Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 24
Daglegtlíf ágúst FIMMTA hver tegund af sólvarnarkremi, sem seld er í Noregi, dugar ekki til að verja húðina fyrir skaðlegum geislum sólar. Þetta er niðurstaða norskrar stofnunar sem hefur annast ýmsar rannsóknir á sólvarnarkremum að beiðni norska matvælaeftirlitsins frá því um miðjan síðasta áratug. „Mikið hefur gerst á þessu sviði síðustu árin og rann- sóknir okkar sýna núna að flest kremanna bera tilætl- aðan árangur,“ hafði norski vefurinn forskning.no eftir Milica Moksnes, talsmanni eftirlitsstofnunarinnar. „Samt falla enn nokkur krem á prófinu. Í vor rannsök- uðum við fimmtán sólvarnarkrem með tilliti til varnar gegn útfjólubláum geislum. Niðurstaðan var að þrjár af vörunum fimmtán stóðust ekki tilmæli Evrópusam- bandsins um lágmarksvörn gegn útfjólubláum geislum.“ Rannsóknir hafa bent til þess að útfjólubláu geislarnir geti stuðlað að ákveðnum tegundum húðkrabbameins. „Við vitum núna um skaðlegar afleiðingar of mikilla sólbaða,“ sagði Moksnes. „Á markaðnum eru mörg mjög góð krem en fólk þarf að bera þau á sig mörgum sinnum á dag, og þykkt lag. Og í suðrænum löndum er ráðlegt að halda sig frá sólinni um miðjan daginn eins og heimamennirnir gera.“  HEILSA Um 20% sólvarnarkrema duga ekki Morgunblaðið/Ómar Á markaðnum eru mörg mjög góð krem en fólk þarf að bera á sig þykkt lag og mörgum sinnum á dag. Hún Tonna er svolítiðglæpaleg. Hún hefurþennan svip sem minnirá persónur í kvikmynd- um sem verða fyrir einhverju glæp- samlegu. Hún er með galopin augu, full af undrun og hálfopinn munn eins og hún sé að fara að hrópa,“ segir Hólmfríður Hilmisdóttir um heilögu dúkkuna Tonnu sem er kom- in á sjötugsaldur. „Hún mamma fékk þessa dúkku frá pabba sínum, honum afa mínum, árið 1942 þegar hún var tíu ára. Fyrir fjórtán árum, rétt áður en mamma dó, þá boðaði hún mig til sín og hún gaf mér þessa dúkku með þeim orðum að hún hefði alltaf ætlað sér að elsta dóttir henn- ar tæki við henni. Og þar sem ég á enga dóttur þá verð ég að láta hana ganga til sonardóttur minnar þegar sá tími kemur. Ég hef nú þegar ánafnað Kristínu Sif, elstu son- ardóttur minni demantshring sem verður erfðagripur, þannig að þeirri næstu í röðinni, henni Snæfríði Rós, mun að öllum líkindum hlotnast sá heiður að verða eigandi Tonnu í fyll- ingu tímans.“ Barnabörnin eru hrædd við hana Hólmfríður segir að Tonna hafi verið nokkuð illa farin þegar hún fékk hana frá móður sinni en hún lét gera við hana. „Ég þurfti að láta laga bæði hendur og fætur og vinkona mín, sem er handavinnukennari, tók að sér að gera við stórt gat á höfðinu á henni sem var eiginlega krafta- verkagjörningur. Nú er Tonna alveg heilög hjá mér og hún er á háum virðingarstalli hér á heimilinu. Það fær enginn að leika sér að henni eða dröslast með hana. Sem betur fer eru barnabörnin mín frekar hrædd við hana og sækjast því ekkert eftir því að leika sér með hana. Sólmund- ur sonarsonur minn bað mig meira að segja einu sinni um að loka dyr- unum svo að hann þyrfti ekki að sjá hana. Og öðrum sonarsyni mínum, honum Svavari, finnst hún barasta ljót.“ Við kepptumst við að eyðileggja hana Hólmfríður á fimm systkini og hún segir að þau hafi öll leikið sér mikið með Tonnu þegar þau voru krakkar. „Einmitt þess vegna var hún svona illa farin, við kepptumst við að eyðileggja hana og vorum allt- af að togast á um hana. En við mátt- um alls ekki ýta á augun í henni og þess vegna eru þau í lagi og hún hef- ur alltaf getað opnað og lokað þeim. Ég hef reynt að bæta henni upp illa meðferð okkar systkinanna og keypti handa henni forláta barna- vagn í Fríðu frænku, sem mér finnst hæfa henni vel og þar keypti ég líka handa henni fallegan vöggukjól. Nú er Tonna blúndum hlaðin og kann vel við sig þar sem hún situr í vagn- inum sínum inni í svefnherbergi hjá mér. Mér finnst hún alveg æðisleg og mikill heiður að mamma skuli hafa gefið mér hana. Ég hef sér- staklega gaman að því að hafa hana hjá mér.“  HLUTUR MEÐ SÖGU | Tonna er heilög brúða og á háum stalli hjá Hólmfríði Hilmisdóttur Glæpabrúða í blúndukjól Morgunblaðið/Eggert Miklir kærleikar hafa tekist með Hólmfríði og Tonnu. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Bibione og Feneyjar 26 ÞEIR sem hafa óbilandi áhuga á mat, mat- reiðslu, veitingahúsum og öllu sem við- kemur magans lystisemdum geta glaðst yf- ir nýjum matreiðsluvef sem hefur verið stofnaður. Slóðin er www.matseld.is. Vefur þessi er fullkomlega gagnvirkur enda er markmið hans að skapa vettvang þar sem notendur geta deilt uppskriftum og skipst á skoðunum um mat, matreiðslu, hráefni, veitingahús og fleira. Þeir sem vilja deila uppskriftum sínum með öðrum geta skráð þær og birt mynd af hverjum rétti ef þeir vilja. Notendur geta líka skrif- að stuttar eða langar viðhorfsgreinar og myndskreytt þær að vild. Einnig geta not- endur brugðist við uppskriftum og grein- um hver annars, ýmist með umsögn og einkunnagjöf eða með umræðum á spjall- svæði. Væntanlegur er veitingahúsavefur þar sem veitingamenn munu geta skráð ít- arlegar upplýsingar um veitingahús sín, birt fréttir af því sem er í vændum, birt matseðla, tekið við pöntunum o.s.frv. Gest- ir munu að sama skapi geta skráð gagn- rýni sína um veitingahúsin. Ýmislegt fleira er nú þegar á vefnum og enn fleira væntanlegt. Tekið skal fram að vefurinn er og verð- ur gjaldfrjáls. Vefurinn hampar engri ákveðinni vöru, fyrirtæki eða þjónustu. Umsjónarmaður vefsins er Jens Krist- jánsson. Nýr matreiðsluvefur Morgunblaðið/Brynjar Gauti www.matseld.is 19.800 Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 15 83 03 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. mars 2006.frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.