Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásthildur Teits-dóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1921. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 4. ágúst síð- astliðinn. Ásthildur var dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur, húsfreyju, sem var fædd í Stíflisdal í Þingvallasveit 8. mars 1894, d. 14. sept. 1969, og Teits Eyjólfssonar, bónda og síðar oddvita og framkvæmdastjóra í Hveragerði, sem var fæddur á Háteigi í Garða- hreppi 12. júlí 1900, d. 11. júlí 1966. Ásthildur fluttist mánaðargömul að Böðmóðsstöðum í Laugardal og þaðan árið 1923 að Eyvindartungu í sömu sveit þar sem hún ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún var næstelst sjö systkina. Hin eru: Ás- björg, f. 21. okt. 1918, d. 15. júní 1994, gift Eiríki Eyvindssyni, f. 9. maí 1917, d. 11. jan. 2000; Jón, f. 26. apríl 1923, d. 8. apríl 2004, kvæntur Ingunni Arnórsdóttur, f. 16. maí 1930, d. 21. júní 1961; Eyjólfur, f. 30. júlí 1925, d. 4. sept. 1993, kvæntur Soffíu Ármannsdóttur, f. 15. mars 1928, d. 20. júlí 2002; Bald- ur, f. 28. ágúst 1928, d. 5. júní 1992, kvæntur Sigurveigu Þórarinsdótt- ur, f. 9. mars 1919; Ársæll, f. 25. janúar 1930, kvæntur Guðrúnu Sigurjónsdóttur, f. 18. júní 1924; og Hallbjörg, f. 18. mars 1933, d. 30. mars 1998, gift Helga Jónssyni, f. 19. febr. 1928. Ársæll er einn eft- irlifandi þeirra systkina. Ásthildur nam við Héraðsskól- ann á Laugarvatni 1937–38. Hún stundaði nám í saumum í Reykjavík f. 11.1. 1943. Þeirra börn eru: a) Silja, f. 1970; b) Edda, f. 1975; og c) Jón, f. 1982. 4) Hallgerður, lög- fræðingur, f. 13. desember 1948, gift Sturlu Böðvarssyni, f. 23.11. 1945. Þeirra börn eru: a) Gunnar, f. 1967, sambýliskona Guðrún Mar- grét Baldursdóttir, og eiga þau Borghildi; b) Elínborg, f. 1968, gift Jóni Ásgeiri Sigurvinssyni, og eiga þau Hallgerði Kolbrúnu og Sturlu; c) Ásthildur, f. 1974, d) Böðvar, f. 1983; og e) Sigríður Erla, f. 1992. 5) Teitur, efnaverkfræðingur, f. 30. mars 1954, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur Bjarman, f. 14.9. 1954, d. 14. desember 1991. Þeirra börn eru: a) Björn, f. 1981, sam- býliskona Sigrún Hanna Þorgríms- dóttir; b) Ásthildur, f. 1985; og c) Baldur, f. 1990. Sambýliskona Teits er Lilja Guðmundsdóttir, f. 18.9. 1954, hennar börn eru Ger- hard Olsen, f. 1977, kvæntur Söndru Ósk Sigurðardóttur, og Andrea Olsen, f. 1980, gift Einari Erni Ævarssyni. Sonur þeirra er Alexander. 6) Þorbjörg, bókasafns- fræðingur, f. 23. nóvember 1961, gift Erlendi Steinþórssyni, f. 3.10. 1961. Þeirra börn eru: a) Atli Þór, f. 1987; b) Elísabet, f. 1992; og c) Rannveig, f. 1998. Ásthildur og Gunnar ráku bú- skap á Hjarðarfelli frá 1942 til 1989, hin síðari ár í samstarfi við syni sína Guðbjart og Högna og eiginkonur þeirra. Þau áttu annað heimili frá árinu 1977 á Kapla- skjólsvegi 39 í Reykjavík en voru heima á Hjarðarfelli hvenær sem tækifæri gafst. Ásthildur var félagi í Kvenfélaginu Liljunni í Mikla- holtshreppi og formaður þess um skeið. Þá sat hún í stjórn Orlofs- nefndar húsmæðra á Snæfellsnesi í nokkur ár. Ásthildur dvaldi á hjúkrunarheimilinu Skjóli frá haustinu 2003. Ásthildur verður jarðsungin frá Fáskrúðarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. veturinn 1940–41 og við Húsmæðraskól- ann á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1941–42. Á Laugar- vatni kynntist hún eiginmanni sínum, Gunnari Guðbjarts- syni frá Hjarðarfelli á Snæfellsnesi. Þau giftu sig á 25 ára af- mæli Gunnars, hinn 6. júní 1942. Gunnar var fæddur 6. júní 1917 og lést 17. mars 1991, sonur hjónanna Guðbröndu Þorbjargar Guð- brandsdóttur, f. 22. nóvember 1884, d. 19. ágúst 1957, og Guð- bjarts Kristjánssonar, bónda og hreppstjóra, f. 18. nóvember 1878, d. 9. september 1950. Gunnar var bóndi á Hjarðarfelli um árabil og formaður Stéttarsambands bænda í 18 ár, og síðar framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Börn þeirra eru: 1) Guðbjartur, bóndi á Hjarðarfelli, f. 7. júlí 1943, kvæntur Hörpu Jónsdóttur, f. 1.4. 1954. Þeirra börn eru: a) Árni, f. 1982; b) Gunnar, f. 1984; og c) Sig- ríður, f. 1988. 2) Högni, bóndi á Hjarðarfelli, f. 20. október 1944, kvæntur Báru Katrínu Finnboga- dóttur, f. 6.5. 1958. Þeirra börn eru: a) Indriði, f. 1976, kvæntur Rakel Rögnvaldsdóttur og eiga þau Ester; b) Heiðrún, f. 1978, sam- býlismaður Guðmundur Gunnars- son, eiga þau Sunnu Dögg og El- ísabetu; og c) Gunnar, f. 1981, sambýliskona hans er Rannveig Guðmundsdóttir og eiga þau Stein- ar Braga og Snædísi Lilju. 3) Sig- ríður, BA., húsmóðir í Frakklandi, f. 22. mars 1946, gift Michel Sallé, Tengdamóðir mín, Ásthildur Teits- dóttir, verður jarðsungin í dag frá Fá- skrúðarbakkakirkju í Miklaholts- hreppi. Þar munu ættingjar og vinir kveðja merka konu hinstu kveðju og þakka farsæla samfylgd. Það er með miklu þakklæti en um leið með trega sem ég minnist henn- ar. Milli okkar Ásthildar skapaðist traust vinátta frá fyrstu kynnum og á hana bar aldrei skugga. Hún var börnum og barnabörnum okkar Hall- gerðar einstaklega góð amma og langamma og hún hlúði að þeim á all- an hátt. Hún gaf heilræði um leið og hún hvatti til árvekni, heiðarleika og ábyrgrar framgöngu í orði og verki. Það gerði hún á sinn glaðlynda hátt sem eftir var tekið. Börnin mín hafa öll notið þess að eiga ömmu sína ná- læga og sem góðan vin. Heimili þeirra Ásthildar og Gunn- ars Guðbjartssonar á Hjarðarfelli var í þjóðbraut. Þar var símstöð sem krafðist oft þjónustu allan sólarhring- inn og við túnfótinn lá leiðin um þann erfiða fjallveg, Kerlingaskarð. Marg- ur ferðalangur leitaði því skjóls á Hjarðarfelli þegar veður og færð hamlaði för. Til þeirra komu bæði ættingjar, sveitungar og samstarfs- menn Gunnars heima í héraði og þeir sem hann vann með í þágu íslenskra bænda. Vegna þeirra miklu ábyrgð- arstarfa Gunnars lagði Ásthildur oft nótt við dag svo heimilið og búskap- urinn á Hjarðarfelli gæti verið Gunn- ari það skjól sem hann þurfti til að öll hans orka gæti nýst í þágu hagsmuna fólksins í sveitum landsins. Henni tókst að skapa þau skilyrði sem þurfti til þess að eiginmaður hennar gæti gegnt formennsku Stéttarsambands bænda í hartnær tvo áratugi jafn- framt því að reka búskapinn. Í fjar- vistum Gunnars bar hún, ásamt son- um sínum, ábyrgð á búinu. Það fórnfúsa starf hennar var metið að verðleikum af öllum þeim sem til þekktu. Ef lýsa ætti Ásthildi með fáum orðum kysi ég orðin ósérhlífni og umhyggja. Ásthildur hafði mikinn metnað fyr- ir velgengni barna sinna og fjöl- skyldna þeirra. Eftir að hún settist að í höfuðborginni fylgdist hún daglega með framvindu búskaparins hjá son- um sínum, bændunum á Hjarðarfelli, sem tóku við því góða búi sem þau Ásthildur og Gunnar höfðu byggt upp ásamt börnum sínum. Það var aðdá- unarvert hvernig hún fylgdist með sínu fólki með símtölum. Í þeim sam- tölum var lagt á ráðin um stórt og smátt er fjölskylduna varðaði og hún spurði áleitinna spurninga sem ekki varð komist undan að svara af ein- lægni. Ásthildur var ekki langskóla- gengin en var einstaklega vel að sér og minnug. Hún nýtti menntun sína frá Héraðsskólanum og húsmæðra- skóla vel og las mikið þrátt fyrir stop- ular stundir sem henni gáfust. Hún var áhugasöm um þjóðmálin og fylgd- ist vel með því sem ég var að gera á þeim vettvangi hverju sinni. Hún ætl- aðist til þess að þeir, sem fara með vald, beittu því af fyrirhyggju og í þágu fjöldans. Hugur hennar var vissulega hjá sveitafólkinu en hún gerði sér vel grein fyrir nauðsyn þess að sátt væri milli þéttbýlis og dreif- býlis. Sveitin var lengst af vettvangur Ásthildar. Þar gat hún notið náttúr- unnar sem hún dáði. Hún kunni svo vel að meta litbrigði jarðarinnar. Ég vil heiðra minningu Ásthildar með þakklæti fyrir alla þá umhyggju sem hún veitti mér og fjölskyldu minni. Sturla Böðvarsson. Í forstofunni á Hjarðarfelli, fyrir ofan símann, hékk mynd af indælu húsi þar sem blómstrandi bleik tré uxu í garðinum. Fyrir framan húsið var lítil tjörn þar sem sex álftir syntu. Yfir tjörnina var brú og á henni stóð lítil, ljóshærð stúlka. Amma sagði alltaf að þetta væri ég á brúnni og að hún stæði í gættinni á húsinu og væri að kalla á mig í mat eða eftir því sem við átti að ég skyldi vara mig á hætt- unum á brúnni. Í minningunni er þessi mynd dæmigerð fyrir hana ömmu mína; rómantísk, falleg og hún gerði allt til þess að verja okkur og leiðbeina. Fyrir nú utan að klæða okkur og fæða. Amma skynjaði einn- ig fegurðina í umhverfinu betur en margir aðrir og gat látið einföldustu hluti ná ævintýralegum ljóma með myndrænum lýsingum. Íslenska náttúran var þó alltaf fallegust í hennar huga. Amma Ásta fæddist á Bergstaðar- stræti 22 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jóns- dóttir og Teitur Eyjólfsson. Þegar amma var þriggja vikna var komið að því að halda á nýjar heimaslóðir frá höfuðstaðnum. Fóru þau Sigríður og Teitur ríðandi með hvítvoðunginn Ásthildi í fanginu og Ásbjörgu sitj- andi fyrir aftan föður sinn, austur yfir Hellisheiði með viðkomu á Kolviðar- hóli. Leiðin lá í Laugardalinn þar sem þau bjuggu fyrst á Böðmóðsstöðum og síðar í Eyvindartungu í Laugar- dal. Amma gekk í Héraðsskólann á Laugarvatni og þar kynntist hún afa og ástinni stóru, Gunnari Guðbjarts- syni, sem þangað kom alla leið frá Snæfellsnesi til náms. Þann 6. júní 1942 gengu þau í hjónaband í stofunni á Hjarðarfelli og hófu þar búskap. Lífsbaráttan hefur án efa oft verið hörð enda skrifaði afi minn í endur- minningum sínum að honum hefði þótt erfitt að bjóða ömmu upp á að flytja vestur þar sem ekki var renn- andi vatn og varla rafmagn. Amma og afi voru ein af þeim hjónum sem voru mjög samrýnd og dæmalaust ást- fangin alla tíð. Langar fjarvistir afa vegna starfa hans hjá Stéttarsamtök- um bænda voru þeim báðum erfiðar og svo fór að hún flutti til hans til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu á Kaplaskjólsvegi 39. Hjarðarfell var hins vegar „heima“ og þangað fóru þau hvenær sem færi gafst. Ég er svo heppin að vera nefnd í höfuðið á ömmu Ásthildi og naut þess sjálfsagt. Extra dekur við nöfnuna og stolt ber ég perlufestina sem afi gaf ömmu í trúlofunargjöf. Við áttum svo sannarlega skap saman, sveimhugar og húmoristar með áhuga á því fal- lega og oft gátum við týnt okkur í mynda-, hluta- og náttúruskoðun og smellnu gríni en amma var með svo gott skopskyn. Amma var vör og kröfuhörð um sitt og verndaði það sem stóð henni næst. Hún var líka trú sannfæringu sinni og aldrei voru t.d. keyptar „gervi“-land- búnaðarafurðir á hennar heimili. Hún spurði meira að segja sérstaklega að því í ísbúðinni hvort ísinn væri ekki alveg örugglega frá MS og ef svarið var nei þá var hann ekki keyptur. Þegar ég kom í menntaskóla til Reykjavíkur bjó ég hjá ömmum mín- um til skiptis fyrsta árið en þær bjuggu í sömu blokk. Það voru dýrð- artímar, tvær ömmur sem kepptust við að létta menntskælingnum lífið. Amma dró endalaust fram af kræs- ingum, hún átti samt yfirleitt ekkert til að eigin sögn. Var samt iðulega bú- in að leggja á veisluborð áður en hægt var að segja nei takk, hún ansaði ekki nei þegar kom að mat. Eftir matinn dró hún iðulega fram ferskar döðlur og vafði osti utan um. Og kannski var borið fram konfekt frá Siggu frænku og með hitaði hún gott og sterkt kaffi. Amma var nefnilega sælkeri og bjó til betri mat en flestar konur og var sí- fellt leitandi að hinu rétta bragði og var óvenjulega natin og nákvæm við eldamennskuna. Síðustu 15 ár hefur amma verið ekkja. Sá tími hefur verið henni erf- iður. Það var ömmu líka mikið áfall að missa tengdadóttur sína, Guðbjörgu, frá Teiti og ungum börnum í kjölfar andláts afa. Amma sló þó ekkert slöku við, aðstoðaði Teit og fjölskyld- una mína meðan mamma var í laga- námi eins og hún gat. Hljóp létt á Melana til að strauja þvott og tók svo strætó upp í Grafarvog til að hugsa um krakkana hans Teits meðan hann var einn. Fyrir nú utan ferðirnar að Hjarðarfelli þar sem hún tók til hend- inni fyrir strákana sína. Þar átti hún skjól í Hvammi sem er sælureiturinn hennar og þar bjó hún um sig á sumr- in með Siggu og Þorbjörgu. Amma var alla tíð heilsuhraust enda gætti hún vel að því að verða aldrei kalt, hljóp flest sem hún þurfti og vildi aldrei láta neitt hafa fyrir sér. Helst vildi hún stökkva út við veg og labba heim að Hjarðarfelli svo pabbi þyrfti nú ekki að taka á sig krók til að keyra hana heim að bæ. Það var líka ósköp sjaldan sem við máttum keyra hana heim þegar hún kom og borðaði hjá okkur í Reykjavík, það var helst ekki nema í blindbyl. Amma talaði um það að hún hefði mest séð eftir að hafa ekki tekið bílpróf, þá hefði hún verið algjörlega sjálfbjarga. Síðustu árin hefur amma Ásta dvalið á Skjóli við einstaka umönnun starfsfólksins. Ömmu fannst hún þó til að byrja með vera allt of ung til þess að vera þar en bjó sér fallegt heimili þar sem hún naut ævikvölds- ins eins og hún best gat. Amma dó, södd lífdaga, hægu andláti 4. ágúst sl., umvafin ástvinum sínum. Við sem eftir lifum þökkum Guði fyrir þann tíma sem við nutum með ömmu Ástu, allt það sem hún veitti okkur og kenndi. Amma er sjálfsagt komin núna í fallega húsið við tjörnina þar sem trén blómstra bleikum blómum og álftirnar kvaka. Það væri allavega í hennar anda. Blessuð sé minning ömmu Ásthild- ar. Ásthildur Sturludóttir. Þegar ég hugsa til baka um ömmu mína, Ásthildi Teitsdóttur, minnist ég konu sem var einstaklega dugleg, glettin, nákvæm og ákveðin, en um- fram allt afar hlý og góð. Þegar ég var að alast upp dvaldi ég oftast á sumrin í einhverja daga eða vikur á Hjarð- arfelli hjá henni og afa mínum, Gunn- ari Guðbjartssyni. Mér er það minn- isstætt hversu lagin hún var að fá okkur systkinin til að taka þátt í lífinu og starfinu í sveitinni. Ég man eftir nestisferðum upp í Kast, þar sem verkefnið var að standa fyrir kindum. Einnig man ég eftir þátttöku í keppni um best hirta býli á Íslandi. Þáttur barnanna fólst í því að tína rusl í poka og sá lúpínu í holt og mela. Þannig er æskuminningin um ömmu Ástu. Hún var sniðug og góð og gerði vistina í sveitinni skemmtilega. Þegar ég var í menntaskóla bauð hún í mat í hádeg- inu á sunnudögum. Hún var lista- kokkur, bjó til góðan mat sem var fal- lega borinn á borð, helst úr íslenskum landbúnaðarvörum, enda snerist líf þeirra afa alla tíð um búskap og hags- muni íslenskra bænda. Amma Ásta var ákveðin, fylgdi sínu máli eftir og talaði fyrir hags- munum sveitanna og bænda í land- inu. Í samræðum við hana þurfti mað- ur að standa fyrir máli sínu og var það holl lexía. Hún hafði létta lund og sá jafnan spaugilegu hliðarnar á mann- lífinu. Amma var líka fagurkeri, og hafði gaman af því að gefa fólki gjafir. Ég hugsa að hún hafi alltaf átt eitt- hvað í skápnum sínum til gjafa. Hún var venjulega lögð af stað í janúar til að skoða hluti og kaupa til að gefa í jóla- og afmælisgjafir. Í gegnum tíð- ina fékk hún oft far með mér á milli Reykjavíkur og Hjarðarfells og það var alveg sérstök upplifun að ferðast með henni í bíl. Hún fylgdist með út- sýninu út um bílgluggann og dáðist að fegurð landsins, benti manni á liti náttúrunnar, gróðurinn, skýjafarið eða bara landslagið aftur og aftur. Ef hún var ekki sjálf með í för nýtti hún ferðina til að koma pakka vestur. Eft- ir að heilsan brast fækkaði ferðunum vestur að Hjarðarfelli. Fyrir tveimur árum heimsótti hún okkur Guðrúnu Margréti og Borghildi í Hrísdal. Hún var áhugasöm um allt sem við vorum að fást við þar og vildi vita hvernig gengi við sveitastörfin. Þótt hún gæti ekki tekið þátt í samræðum undir það síðasta, naut hún þess að fá heim- sóknir og heyra af fólkinu sínu. Það færðist jafnan bros yfir andlit hennar þegar ég sagði henni fréttir úr Mikla- holtshreppnum. Í dag verður hún lögð þar til hinstu hvílu, í sveitinni sem hún bjó í sín bestu ár og var alltaf svo ofarlega í huga hennar. Ég mun minnast hennar þegar ég keyri þar um og dáist að fegurð landsins. Gunnar Sturluson. Þó ég hafi ekki þekkt ömmu Ástu mikið þá man ég alltaf hvað það var gaman að hitta hana. Ég man ekki mikið eftir henni nema eitt skipti sem er eiginlega eina minningin um hana þegar ég var lítil. Við áttum heima í Lagarásnum í lítilli íbúð. Hún hafði komið með flugi til Egilsstaða og ég man ekki betur en það hafi verið síð- asta heimsóknin þangað. Ég var sex ára og það var fiskur í matinn. Mér fannst eða finnst fiskur ekkert góður svo ég neitaði að borða hann, en amma kom með þetta sígilda trikk á börn sem vilja ekki borða matinn sinn, byrjaði svona að tala við mig, segja mér eitthvað og láta mig segja henni eitthvað. Svo svona smám sam- an þá hvarf fiskurinn ofan í mig ásamt tómatsósu, nýjum kartöflum ÁSTHILDUR TEITSDÓTTIR Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.