður í pressuðum buxum, nýrakaður, vel greiddur og með staf. Flottur afi. Heimilið var hans griðastaður, þar leið honum best. Dugnaður og sterkur vilji hans urðu til þess að hann gat dvalið þar og séð um sig sjálfur til hins síðasta. Afi sá til þess að halda heimilinu í því horfi sem amma skildi við það í. Hreinu og snyrtilegu. En þannig viðhélt hann minningu hennar bæði fyrir sig og aðra. Afi gaf lítið fyrir að vera í marg- menni en hafði mikla ánægju af samskiptum við sína nánustu. Barnabörnum og langafabörnum hafði hann sérlega gaman af og nutu þau ávallt gestrisni hans. „Viljið þið öl?“ spurði hann er við litum inn til hans og síðan dró hann fram „langafanammið“, eins og yngsta fólkið kallaði það, litlum munnum til mikillar ánægju. Við systurnar minnumst gleðistunda sem við áttum með afa og ömmu á sumrin í Húsafelli. Þar kenndi afi okkur sundtökin og lagði allan sinn metnað í að við yrðum gott sund- fólk. Var það vegna brennandi áhuga hans á sundi og öðrum íþróttum en sjálfur stundaði hann Vesturbæjarlaugina eins lengi og heilsan leyfði. Nám var honum hugleikið og lagði hann sitt af mörkum við kennslu í lestri áður en skólaganga hófst. Hann var ávallt stoltur af þeim áföngum sem við náðum og fylgdist vel með þeim vitnisburði sem við fengum. Afi hafði einkar gaman af spilamennsku og var hann einn af stofnendum Bridge- deildar Breiðfirðingafélagsins. Hjá honum lærðum við félagsvist og bridge og tókum við oft í spil okkur og honum til mikillar ánægju. Elsku afi, þú varst farinn að þrá hvíldina og að njóta samvista við ömmu á ný. Góðar minningar eig- um við um þig sem munu ætíð fylgja okkur. Með söknuði og virð- ingu við kveðjum þig elsku afi og langafi. Guð vaki yfir þér og ömmu. Ó hve heitt ég unni þér! Allt þitt besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson) Hanna Kristín, Birna og fjölskylda, Hanna Kristín Bjarnadóttir, Sigurlaug Birna Bjarnadóttir. Þegar ég hugsa um afa þá detta mér strax nokkur orð í hug; spil, sund, Húsafell og góður húmor. Þessi orð tengdust öll afa á ein- hvern hátt og lýstu honum mjög vel. Ég var svo heppin að fá að vera í pössun hjá ömmu og afa heilan vet- ur þegar ég var 4–5 ára og eyddum við afi miklum tíma saman við spilamennsku, uppvask og fleiri spennandi hluti í huga lítillar stelpu. Við áttum sérstaklega eitt áhugamál sameiginlegt en það var mikill áhugi á spilum. Ég var því ekki nema 5 ára gömul þegar afi var búinn að kenna mér að spila fé- lagsvist. Við spiluðum hana mikið saman bara tvö en þá spilaði ég fyrir einn en afi fyrir þrjá! Þessi áhugi okkar á spilum minnkaði ekki með árunum og alltaf var afi til í að taka nokkur spil þegar mað- ur kom í heimsókn. Ég á einnig mjög margar minn- ingar frá Húsafellsferðunum sem við fórum með ömmu og afa. Frá því ég man eftir mér og þar til amma dó var farið í Húsafell á hverju sumri. Við frænkurnar feng- um að vera alla vikuna með ömmu og afa en þessara ferða var beðið með eftirvæntingu á hverju sumri. Afi fór með okkur í sund á hverjum degi og stundum oft á dag og allar lærðum við að synda hjá honum í sundlauginni í Húsafelli. Í þessum ferðum var spilamennskan auðvitað æfð af kappi og sjaldan leið dagur án þess að tekin væru nokkur spil. Afi var líka þekktur fyrir góðan húmor og þrátt fyrir að líkaminn væri farinn að þreytast síðustu árin þá gat maður alltaf treyst á að húmorinn væri til staðar hjá hon- um. Hann sagði skemmtilega frá hlutum og gaman var að sitja inni í eldhúsi með honum, maula kex og hlusta á hann segja frá nýjasta slúðrinu. Þrátt fyrir allar þessar yndislegu minningar sem ég á um afa er þó ein sem mér þykir vænst um en hún er sú að hann sá sér fært að mæta í skírn sonar míns í nóv- ember síðastliðnum. Elsku afi, loksins hefur þú fengið hvíldina. Þú hefur beðið þess lengi að fá að fara til ömmu og alveg er ég sannfærð um að hún hefur tekið á móti þér með söng. Þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman og Kristófer Ari sendir þér fingurkoss. Hvíl í friði. Helga EINAR GEORG ALEXANDERSSON Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.